Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 46
46 | Lífsstíll 27.–29. maí 2011 Helgarblað að hafði aldrei hvarflað að Tinnu að hún væri efni í fyrir- sætu fyrr en hún var stoppuð úti á götu og beðin um að taka þátt í Face North-fyrirsætukeppninni. „Þegar ég var 19 ára var komið upp að mér inni á bar og ég spurð hvort ég vildi taka þátt í nýrri fyrirsætukeppni, ég kom alveg af fjöllum, hafði ekki hundsvit á tísku, held meira að segja að ég hafi verið klædd í eitís Human League bol sem ég stal frá bróður mín- um og með risaderhúfu. Ég var ekki al- veg að sjá fyrirsætumöguleika í mér,“ segir hún og hlær. Fyrirsætuferill hennar hefur hins vegar gengið afar vel. Hún fór til New York og vann þar í nokkra mánuði, eftir það fór hún til Indlands þar sem hún vann í rúmt ár. Þar bjó hún í stóru húsi ásamt hópi annarra fyrirsæta þar sem þær höfðu sinn eigin bílstjóra og öryggisverði. Henni hefur hins vegar líkað best í Bretlandi og í dag býr hún í höfuðborginni, London. „Mér líkar mjög vel í London en þaðan vinn ég um alla Evrópu. Lífið í London er alveg yndislegt, ég bý á frá- bærum stað í eldgamalli íbúð í aust- urhluta London. Hverfið mitt er rosa- lega vinsælt í augnablikinu og fullt af ungum tónlistar- og tískulistamönn- um búa hérna. Gatan mín er full af listagalleríum og pöbbum þannig að það er alltaf líf og fjör hérna sem hefur bæði sína kosti og galla. Ég er til dæmis aldrei smeyk við að labba ein heim á næturnar en það geta verið mjög mikil læti. Flestallir vinir mínir búa í göngu- færi við mig sem er rosalega þægilegt þar sem London er svo stór og getur tekið endalaust langan tíma að ferðast á milli.“ Lærir á bassa og ætlar að stofna hljómsveit Tinna hefur tekið virkan þátt í lista- lífinu í London. „Mér finnst rosalega gaman að fara á listasýningar í götunni minni, en ég gerði minn fyrsta gjörn- ing um daginn í einu af galleríunum með frönskum listamanni, en ég var dressuð upp sem seventís hjólaskauta- stelpa og listamaðurinn setti bók- stafi undir hjólin á rúlluskautunum og málningu og síðan renndi ég mér yfir hvítan plattann á meðan tónlist Blon- die var spiluð á hæsta yfir troðfullum sal og út kom verk sem ég bjó til með hjólaskautunum. Það var rosalega skemmtilegt og mig langar til að gera fleiri gjörninga í framtíðinni, eins og ég þoldi ekki gjörninga fyrst,“ segir hún og skellir upp úr. Ég hef mikinn áhuga á tónlist líka og hef ákveðið með Sif, vin- konu minni, að stofna hljómsveit og er byrjuð að læra á bassa. Það er orðinn fastur liður hjá vinum mínum að fara um helgar á markaði, þá sérstaklega blómamarkaðinn sem er á sunnu- dögum og er bara rétt hjá mér og enda svo í „late lunch“ á pöbbnum og fá sér „sunday roast“.“ Tinna er vinamörg og vinir hennar lýsa henni sem ástúðlegri og einlægri. Sjálf segist hún laðast að fólki sem hef- ur húmor fyrir sjálfu sér. „Ég laðast að alls konar týpum hef ég tekið eftir en ég elska þegar fólk kemur mér á óvart og er allt öðru vísi en ég bjóst við en það sem ég leita helst eftir í fari fólks er einlægni, traust og falleg orka og ef manneskjan hef- ur ekki húmor fyrir sjálfri sér þá gerir það ekkert fyrir mig.“ Situr nakin fyrir Tinna hefur vakið at- hygli fyrir það að vera alls ófeimin við að sitja nakin fyrir. Hún segist aðspurð ekki finnast það neitt til- tökumál. „Núna þeg- ar ég er orðin eldri og reyndari þá finnst mér ég geta gert allt fyrir framan myndavélina. Þegar ég var að byrja í þessu fannst mér rosalega erfitt að vera fáklædd eða nak- in í tökum en núna finnst mér það minna mál svo lengi sem það er gert á falleg- an hátt og með rétta ljósmyndaranum.“ Hópkynlíf ekki minn stíll Til stóð að Tinna tæki að sér hlutverk í myndinni Svartur á leik. Í hennar stað er nú María Birta í aðalhlutverki. Tinna segist ekki hafa séð sig í anda leika í hópkynlífsatriði. „Það var reyndar ekki undir mér komið að ég tók ekki þátt. Ég flutti aft- ur til útlanda á meðan myndin var í biðstöðu og María Birta er réttari fyr- ir hlutverkið, hún á örugglega eftir að höndla hlutverkið miklu betur. Ég var líka ekki alveg að sjá mig í anda leika í hópkynlífsatriði með einhverjum glamúr sílikonmódelum. Það er ekki alveg minn stíll eins og mér finnst gaman að leika.“ Varasamur tískubransi Margar hættur leynast í heimi tísk- unnar og Tinna segir hann geta verið varasaman ef stúlkur sökkva of djúpt í skemmtanalífið. „Hann getur ver- ið það ef maður sekkur of djúpt inn í skemmtanalífið sem er stór hluti af bransanum. Þetta tekur allt tíma og maður þarf að vera þolinmóður. Það ger- ist ekki allt á einni nóttu.“ En fyrst og fremst finnast Tinnu fyr- irsætustörfin vera hörkupúl. „Eins og þessi vinna er skemmtileg og mik- ið ævintýri þá getur hún tekið á. Maður verður að standa fast á sínu og hafa bein í nefinu og geta tek- ið gagnrýni. Vinnu- dagurinn getur ver- ið ótrúlega langur og aðstæður erfiðar og maður þarf oft að koma nánast ósofinn í verkefni ef maður er að ferðast á milli landa.“ Er algjör bóhem og fiðrildi Tinna er tvístígandi um framtíðina og langar til að læra ótalmargt. „Það er margt sem mig langar til að læra en það breytist frá degi til dags, einn dag- inn langar mig að fara aftur til Ind- lands og læra að kenna jóga, næsta dag langar mig í leiklist eða eitthvað tengt tísku eins og stílistann. Ég er í sam- bandi við einn stílista hérna úti sem ég get aðstoðað við tökur og lært af þegar ég á frí.“ Tinna segist annars vera algjört fiðrildi og hún gerir engar langtíma- áætlanir. „Ég er algjör bóhem og fiðr- ildi eins og mamma kallar mig. Ég plana hlutina ekki of langt fram í tím- ann heldur tek ég bara einn dag fyrir í einu og reyni að njóta þess að vera til. Það hefur oft verið gert grín að mér að ég sé of „laid back“ eða hafi fæðst á röngum áratug en mér finnst allt frá sjötta og sjöunda áratugnum rosalega heillandi hvort sem það er tíska, tónlist eða kvikmyndir.“ kristjana@dv.is fiðrildi Algert og bóhem Þegar Tinna Bergsdóttir var 19 ára sigraði hún í Face North-fyrirsætukeppni hér heima og í kjölfarið fór hún til New York að reyna fyrir sér í módelbrans- anum. Í dag er hún 25 ára og hefur setið fyrir í tímarit- um á borð við Elle, Cosmopolitian, Dazed and Confu- sed, Marie Claire. I.D. og Harper's Bazaar og unnið fyrir tískurisa eins og Levi’s, H&M, Diesel og Converse. SNYRTIVESKI TINNU Fyrirsætan Tinna Bergsdóttir leyfir okkur að skyggnast í snyrtiveskið: Hvernig hugsarðu um húðina? „Ég reyni fyrst og fremst að þrífa allan farða vel af áður en ég fer að sofa, en ég er nýbyrjuð að nota hreinsivörur frá Lancome (hreinsimjólk og tóner) sem ég er mjög ánægð með. Svo nota ég einu sinni til tvisvar í viku vörur frá Blue Lagoon, maskinn þeirra er alveg frá- bær og húðin glansar alveg rosalega eftir á. Svo nota ég besta dagkrem sem til er og heitir Embryolisse og fæst bara í París, flest allar fyrirsætur og förðunarfræðingar nota þetta krem. Ég reyni líka að drekka mikið vatn og fá nógan svefn en ég sé það mikið á húðinni ef ég sef ekki nóg og er að ferðast mikið.“ Hvaða snyrtivöru geturðu ekki verið án? „Ég elska MAC-varasalvana, sér- staklega hvíta sem gefa bara smá gljáa en engan lit.“ Hvaða ilmur er í uppáhaldi? „Ég elska alla ilmi frá Dior og á nokkra. Uppáhalds er Hypnotic Poison.“ Fegurðarráð? „Nóg af vatni og svefni.“ Hvað er í snyrtibuddunni þegar þú ert að vinna? „MAC-varasalvinn minn og MAC- baugafelari, annars þarf ég ekkert snyrtidót þegar ég er að vinna.“ Er eitthvað sem þú hefur notað á húðina sem þú hefur aldrei notað aftur og vilt vara aðra við að nota? „Nei, ekki sem ég man í fljótu bragði. Ég er með mjög þægilega húð, er ekki með ofnæmi fyrir neinum vörum og fæ sjaldan bólur þannig að ég hef aldrei brennt mig á neinu.“ Er einhver förðun sem fer þér ekki vel? „Mér finnst ekki flott þegar ég er máluð of mikið bæði um augu og varir. Og mér finnst flottast þegar ég er máluð mikið um augun og með „nude“ varir.“ „Það hefur oft verið gert grín að mér að ég sé of „laid back“. Þ Líkar lífið í London „Lífið í London er alveg yndislegt, ég bý á frábærum stað í eldgamalli íbúð í austurhluta London.“ Tinna Bergsdóttir „Ég var líka ekki alveg að sjá mig í anda leika í hópkynlífsatriði.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.