Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 48
48 | Lífsstíll 27.–29. maí 2011 Helgarblað 10leiðirTil að komasT í form Þ að vilja flestir vera í góðu lík- amlegu formi, þá sérstaklega á sumrin þegar fólk er létt- klæddara. Karlmenn eru þar engin undantekning. Það eru þó til margar aðrar leiðir en að kaupa sér kort í líkamsræktarstöð og hanga inni að horfa á sjónvarpið á meðan þú hleypur á bretti eða ferð í stig- vél. Ferska loftið sem fæst við að gera líkamsræktaræfingar úti við er líka óviðjafnanlegt, sem og æfingarnar sem geta verið talsvert fjölbreyttari. Hér eru tíu leiðir til að komast í betra form án þess að fara í líkamsræktar- stöð. RóðuR á vatni Ef þú hefur aðgang að vatni þar sem þú getur róið er róður góð alhliða- æfing fyrir líkamann. Þrátt fyrir að róður í róðrarvél sé góð æfing fyrir líkamann jafnast hún ekki á við al- vöru róður. Það eru kannski ekki ýkja margir staðir á Íslandi þar sem hægt er að stunda róður, en ef þú hefur tækifæri til þess þá eru fáar æfingar jafngóðar fyrir þig. LínuskautaR Að fara á línuskauta er góð æfing fyrir magavöðva og fætur og tekur einnig á nára og læri. Munurinn á því að fara á línuskauta og fara í lík- amsræktarstöð liggur fyrst og fremst í ferskara lofti og skemmtilegra um- hverfi. Annar kostur sem línuskaut- ar hafa fram yfir hlaup er að álagið á hnén er margfalt minna. Jóga Jóga hefur verið stundað í þúsund- ir ára víðs vegar um heiminn og er margfalt þróaðra en einhverjir teygjutímar í líkamsræktarstöðvum. Í góðu veðri getur þú farið út í garð og gert nokkrar jógaæfingar og not- ið þess um leið að anda að þér fersku lofti. Jóga teygir og styrkir líkamann og ættu flestir að geta fundið og lært jógaæfingar við sitt hæfi. ÆfingatÆki í göRðum og sundLaugum Íslenskar sundlaugar og garðar á borð við Klambratún bjóða upp á einföld – en áhrifarík – æfingatæki fyrir alla. Tækin eru opin öllum og geta vel komið í staðinn fyrir lóð sem þú finnur í líkamsræktarstöðvum. Fyrir suma gætu þessi tæki litið út eins og leikföng fyrir börn en þau eru tilvalin til líkamsræktar. sund Fá lönd státa af jafnmörgum og góð- um sundlaugum og Ísland. Sund- laugarnar eru ekki bara til að slaka á í heldur er sund ein besta æfing sem þú getur fengið. Með því að synda nokkrar ferðir í hverfislaug- inni getur þú hætt að gera upphíf- ingar í líkamsræktarstöðinni. Sund- ið hjálpar þér að byggja upp allan líkamann en mesti ávinningurinn af sundi er fyrir bakvöðvana. HJóLReiðaR Þó að hjólatæki geti hjálpað þér mik- ið við að byggja upp vöðva í fótleggj- unum, að brenna fitu og að komast í form getur þú náð nákvæmlega sama árangri með því að hjóla á venjulegu reiðhjóli úti við. Þú færð allt ann- að umhverfi við að hjóla um bæinn – eða hvar sem þú vilt hjóla – en ef þú hjólar fyrir framan sjónvarpsskjá í líkamsræktarstöð. Þú getur líka nýtt tímann betur með því að hjóla í vinn- una og heim aftur og þannig komist hjá því að þurfa að fara á sérstaka æf- ingu. skokk eða HLaup Líklega einfaldasta og vinsælasta lík- amsrækt sem fólk stundar er að fara út að skokka eða hlaupa. Þú þarft ekki annað en ágæta skó og þægi- leg föt til að koma þér í gott form. Í kringum borgina eru margar góðar hlaupaleiðir sem bjóða upp á mis- munandi aðstæður. Skokk og hlaup gagnast öllum sem vilja bæta sitt lík- amlega form, sama hvort um er að ræða íþróttafólk eða skrifstofufólk sem hreyfir sig lítið. HLauptu upp stiga Það er góð æfing að skokka upp stiga. Þó að þú hlaupir upp styttri stiga en kirkjutröppurnar á Akureyri færðu góða þjálfun. Stigarnir bjóða upp á svipaða æfingu og venjuleg hlaup en meira reynir meira á magavöðv- ana. Það er þó ekki ráðlagt að fara að hlaupa upp og niður stiga þar sem margt fólk er á ferli og því kannski best að gera þessa æfingu snemma á morgnana eða seint á kvöldin. kLifuR Það er kannski ekki á allra færi að stunda klifur en fyrir þá sem hafa tækifæri til er vart til betri æfing fyrir líkamann. Klifur tekur sérstaklega á bak-, axla- og brjóstvöðva. Ef þú hef- ur tækifæri til að fara í fjalla- eða ís- klifur skaltu ekki hika – viljir þú kom- ast í gott form. Fyrir þá sem ekki hafa reynslu af klifri eru til sérstakir klifur- veggir sem klifurfélög á höfuðborg- arsvæðinu bjóða upp á. spRettiR upp bRekku Til að byggja upp gott þol er sniðugt að taka spretti upp brekkur. Það er þó mikið álag á hjartað og er því kannski ekki hentugt fyrir hjartveika eða þá sem lítið hafa hreyft sig. Mikilvægt er að teygja vel eftir svona æfingar. Þú þarft ekki að finna langa brekku til að æfingin skili tilsettum árangri en til að fá sem mest út úr æfingunni er um að gera að spretta úr spori upp brekkuna nokkrum sinnum. adalsteinn@dv.is n Þú þarft ekki að fara í ræktina til að koma þér í form n ódýrar eða ókeypis leiðir til að byggja upp vöðva komdu þér í form Jóga er góð leið til þess að komast í gott form. www.markisur.com Veðrið verður ekkert vandamál. Dalbraut 3, 105 Reykjavík. Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar Viltu skjól á veröndina? Eigum við ekki að hætta þessari þrjósku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.