Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Page 50
50 | Lífsstíll 27.–29. maí 2011 Helgarblað Icons of Men‘s Style Bókin Icons of Men‘s Style ætti að geta hjálpað öllum karlmönnum við að finna sinn eigin stíl. Í bókinni er farið yfir helstu tískufyrirbrigði karl- manna í dag. Nafn bókarinnar er þó örlítið villandi því það gefur til kynna að farið sé yfir fatastíl frægra einstaklinga, en bókin setur fötin í fyrsta sætið og fer yfir sögu, hönnun og innblástur flíkanna sjálfra. Í bók- inni er meðal annars farið yfir föt á borð við polo-boli, flugmannsgler- augun og Panama-hattinn. Veldu rétta grIllIð Grilltíðin er gengin í garð og kom- inn tími til að taka fram grillið – eða kaupa nýtt. En hvað þarf að hafa í huga þegar nýtt grill er keypt? Fyrst þarftu að spyrja þig hversu oft þú ætlar að grilla, fyrir hversu marga þú ætlar að grilla að meðaltali og hversu miklu þú getur eytt í grill. Ef þú horfir til allra þessara þátta ætt- irðu að geta fundið hið fullkomna grill fyrir þig. Koffín- bætt snarl Hver vill ekki borða koffínpopp, koffínkökur og koffínkjöt? Skola því svo niður með koffínvatni. Það er í boði fyrir áhugasama en allt virðist vera fáanlegt í Bandaríkjunum. Koffínpopp Ert þú alltaf að sofna í bíó? Þá ætti koffínpopp að vera eitthvað fyrir þig. Í hverjum 150 gramma poka af Biofuel-poppi er á bilinu 150–200 milligrömm af koffíni. Það er um það bil eins og einn, stór og sterkur bolli af kaffi. Eða svipað magn og í tveimur orku- drykkjum. Fyrir þá sem drekka ekki kaffi og vilja ekki sykraða orkudrykki gæti þetta verið góð lausn í prófatörninni. Koffínkex Buzz Strong’s Caffei- nated Cookies eru fyrir þá sem nenna ekki að hella upp á og vilja fara beint í kexið. Kexið er gert úr brasilísku kaffi, vanillu frá Haítí og svissnesku súkkulaði. Engin aukaefni er að finna í kexkökunum en þrátt fyrir það endast þær í eina níu mánuði án þess að skemmast. Í fjórum kexkökum er álíka mikið koffín og í einum kaffibolla. Koffínkökur Ef sykurvíman nægir þér ekki þegar þú skóflar í þig súkkulaðikökubitum þá er þetta svarið. Töluvert koffín er í kökunum en hægt er að fá þær með hnetu- og súkku- laðibragði, sykraðar og súkkulaðihúðaðar. Gætu verið málið líkt og kexið fyrir þá sem vilja sleppa kaffinu og fara beint í sætindin. Koffínkjöt Perky Jerky hlýtur að vera það undarlegasta á koffínmat- seðlinum. Losnaðu við hungrið en sigraðu þreytuna í leiðinni með því að tyggja þurrkað kjöt með guaranabragði og 150 milligrömmum af koffíni. Gott fyrir göngugarpa og veiðimenn sem vilja ekki bera mikið nesti. Koffínsykurpúðar Stay Puft Caffeinated Marshmallows innihalda um 100 milligröm af koffíni stykkið. Það er ekkert smámagn. Ef börnin verða ekki nægilega æst á nammidögum þá gæti þetta verið lausnin. Hver væri ekki til í að grilla nokkra svona? FARÐU AFTUR Í BÍÓ Í FYRSTA SINN www.bioparadis.is hverfisgötu 54 / 101 reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.