Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 55
Sport | 55Helgarblað 27.–29. maí 2011 Bestu liðin Berjast um stærsta Bikarinn er ekki bara með fullt af frábærum leikmönnum. Allir í liðinu leggja mik­ ið á sig hver fyrir annan. United get­ ur líka spilað á marga mismunandi vegu. Það getur sótt hratt, það getur varist og beitt skyndisóknum og einn­ ig haldið bolta. Svo er það djöfullegt að ráða við komist United yfir. Man­ chester United er skólabókardæmi um hvernig lið á að verjast frá fremsta manni,“ segir Xavi. Börsungar eiga fullt af frábær­ um leikmönnum fram á við, þá sér­ staklega Leo Messi en Xavi heldur og bendir á sóknarmenn United. „Fram á við spilar United mjög hratt og er með afburðaleikmenn á borð við Giggs, Rooney, Chicharito og Valencia. Ef ég þyrfti að velja einhvern einn aðal­ mann yrði ég að benda á Rooney. Scholes hefur alltaf verið besti leik­ maður United að mínu mati en hann er farinn að spila minna núna,“ segir Xavi. Sorgarsaga Fletchers Annar leikmaður sem er vanalega fyrstur á skýrslu í stórleikjum Man­ chester United er Skotinn Darren Fletcher. United saknaði hans sárt í úrslitaleiknum 2009 en þá vantaði heldur betur einhvern þindarlaus­ an sem gæti hlaupið á eftir Börsung­ um og reynt að hirða af þeim bolt­ ann. Lukkan hefur ekki verið hliðholl Fletcher þegar kemur að úrslitaleikj­ um Meistaradeildarinnar. Árið 2008 var hann ónotaður varamaður þeg­ ar United lagði Chelsea í Moskvu og svo var hann í banni í úrslitaleiknum gegn Barcelona fyrir tveimur árum. Var það mjög ósanngjarnt þar sem rautt spjald sem hann fékk í undanúr­ slitunum var rangur dómur. Nú hef­ ur hann verið að berjast við vírus og virðist ekki hafa komið sér ekki í stand í tæka tíð. „Að hafa Darren þetta heil­ an gerir okkar starf erfiðara. Það verð­ ur ekkert auðveldara að velja í lið­ ið,“ segir Mike Phelan, aðstoðarstjóri Manchester United. Fletcher hefur verið svolítið mikið niðri fyrir á æfingum United í vikunni, segja breskir miðlar. Þeim finnst eins og hann sé búinn að átta sig á stöð­ unni. „Ég vel ekki liðið. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta á æf­ ingum. Strákarnir sem komu okkur í úrslitaleikinn hafa staðið sig frábær­ lega þannig að úr vöndu er að ráða hjá Sir Alex,“ segir Fletcher sjálfur. Hann hefur þó fengið smá stuðning frá Katalónanum Cesc Fabregas, fyrir­ liða Arsenal. „Manchester United mun spila með þriggja manna miðju gegn Barcelona alveg eins og gegn okkur. Með Fletcher inni á miðjunni ertu með pottþéttan pakka. Anderson er líka góður en ég held að hann muni ekki spila á Wembley. Fletcher er eini maðurinn í United­liðinu sem gæti mögulega leyst það starf að dekka In­ istesta og eða Xavi – maður á mann,“ segir Fabregas. Brotthvarf Ronaldos hjálpaði United Eðlilega verður enginn Cristiano Ronaldo í liði Manchester United þegar liðið mætir Barcelona á Wem­ bley á laugardaginn. Blaðamenn hafa þó verið duglegir að spyrja Barcelona­ menn út í þá staðreynd þar sem þeir þekkja hann nú vel frá Spáni. Ronaldo fór fyrir United þegar það komst í úr­ slitaleikinn árin 2008 og 2009 en í fyrra, fyrsta ár United án hans, þurfti liðið að sætta sig við deildarbikar­ inn og ekkert meir. Aðlögunartím­ inn var þó ekki lengri þar sem United varð enskur meistari á tímabilinu og er komið aftur í úrslitaleik Meistara­ deildarinnar. „United­liðið er ekki jafnbein­ skeytt og áður þegar Ronaldo spilaði. Núna vill það halda boltanum. Ég veit ekki hvort það sé vegna brotthvarfs Ronaldos eða ekki. Í dag færir liðið sig sem heild alla vega,“ segir miðjumað­ urinn Xavi en framherjinn David Villa tekur mun sterkar til orða. „Brotthvarf Ronaldos frelsaði Manchester United. Margir frábærir leikmenn koma og fara frá United en það er þessi fersk­ leiki sem heldur liðinu alltaf við topp­ inn,“ segir Villa en United án Ron­ aldos veldur Dani Alves nokkrum áhyggjum. „Það er erfiðara að reikna út Man­ chester United án Ronaldos. Núna er þetta miklu meiri liðsheild en það var fyrir tveimur árum. United hefur þroskast mikið sem lið. Það er að valta yfir enska boltann og berjast um gull­ ið í Meistaradeildinni,“ segir Dani Al­ ves en það hefur einkennt Börsunga alla vikuna hvað þeir hafa talað Uni­ ted­liðið upp. Án efa fínasta taktík þar sem Barcelona er af flestum talið sterkara liððið. Kolkrabbinn Iker Það er ekki lengur hægt að spila stóra fótboltaleiki eða í raun halda nokkurn íþróttaviðburð án þess að láta einhver dýr spá fyrir um úrslitin, hvort sem það eru kolkrabbar eða kýr. Kolkrabbinn Páll fór á kostum á HM í fyrra en eftir að hafa spáð rangt fyrir um úrslit úrslita- leiksins þar sem Spánn hafði betur gegn Hollandi drapst hann. Nú er kominn nýr fógeti í bæinn, að því gefnu að kol- krabbar geti sinnt störfum fógeta. Sá heitir Iker og hann hefur spáð fyrir um úrslit leiksins. Var hann látinn sækja sér annað hvort sardínu í plastílát merkt Manchester United eða Barcelona. Sardínan hjá Manchester United hugn- aðist honum betur og á því Sir Alex Ferguson að hafa betur í baráttunni við Guardiola og strákana frá Katalóníu á laugardagskvöldið. Spámaðurinn „United er skólabókar- dæmi um hvernig lið á að verjast frá fremsta manni. Valdes Pique Busquets Messi Alves Iniesta Abidal Pedro Pyuol Xavi Villa Líklegt byrjunarlið Barcelona Guardiola Þjálfari Barce- lona hefur áður haft betur gegn Sir Alex Ferguson. Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is Til hamingju - Upplagðar útskriftargjafir - Fyrir þá sem tala tungum! Fyrir fagurkera og listaspírur! Fyrir gruflara og grúskara! Fyrir þá sem eru að flytja að heiman! Fyrir náttúrubörnin! Fyrir útivistarfólkið!Fyrir útivistarfólkið!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.