Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Qupperneq 62
62 | Fólk 27.–29. maí 2011 Helgarblað Andri Freyr og Baggalútur syngja um lesbískar ninjavampírur á flótta: Draumur glysrokkarans „Þetta lag er draumur glysrokkar- ans,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, Baggalútsmaður og höfundur lagsins Lesbískar ninjavampírur á flótta. Það eru útvarpsmennirnir Andri Freyr Viðarsson og Guðmundur Páls- son sem þenja raddböndin í þessu óvanalega lagi. „Við erum að færa okkur í þennan glysrokkhugarheim og þegar maður fer að skoða texta frá þessum tíma þá er þetta svolítið mikið leðurblökur og konur,“ heldur Bragi áfram. „Þannig að við reyndum að fanga þetta allt í einu þema. Lagið er því um ein- hvers konar vígaamasónur sem eru um leið lesbískar og ninjavampírur. Hinn fullkomni draumur glysrokk- arans og svona súmmerar upp þessa stefnu.“ Enn frá hverju eru lesbísku ninja- vampírurnar að flýja? „Það er svona gegnumgangandi í þessu glysrokki að allir eru „on the run“. Við spurð- um okkur einmitt að þessari spurn- ingu í ferlinu. Undan hverju flýja lesbískar ninjavampírur? En það er einhver ónefnd ógn þarna sem steðj- ar að þeim.“ Það er ekki á hverjum degi sem Andri Freyr Viðarsson þenur radd- böndin en upphaflega átti hann að vera í bakröddum í laginu. „Síðan gekk þetta svo vel að þetta endaði í dúett,“ segir Andri en það var enn einn útvarpsmaðurinn, Doddi litli, sem benti Baggalútsmönnum á að Andri væri með fínustu „hármetal- rödd“. Andri hefur sínar kenningar um það undan hverju vampírurn- ar séu að flýja í laginu. „Það er nátt- úrulega undan dagsljósinu og bara almenningi almennt.“ Andri telur einnig að þetta sé það eina í sögu poppsins sem ekki hafi verið búið að gera lag um áður. asgeir@dv.is „Þetta er allt þess virði“ É g er í tökum akkúrat núna,“ segir Þor- valdur Davíð Kristjánsson, nýútskrifað- ur leikari frá listaháskólanum Juilliard í New York í Bandaríkjunum, þegar DV nær tali af honum. Hann er staddur á landinu við tökur á kvikmyndinni Svartur á leik, sem byggir á samnefndri skáldsögu Stefáns Mána. Þorvaldur hefur haft í nógu að snúast und- anfarna mánuði en hann frumsýndi óperu sem hann samdi í samvinnu við skólafélaga sinn í New York fyrr í mánuðinum. „Eftir að ég klára þessa mynd ætla ég að reyna að finna góð- an farveg fyrir óperuna. Vinur minn kemur til landsins í júlí og við ætlum að reyna að skoða næstu skref með hana. Annars ætla ég bara í frí,“ segir Þorvaldur. „Það er búið að vera þvílíkt mikið að gera en þetta er allt þess virði. Mað- ur er kominn með gráðu og kominn með vinnu strax eftir skóla í þessu. Það er mjög jákvætt.“ Aðspurður hvort hann ætli að reyna fyrir sér í Bandaríkjunum segir hann: „Ég er með vega- bréfsáritun hérna í eitt ár og ætla að reyna að finna mér vinnu. Ég er með nokkur járn í eld- inum. Ég er í samstarfi við stórt umboðsfyrir- tæki í Los Angeles og flyt þangað til að vinna með þeim í sumar. Ég byrja svo næsta vetur væntanlega að fara í leikprufur og þannig.“ Juilliard er einn virt- asti listaháskóli í heimi og er Þor- valdur fyrsti Ís- lendingurinn sem útskrifast úr leik- listardeild skólans. Hjálpar það ekki að vera útskrifaður úr jafn- góðum skóla? „Jú, það gerir það að því leyti að við vorum með „showcase“, eins og það kallast, bæði í New York og Los Ange- les þar sem fólk úr þessum bransa kemur og horfir á,“ útskýrir Þorvaldur. „Þeir koma og horfa og svo fer maður á fundi eftir það. Ég fór á marga fundi með góðu fólki eft- ir þessi „showcase“. En svo gefur skólinn þér náttúrulega góða menntun.“ Þorvaldur segir aðspurður að tökur á Svartur á leik gangi vel og að gaman sé að koma hingað og vinna með öllu því góða fólki sem stendur að myndinni. n Þorvaldur Davíð er fyrsti Íslendingurinn sem útskrifast úr leiklistardeild Juilliard n Er á Íslandi við tökur á Svartur á leik n Ætlar að taka sér frí eftir mikið annríki „Ég er í tökum akkúrat núna. Fyrstur Íslendinga Útskrifaðist úr leik- listardeild Juilliard. Einn sá besti Juilliard- listaháskólinn er einn sá besti í heimi. Í fötum af ömmu Tónlistarmaðurinn Berndsen viðurkennir í nýjasta tímariti Monitor að hann gangi gjarnan í fötum af mæðrum vina sinna og ömmu sinni. Berndsen vekur jafnan athygli fyrir skrautlegan klæðaburð þar sem hann kemur fram. „Ég komst í fataskáp hjá mömmu Magga félaga míns um daginn og hún lánaði mér fullt af einhverjum gömlum jökkum,“ útskýrði hann fyrir blaðmanni Monitors. „Svo bara ef ég finn eitthvað í geymslu hjá ömmu. Ég fann einhvern gamlan jakka þar um daginn sem ég er alltaf í núna. Þetta er allt eitthvað gamalt og endurnýtt.“ Í sendiherra- partíi Almannatengillinn Andrés Jónsson var gestur Luis E. Arreaga, nýs sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, á miðvikudag. „Ég sagðist hafa mótmælt þarna fyrir utan fyrir nokkrum árum og sendiherrann grínaðist með að þeir hefðu tekið mynd af mér,“ skrifar Andrés um samskipti sín við sendiherrann á Facebook-síðuna sína. „Deildi því svo með mér að hann hefði mótmælt framferði Bandaríkjastjórnar í El Salvador fyrir utan herstöð á áttunda ára- tugnum.“ Andrés kunni vel við sig í boðinu og segir að Arreaga sé „indælismaður“. Bragi Valdimar Segir titil lagsins og textann súmmera upp glysrokkatímabilið. Andri Freyr Þenur raddböndin og syngur um lesbískar ninjavampírur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.