Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 6
6 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað Breiðutangi ehf., eignarhaldsfélag sem var í eigu Finns Sveinbjörns­ sonar, hefur verið tekið til gjald­ þrotaskipta. Héraðsdómur Reykja­ ness úrskurðaði um þetta 5. maí síðastliðinn. Breiðutangi skuldaði Sparisjóði Keflavíkur 103 milljónir í september 2008 samkvæmt skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfsemi sjóðsins. Breiðutangi var eitt af fjöl­ mörgum eignarhaldsfélögum starfsmanna Sparisjóðabank­ ans, síðar Icebank, um eign þeirra í bankanum. Félagið hélt utan um eignarhlut Finns Svein­ björnssonar í bankanum en hann gegndi stöðu bankastjóra Icebank. Í skýrslu rannsókn­ arnefndar Alþingis kemur fram að Finn­ ur skuldaði Sparisjóðabankanum 631 milljón í gegnum félögin Breiðu­ tanga og Græna grósku ehf. og öðr­ um fjármálastofnunum 862 milljónir í gegnum sömu félög. Finnur seldi félagið þegar hon­ um var sagt upp störfum sem banka­ stjóra Icebank í lok árs 2007. Hann staðfesti í samtali við DV í mars 2009 að félagið hefði fengið 850 millj­ óna króna kúlulán frá ýmsum fjár­ málastofnunum til hlutabréfa­ kaupa. Þegar hann seldi félagið var tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar skilin eftir inni í félaginu. Það var félagið Græn gróska ehf. sem tók yfir Breiðutanga en Græn gróska er í eigu Salt Invest­ ments. Salt Investments er félag í eigu Róberts Wessman. Breiðutangi var eitt af fjölmörgum eignarhalds­ félögum fyrrverandi starfsmanna Icebank sem var tekið yfir af Grænni grósku á sínum tíma. gudni@dv.is Stórskulduga félagið Breiðutangi tekið til gjaldþrotaskipta: Félag Finns gjaldþrota Félagið gjaldþrota Eignarhaldsfélag sem áður var í eigu Finns Sveinbjörnssonar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Keypti félagið Græn gróska ehf. sem er í eigu Róberts Wessman í gegnum Salt Investments keypti Breiðu­ tanga ehf. sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Einstaklingarnir sem skemmdu hlið og skilti Umhverfisstofnunar við Dyrhólaey eiga von á að vera kærðir til lögreglu vegna athæfis­ ins. Ólafur Arnar Jónsson, deildar­ stjóri náttúruverndar hjá Umhverf­ isstofnun, segir stofnunina einnig munu kæra mennina fyrir að fara inn á eyna þrátt fyrir að stofnun­ in hefði sett bann við ferðum um svæðið. Mennirnir sem rifu niður hlið sem lokaði svæðinu eru ósáttir við bann stofnunarinnar og ákváðu að fara þessa leið við að mótmæla banninu frekar en að kæra úr­ skurðinn til umhverfisráðuneytis­ ins. Gátu fengið ákvörðuninni hnekkt „Þessi ákvörðun okkar um að loka eynni er alltaf kæranleg. Þú getur alltaf kært ákvörðun okkar til ráð­ herra,“ segir Ólafur Arnar. „Ráð­ herrann hefði þá bara úrskurðað um það hvort það hafi verið eðlilega að þessu staðið eða ekki. Þeir höfðu þetta í hendi sér, að fara með málið áfram og kæra þessa niðurstöðu en gerðu það ekki.“ Ólafur bendir á að ákvörðunin hafi aldrei verið kærð. Hópurinn sem eyðilagt hefur skilti og hlið Umhverfisstofnunar hefur því ákveðið að fara óhefðbundn­ ar leiðir við að mótmæla ákvörðun stofnunarinnar. Fyrrverandi lögreglumaður í hópnum Einn aðila sem tók þátt í aðgerðun­ um þar sem skilti og hlið stofnunar­ innar voru skemmd er Reynir Ragn­ arsson, fyrrverandi lögreglumaður. Hann óttast ekki viðbrögð Umhverf­ isstofnunar og segist ætla að halda áfram uppteknum hætti. „Við höld­ um þessu áfram þangað til við verð­ um dregin til baka í járnum, eða hvað sem verður gert,“ sagði hann í samtali við DV á mánudag vegna málsins. „Ég held að það séu um níutíu prósent íbúanna sem eru á móti þessari lokun,“ sagði hann enn fremur. „En við höldum þessum að­ gerðum áfram, við erum svo mörg að við skiptum þessu bara á okkur.“ Engir eftirmálar af handalögmálum Þegar Reynir og félagar hans létu til skarar skríða á mánudag, þeg­ ar þeir opnuðu meðal annars hlið stofnunarinnar sem lokaði eynni, kom til handalögmála á milli ein­ hverra úr hópnum og starfsmanna stofnunarinnar. Engir eftirmálar verða af því máli en Ólafur Arn­ ar segir að um minniháttar atvik hafi verið að ræða. „Þetta voru svo sem engin handalögmál þannig, honum var bara ýtt til hliðar þeg­ ar hann var að sinna sínu starfi. Mönnum var orðið mjög heitt í hamsi og hann steig þá bara til hliðar starfsmaðurinn,“ segir Ólaf­ ur Arnar. „Þetta voru engin átök þannig, honum var bara ýtt til hlið­ ar, hann sá í hvað stefndi og steig til hliðar.“ DyrhólaeyjarDeilan vinDur upp á sig n Tóku málin í eigin hendur frekar en að kæra ákvörðun Umhverfisstofnunar n Eiga sjálf- ir von á kæru vegna skemmdarverka, þjófnaðar og brota gegn ákvörðun stofnunarinnar„Þú getur alltaf kært ákvörðun okkar til ráðherra. Deilur um Dyrhólaey Hatrammar deilur hafa verið undanfarið vegna lokunar Umhverfisstofnunar fyrir umferð almennings um Dyrhólaey. Mynd Ragnar Th. Sigurðsson Tófur á ferð í Dyrhólaey „Þarna voru tvö hlaupadýr skotin á eyjunni í morgun og ég held að það segi bara meira en flest annað hvað er þarna á ferð­ inni,“ sagði Ás­ geir Magnússon, sveitarstjóri Mýr­ dalshrepp, en tvær tófur voru skotnar á Dyr­ hólaey á þriðju­ dagsmorgun. Ásgeir sagði það staðfesta grun fuglafræðings um að varpi í Dyrhólaey stafi helst hætta af vargi en ekki fólki. DV greindi frá því á miðvikudag að aðkoman að æða­ varpinu hefði ekki verið falleg er ábú­ endur vitjuðu hreiðra. Var þá talið að menn hefðu farið þar um og rústað hreiðrum og tætt dún. Stöðusektir fyrir rúma milljón Mikið var um stöðubrot í Reykjavík um síðustu helgi og hafði lögreglan afskipti af tæplega tvö hundruð og þrjátíu ökutækj­ um vegna þessa, aðallega í Laugar­ dalnum en líka annars staðar í borginni. Þetta kemur fram í til­ kynningu frá lög­ reglu. Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, til að þeir komist hjá útgjöldum en nú er 5.000 króna sekt vegna stöðubrots en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð. Þess má geta að á sama tíma og bílum var ítrekað lagt ólöglega í Laugardalnum um helgina var mikið af ónotuðum bílastæðum á svæðinu, meðal annars við Laugardalsvöllinn. Samtals nema sektirnar 1,15 milljónum króna. Sex ára drengur féll af hestbaki Sex ára drengur slasaðist er hann féll af hesti í Hrunamannahreppi á mánudag. Hestur sem hann var á mun hafa tryllst og drengurinn fallið af baki en festist í ístaðinu og dróst spölkorn með hestinum. Drengur­ inn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala. Óttast var að hann hefði hlotið innvortis meiðsli. Þá féll ungur maður af torfæruhjóli í Gnúpverjahreppi aðfaranótt síðast­ liðins laugardags. Hann var fluttur á slysadeild Landspítala. Grunur leikur á að maðurinn hafi verið und­ ir áhrifum áfengis en hann var ekki með hjálm né annan hlífðarbúnað. Lögreglan á Selfossi greinir frá þessu í dagbók sinni. Útgáfa DV DV kemur ekki út á þjóðhátíðardag­ inn 17. júní. Næsta tölublað kemur út mánudaginn 20. júní. m.dv.is Lestu fréttir DV í farsíman um þínum! Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.