Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Síða 15
„Ísland getur vel orðið stórveldi í
sjávarútvegsmálum innan Evrópu-
sambandsins.“ Þetta sagði Bald-
ur Þórhallsson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, en
hann tók sæti á Alþingi í síðustu viku
sem varamaður fyrir Mörð Árna-
son. Baldur sagði þetta í fyrirspurn
á Alþingi, sem hann beindi til þing-
manna Sjálfstæðisflokksins, og þá
sérstaklega til Bjarna Benediktsson-
ar, formanns flokksins. Hann spurði
ennfremur: „Við hvað er Sjálfstæðis-
flokkurinn svona hræddur?“
Bjarni brást ókvæða við og spurði
Baldur á móti: „Trúir þingmaður-
inn því í raun og veru að með því að
gangast undir fleiri svið Evrópusam-
starfsins værum við að öðlast ein-
hver völd?“
Talsvert var rætt um Evrópumál í
síðustu starfsviku Alþingis, þar sem
komu fram nokkur sjónarmið. Bald-
ur sagði ennfremur að samningur-
inn um Evrópska efnahagssvæðið,
sem gekk í gildi árið 1994, væri liðin
tíð, enda um ólýðræðislegan samn-
ing að ræða sem færði Íslendingum
takmörkuð áhrif. Þorgerður Katr-
ín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, benti á að Íslend-
ingar væru ekki að nýta sér öll þau
tækifæri sem fælust í EES-samningn-
um og vildi fara að fordæmi Norð-
manna. Hún vill eftir sem áður að
þingmenn sameinist um að ná sem
bestum samningi í aðildarviðræðum
við ESB.
Yrðum stærst í sjávarútvegi
Baldur benti á, að ef Ísland gerðist
aðildarríki að ESB, þá yrðum við um
leið stærsta fiskveiðiríki sambands-
ins. „Ef við skoðum síðustu 10 ár, þá
er heildarafli sem er veiddur við Ís-
lands strendur um 25 til 30 prósent
af heildarafla Evrópusambands-
ins. Þetta fer auðvitað mikið eftir því
hvernig árar í fiskveiðum en eftir sem
áður er ljóst, að ef við værum aðild-
arríki, þá værum við helsta fiskveiði-
þjóð sambandsins. Það eitt og sér
gefur okkur mjög sterka stöðu í ráð-
herraráði sjávarútvegsmála, fram-
kvæmdastjórn eða Evrópuþinginu.
Í öðru lagi hefur Evrópusamband-
ið sýnt að það vill nýta þá krafta og
sérþekkingu sem til er í sjávarútvegs-
málum. Gott dæmi er að þegar Norð-
menn sömdu um aðild árið 1994, þá
var samið um að þeir myndu leiða
framkvæmdastjórn sjávarútvegs-
mála. Sem var auðvitað eðlilegt, því
Norðmenn hefðu orðið stærsta sjáv-
arútvegsríki sambandsins á þeim
tíma. Þess vegna er ég ekki í nokkr-
um vafa um, að Íslendingar ættu alla
möguleika á að leiða framkvæmda-
stjórn sjávarútvegsmála, ef til aðildar
kæmi.“
ESB vill nýta sérkunnáttu
Baldur telur að Íslendingar geti áork-
að miklu í sjávarútvegsstefnu ESB.
Þar skipti smæð landsins í raun engu
máli. „Í Evrópusambandinu er það
þannig að sérkunnátta er nýtt til
fulls. Þeir sem kunna að reka banka,
fá þess vegna framkvæmdastjóra-
stöðu efnahags- og peningamála.
Lúxemborg hafði það embætti lengi
vel, þrátt fyrir að vera smáríki, bara til
að nefna dæmi. Svíar hafa verið leið-
andi í umhverfismálum og fengu því
framkvæmdastjórastöðu á sviði um-
hverfismála. Þannig starfar Evrópu-
sambandið einfaldlega.“
Smáríki velja sína slagi
Í svari Bjarna Benediktssonar í síð-
ustu viku sagði hann að áhrif Íslands
yrðu lítil sem engin með fjóra til sex
þingmenn á Evrópuþinginu. Sam-
kvæmt Lissabon-sáttmálanum er
reyndar tryggt að þeir yrðu sex, sem
yrði hlutfallslega mesti þingmanna-
fjöldi á hverja þúsund íbúa. En það er
fleira sem kemur til, að mati Baldurs,
sem mun tryggja Íslendingum áhrif
þegar kemur að sjávarútvegsmál-
um. „Nú er rétt að hafa það í huga,
að það er ráðherraráðið sem er helsti
löggjafaraðilinn, ekki þingið. Í ráð-
herraráðinu er hefð fyrir því að mál
séu leyst í sátt, oftar en ekki einróma,
en þar sitja allir við sama borð, óháð
stærð. Í framkvæmdastjórninni gætu
Íslendingar einnig haft áhrif, þar sem
þeir hefðu sína starfsmenn. Svo má
ekki gleyma því að þingmannafjöld-
inn á Evrópuþinginu segir ekki allt.
Í fyrsta lagi þá kjósa þingmenn ekki
eftir þjóðerni heldur eftir flokkslín-
um. Í öðru lagi þá velja smáríki sína
slagi og forgangsraða eftir þjóðar-
hagsmunum. Það er alveg degin-
um ljósara að sjávarútvegsmál væru
númer eitt á lista íslenskra Evrópu-
þingmanna og gætu þeir hæglega
haft áhrif eftir því.“
Eigum góða samningamenn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
sagði í samtali við DV að þrátt fyr-
ir að margar mismunandi skoðan-
ir væru á Alþingi á aðildarumsókn
í ESB, væri mikilvægt að þingmenn
sameinuðust um að ná fram sem
bestum samningi í aðildarviðræðum
við ESB. Þetta ætti sérstaklega við
um sjávarútvegsmál. „Við Íslending-
ar höfum sýnt það að við eigum mjög
fært fólk þegar kemur að hagsmun-
um Íslands í utanríkismálum. Þetta á
ekki aðeins við um samninga okkar
að EFTA eða NATO heldur einnig alla
okkar aðkomu að hafréttarsáttmála
Sameinuðu þjóðanna, svo dæmi séu
nefnd. Okkur hefur gengið vel að
koma okkar sjónarmiðum á framfæri
og ég trúi ekki öðru en að við látum á
það reyna að ná sem bestum samn-
ingi.“
Þorgerður bendir þó á að varhuga-
vert sé að gera of miklar breytingar á
núverandi fiskveiðistjórnarkerfi Ís-
lendinga. „Ég hef meiri áhyggjur af
brölti ríkisstjórnarinnar hér heima
í sjávarútvegsmálum, þar sem við
höfum þó haft fiskveiðistjórnarkerfi
sem hefur þótt eftirsóknarvert er-
lendis. Ég ætla samt að leyfa mér að
vera jákvæð, því þrátt fyrir að þetta
hafi verið hatrömm rimma í þinginu
um sjávarútvegsmálin, þá er ákveð-
inn sáttatónn. Ég held að það sé mun
styttra á milli manna í sjávarútvegs-
málum heldur en látið hefur verið í
veðri vaka.“
Fréttir | 15Helgarblað 15.–19. júní 2011
upplifa sé rofin. Einangrunin hefur
vægast sagt mjög neikvæð áhrif á líf
þeirra. Það er ekki á þau bætandi.“
Steinunn segir að nú sé þessi mála-
flokkur inni á borði hjá innanríkis-
ráðherra og því sé kjörið tækifæri að
vekja máls á honum á ný.
Mánaðarleg borgarferð
DV ræddi einnig við þrjá meðlimi No
Borders í Reykjavík sem sóttu fund-
inn. Það voru þau Almar Erlingsson,
Haukur Hilmarsson og Kristín Anna
Hermannsdóttir. Þau sögðu blaða-
manni frá því að No Borders væri al-
þjóðlegt net grasrótarstarfsemi sem
vinnur með flóttamönnum að frjáls-
um ferðaflutningum fólks, en sam-
tökin hér á landi voru stofnuð fyrir
um hálfu ári. Meðlimir samtakanna
hér á landi hafa undanfarið starf-
að með flóttamönnum og unnið að
úrbótum á aðstæðum þeirra hér á
landi. Rétt eins og Steinunn, eru þau
sammála um að réttast væri að flótta-
fólk héldi til í Reykjavík, sökum þess
að mestöll þjónusta sem það þarf að
sækja er í höfuðborginni.
Flóttafólk fær farmiða til þess
að sækja nauðsynlega þjónustu til
Reykjavíkur, svo sem lögfræðiþjón-
ustu og aðstoð Rauða krossins, en
hins vegar fær fólk einungis farmiða
til þess að fara einu sinni í mánuði til
borgarinnar í eigin erindagjörðum.
„Á þennan hátt viðurkennir kerfið
þörfina á því að fólk tengist íslensku
samfélagi og menningu og að slíkri
þörf sé ekki mætt í Keflavík. En það
kemur hins vegar í veg fyrir að þeir
geti aðlagast íslensku samfélagi,“
segir Haukur og Almar tekur und-
ir: „Fólk fær sem sagt að brjótast úr
samfélagslegri einangrun einu sinni
á mánuði.“ Kristín Anna segir slíkar
ferðir yfirleitt ekki endast lengur en í
einn dag, þar sem fólk eigi ekki kost á
því að borga fyrir gistingu í borginni.
Stærsta mannréttindamálið
Þremenningarnir benda á ýms-
ar fleiri ástæður. Í Reykjanesbæ sé
flóttafólk oft auðkennt sem slíkt
vegna húðlitar, en í Reykjavík væri
auðveldara fyrir fólk að falla inn
í hópinn, þar sem samfélagið sé
stærra og fjölmenningarlegra. Þá
segir Kristín Anna að sér finnist ein-
faldlega mannúðlegra að slíkir gest-
ir séu tíu mínútum frá menningar-
legum fjölbreytileika heldur en frá
flugvellinum, þar sem hægt sé að
koma þeim strax úr landi ef þeir fái
neitun. Almar segir að nálægð gisti-
heimilisins við flugvöllinn lengi hafa
verið talin til kosta: „Og það kannski
lýsir því viðhorfi sem hefur gengið
varðandi flóttamenn á Íslandi, það
er að koma þeim út úr landinu sem
fyrst með sem minnstum kostnaði.“
Haukur samsinnir þessu: „Við vilj-
um að þau séu tíu mínútum frá sam-
félagi en ekki tíu mínútum frá brott-
vísun.“
Margt flóttafólk sækir vinnu á
meðan hælisumsókn þeirra er til
umfjöllunar. Þau benda á að á Suð-
urnesjum sé mikið atvinnuleysi og
mikið álag á félagslega kerfinu sem
hefur þau áhrif að sérstakar kring-
umstæður flóttamanna séu ef til vill
síður teknar til greina. Enn fremur
vilji sumt flóttafólk læra íslensku á
meðan það dvelur hér á landi og í
Reykjavík séu skilyrði til íslensku-
náms fjölbreyttari. Allt þetta og meira
til telja þau skjóta sterkum stoðum
undir það að heimili fyrir flóttamenn
sé staðsett í höfuðborginni.
„Það er ekki verið að biðja um
neina ölmusu, ríkið borgar nú þegar
fyrir aðstöðuna. Það er einungis verið
að biðja um stefnubreytingu. Þetta er
pólitískt mál en ekki efnahagslegt eða
fjárhagslegt,“ segir Almar. Þau setja
málið í samhengi við þá áherslu sem
Reykjavíkurborg hefur lagt á mann-
réttindi og nefna til að mynda þegar
Laugavegi var breytt í mannréttinda-
veg í þrjá daga, en með þessu væru
„orðin að öðlast verknað,“ segir Hauk-
ur og bætir við: „Ég held að þetta yrði
kannski einhver stærsti mannrétt-
indasigur Reykjavíkurborgar síðustu
ára, en þetta myndi gerbreyta að-
stöðu flóttamanna á Íslandi.“
„Ég held að þetta yrði kannski einhver stærsti
mannréttindasigur Reykjavíkurborgar síðustu
ára, en þetta myndi gerbreyta aðstöðu flóttamanna
á Íslandi.
Baldur Þórhallsson, varaþingmaður og prófessorEr ekki í vafa um að Íslendingar
geta haft mikil áhrif á sjávarútvegsstefnu ESB.
n Íslendingar verða stærsta fiskveiðiþjóð ESB, verði af að-
ild n Gætum haft ómæld áhrif að mati Baldurs Þórhalls-
sonar n Þorgerður Katrín telur vannýtt tækifæri falin í
EES-samningnum n Bjarni Benediktsson ítrekar andstöðu
TekisT á um
evrópumál
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
„Ef við værum að-
ildarríki – þá vær-
um við helsta fiskveiði-
þjóð sambandsins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Varar við of miklum breytingum á fiskveiði-
stjórnarkerfi Íslendinga.