Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 16
16 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað Árið 1996 var Ólafur Skúlason biskup borinn þungum sökum þegar þrjár konur stigu fram og sögðu að hann hefði brotið gegn þeim kynferðis- lega. Ólafur sagði af sér í opnunar- ræðu á prestastefnu sama ár eftir mikið fjaðrafok í fjölmiðlum en bisk- upsmálinu var hvergi nærri lokið. Árið 2008 lést Ólafur og þá komst aft- ur skriður á málið þegar dóttir hans ákvað að mæta ekki í jarðarförina og gera upp fortíðina. Árið 2010 komst málið aftur í fjölmiðla og í kjölfarið var skipuð rannsóknarnefnd, sem fór meðal annars yfir þátt núverandi biskups, séra Karls Sigurbjörnssonar, í biskupsmálinu svokallaða. Niður- staðan er sú að aðkoma Karls að mál- inu fól í sér ítrekuð mistök og ámæl- isverð vinnubrögð. Þröngur hópur vina Málið var komið í hámæli þegar kirkjuráð fundaði þann 1. mars 1996. Í því sátu Karl Sigurbjörnsson, séra Hreinn Hjartarson, Helgi K. Hjálms- son og Gunnlaugur Finnsson. Ólafur Skúlason var formaður ráðsins, sem sitjandi biskup. Karl sagði fyrir rannsóknarnefnd kirkjuþings að þáverandi biskup, Ólafur Skúlason, hefði flutt „mjög tilfinningaþrungna ræðu yfir þeim sem hafi verið mjög erfitt að sitja undir.“ Vildi Ólafur að ráðið sendi frá sér stuðningsyfirlýsingu ... „að því yrði lýst yfir að þetta væri áburður á hendur honum sem hann væri sak- laus af, ásakanir sem hann væri sak- laus af,“ eins og Karl orðaði það. „Maður má ekki gleyma því að kirkjuráð er þröngur hópur vina, menn verða miklir vinir og Ólafur fullyrti alltaf við menn að það væri ekkert til í þessu. Þetta væri misskiln- ingur og þetta væri lygi og þvætt- ingur og menn trúðu honum bara,“ sagði Baldur Kristjánsson, biskups- ritari Ólafs og ritari kirkjuráðs á þess- um tíma. Yfirlýsing kirkjuráðs Eftir þessa tölu steig Ólafur út af fundinum á meðan ráðsmenn ræddu saman. Komust ráðsmenn að þeirri niðurstöðu að senda frá sér stuðningsyfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Kirkjuráð harmar þær ásakanir sem bornar eru fram á hendur biskupi Íslands og eru al- varleg atlaga að æru hans og heiðri kirkjunnar þjóna og valda djúpri sorg málsaðilum og öllum unnend- um kirkju og kristni.“ Og: „Kirkjuráð vottar biskupi Íslands og fjölskyldu hans dýpstu samúð og kærleika og treystir honum til að leiða þessi al- varlegu mál til lykta, kirkju og þjóð til heilla og blessunar.“ Karl var spurður að því af rann- sóknarnefndinni hvort það mætti líta á samþykkt kirkjuráðs sem mistök. Svarið var: „Jú, það var bara kannski hvorki fugl né fiskur. Ég veit ekki hvað maður á að segja um það. Við vorum undir svona ákveðinni mikilli pressu þar.“ Alvarleg mistök af hálfu Karls Rannsóknarnefnd kirkjuþings gat ekki fallist á þau orð Karls að yfirlýs- ing kirkjuráðs hefði verið „almenn og hlutlæg í garð allra hlutaðeig- andi“. „Kirkjuráð kaus að orða yfir- lýsinguna með þeim afdráttarlausa hætti að ásakanir kvennanna fælu í sér „alvarlega atlögu að æru biskups og heiðri kirkjunnar“ auk þess sem biskupi og fjölskyldu hans var ein- um málsaðila vottuð dýpsta samúð og kærleiki af þessu tilefni.“ Það verði því að líta svo á að kirkjuráð hafi þar með stutt opinberlega þann málsað- ila sem ásakanirnar beindust að og jafnframt var meðlimur ráðsins og forseti þess. Rannsóknarnefndin mat það engu að síður sem svo að það hefðu verið alvarleg mistök af hálfu Karls og annarra kirkjuráðsmanna að senda frá sér þessa yfirlýsingu. Var meðal annars litið til þess að yf- irlýsingin var birt á sama tíma og er- indi þriggja kvenna sem sökuðu Ólaf um kynferðisbrot voru til meðferðar í siðanefnd Prestafélags Íslands. Ráðið lagði jafnframt ófullnægj- andi forsendur til grundvallar þeirri ákvörðun að gefa út yfirlýsinguna opinberlega á þessum tímapunkti og fylgdi því ekki þeim grundvallar- reglum stjórnsýsluréttar sem giltu um störf ráðsins. Stíleinkenni Karls Geir Waage var einnig kallaður fyr- ir rannsóknarnefndina. Þar sagði hann að „textinn frá kirkjuráðinu bæri svo mikil og eindregin stílein- kenni Karls“ að það væri ekki hægt að líta fram hjá því. Hefði Geir borið það undir Karl haustið 2010 og full- yrt þetta við hann. Hefði Karl tekið undir það. Þá benti rannsóknarnefndin á að að allflestir þeirra kirkjunnar manna sem voru inntir eftir afstöðu sinni til yfirlýsingar kirkjuráðs hafi sagt að hún hefði verið stuðningsyfirlýsing við biskup og að ekki hefði verið rétt af hálfu ráðsins að fjalla með þeim hætti um málið. „Enginn þeirra, að undanskildum kirkjuráðsmönnun- um sjálfum, þeim Karli Sigurbjörns- syni og Helga K. Hjálmssyni, taldi yfirlýsingu kirkjuráðs vera forsvaran- lega í ljósi atvika og stöðu málsins.“ Að auki tók nefndin það sérstak- lega fram að þótt fallist væri á það með Karli að horfa verði til þess að aðstæður þær sem kirkjuráð stóð frammi fyrir hafi verið „erfiðar og fordæmalausar“ geti það ekki breytt þessari niðurstöðu. „Það er einmitt við slíkar aðstæður sem gera verður þá kröfu til samfélagslega mikilvægr- ar stofnunar á borð við þjóðkirkj- una, sem um margt nýtur sérstöðu í íslensku samfélagi, að hún bregð- ist faglega við þeim erfiðu vanda- málum sem hún stendur frammi fyr- ir og taki ákvarðanir sem samrýmast þeim grundvallarhugsjónum og við- horfum sem stofnunin og allt hennar starf byggir á.“ Báðu Karl um hjálp Daginn eftir að Karl tók þátt í því að rita þessa yfirlýsingu hringdi séra Hjálmar Jónsson, þáverandi alþing- ismaður, í hann og bað um hjálp. Hjá honum var stödd kona, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein þeirra sem sökuðu Ólaf Skúlason um kynferðisbrot. Sigrún Pálína var í vanda þar sem siðanefnd og fleiri voru farnir að tala um það að Ólafur ætlaði að lögsækja hana. „Það er farið að tala um að ég verði gjaldþrota og ég er einstæð móðir með þrjú börn. Ég átti unnusta en við bjuggum ekki saman þann- ig að fjárhagslega stóð ég ein. Ég var orðin hrædd út af því.“ Hjálmari var ekki kunnugt um veru Karls í kirkjuráði og taldi hann varamann. Vissi hann ekki heldur af yfirlýsingunni sem kirkjuráð var nýbúið að samþykkja til stuðnings Ólafi. „Mér fannst ég vera hólpin“ Sigrún Pálína hitti Hjálmar og þau fóru saman á fund Karls í Hallgríms- kirkju, hún, Hjálmar og Alfred Wolf- gang, núverandi eiginmaður hennar. „Við hittum Karl og ég segi honum alla sólarsöguna og við tölum og töl- um tímunum saman og þeir tala um að þetta sé bara agalegt og þeir vilji bara allt gera til þess að hjálpa mér ... svo fer hann með mig upp að alt- arinu og biður upphátt guð um að passa upp á mig og styðja mig og nefnir nafnið mitt og mér fannst ég bara vera hólpin. Það var bara ein- hver svona ofsalega sterk tilfinning að vera samþykkt.“ Eftir fundinn á föstudagskvöld- inu sveif Sigrún Pálína á skýi og það sama sagði Alfred maðurinn henn- ar. Sigrún Pálína hringdi síðan í Dag- björtu og hvatti hana til að hafa sam- band við Karl eða Hjálmar. „Líklega talaði ég við Stefaníu og hún meira og minna fussaði bara. Þannig að ég ætlaði náttúrlega að taka þær með í þennan yndisleika.“ Ráða ekkert við Ólaf Á laugardaginn var komið annað hljóð í þá félaga. „Þá segja þeir að þeir ráði ekkert við Ólaf. Ólafur vilji bara ekkert ... hann komi ekki til með að skrifa út svona yfirlýsingu. Það er talað um gjaldþrot, það er talað um „hvað með börnin þín?“ og þeir halda áfram að tala og tala og á milli fara þeir í símann og tala við Ólaf. Svo er haldið áfram að tala, ég er bæði með síþreytu og vefjagigt þann- ig að ég var algjörlega orðin búin á því bara frá deginum áður, og við ákváðum að reyna að semja einhvers konar yfirlýsingu af því að ég átti það á hættu að Ólafur Skúlason myndi ákæra mig og af því að ég gæti orðið gjaldþrota. Ég næ ekki almennilega að orða þessa yfirlýsingu fyrr en ég kemst að þeirri niðurstöðu að ég geti það ef ég hafi eina setningu og hún er að ég dragi sannleikann ekki til baka. Ég dragi málið til baka í fjölmiðlum, en ég sé að segja sannleikann og ég dragi ekki sannleikann til baka.“ Ískalt og flökurt Frá því að þetta gerðist hefur Sigrún Pálína statt og stöðugt sagt að á þess- um fundi hafi Karl breytt textanum án hennar vitundar. „Hann allavega fer þá með þessa yfirlýsingu til að prenta hana út og leggur hana fyrir framan mig og einhverra hluta vegna les ég í gegnum hana en tilfinningin er að ég geti ekki meir, en ég geri það og þá sé ég að það vantar þessa setn- ingu. Ég segi við hann: „Það vant- ar þessa setningu og ég skrifa aldrei undir þetta.“ Og þá kemur, ég man ekki hvort það var Hjálmar eða Karl, og dreif sig að fjarlægja blaðið. Þann- ig að yfirlýsingin sem ég átti að und- irrita, hún hvarf af borðinu um leið og ég segist aldrei ætla að skrifa und- ir þetta. Ég stend síðan upp. Þá renn- ur það allt í einu upp fyrir mér að mennirnir eru ekki að aðstoða mig, heldur Ólaf. Og það var eins og köld gusa. Það var aftur þetta rosalega ... og reyndar ekkert bara þetta ... þetta gerði út af við mig vegna þess að ég trúði þeim. Ég lamast, ég verð bara ísköld og mér verður flökurt ... og ég stend upp og við löbbuðum fram á gang og þeir labba á eftir okkur og þá segir Hjálmar: „Geturðu ekki hætt þessu út af börnunum þínum?“ Og ég horfi á Hjálmar og segi: „Nei, það get ég ekki.“ „Mér leið eins og mér hefði verið nauðgað“ „Nei, það get ég ekki því börnin mín vilja ekki að ég hætti að segja sann- leikann.“ Þá kemur Karl, svona snú- andi sér fyrir aftan mig og segir: „En hvað með mömmu þína, er hún ekki svo sjúk?“ Þá var búið að grafa upp að mamma væri með svo mikla liða- gigt og ég lít á hann og segi: „Nei, það get ég ekki.“ Ég sagði síðan við mann- inn minn að við hefðum ekkert meira að gera þarna og svo löbbuðum við út. Við löbbuðum bæði og maður- inn minn var farinn að gráta líka, við fórum heim og ég hringdi í Gunnu og Didda, Sigurð, og mér leið eins og mér hefði verið nauðgað. Ég ruggaði mér fram og til baka og margendur- tók: „Hvað gerðist, hvað sagði hann, hvað sögðu þeir, hvað sagði ég?“ Alfred Wolfgang Gunnarsson, eiginmaður Sigrúnar Pálínu, lýsti aðdraganda þess að fundirnir voru haldnir í meginatriðum með sama hætti og Sigrún Pálína. Það staðfesta einnig vinahjón þeirra Sigrúnar Pá- línu og Alfreds, þau Sigurður Þór Sal- varsson og Guðrún Alda Harðardótt- ir. „Tómur þvættingur“ Karl kannaðist aftur á móti ekki við að hafa breytt yfirlýsingunni og hafn- aði því að að hann hefði viðhaft um- mæli um sjúka móður hennar. „En ég man hins vegar eftir því að í þess- um umræðum þá kom oft fram þetta tema, það er þjáning fjölskyldunn- ar yfir allri þessari ólgu og orrahríð sem var í gangi, og það var aftur og Þáttur Karls í biskupsmálinu n Brást öllum sem leituðu til hans n Studdi Ólaf n „Kirkjuráð er þröngur hópur vina“ n „Ég lamast, ég verð bara ísköld og mér verður flökurt“ n „Þá lágu þau þarna í skúffu ritara biskups“ n Guðrún Ebba beið en á meðan ræddi Karl við ekkju Ólafs n „Ég veit ekki hvernig á að réttlæta það“ Syndir Karls Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.