Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 17
Fréttir | 17Helgarblað 15.–19. júní 2011
aftur talað um það. ...ég hafna því
algjörlega að ég hafi verið að beita
einhverjum svona tilfinningalegum
þrýstingi með því að draga börn og
einhverja sjúka móður inn í þetta.
Það er algjörlega fráleitt.“
Því hafnar Hjálmar líka og sagði
að þessi frásögn væri „tómur þvætt-
ingur“ og „staðleysa“.
Ólafur var í sóknarhug
Karl gleymir því aftur á móti ekki
hvernig Ólafur brást við þegar þeir
Hjálmar fóru á fund hans. Ólafur var
í sóknarhug og krafðist þess að kon-
urnar myndu biðja sig afsökunar, ella
myndi hann lögsækja þær fyrir meið-
yrði. „Þegar við komum ... til Ólafs þá
hrópaði hann upp yfir sig í ergelsi að
það væri ekki hann sem ætti að biðja
afsökunar, það væri hún sem ætti að
biðja hann afsökunar,“ sagði Hjálm-
ar Jónsson um fund þeirra Karls með
Ólafi. „Hann les það yfir og hann
fylltist nú óyndi nokkru út af því og
hann fer eitthvað að klóra í þetta
blað Ólafur. ... Hann var í miklum
móð eins og segja má. Hann sagði
að hún ætti að biðja sig afsökunar og
hún ætti að falla frá málinu, annars
myndi hann kæra hana. ... Hann var
sem sagt í sóknarhug þarna þegar við
hittum hann.“
Áttu að draga söguna til baka
Þessa sömu helgi fór önnur kona,
Dagbjört Guðmundsdóttir, sem
hafði greint frá nauðgunartilraun
Ólafs í Kaupmannahöfn, einnig á
fund Karls í Hallgrímskirkju. Hún var
farin að skynja að hún væri komin út
í horn og vildi bara frið og vildi hætta
þessu. Hún var hrædd við að þurfa
að leggja út í lögfræðikostnað og vildi
komast út úr þessu máli. Hún vildi
bara hætta.
Dagbjört sagði að á fundinum
hefði Karl lagt „mikinn metnað í að
þessu máli yrði bara lokið“. Hann
hefði verið með „tillögur að bréfi“,
þar sem því hefði því verið lýst að
þau hjónin væru að ná sáttum við
þjóðkirkjuna og að þau væru að
draga sögu sína til baka.
Ómar Sigurbergsson, fyrrverandi
eiginmaður Dagbjartar Guðmunds-
dóttur staðfesti frásögn hennar um
að Karl og Hjálmar hafi þá verið með
„með tilbúið bréf, yfirlýsingu, þar
sem hreinlega sko í grunninn var
búið að segja að við værum að ljúga
þessu öllu saman.“
Gat ekki veitt honum huggun
Dagbjört sagði að þau hefðu ekki
getað sætt sig við það, þannig að
þau hefðu farið heim og Ómar skrif-
að annað bréf. Þau hefðu séð að þau
réðu ekki við þetta og enginn hefði
viljað trúa þeim. Á þessum tíma-
punkti hefðu þau því eingöngu verið
farin að hugsa um börnin sín og að
þau hefðu viljað fá líf sitt aftur.“
Þegar þeirra útgáfa var klár fór
Ómar með hana upp í Hallgríms-
kirkju. Hún segir að hann hafi gengið
inn og sest á fremsta bekk í kirkjunni,
grátið og Karl komið til hans. Ómar
hefði náð að stynja upp: „Hvern-
ig getur sannleikurinn snúist svona
í höndunum á okkur, hvernig get-
ið ...“ Karl hafi ekki getað veitt hon-
um huggun, hann hefði ekki getað
klappað honum á öxlina, hann hefði
ekki fengið neina sáluhjálp. Karl
hefði látið Ómar ganga út úr kirkj-
unni, hann hefði ekki haft neina hug-
mynd um í hvaða ástandi geðheilsa
þessa manns væri.
Dró úr líkum á sáttum
Rannsóknarnefndin taldi að of mik-
ið bæri á milli í frásögnum málsaðila
til að hún hefði forsendur til að skera
úr um hvernig þessum málum hefði
verið háttað í raun. Taldi hún engu
að síður að Karl hafi gert mistök með
því að taka að sér að leita sátta milli
Sigrúnar Pálínu og biskups, degi eftir
að hann tók þátt í að gefa út opinbera
yfirlýsingu um sama málefni. Karl
sjálfur hafi einn þurft að meta hvort
aðstæður væru þannig að það væri
eðlilegt að hann tæki að sér hlutverk
sáttamiðlara.
Í ljósi fyrri afskipta hafi honum
„borið að hafna því með öllu að taka
að sér milligöngu í þessu máli. Með
ákvörðun sinni gætti hann ekki að því
að tryggja að fyrir lægju þær grund-
vallarforsendur um traust og trú-
verðugleika sáttamiðlara sem nauð-
synlegar væru til þess að líkur væru á
að ferlið gæti náð tilgangi sínum eins
og atvikum var háttað. Ekki er raun-
ar loku fyrir það skotið að aðkoma
Karls að málinu kunni í ljósi fyrra af-
skipta hans í kirkjuráði og samskipta
hans við biskup af því tilefni að hafa
dregið úr líkum á því að sáttatilraunir
myndu ná árangri“. Þetta hafi því fal-
ið í sér yfirsjón af hans hálfu og verði
talin mistök. Karl féllst ekki á það:
„Ég get með engu móti fallist á að
það hafi verið mistök af minni hálfu“
Neitaði að fara í jarðarförina
Þegar Ólafur Skúlason lést í júní árið
2008 komst aftur skriður á málið því
dóttir hans, Guðrún Ebba Ólafsdótt-
ir, ákvað að vera ekki viðstödd út-
för hans. Í ljósi þessa ákvað hún að
ræða við séra Pálma Matthíasson
sem annaðist útförina og segja hon-
um sögu sína en hann lagði mikla
áherslu á að hún sækti jarðarförina.
Fyrir jarðarförina hringdi hún líka í
Karl. Hún ræddi ekki frekar við hann
fyrr en í marsmánuði árið 2009 þegar
þau áttu fund saman. Var hún sár yfir
því að hafa varið föður sinn á árinu
1996 og leitast við að gera Sigrúnu
Pálínu og hinar konurnar ótrúverð-
ugar. Taldi hún að það myndi auka
trúverðugleika kvennanna ef hún
kæmi fram og segði frá. Það varð
því úr að Guðrún Ebba hitti Karl þar
sem hún sagði honum söguna af því
hvernig faðir hennar beitti hana kyn-
ferðisofbeldi.
Sagði hún að það fyrsta sem Karl
hefði sagt eftir að hafa hlýtt á sögu
hennar hefði verið hvað hann ætti að
segja við mömmu hennar. Hún hefði
svarað að það vissi hún ekki. Hún
sagði honum aftur á móti frá því að
hún vildi hitta kirkjuráð, sem henni
þótti mikilvægt. Hún var með minn-
isblað með sér en var sagt að skrifa
formlegt erindi og óska eftir því að
það yrði bókað.
Sagði söguna af föður sínum
Í framhaldi sendi hún bréf á biskup
og biskupsstofu þar sem hún ósk-
aði eftir fundi með kirkjuráði og að
meðfylgjandi minnisblað yrði bók-
að. Í minnisblaðinu lýsti hún með
almennum hætti reynslu sinni af
föður sínum og sagði að kirkjan
þyrfti að taka skýra afstöðu gegn
kynferðislegu ofbeldi og lýsa því yfir
að það væri synd. Kirkjan þyrfti að
taka sér stöðu með þolendum. Auk
þess listaði hún upp nokkur atriði
sem hún taldi mikilvæg til að rétt-
lætinu yrði náð, þar á meðal að Sig-
rún Pálína fengi að flytja mál sitt fyr-
ir biskupi og kirkjuráði, að hún fengi
uppreisn æru sinnar með opinberri
afsökunarbeiðni og sanngjarnar
skaðabætur. Bréfið sendi hún 27.
mars 2009 en samkvæmt rannsókn-
arnefndinni var það ekki skráð form-
lega í skjalaskrá biskupsstofu fyrr en
17. september 2010, tæpu einu og
hálfu ári eftir að það barst embætt-
inu og eftir að DV hafði fjallað um
málið.
Bréfið á borði Karls
Karl sagði að það hefði ekki verið
meðvituð ákvörðun að láta hjá líða
að skrá bréfið um leið og það barst:
„Það var talið innihalda mjög al-
varlegar ásakanir á hendur látnum
manni. Það var nú kannski það sem
gerði það að verkum að það var beð-
ið með það.“ Þetta hafi verið „mjög
sérstakt“.
Bæði hann og Ragnhildur Bene-
diktsdóttir skrifstofustjóri biskups-
stofu sögðu að það væri óvenju-
legt og algjör undantekning að
fresta skráningu bréfsins. Ragnhild-
ur sagði að skjalavörður hefði farið
með þetta bréf beint upp til Karls í
stað þess að bóka það inn. „Hún fer
með þetta upp til biskups og lætur
hann hafa þetta. Hann, held ég, hef-
ur þetta bara hjá sér á borðinu í ein-
hvern tíma.“
„Þetta er ekki gott bréf“
Ragnhildur Bragadóttir skjalavörður
lýsti þessu svona: „Þarna kom þetta
bréf og ég sat þarna með minn hníf
og opna það og les það og mér var
talsvert brugðið, ég átti ekki von á
svona bréfi. Mér verður það mikið
brugðið að ég stend upp úr mínum
stól og ég veit að biskup er í húsi og
ég fer beinustu leið með bréfið og fer
inn þar sem hann er að tala við séra
Kristján Val Ingólfsson. Ég svona eig-
inlega ryðst inn á þeirra fund og ... ég
segi „þetta er ekki gott bréf“ og rétti
honum. ... Hann byrjar strax að lesa
og ég sé að hann er svona brúna-
þungur og hann tekur strax eftir al-
varleika bréfsins. Ég bakka og ég segi
við hann: „Ég mun skrá þetta bréf
þegar þú biður mig þess.““
Beið eftir fyrirmælum
Það gerði Karl ekki. „En svona
nokkrum dögum, kannski vikum,
síðar, kannski tíu dögum, kannski
tveimur vikum síðar þá kalla ég eft-
ir þessu niður. Hún, skrifstofustjór-
inn, kom niður til mín og við fórum
inn í bókasafnið, sem er svona af-
drep, og ég segi: „Ég á að skrá þetta
bréf.“ Og: „Hver eru mín fyrirmæli?
Mér ber að skrá þetta sem skjala-
verði, minn heiður er í húfi.“ Þá seg-
ir hún að sá sem valdi hafi það sé
biskup, „hann ræður þessu“. Þá segi
ég: „Þá firri ég mig allri ábyrgð, mál-
ið er í ykkar höndum og ég bíð bara
eftir fyrirmælum.“ Síðan er það ekki
fyrr en, ég veit ekki hvenær, einu og
hálfu ár síðar að ég fer upp á loft og
segi: „Ég vil fá þessi bréf.“ Og þá var
þetta náttúrulega orðið að stórmáli.
Ég segi: „Ég vil fá þessi bréf til skrán-
ingar.“ Þá lágu þau þarna í skúffu rit-
ara biskups, ..., þar lágu þau í efstu
skúffu hjá henni, þar stóð biskup Ís-
lands. Ég hugsaði með mér: „Þetta er
agalegur staður að geyma svona við-
kvæm skjöl.““
Viðurkenndi ekki mistökin
Í desember 2008 fór Sigrún Pálína
aftur á fund Karls en nú á skrifstofu
hans á biskupsstofu. Sigrún Pálína
greindi frá því að hún hefði pantað
tíma hjá biskupi. Um fundinn tók
Sigrún Pálína eftirfarandi fram: „Ég
sagði honum af hverju ég væri kom-
in, það er út af þessum samskiptum
okkar þarna í Hallgrímskirkju. Hann
sagðist ekki hafa upplifað þetta
svona, en hann bað mig afsökunar á
því ef hann hefði gert mér eitthvað.
Þetta var eins og bara „backflash“,
eins og Ólafur sagði „ég bið þig af-
sökunar ef ég hef gert þér eitthvað“,
en hann viðurkenni aldrei þetta.“
Karl sagði að Sigrún Pálína hefði
komið á fund hans og farið fram á
að kirkjan veitti henni uppreisn æru.
Hann hefði beðið hana fyrirgefning-
ar á því að hafa brugðist væntingum
hennar þegar hún leitaði til hans um
árið og þeirra samtali hefði þar með
lokið.
Lögmaður Ólafs varar við
Óljóst er hvenær kirkjuráð tók þá
formlegu ákvörðun að veita Sig-
rúnu Pálínu áheyrn. Fyrir liggur þó
að 12. júní 2009 ritaði Magnús Guð-
laugsson hæstaréttarlögmaður bréf
til biskups fyrir hönd Ebbu Sigurð-
ardóttur, ekkju Ólafs Skúlasonar, og
barna þeirra vegna þeirra „ósæmi-
legu árása er Sigrún Pálína Ingvars-
dóttir hefði haft uppi í fjölmiðlum á
æru herra Ólafs Skúlasonar.“
Var þess krafist að fyrirhugað-
ur fundur kirkjuráðs með Sigrúnu
Pálínu yrði ekki haldinn án þess að
fulltrúi fjölskyldunnar yrði viðstadd-
ur. Þá varaði lögmaðurinn eindregið
við því að kirkjuráð ályktaði eitthvað
um ásakanir Sigrúnar Pálínu. Það að
ráðið tæki málið til umfjöllunar væri
„eitt og sér mikil vonbrigði“.
Fundurinn var engu að síður
haldinn og í kjölfarið sendi Guð-
rún Ebba bréf til Þorvalds Karls
þann 16. júní og ítrekaði ósk sína
um fund með kirkjuráði. „Mér þætti
gott að vita hvenær minn fundur
með kirkjuráðinu verður.“ Þorvaldur
Karl áframsendi bréfi hennar á bisk-
up og framkvæmdastjóra kirkjuráðs
tveimur dögum síðar en hafði ekki
frekara samband við Guðrúnu Ebbu.
Guðrún Ebba bíður enn
Guðrún Ebba sendi ítrekunarbréf
þann 27. maí 2009 og enn heyrði
hún ekkert frá biskupsstofu. Ekki fyrr
en daginn áður en henni var boðið á
fund kirkjuráðs þann 17. ágúst 2010.
„Ég hringdi í Þorvald Karl þegar mér
er orðið ljóst að það átti bara að ýta
mér til hliðar. Fyrst hugsaði ég allt-
af um hvað Sigrún Pálína fengi þeg-
ar upp væri staðið, en svo hugsaði ég
um mig sjálfa, þetta væri rosastórt
mál fyrir mig líka og ég væri líka með
nýjar upplýsingar. ... Ég fékk engin
viðbrögð, ekki neitt.“
Um það hvernig það hefði ver-
ið réttlætt að ekki var brugðist við
þessum þætti í erindi hennar sér-
staklega þegar fyrir lá að Sigrúnu Pá-
línu yrði veitt áheyrn hjá kirkjuráði
svaraði Karl: „... ég veit ekki hvernig
á að réttlæta það.“ Síðar sagði hann:
„Ég tel að réttast hefði verið af hálfu
biskupsstofu að svara erindi Guð-
rúnar Ebbu strax skriflega, þrátt fyrir
að engin ákvörðun hafi á þeim tíma
verið tekin um mögulega áheyrn hjá
kirkjuráði.“
Biskup ræddi við ekkju Ólafs
Á meðan Karl svaraði ekki bréfi Guð-
rúnar Ebbu var hann hins vegar í
sambandi við fjölskyldu hennar. Um
það vottar skrifstofustjóri biskups-
stofu: „Ég veit reyndar að hann tal-
aði eitthvað við móður hennar og
bróður hennar, kannski við hana
sjálfa, ég veit það ekki.“
Sjálfur sagði hann að það væri
ekki sjálfsagt að Guðrún Ebba kæmi
á fund kirkjuráðs. „Jafnframt velti
ég því fyrir mér hvort ekki þyrfti þá
einnig að bjóða öðrum á fund ráðs-
ins, s.s. ekkju biskups eða systkinum
Guðrúnar Ebbu, þannig að fulls jafn-
ræðis væri gætt.“
Viðurkenndi hann einnig að bréf
frá lögmanni ekkju biskups hefði
haft áhrif á meðferð málsins.
Ámælisverð vinnubrögð
Að mati rannsóknarnefndarinnar er
það ljóst að ýmis mistök hafi verið
gerð við meðferð erindis Guðrún-
ar Ebbu og metur það sem svo að
skortur á faglegum og samræmdum
vinnubrögðum undir stjórn Karls
hafi að minnsta kosti verið hluti af
þeirri ástæðu að ekki var tekið skipu-
lega á erindi hennar. Eins er það af-
staða nefndarinnar að það verði að
teljast ámælisverð vinnubrögð að
leysa ekki úr máli Guðrúnar Ebbu
þegar með sambærilegum hætti og
máli Sigrúnar Pálínu og til viðbótar
að láta hana bíða í rúmt ár eftir frek-
ari viðbrögðum við erindi hennar
og þá ekki fyrr en hún hafði í ann-
að skipti ítrekað ósk sína um áheyrn
kirkjuráðs. Er það ótvíræð niður-
staða rannsóknarnefndarinnar að
Karl hafi við meðferð erindisins
borið sem biskup og forseti kirkju-
ráðs ábyrgð á þeim mistökum sem
að framan er fjallað um. „Á skorti að
verulegu leyti að faglega væri leyst úr
máli Guðrúnar Ebbu og þá einnig í
samræmi við þau gildi og grundvall-
arhugsjónir sem þjóðkirkjan stend-
ur fyrir í íslensku samfélagi.“
Þessu hafnaði Karl alfarið eins og
öðrum mistökum með þessum orð-
um: „Ég hafna því að hér hafi verið
um mistök eða vanrækslu að ræða af
minni hálfu.“
Valdabarátta
svartstakka
Á blaðsíðum 151–153 í rannsókn-
arskýrslu kirkjuráðs er því velt upp
hvort valdabarátta innan þjóðkirkj-
unnar hafi haft áhrif á viðbrögð og
starfshætti hennar í biskupsmálinu.
Þar kemur meðal annars fram að
í upphafi árs 1996 höfðu um nokk-
urt skeið staðið deilur á milli sóknar-
prestsins í Langholtskirkju, séra Flóka
Kristinssonar, og Ólafs Skúlasonar
biskups. Sigrún Pálína fór á fund séra
Flóka 9. janúar 1996 og sagði honum
sögu sína og ræddi einnig um málefni
Dagbjartar Guðmundsdóttur sem var
sóknarbarn Flóka, en hin tvö síðar-
nefndu höfðu áður rætt saman sam-
kvæmt framburði þeirra fyrir rann-
sóknarnefndinni.
Um þetta segir í skýrslunni: „Ljóst
er af gögnum málsins að aðkoma
Flóka að „biskupsmálinu“, með fundi
hans og Sigrúnar Pálínu, var síðan á
upphafsmánuðum 1996 dregin inn
í málið með því að Ólafur Skúlason
biskup gerðist uppvís að trúnaðar-
broti með því að greina opinberlega
frá yfirlýsingu sem fjórir einstakling-
ar, sem allir gegndu trúnaðarstörfum
í Langholtskirkju, höfðu gefið út um
umræddan fund Flóka og Sigrúnar
Pálínu 9. janúar 1996. Hafði þessi
aðkoma Flóka að „biskupsmálinu“
það ótvírætt í för með sér að í hópi
stuðningsmanna biskups var litið svo
á að málið tengdist þeim deilum sem
höfðu átt sér stað á milli Flóka og bisk-
ups vegna málefna Langholtskirkju.
Í öllu falli er það ljóst að mati rann-
sóknarnefndarinnar að þegar Sigrún
Pálína Ingvarsdóttir lagði fram erindi
sitt 25. janúar 1996 til formlegrar með-
ferðar hjá siðanefnd og stjórn Presta-
félags Íslands höfðu atvik átt sér stað
innan þjóðkirkjunnar sem samkvæmt
gögnum málsins og framburði margra
þeirra sem komu fyrir nefndina settu
svip sinn á viðhorf þeirra til málsins
og málsmeðferð í siðanefndinni og
stjórn Prestafélagsins og einnig á vett-
vangi kirkjuráðs og Prófastafélags Ís-
lands, en nánar verður vikið að þessu
hér síðar. Hefði þessi aðstaða leitt til
þess að tilhneigingar hefði gætt í þá
átt að litið væri á ásakanir Sigrúnar
Pálínu, Dagbjartar Guðmundsdóttur
og Stefaníu Þorgrímsdóttur sem lið
í „valdabaráttu“ á milli stuðnings-
manna og andstæðinga biskups og
það jafnvel álitið að þær væru bein-
línis settar fram fyrir tilstuðlan þeirra
síðarnefndu til að „koma höggi á“
biskup.“
Á blaðsíðu 69 og 70 í skýrslunni
er vitnað í Helga K. Hjálmarsson sem
kom fyrir rannsóknarnefnd kirkju-
þings, sem sagði meðal annars: „...
Mér fannst á þessum tíma að Ólafur
væri hafður fyrir rangri sök og hann
væri nánast í einelti. Það var mín til-
finning þarna á þessum tíma.“ Komst
hann svo að orði hvað þetta varðar að
þarna hefðu að hans mati verið á ferð-
inni „ákveðnir hópar sem voru alltaf
að berjast gegn Ólafi, svokallað „svart-
stakkalið“. Beðinn um að útskýra
nánar hvað hann ætti við með þessu
svaraði Helgi: „Ég á við að ég leit alltaf
svo á að orsökin hefði verið sú, eins og
í sambandi við biskupskosningarnar
sjálfar, að það mynduðust þarna fylk-
ingar og það voru
ýmsir aðilar sem voru mjög ósáttir
við að Ólafur hefði verið kosinn bisk-
up. Það var ákveðinn hópur sem að ...
ég tel að Geir Waage og Sigurður Sig-
urðsson, vígslubiskup í Skálholti, og
þessi hópur sem kallaðir voru svart-
stakkar, ég hafði á tilfinningunni að
þetta væri svona hálfgert einelti gagn-
vart Ólafi.“
Áhrif Ólafs mikil
Á blaðsíðum 153–154 í skýrslunni
er fjallað um áhrif Ólafs Skúlasonar
biskups á meðferð mála í siðanefnd
og stjórn Prestafélags Íslands, á bisk-
upsstofu, í kirkjuráði og í Prófastafé-
lagi Íslands: „Eins og nánar má leiða
af umfjölluninni í köflum 3–7 hér
síðar er það niðurstaða rannsóknar-
nefndarinnar að ekki séu að undan-
skildri yfirlýsingu prófasta, sbr. kafla
3.3, forsendur til að fullyrða að þeir
sem í hlut áttu hafi beinlínis vísvitandi
leitast við að þagga niður í þeim kon-
um sem báru sakir á biskup eða gert
tilraun til slíkrar þöggunar. Í þessu