Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Page 18
18 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað „Ég hleyp ekki frá hálfkláruðu verki,“ segir Karl Sigurbjörnsson bisk- up sem ætlar ekki að segja af sér sem biskup. Blaðamaður DV hitti Karl á kirkjuþingi í safnaðarheimili Grens- áskirkju á þriðjudag og ræddi við hann um niðurstöður rannsóknar- nefndar kirkjuþings og hvort hann íhugi afsögn. Karl var spurður hvort hann viðurkenni að hafa brugðist rangt við, fyrst hann baðst afsökunar á kirkjuþingi. Karl áréttar að beiðn- in um fyrirgefningu hafi átt við það að hann hefði brugðist væntingum kvennanna sem til hans leituðu vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúla- sonar biskups. „Ég sagðist biðjast fyrirgefning- ar á því að hafa brugðist væntingum þeirra sem til mín leituðu.“ Þannig að þú biðst afsökunar? „Ég baðst fyrirgefningar á því að hafa brugðist væntingum þessara kvenna sem til mín leituðu og ég hef áður gert það. Á prestastefnu 2009 bað ég þá sem brotið hafði verið á af hálfu kirkj- unnar þjóna fyrirgefningar fyrir hönd kirkjunnar,“ sagði Karl meðal annars við blaðamann þegar hann var spurð- ur út í afsökunarbeiðni sína og að hverjum hún beindist. Sigrún Pálína segir að Karl hafi notað nákvæmlega sama orðalag á fundi þeirra í desember 2008. „Ég sagði honum af hverju ég væri kom- in, það er út af samskiptum okkar í Hallgrímskirkju. Hann sagðist ekki hafa upplifað þetta svona, en hann bað mig afsökunar á því ef hann hefði gert mér eitthvað. Þetta var eins og „backflash“,“ því Ólafur Skúlason hefði notað sama orðalag á sínum tíma. Úr rannsóknarskýrslu Kirkjuþings Má að einhverju leyti segja að þú hafir brugðist rangt við, á þessum tíma? „Í rannsóknarskýrslunni kemur fram að viðbrögð við þessum málum voru ekki sem skyldi. Ég einsetti mér það þegar ég tók við þessu embætti 1998 að við myndum læra af þessu, læra af því sem miður fór í úrvinnslu og viðtökum þessara ömurlegu mála. Þess vegna beitti ég mér fyrir því að settar væru starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan kirkjunnar og sett var á laggirnar fagráð til að styðja við þolendur. Þetta eru tæki sem við höfum núna sem við höfðum ekki þá og í rannsóknarskýrslunni er okkur bent á ýmsar leiðir til að bæta ferla og vinnubrögð og það mun ég gera.“ Hvernig ætlar þú að bregðast við niðurstöðum rannsóknarnefndar kirkjuþings, hefur þú íhugað að segja af þér sem biskup? „Ekki á grundvelli rannsóknarskýrslunnar, nei. Ég íhug- aði það auðvitað þegar ég var borinn þungum sökum um þöggun og ann- að misferli. En það er ekkert í skýrsl- unni sem styður að ég hafi brotið af mér í starfi þannig að ég þurfi að segja af mér. Það er tekið fram í skýrslunni að það hafi ekki verið um þöggun að ræða af minni hálfu og þó að það hafi orðið mistök í einu og öðru að mati nefndarinnar þá horfist ég í augu við það af auðmýkt og við lærum af því. Það er mannlegt að skjátlast en við fáum öll tækifæri til þess að læra af mistökunum til þess að koma í veg fyrir þau.“ Í skýrslunni er ítrekað tekið fram að biskup hafi gert mistök varðandi biskupsmálið, bæði þá og nú. Hann gerði mistök með stuðningsyfirlýs- ingu kirkjuráðs við Ólaf, hann gerði mistök þegar hann tók að sér að reyna að miðla málum milli Ólafs og Sigrúnar Pálínu og hann gerði mistök þegar Guðrún Ebba leitaði til hans. Þann 27. mars 2009 sendi Guðrún Ebba Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Skúla- sonar, biskupi og biskupsstofu bréf þar sem hún óskaði eftir fundi með kirkjuráði og að meðfylgjandi minn- isblað yrði bókað. Minnisblaðið bar feitletraða fyrirsögn: „Ég óska eftir tækifæri til að segja biskupi og kirkju- ráði sögu mína.“ Í skýrslu rannsóknar- nefndar kirkjuþings lýsir Ragnhildur Bragadóttir skjalavörður biskupsstofu því þegar bréfið barst í hús og því hvernig biskup geymdi það í skúffu sinni, en það var ekki skráð í skjala- safnið fyrr en þann 17. september 2010, tæpu einu og hálfu ári seinna og eftir að DV hafði fjallað um mál Guð- rúnar Ebbu í þó nokkurn tíma. Viðbrögð þín voru á sínum tíma þau að setja bréf Guðrúnar Ebbu nið- ur í skúffu og sleppa því að skrá það: „Það er ekki rétt en það voru mistök við skráningu.“ Hvað er ekki rétt? „Að ég hafi stungið því niður í skúffu. Það var aldrei ásetningur minn að stinga einu eða neinu undir stól. Taktu eftir því sem kemur fram í skýrslunni, það var ég sem hvatti Guðrúnu Ebbu til þess að skrifa bréfið til þess að það fengi formlega umfjöllun. Það voru hins vegar mistök í sambandi við form- lega skráningu þess en það hafði eng- in áhrif á málsmeðferðina, taktu eftir því.“ Skjalavörður segir að hún hafi óskað eftir bréfinu skömmu eftir að það barst þar sem heiður hennar hafi verið í húfi varðandi innskráningu bréfsins? „Já, ég veit, en ég veit ekkert um þetta, eins og ég segi, það var mis- skilningur á milli yfirmanna á stofn- uninni um hvar þetta bréf var statt en þetta eru formsatriði, þetta í sjálfu sér hafði ekki áhrif á meðferð málsins. Það var rætt, það var samtal í gangi, það var óheppilegt að þetta skyldi dragast á langinn en það var ekki ver- ið að stinga einu né neinu undir stól.“ Ég er bara að reyna að átta mig á þessu, þú varst beðinn um að þetta yrði skráð var það ekki? „Nei, það er ekki ég sem sé um það, mér var afhent bréfið þegar það kom. Ég hafði óskað eftir því að fá þetta bréf sent. Þegar bréfið kom þá hafði það ekki verið stimplað eins og venjan er, það hefur ekki verið skráð inn strax við móttöku, heldur fékk ég það í hendurnar strax. Ég hugsaði ekkert út í það að þeirri formreglu hefði ekki verið fylgt.“ Þannig að þú taldir bréfið hafa verið skráð? „Ég gekk einhvern veg- inn út frá því. Frómt frá sagt þá hugs- aði ég aldrei út í það vegna þess að ég hafði hvatt hana til þess að skrifa formlegt erindi.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar kirkju- þings lýsir Ragnhildur Bragadóttir skjalavörður biskupsstofu því þegar bréfið barst í hús og því hvernig bisk- up geymdi það í skúffu sinni en það var ekki skráð í skjalasafnið fyrr en þann 17. september 2010, tæpu einu og hálfu ári seinna og eftir að DV hafði fjallað um mál Guðrúnar Ebbu í þó nokkurn tíma. Gefum Ragnheiði orðið: „Ég segi við hann: Ég mun skrá þetta bréf þegar þú biður mig þess.“ Það gerði Karl ekki. „En svona nokkrum dögum, kannski vikum, síðar, kannski tíu dögum, kannski tveimur vikum síðar þá kalla ég eftir þessu niður. Hún, skrifstofustjórinn, kom niður til mín og við fórum inn í bókasafnið, sem er svona afdrep, og ég segi: „Ég á að skrá þetta bréf.“ Og: „Hver eru mín fyrirmæli? Mér ber að skrá þetta sem skjalaverði, minn heiður er í húfi.“ Þá segir hún að sá sem valdið hafi, það sé biskup. „Hann ræður þessu“. Þá segi ég: „Þá firri ég mig allri ábyrgð, málið er í ykkar höndum og ég bíð bara eftir fyrirmælum.““ Úr rannsóknarskýrslu Kirkjuþings Hver er það þá sem aðallega ber ábyrgð í þessu máli, eins og í tengslum við það að bréfið hafi ekki verið skráð og annað? „Ég ber ábyrgð á því, ég vík mér ekkert undan því.“ Finnst þér ekki að þú þurfir að bregðast við því? „Sko, það er ekki brot í starfi. Nei. Ég axla ábyrgð með því að mæta hér á kirkjuþing og taka þátt í umræðu um skýrsluna, hlusta á viðbrögð og taka við ábendingum og taka þátt í því að horfa fram á við. Hvernig við getum unnið úr þessum málum okkur til heilla og til þess að tryggja að okkar vinnubrögð og verk- lag í þessum efnum sé hafið yfir vafa.“ Sigrún Pálína hefur sagt að Karl Sigurbjörnsson hafi tekið setningu hennar út úr sameiginlegri yfirlýs- ingu sem þau rituðu í Hallgríms- kirkju. Hvernig stendur á því að ykk- ur Sigrúnu Pálínu ber svona mikið á milli varðandi það sem gerðist í Hallgrímskirkju? Hvort ykkar er að segja sannleikann? Var Sigrún Pá- lína að einhverju leyti að fara rangt með mál? „Ég vil bara segja að okkur ber ekki alveg saman í öllum atriðum. Það er nú oft svoleiðis, það er langt um liðið sjáðu til. En hennar upplif- un af okkar samskiptum hefur verið á annan veg heldur en mín og mér þyk- ir það miður. Ég hef lagt fram ákveð- in gögn sem styðja mína frásögn, til dæmis hvað tímasetningar varðar og annað og ég neita alfarið hennar lýsingu á meðferð minni á einhverju bréfi eða yfirlýsingu. Ég neita því al- farið og ég hafði enga ástæðu til þess. Ég bara hef aldrei skilið hvers vegna í ósköpunum ég hefði átt að gera það. Til hvers hefði ég átt að fara til Ólafs Skúlasonar með eitthvað sem ég vissi að hún væri ekki sátt með? Ég átti að hafa milligöngu um sættir, ég átti að hafa milligöngu um ákveðna niður- stöðu.“ Þannig að þetta er ekki rétt hjá henni? „Nei, ég hafna því alfarið. Rannsóknarnefndin tekur ekkert af- stöðu til þess og það verður víst að vera svo. Mér þykir það mjög leitt.“ Eiginmaður Sigrúnar Pálínu, Alfred Wolfgang, lýsir þessum atburðum með sama hætti og Sigrún Pálína en hann sat þessa fundi í Hallgríms- kirkju. Það gerir einnig vinafólk þeirra sem var heima hjá þeim að passa börnin og í miklum samskipt- um við Sigrúnu Pálínu og Alfred þessa helgi. Úr rannsóknarskýrslu Kirkjuþings Væri hægt að segja að þú hafir að einhverju leyti brugðist samstarfs- fólki þínu, þessum konum eða þá þjóðkirkjunni og þjóðinni? „Ég gerði mistök og það gerðu margir mistök. Í rauninni var þetta mál bara þannig vaxið að það hlutu að vera gerð mis- tök en það var aldrei ásetningur minn að standa að þöggun eða brjóta á manneskjum í þessu máli, aldrei. Ég brást við í þeim aðstæðum sem þá voru eins og mér var unnt. Ýmislegt má eftir á að hyggja sjá að voru mis- tök, við njótum þeirra forréttinda í dag að geta litið um öxl. Það hefur svo ótalmargt gerst á þessum fimm- tán árum, það er allt annað viðhorf til svona hluta núna en var þá. Á þessum tíma lá það eitt ljóst fyrir að þarna var maður sem hafði aldrei verið kærður. Það er nú eitt. Og ég er sagður hafa gert mistök fyrir að hafa komið að sáttamiðlun. Ég var beðinn um að hafa milligöngu um sættir við kirkjuna og ég undirstrika það, ég var beðinn, ég hafði ekki frumkvæði að því. Viðkomandi kona bað mig, tvær konur reyndar, að hafa milligöngu um sættir og það er skylda prests að hafa milligöngu um sættir og þá ertu ekki að taka afstöðu með neinum. Þú hef- ur milligöngu um sættir og reynir að gera það eftir bestu samvisku. Þannig er þetta.“ Rannsóknarnefnd kirkjuþings telur að í ljósi fyrri afskipta hafi Karli „borið að hafna því með öllu að taka að sér milligöngu í þessu máli. Með ákvörðun sinni gætti hann ekki að því að tryggja að fyrir lægju þær grundvallarforsendur um traust og trúverðugleika sáttamiðlara sem nauðsynlegar voru til þess að líkur væru á að ferlið gæti náð tilgangi sínum eins og atvikum var háttað. Ekki er raunar loku fyrir það skotið að aðkoma Karls að málinu kunni í ljósi fyrri afskipta hans í kirkjuráði og samskipta hans við biskup af því tilefni að hafa dregið úr líkum á því að sáttatilraunir myndu ná árangri og þá ekki síst í ljósi þeirrar afstöðu Karls sjálfs, sem fram kemur í svar- bréfi hans til nefndarinnar, að hann hefði haft „litla trú á því að nokkur sáttaflötur væri á málinu“. Þetta hafi því falið í sér yfirsjón af hans hálfu og verði talin mistök. Úr rannsóknarskýrslu Kirkjuþings Það hefur komið fram að það fyrsta sem þú sagðir þegar þú hlýdd- ir á sögu Guðrúnar Ebbu hafi verið: Hvað á ég að segja við mömmu þína? „Já, ég kannast ekki við þetta, svona orð eru gripin úr einhverju samhengi, ég kannast ekkert við þetta.“ Þannig að það er ekkert til í þessu? „Nei, ég kannast ekkert við þetta.“ Af hverju varstu í sambandi við fjölskyldu Ólafs en ekki í sambandi við fjölskyldu Guðrúnar Ebbu eftir ykkar fund? „Það er ekkert rétt nema það að ég var í sambandi við ekkju hans og hún hafði samband við mig þegar hún frétti af þessum fundi. Ég var í sambandi við – það var ekki hérna – ég átta mig ekki á hvað þú ert að fara með þessari staðhæfingu því að ég var – það var samtal í gangi við Guðrúnu Ebbu og hún hafði sína stuðningsmenn og talsmenn og ég gekk út frá því að – að það væri í góð- um höndum.“ Ragnhildur Benediktsdóttir skrif- stofustjóri biskupsstofu sagði: „Ég veit reyndar að hann talaði eitthvað við móður hennar og bróður hennar, kannski við hana sjálfa, ég veit það ekki.“ Vissi hún ekki til þess að biskup væri í sambandi við Guðrúnu Ebbu. Karl sagði í skýrslunni að Þorvaldur Karl biskupsritari hefði verið í sam- bandi við hana en Þorvaldur Karl sagði að svo hefði ekki verið. Það eru því ekki til nein gögn um það að erindi Guðrúnar Ebbu hafi verið svarað og sjálf sagði hún að svo hefði ekki verið. Úr rannsóknarskýrslu Kirkjuþings „Ég var beðinn“ „Ég axla ábyrgð með því að mæta hér á kirkjuþing og taka þátt í umræðu um skýrsl- una, hlusta á viðbrögð og taka við ábendingum og taka þátt í því að horfa fram á við. Karl Sigurbjörnsson biskup ætlar ekki að segja af sér embætti n Segist ekki hafa átt frumkvæði að því að hafa reynt að koma á sáttum á milli Ólafs biskups og fórnarlamba hans n Ber við misskilningi og mistökum Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Mannlegt „Það er mannlegt að skjátlast en við fáum öll tækifæri til þess að læra af mistökunum til þess að koma í veg fyrir þau,“ segir Karl Sigurbjörnsson biskup.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.