Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 19
Fréttir | 19Helgarblað 15.–19. júní 2011
Í skýrslunni er Ólafi biskup lýst
sem afar sterkum persónuleika og
ákveðnum, mig langar til að spyrja
þig hvort þú hafir að einhverju leyti
óttast hann eða ítök hans í Þjóðkirkj-
unni? „Nei, nei, ég gerði það ekki, ég
gerði það ekki.“
Það hafði ekki nein áhrif á þín
störf? „Áhrif? Auðvitað vill maður
bera virðingu fyrir fólki. Það er bara
mín frumafstaða og ég þekkti Ólaf
ekki af neinu öðru en góðu sem sam-
starfsmaður hans. Það er bara mann-
legt að maður vilji ekki trúa ýmsu sem
að borið er á menn að óreyndu. Ég
vil yfirleitt ekki trúa neinu illu upp á
nokkurn mann, hvorki þig né aðra.“
En hvernig er það í dag? Trúirðu
frásögn þessara kvenna í dag eða tek-
urðu einhverja sérstaka afstöðu til
þess? „Ég vil forðast að taka afstöðu til
þess en ég get sagt það að ég trúi því
að eitthvað hafi gerst og ég hef alltaf
trúað því að eitthvað hafi gerst sem
ekki átti að gerast, sem var hörmu-
legt.“
Í skýrslunni segir: „Áhrif Ólafs Skúla-
sonar á samstarfsmenn sína og aðra
starfsmenn kirkjunnar voru verulega
mikil.“ Sjálfur lýsir Karl því hvernig
Ólafur hélt tilfinningaþrungna ræðu
yfir kirkjuráðsmönnum sem varð til
þess að þeir sendu út stuðningsyfir-
lýsingu, að hann hafi brugðist illa
við fréttum sem honum mislíkuðu
og viðurkennir að bréf frá lögmanni
ekkju Ólafs hafi haft áhrif á máls-
meðferð Guðrúnar Ebbu.
Úr rannsóknarskýrslu Kirkjuþings
Hvernig hefur þetta mál farið með
trúverðugleika þinn í heild sinni?
„Það er ekki mitt að dæma um það.“
Upplifirðu það á einhvern hátt?
„Það er margt sagt, það er margt full-
yrt í þeim efnum en ég vil ekkert
leggja mat á það. Ég reyni að vinna
verk heiðarlega og auðvitað tek ég
það nærri mér þegar ég er vændur um
óheiðarleika. Traust snýst um tilfinn-
ingar og þegar um er að ræða kyn-
ferðisbrot, þá er traust rofið og það
er mjög sárt og á ekki að líðast á vett-
vangi kirkjunnar. Ég hef sagt það skýrt
og skorinort og barist fyrir því að kyn-
ferðisbrot séu ekki liðin á vettvangi
kirkjunnar og að hún hafi verkfæri til
að takast á við það þegar að slíkt kem-
ur upp af einurð og festu og að þeim
sem brotið hefur verið á sé sýndur
stuðningur. En stundum tekst okk-
ur það ekki, þrátt fyrir góðan ásetn-
ing, og stundum verðum við að horf-
ast í augu við mistökin og gera gott úr
þeim.“
En þú telur að þér sé stætt að sitja
áfram sem biskup? „Ég hleyp ekki
frá ókláruðu verki. Við erum hér úti í
miðri á og við þurfum að komast yfir
með það sem við erum með í fang-
inu, til dæmis hvað varðar þessa sorg-
arsögu og ég get ekkert hlaupið frá
því. Eins freistandi og það væri þá get
ég það ekki. Ég ber skyldur gagnvart
þeirri stofnun og því hlutverki sem ég
gegni.“
Margar spurningar hafa vaknað í
tengslum við þetta mál og fólk hefur
verið að fylgjast með þessu lengi. Ég
er að velta því fyrir mér hvort að það
sé kannski þitt mat að betra væri fyrir
þjóðkirkjuna ef þú segðir af þér? „Já,
það er þitt mat.“
Nei, ég er að spyrja þig? „Já ég er
búinn að svara þér því, þú getur hald-
ið áfram að þvæla með það en þú
leiðir mig ekkert lengra í því, það er
bara svoleiðis.“ „Ég var í sambandi
við – það var ekki
hérna – ég átta mig ekki
á hvað þú ert að fara
með þessari staðhæfingu
því að ég var – það var
samtal í gangi við Guð-
rúnu Ebbu og hún hafði
sína stuðningsmenn og
talsmenn og ég gekk út
frá því að – að það væri í
góðum höndum.
Stefanía Þorgrímsdóttir varð fyrir
kynferðislegri áreitni af hálfu Ólafs árið
1963, tólf ára gömul. Hún var á sundnám-
skeiði og hann var æskulýðsprestur með
fermingarnám-
skeið á sama stað.
Þegar hún steig
fram og sagði sögu
sína í fjölmiðlum
árið 1996 var hún
vænd um lygar og
fjölskylda hennar
tók afstöðu með
biskupnum. Hún
hefur aldrei fyrir-
gefið kirkjunni þann gjörning að draga
hana inn í lögreglurannsókn fyrir að
segja sannleikann. Ólafur kærði Stefaníu
ásamt öðrum konum og opinber rann-
sókn á vegum saksóknaraembættisins
fór fram. Þegar saksóknari hafði farið
yfir gögn í málinu og talað við yfir 200
manns þá var Ólafi ráðlagt að láta málið
niður falla. Það var þó ekki fyrr en eftir
að miklum óhroða hafði verið dreift í
fjölmiðlum. Stefanía var ráðgjafi hjá
Stígamótum þegar mál Sigrúnar Pálínu
Ingvarsdóttur og Dagbjartar Guðmunds-
dóttur komu upp árið 1996. Þar sem hún
bjó sjálf yfir þessari reynslu af Ólafi ákvað
hún að stíga fram og segja sögu sína til
þess að styrkja þær. Hún tók sér leyfi
frá Stígamótum en sneri aldrei aftur til
starfa. Aðeins einu sinni hefur Stefanía
greint nákvæmlega frá því sem Ólafur
gerði henni – í yfirheyrslum lögreglunnar.
Særós Guðnadóttir varð fyrir
kynferðislegri áreitni af hálfu Ólafs
Skúlasonar árið 1972, sautján ára gömul.
Móðir hennar vildi leggja fram kæru en
Særós stoppaði
hana af. Hún
óttaðist viðbrögð
annarra enda vissi
hún af stelpu sem
var úthrópuð dræsa
í skólanum fyrir að
segja skólameist-
ara frá álíka reynslu
af Ólafi fjórum
árum áður. Hún
var ung og skammaðist sín. Þar að auki
kannaðist hún við dóttur Ólafs og vildi
ekki særa hana með þessari vitneskju.
Særós var nemandi í Réttarholts-
skóla þar sem Ólafur var umsjónar- og
enskukennari hennar. Hún þurfti að taka
sjúkrapróf í ensku og ákveðið var að
halda prófið í kirkju þar sem Ólafur þurfti
að vinna að ræðu á meðan. Á meðan
á prófinu stóð kom hann og nuddaði
axlir hennar og sagði henni að vera ekki
stressuð og slappa af. Þegar hún hafði
lokið prófinu byrjaði Ólafur að káfa á
henni og kyssa hana. „Ég varð skelfingu
lostin og stökk á fætur og hljóp hljóð-
andi að dyrunum sem hann hafði læst,
hann kom á eftir en ég barði á dyrnar og
öskraði. Þá greip hann höndunum fyrir
andlitið og sagði: „Guð, fyrirgefðu, hvað
hef ég gert?“ Síðan opnaði hann dyrnar
fyrir mér og ég hljóp út,“ sagði Særós í
viðtali við DV árið 2010. Hún steig fram
árið 2009 þegar Sigrún Pálína kom fram í
þættinum Sjálfstæðu fólki.
Ólöf Pitt Jónsdóttir varð fyrir
kynferðislegri áreitni af hálfu Ólafs
Skúlasonar árið 1982, 26 ára gömul. Hann
áreitti hana tvisvar – í annað skiptið var
bænastund að
hefjast á spítala
og í hitt skiptið var
hann umvafinn
prestum. Enginn
varð þess þó var
þegar hann áreitti
hana. Þau þekktust
ekki áður en líkt
og aðrar konur
sem segja hér
frá reynslu sinni átti Ólöf erfiða reynslu
að baki, en hún eignaðist tvíbura eftir
nauðgun fjórtán ára gömul. Ólöf sagði
frá reynslu sinni í fyrsta skiptið í viðtali
við DV árið 2010. Ólöf sagði í viðtalinu þá
að hún hefði ekki viljað stíga fram fyrr en
þá þar sem hún vildi ekki gera nýlátinni
móður sinni það. Eftir áreitnina sagðist
Ólöf eiga erfitt með stóra og mikla menn
og að hún óttaðist þá. Minningar um
það sem Ólafur sagði við hana og gerði
sætu alltaf í henni og hún væri þjökuð af
sektarkennd. „Af hverju leyfði ég honum
þetta? Af hverju stoppaði ég þetta ekki?“
Ég varð bara alveg stíf. Sektarkenndin
var gífurlega mikil. Þegar þetta kom í
umræðuna vildi ég ekki stíga fram með
þetta af því að mér fannst þetta svo
ómerkilegt. En svo er þetta bara heil-
mikið mál. Þetta var prestur og síðar varð
hann biskup,“ sagði Ólöf í viðtalinu 2010.
Eftir seinni samskipti þeirra Ólafs forðast
hún hann og tók á sig krók ef hún hitti
hann á förnum vegi. Hún segir að hún hafi
þó einu sinni rekist á hann á götu úti og
þá hafi hann sleikt út um.
Dagbjört Guðmundsdóttir gerði
tilraun til þess að upplýsa kirkjuna um
ljótt leyndarmál árið 1996. Leyndar-
málið varðaði atvik sem hún lenti í úti í
Kaupmannahöfn
árið 1979 þar sem
Ólafur Skúlason
réðst að henni með
kynferðislegum
tilburðum. Eftir
mikinn þrýsting dró
Dagbjört mál sitt til
baka yfirbuguð af
sársauka og sorg.
Árið 2010 ræddi
hún aftur um málið í viðtali við DV. Það
gerði hún eftir að Guðrún Ebba Ólafs-
dóttir óskaði eftir fundi með kirkjuráði.
Ólafur var kennari hennar í Réttarholts-
skóla og reyndist henni vel þar. Hann gifti
hana og fyrrverandi mann hennar þegar
hún var mjög ung og skírði son hennar.
Dagbjört hafði áður lent í kynferðislegri
áreitni og þegar Ólafur hafði sam-
band við hana þar sem hún var búsett
í Danmörku og bauð henni út að borða
ákvað hún að taka eiginmann sinn með.
Á veitingastaðnum strauk Ólafur upp
lærið á henni ítrekað. Dagbjörtu fannst
þetta óþægilegt en taldi þó að aðeins
væri um vinahót að ræða þar sem hann
gekk aldrei það langt. Hún brá sér frá
borðinu til þess að huga að syni sínum
sem var í pössun. Ólafur afsakaði sig
einnig stuttu seinna og elti hana í átt að
síma. Í viðtalinu árið 2010 sagði Dagbjört:
„Um leið og ég lýk samtalinu og sný mér
við stendur hann þéttingsfast upp við
mig og hann skellir mér á vegginn. Áður
en ég veit af þá er hann búinn að setja
aðra höndina á brjóstið á mér og reynir
að setja tunguna upp í mig. Hann biður
mig um að senda fyrrverandi manninn
minn heim þar sem sig langi svo til að
sýna mér næturlífið í Kaupmannahöfn.
Ég næ að slá hann utan undir, hleyp upp
og segi fyrrverandi manninum mínum
hvað gerðist. Við stöndum bæði upp.
Ólafur er að koma upp stigann þegar við
erum að ganga út af staðnum. Við náum
leigubíl hjá Hovedbanegården en Ólafur
nær að opna hurðina á leigubílnum og
segja að ef okkur vanhagi um eitthvað í
lífinu megum við leita til hans. Þetta eru
mín síðustu samskipti við Ólaf Skúlason.“
Dagbjört og Sigrún Pálína kynntust síðar
í gegnum sameiginlega vinkonu og deildu
sameiginlegri reynslu og gerðu tilraun til
þess að afhenda kirkjunni sameiginlegt
leyndarmál sitt. Mikið fjölmiðlafár braust
út í kjölfarið og var hún ásamt Sigrúnu
Pálínu og Stefaníu kærð til lögreglunnar
af Ólafi og þeim var hótað af mönnum
innan kirkjunnar sem hún kallar Ólafs-
menn. Dagbjört dró kæru sína til baka og
Ólafur gerði það svo í kjölfarið.
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir-
Mál Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur hófst
þegar hún kvartaði
undan séra Vigfúsi
Þór Sigfússyni
við siðanefnd
presta og greindi
frá athafnaleysi
séra Pálma
Matthíassonar
sem hún hafði áður
leitað til varðandi
nauðgunartilraun Ólafs Skúlasonar.
Fjallað var um málið í fjölmiðlum þar sem
Ólafur sagði konurnar ljúga. Það var síðan
þann 14. mars 1996 sem Ólafur Skúlason
biskup sendi ríkissaksóknara bréf og fór
fram á lögreglurannsókn á framburði
kvenna sem sökuðu hann um kynferðis-
brot. Frásögn Sigrúnar Pálínu er á þá leið
að árið 1977 leitaði hún til Ólafs sem þá
var prestur í Bústaðakirkju. Sigrún leitaði
ráða vegna hjónabandserfiðleika sinna. Á
kvöldfundi þeirra í Bústaðakirkju veittist,
að sögn Sigrúnar, Ólafur að henni eftir
að hafa lokkað hana inn í gluggalaust
herbergi. Sigrún lýsti því hvernig Ólafur
skellti hurðinni í lás, lagðist ofan á hana
og gerði tilraun til að nauðga henni og
hvernig hún komst undan. Þegar Ólafur
gaf kost á sér í biskupskjöri 1978 fannst
Sigrúnu Pálínu það erfið tilhugsun
að hafa kynferðisafbrotamann sem
biskup. Hún tók þá ákvörðun að segja frá
meintri árás Ólafs og hafði samband við
Sigurbjörn Einarsson biskup. Sigurbjörn
gaf henni áheyrn og boðaði Ólaf og
Sigrúnu saman á fund. Á fundinum brást
Ólafur illur við og gaf í skyn að Sigrún væri
geðveik. Lyktir þetta árið urðu þær að
Sigurbjörn biskup sagðist ekki geta gert
neitt fyrir Sigrúnu annað en að biðja fyrir
henni. Árið 1994 leitaði Sigrún Pálína til
séra Vigfúsar Þórs Árnasonar sem gerði
ekkert í málinu. Í febrúar 1996 kærði
Sigrún Pálína séra Pálma Matthíasson
til siðanefndar Prestafélags Íslands.
Í framhaldinu birtust í helgarblaði DV
ásakanir þriggja kvenna á hendur Ólafi
Skúlasyni biskupi um kynferðislega
misnotkun og tilraun til nauðgunar. Sú
eina sem kom fram undir nafni var Sigrún
Pálína Ingvarsdóttir. Allar sögðu þær frá
kynferðislegu ofbeldi þáverandi biskups.
Siðanefnd vísaði kæru Sigrúnar Pálínu á
hendur biskupi til stjórnar Prestafélags-
ins sem tók þá formlega ákvörðun um
að siðanefnd skyldi fjalla um kæruna.
Að eigin frumkvæði báðu tveir prestar
biskup um að leita sátta. Það voru þeir
sr. Hjálmar Jónsson og sr. Karl Sigur-
björnsson. Þeir beittu einnig konurnar
töluverðum þrýstingi um að láta málið
niður falla. Í kjölfarið byrjaði mikið fjöl-
miðlafár og séra Ólafur kærði Sigrúnu
Pálínu, Stefaníu Þorgeirsdóttur og
Guðrúnu Jónsdóttur sem þá starfaði
hjá Stígamótum til Rannsóknarlögreglu
ríkisins. Ólafur gerði kröfu um opinbera
rannsókn og málshöfðun vegna rangra
ásakana og ærumeiðandi aðdróttana.
Ólafi var í framhaldi ráðlagt af ríkis-
saksóknara að draga kærur sínar til baka.
Hann sagði af sér embætti sínu árið 1996
á kirkjuþingi. Í viðtali við Vikuna 2. júlí
2009 rak Sigrún Pálína Ingvarsdóttir
sögu sína í fyrsta sinn frá því hún lýsti
atburðunum í Bústaðarkirkju í DV 13 árum
fyrr og Birgir Ás Guðmundsson sem var þá
organisti í Bústaðarkirkju staðfesti sögu
hennar.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Árið 2010 fékk Guðrún Ebba Ólafsdóttir
loks áheyrn kirkjuráðs eftir að hafa beðið
þess í heilt ár. Á fundinum sagði hún frá
kynferðislegu of-
beldi sem hún sætti
af hendi föður síns
frá barnæsku. Faðir
Guðrúnar Ebbu var
Ólafur Skúlason
sem sætti ásök-
unum um að hafa
beitt kynferðisof-
beldi á meðan hann
var biskup.
Eftir fundinn sagði Guðrún Ebba „Þetta
var mikill léttir, ég finn að þessu fylgir
mikið frelsi. Mér fannst það mjög mikil-
vægt að kirkjuráð fengi að heyra mína
sögu. Eins og komið hefur fram þá vildi ég
líka að komið yrði í veg fyrir að þetta gæti
gerst aftur, að kynferðisbrotamenn gætu
komist til æðstu metorða.“ Eftir fund
Guðrúnar Ebbu ákvað kirkjuþing að skipa
sannleiksnefnd til þess að rannsaka við-
brögð og úrlausn mála innan kirkjunnar
við ásökunum á hendur Ólafi Skúlasyni.
Fórnarlömb Ólafs
sambandi verður þó einnig að gera
þann fyrirvara að fram hafa komið
upplýsingar sem ótvírætt benda til
þess að Ólafur Skúlason hafi sjálfur
leitast við að bæla niður eða lægja
umræðu um málið, eins og má ráða af
þeirri atvikalýsingu sem sett er fram í
C-hluta skýrslunnar.
Á því leikur ekki vafi að mati rann-
sóknarnefndarinnar að meta beri
framgöngu einstakra vígðra þjóna og
annarra starfsmanna þjóðkirkjunn-
ar á árinu 1996 í því ljósi að ásakan-
irnar beindust að æðsta yfirmanni
kirkjunnar og hirði prestanna, sjálfum
biskupnum. Þá verður ráðið af fram-
burði þeirra sem fyrir nefndina komu
að áhrif Ólafs Skúlasonar á samstarfs-
menn sína og aðra starfsmenn kirkj-
unnar voru verulega mikil. Biskup-
inn hafi verið með mikinn og ráðandi
persónuleika, hann hafi farið sínu
fram og óhikað látið í ljósi afstöðu
sína um stöðu málsins. Menn hafi
verið dregnir í dilka sem annaðhvort
„með honum eða á móti“. Hafi hann
þannig með framgöngu sinni haft
mótandi áhrif á aðgerðir einstaklinga
sem að málinu komu, hvort sem er
á vettvangi kirkjuráðs, Prófastafélags
Íslands eða stjórnar Prestafélags Ís-
lands.“
Samstaða um
yfirlýsingu
Í þriðja kafla skýrslunnar á blað-
síðu 19 er fjallað um yfirlýsingar
kirkjuráðs frá 1. mars 1996 og aðal-
fundar Prófastafélags Íslands í tilefni
af biskupsmálinu. Þar segir: „Það er
í fyrsta lagi niðurstaða rannsóknar-
nefndarinnar að þeir kirkjuráðsmenn
sem stóðu að yfirlýsingu ráðsins 1.
mars 1996 hafi gert alvarleg mistök í
merkingu 1. gr. starfsreglna um nefnd-
ina með því að gefa hana út opinber-
lega á þeim tíma að virtu efni yfir-
lýsingarinnar og stöðu málsins. Í öðru
lagi er það niðurstaða nefndarinnar
að þeir prófastar sem stóðu að yfirlýs-
ingu á vettvangi Prófastafélags Íslands
7. mars 1996 hafi gert alvarleg mistök í
merkingu 1. gr. starfsreglna um nefnd-
ina með því að gefa hana út opinber-
lega á þeim tíma að virtu efni hennar
og stöðu málsins. Þá verði að álíta yfir-
lýsinguna fullnægja þeim skilyrðum
að vera talin tilraun til þöggunar í
þeirri merkingu sem lögð er til grund-
vallar í kafla 2 í A-hluta skýrslunnar.“
Á aðalfundi Prófastafélags Íslands
7. mars 1996 var samþykkt yfirlýsing
sem laut að málefnum biskups, hún er
birt á blaðsíðu 98 í skýrslu rannsókn-
arnefndar kirkjuráðs og er svohljóð-
andi: „Prófastar lýsa hryggð sinni og
áhyggjum vegna þeirrar aðfarar sem
gerð hefur verið að biskupi Íslands,
herra Ólafi Skúlasyni, með ósönnuð-
um aðdróttunum í hans garð, þar sem
gróflega er vegið að mannorði hans
og starfsheiðri. Prófastar lýsa andúð
sinni á gáleysi þeirra fjölmiðla, sem í
umfjöllun sinni hafa látið líta svo út
sem þessar ásakanir væru sannaðar.
Þetta hefur valdið biskupi og fjöl-
skyldu hans þjáningu og miska og öll-
um þeim sem unna kirkjunni sárind-
um og hryggð. Lýsum við samúð með
öllum þeim sem þjáðst hafa vegna
þessa máls.
Prófastar harma þá stöðu sem upp
er komin. Nauðsynlegt er að brugðist
verði við af festu og ábyrgð. Því er í
alla staði eðlilegt að fela málið dóm-
bærum aðilum enda er það fullvissa
okkar að þá muni sakleysi biskups
sannast. Væntum við þess að söfnuðir
landsins slái sem fyrr skjaldborg um
kirkjuna og það sem hún stendur fyrir.
Prófastar telja sjálfsagt að sá horn-
steinn réttarfars í siðuðu samfélagi sé í
heiðri hafður að hver maður skuli sak-
laus teljast uns sekt hans er sönnuð,
svo að ein lög gildi í landinu fyrir alla
þegna þess. Átelja prófastar sérhverja
tilraun til þess að vefengja þessa meg-
inreglu réttarríkisins og vara við þeirri
vá að mannhelgi sé vanvirt.“
Í Morgunblaðinu, sem út kom
8. mars 1996, var vísað til þess að sr.
Guðmundur Þorsteinsson, sem hafði
verið kjörinn formaður Prófastafé-
lags Íslands á aðalfundinum deginum
áður, hefði sagt að „algjör samstaða
[hefði] verið á fundinum um álykt-
unina, en félagsmenn hafi verið 16“.