Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 20
20 | Erlent 15.–19. júní 2011 Helgarblað 45 prósenta atvinnuleysi á Gaza Atvinnuleysi á Gaza-svæðinu mæld- ist 45,2 prósent seinni hluta 2010, samkvæmt skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Er þetta meðal allra hæsta hlutfalls atvinnuleysis sem mælst hefur. Þó er þetta örlítil fram- för frá árinu áður en þá mældist at- vinnuleysi 45,7 prósent. Einkarekst- ur hefur orðið sérstaklega illa úti en nánast allur útflutningur hefur verið bannaður. Þá eru tveir af hverjum þremur íbúum Gaza flóttamenn og hefur atvinnuleysið bitnað harðast á þeim. Gaza er sem fyrr í herkví Ísraela sem hertu tök sín enn frekar eftir að Hamas-samtökin náðu völdum þar árið 2007. Hamas-samtökin hafa þó ekki átt í örðugleikum með að út- vega vinnu en opinberum störfum hefur fjölgað um fimmtung. Greenpeace víkur frá Grænlandi Greenpeace-samtökin hafa dregið tvö skip til baka frá Grænlandi en þau voru notuð sem höfuðstöðvar aðgerðasinna sem reyndu að stöðva olíuleit við Grænland. Þrátt fyrir það segja samtökin að baráttan haldi áfram. „Hún gerir það, óháð hve marga lögfræðinga Cairn ræður til að valta yfir okkur,“ sagði talsmaður Greenpeace, Mads Flarup Christen- sen, en nýlega voru 18 aðgerðasinn- ar á vegum samtakanna handtekn- ir vegna aðgerða gegn olíuborpalli skoska fyrirtækisins Cairns. Chris- tensen segir óvíst hvort aðgerðum við Grænland verði haldið áfram en baráttunni ljúki þó ekki. Móðir gefur dóttur leg 56 ára bresk kona hefur ákveðið að gefa 25 ára dóttur sinni leg. Dóttirin er með svokallað Mayer Rokitansky Kuster Hauser-heilkenni (MRKH). Hún fæddist án legs en það kom ekki í ljós fyrr en hún komst á kyn- þroskaaldur. Talið er að ein af hverjum 5.000 konum þjáist af heil- kenninu Legígræðsla hefur einu sinni áður verið framkvæmd en það var gert í Sádi-Arabíu árið 2000. Það leg þurfti þó að fjarlægja eftir 99 daga. Læknavísindunum hefur fleygt fram síðan þá og telur læknateymi í Gautaborg sig nú geta framkvæmt aðgerðina. Gangi aðgerðin eftir mun dóttirin hugsanlega geta alið fóstur í sama móðurkviði og hún sjálf lá í. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, beið mikinn pólitískan ósig- ur þegar Ítalir höfnuðu þremur stórum málum í þjóðaratkvæða- greiðslu þrátt fyrir að hafa eytt tæp- um 50 milljörðum króna í áróð- ur. Lögin sem Ítalir höfnuðu kveða á um friðhelgi stjórnmálamanna, einkavæðingu vatns og endurreisn kjarnorkuvera. Þessi ósigur kem- ur einungis tveimur vikum eftir að flokkur Berlusconis galt afhroð í sveitastjórnarkosningum á Ítalíu, meðal annars í Mílanó, heimaborg Berlusconis. Þrátt fyrir mikinn áróð- ur Berlusconis sem miðaði að því að draga úr kjörsókn var kjörsókn 57 prósent en 50 prósent þátttöku þurfti til að atkvæðagreiðslurnar yrðu gildar og yfir 90 prósent þeirra sem kusu höfnuðu áformum Berlus- conis. Voru tölvupóstur og vefsíður á borð við Facebook og Twitter nýtt til að fá fólk á kjörstað. Hafna friðhelgi Ítalska þjóðin kom í veg fyrir að Berlusconi yrði friðhelgur gagnvart ákærum en fjögur mál hafa verið höfðuð gegn hinum skrautlega for- sætisráðherra. Berlusconi hefur verið ákærður fyrir að hafa borgað stúlku undir lögaldri fyrir að hafa samræði við sig en réttarhöld standa yfir honum núna og getur Berlus- coni átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Hins vegar þykir ólíklegt að hann muni þurfa að sitja á bak við lás og slá vegna aldurs en Berlusconi er 74 ára. Þá hefur Berlusconi einnig verið ákærður fyrir fjárdrátt, mútu- greiðslur til lögfræðing síns fyrir að bera ljúgvitni og svo fyrir skattsvik í tengslum við sölu á sjónvarpsrétt- indum. Berlusconi kom í gegn lögum árið 2008 sem gerði hann friðhelg- an gagnvart ákærum en á þeim tíma stóð til að höfða tvö mál gegn hon- um fyrir spillingu. Lögin voru hins vegar úrskurðuð ógild í janúar af ítölskum dómstólum. Berlusconi neitar öllum ásökunum og segir sig vera skotmark dómara sem knúnir eru af pólitískum hvötum. Berlusconi hefur samþykkt að mæta fyrir rétt þegar hann er ekki að sinna mikilvægum erindum en hann hefur sleppt því að mæta þegar kalla átti hann til vitnis, meðal ann- ars vegna fundar við Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra Ísraels. Reynt að koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu Þá var kjarnorkuáformum Berlus- conis hafnað á afgerandi hátt en tæplega 95 prósent kjósenda höfn- uðu þeim. Starfsemi kjarnorkuvera á Ítalíu var lögð niður eftir kjarn- orkuslysið í Tsjernobyl, 1986. Stuðn- ingsmenn kjarnorkuvera héldu því fram að rafmagnsreikningar myndu lækka og Ítalía yrði sjálfstæðara í orkumálum. Fukushima-slysið hafði þó sín áhrif en jarðskjálftahætta er mikil á Ítalíu. Kjarnorkuslysið í Fukushima kom einmitt í kjölfar jarðskjálfta. Berlusconi reyndi að forðast að kjarnorkuáformin færu í þjóðar- atkvæðagreiðslu með því að láta þingið samþykkja á síðustu stundu tillögu um að fresta meðferð frum- varpsins. Berlusconi sagði það vit- urlega ákvörðun að koma þannig í veg fyrir að ítalska þjóðin samþykkti bann við kjarnorkuverum og hindr- aði þannig áform ríkisstjórnarinn- ar til margra ára. Hæstiréttur Ítalíu úrskurðaði hins vegar að atkvæða- greiðslan myndi fara fram þrátt fyr- ir þessa samþykkt þingsins og gerði þau áform Berlusconis að engu. Í kjölfar ósigursins sagði Berlus- coni að skilaboð ítölsku þjóðarinn- ar væru skýr og stjórnvöld myndu bregðast við samkvæmt því. Þá lýsti hann því yfir að snúið yrði að áform- um um endurnýjanlega orkugjafa. Ítalía fylgir þar með fordæmi Þýska- lands með því að hafna notkun kjarnorkuvera en Þjóðverjar ákváðu að loka sínum kjarnorkuverum í kjölfar Fukushima-slyssins Facebook og Twitter gegn fjölmiðlaveldi Berlusconis Yfirvöld eyddu um 300 milljón- um evra eða tæpum 50 milljörðum króna í áróður til að hvetja fólk til að kjósa ekki. Kosningaþátttaka þarf að vera yfir 50 prósent til að kosn- ingar séu gildar á Ítalíu. Þá ákvað ríkisrekna sjónvarpsstöðin RAI að fjalla ekki um kosningarnar og halda þannig almenningi óupplýstum. Eins og kunnugt er ræður Berlusconi yfir flestum fjölmiðlum landsins og er því hægt um vik að ná til fólks. Andstæðingar Berlusconis not- uðu hins vegar vefsíður á borð við Facebook, Twitter og ýmsar blogg- síður til að hvetja fólk til að mæta á kjörstað og kjósa gegn áformum hans. Þá voru tölvupóstur og sms- skilaboð vel nýtt til að koma upplýs- ingum á framfæri. Fulltrúar kaþólsku kirkjunnar blönduðu sér einnig í baráttuna og nýttu sér netmiðla. Erkibiskupar mættu ekki einungis á kjörstað held- ur tjáðu sig opinberlega um kosn- ingarnar. Þá tjáði páfi sig örlítið og sagði ófarirnar í Japan og áhættuna af kjarnorkuverkum krefjast nýrra lifnaðarhátta sem virtu umhverfið og vernduðu sköpun Guðs. Að sama skapi tjáðu fulltrúa Vatikansins sig líka um vatnstillögurnar og sögðu vatnið vera mannréttindi ekki við- fangsefni markaðsafla. Berlusconi þraukar enn Foringi stjórnar andstöðunnar hef- ur kallað eftir afsögn Berlusconis í kjölfar þessa ósigurs. Ljóst er að pólitísk staða hans hefur versnað mjög í kjölfar kosninganna. Flokk- ur hans hefur nauman meirihluta á þingi. Þá stóðst hann naumlega vantrauststillögu í síðasta mánuði. Berlusconi hefur heldur ekki sama umræðuvald á Ítalíu og áður vegna aukinna áhrifa samskiptasíða á net- inu. Þá hefur hann verið harkalega gagnrýndur fyrir slæma efnahags- stjórn en Giulio Tremonti fjármála- ráðherra þakkaði fyrir að efnahagur landsins væri ekki enn verri. Með- al annars líkti pistlahöfundur The Economist efnahagsvandanum við langvarandi sjúkdóm sem „nagaði lífsþróttinn burt“. 50 milljarða áróðursherferð dugði ekki til n Ítalir hafna kjarnorkuáformum, friðhelgi stjórnmálamanna og einkavæð- ingu vatns n Facebook og Twitter notuð í miklum mæli til að fá fólk á kjörstað Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is „Hins vegar þykir ólíklegt að hann muni þurfa að sitja á bak við lás og slá vegna ald- urs en Berlusconi er 74 ára. Fagnað í Róm Íbúar fögnuðu niðurstöðum á götum úti. Silvio Berlusconi Forsætis- ráðherrann beið pólitískan ósigur auk þess sem friðhelgi stjórnmálamanna var hafnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.