Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 24
É
g veit að fólk skilur það ekki þeg-
ar ég er hér og hún er úti en Sól-
ey er mér allt. Hún er allt,“ seg-
ir Vera þar sem við sitjum við
höfnina og drekkum kaffi frá Haíti.
Vera er búin að tæma litla húsið sem
hún leigði á Njálsgötunni, dúkku-
húsið eins og hún kallaði það. Eftir
fjögur og hálft ár á Íslandi er hún á
leiðinni aftur til Frakklands svo hún
geti verið með Sóleyju sinni. „Þó að
það sé gott að vera á Íslandi ætla ég til
Parísar til að vera með Sóleyju.“
Vera vinnur nú að því að koma sér
aftur á framfæri erlendis en áður en
hún kom til Íslands árið 2007 mynd-
aði hún fyrir blöð á borð við Elle,
Glamour, Style og fleiri auk þess sem
hún aðstoðaði nokkra af helstu ljós-
myndurum heims, þeirra á meðal
Helmut Newton.
„Það er ekki einfalt að fara. Ég var
hrædd við það þannig að ég reif allt
niður sem ég var að gera hér. Síðan
fór ég að huga að því hvernig ég ætti
að komast til Frakklands. Þá varð
ViðVera til,“ segir Vera og útskýrir það
nánar.
Póstkortabók brúar bilið
ViðVeru stofnaði hún með vinkonu
sinni, Snædísi Þorleifsdóttur, sem
var að leita að leiðum til að sýna ís-
lenska list og menningu um borð í
flugvélum með markvissum hætti.
Fyrsta verkefni ViðVeru eru gamal-
dags póstkortabækur sem seldar eru
um borð í Iceland Express-vélunum
og í verslunum Eymundsson. Þrjár
bækur koma út á ári og hver þeirra
inniheldur verk eftir vel valinn lista-
mann.
Vera á fyrstu bókina en hún kom
öllum á óvart með því að snúa sér að
náttúrunni en ekki tískunni sem er
hennar sérsvið. „Það var mjög lær-
dómsríkt að mynda náttúruna sem
ég hef enga stjórn á. Ég get ekki breytt
neinu, hækkað fjall til að það líti bet-
ur út. Þannig að ég lærði að treysta
á mitt innsæi og standa með minni
skoðun.“
Ingunn Jónsdóttir hannaði bók-
ina en Æsa Sigurjónsdóttir listfræð-
ingur var listrænn stjórnandi henn-
ar og ráðgjafi þeirra í þessu verkefni
líkt og Þorvaldur Þorsteinsson. Vera
mun einnig sjá um aðrar bækur sem
gefnar verða út á árinu, svona rétt á
meðan verið er að fínpússa verkefnið
og koma á styrktarsjóði Iceland Ex-
press. Nánast allur ágóði bókanna
rennur nefnilega annars vegar í sjóð
sem á að styrkja listamenn og hins
vegar beint til listamannanna sem
eiga verk í bókinni. Stefnt er að því að
fyrstu úthlutanir úr sjóðnum verði í
janúar 2012.
Kvaddi bóhemlífið
Sóley er hennar drifkraftur. „Ég veit
að það ætti að vera nóg að hún sé úti
en það er erfitt að fara frá örygginu
hér heima út í óvissuna. Jafnvel þótt
ég hafi oft gert það áður. Það er eins
og það verði erfiðara með aldrinum.
Ég gerði reyndar það sama úti í
Frakklandi, gaf allt upp á bátinn sem
ég hafði unnið að en þá gerði ég það
á skemmri tíma. Ég var alveg viss
um að ef ég kæmi til Íslands fengi ég
hvergi vinnu nema í bakaríi. En ég
kom samt. Sem sýnir bara hvernig
mínar aðstæður voru þarna úti. En
ég hef þroskast mjög mikið á þess-
um tíma og hef lært að bera ábyrgð
á sjálfri mér. Loksins gaf ég þetta bó-
hemlíf upp á bátinn þar sem ég lifði
bara frá degi til dags,“ segir hún ein-
læg.
Fram til þessa hafði hún aldrei
leigt íbúð á eigin vegum. Hér bjó hún
ein í fyrsta skipti, réð sig til vinnu
þar sem hún hafði fastan vinnutíma
í fyrsta skipti og sá um sig sjálf. „Ég
fékk samt lánaðan pening þegar ég
var að fara út með Sóleyju. Ég var
svo hrædd við að fara með hana að
ég beið fram á síðustu stundu með
að kaupa miðana og þá var fargjaldið
orðið mjög hátt. Ég er svo mikill strút-
ur að ég ýti öllu óþægilegu frá mér. Ég
er samt að reyna að hætta því.“
Heillast af myrkrinu
Strútur er það sem hún segist vera.
Kona sem kann að gleyma. Vera á
sér þó margar hliðar og oft togast
þær á. Um leið og hún skapar fegurð
heillast hún af myrkrinu, því sem er
skrýtið, framandi og jafnvel bannað.
Fyrir ekki löngu fékk hún knýjandi
þörf fyrir að eyðileggja myndirnar
sínar og gerði það á sýningu sem hún
hélt á Mokka. Þar tók hún verkin sín
og setti í nýtt samhengi. Sagðist hafa
andstyggð á yfirborðsmennskunni
sem birtist henni í myndunum.
Það er þessi þörf til að kafa dýpra.
Samt er hún tískuljósmyndari og
þegar kemur að því að mynda frægð-
arfólk standa fáir henni jafnfætis,
enda hefur hún myndað það flest.
Og ekki bara hér á landi. Úti hefur
hún tekið þátt í myndatökum þar
sem þekktustu módel heims sátu
fyrir, Claudia Schiffer, Naomi Camp-
ell, Elle Mac pherson og Nadja Auer-
mann svo dæmi séu tekin.
Sársaukafullt framhjáhald
Tískan hefur alltaf blundað í henni.
Hún lék sér til dæmis með barbí-
dúkkur þar til hún varð fimmtán ára.
Á meðan vinkonum hennar lá á að
verða fullorðnar skemmti hún sér
við að stílisera dúkkurnar og heimili
þeirra.
Fyrsta kærastann eignaðist hún
ekki heldur fyrr en hún varð sautján
ára. „Vinkonur mínar höfðu sofið hjá
allt frá þrettán ára aldri og ég heyrði
bara hryllingssögur af því. Þannig að
ég ákvað að bíða þar til ég yrði tilbú-
in. Og ég gerði það. Við vorum ást-
fangin og þetta var æðislegur tími,“
segir hún og brosir angurvært á með-
an hún sýpur á kaffinu. En lífið var
ekki ljúft lengi. „Hann hélt síðan fram
hjá mér með bestu vinkonu minni og
það var mjög dramatískt. Aðallega af
því að hann var með okkur báðum.
Það tók mig níu ár að geta talað um
þetta því egóið var svo sært.
Eftir þetta var ég algjör jarðýta þar
til ég hitti pabba hennar Sóleyjar. Ég
varð helst skotin í strákum sem ég gat
ekki fengið, hommum til dæmis, og
fór illa með stráka sem heilluðust af
mér. Þótt ég ætti kærasta og gengi í
hjónaband hleypti ég þeim aldrei
mjög nærri.“ Hún hlær á meðan hún
segist eiga eftir að koma út úr þessu
viðtali eins og einhver „gling gling
girl“. „En ég er bara gling gling girl og
verð bara að sætta mig við það.“ Hlát-
urinn berst út á haf. Sjórinn er grár,
úfinn eins og gamall karl sem grettir
sig gagnvart okkur. Vera stendur keik
með sígarettuna í kjaftinum á með-
an vindurinn leikur um hár hennar.
„Þessi hluti af mér er partur af létt-
leikanum. Ég er að reyna að halda
jafnvægi á milli léttleikans og alvör-
unnar.“
Tapaði sakleysinu
„Í æsku bjó ég í wonder-landi og ég
var þar allt þar til ég varð þrítug. Þá
fyrst fór ég að tapa sakleysinu og sjá
heiminn með meira raunsæi. Fram
að því var ég ómeðvituð um raun-
veruleikann. Ég hélt til dæmis að það
væri fátækt í þriðja heims löndum
vegna þess að enginn gæti gert neitt
við því. Auðvitað var erfitt að átta sig
á harðneskjunni og mér fannst það
vont. Þess vegna tala ég alltaf um líf-
ið fyrir og eftir wonder-land. En ég
er engu að síður þakklát fyrir þenn-
an þroska. Ég myndi ekki eyða allri
minni ævi í la-la-landi.“
Það var barnsfaðir hennar sem
þröngvaði raunveruleikanum upp á
hana. „Ég sá heiminn með hans aug-
um en hefði kannski viljað fá þennan
sannleika í minni skömmtum og ekki
með eins tilfinningalega þrúgandi
hætti. „Þú ert alein,“ sagði hann alltaf
og ég fór á taugum. Ég var alltof við-
kvæm, en í dag veit ég að það er satt.
Ég fer ein í gegnum lífið og mér þykir
það bara frábært.“
Þar sem Vera situr með kaffibolla
í hendinni, með rauðan varalit, úfið
hár, klædd í blámynstraðan síðkjól
og leðurjakka í anda mótorhjóla-
töffara segist hún hafa upplifað það
sama og Eva Joly þegar hún kom til
Frakklands. „Hún talaði einhvern
tímann um að þegar hún kom í þetta
umhverfi þar sem allt gekk út á sögu,
vitsmuni og gagnrýna hugsun fyllt-
ist hún minnimáttarkennd. En hún
tæklaði þetta með því að fara í skóla
og öðlast færni. Ég aftur á móti dró
mig inn í skel.“
„Ég er ekki fórnarlamb“
Smám saman náði barnsfaðir hennar
algjörum tökum á henni. „Í dag sé
ég minn þátt í því. Það er ekki hægt
að kúga fólk nema það láti kúga sig.
Fólk getur verið í svo mikilli vanlíðan
að það áttar sig ekki á því sem það er
að gera öðrum. Ég er ekki að afsaka
hann, en ef ég hefði verið nógu sterk
þá hefði hann kannski áttað sig á því
sem hann var að gera. Ég leyfði hon-
um að koma svona fram við mig. Ef
ég hefði hitt hann í dag fengi hann
ekki að gera það og hann gerir það
ekki. Á meðan maður er fórnarlamb
kemst maður ekkert áfram. Ég er ekki
fórnar lamb.“
Á sínum tíma var hún ekki einu
sinni meðvituð um ástandið sjálf.
„Ég sá ekki að hann væri að ráðskast
með mig, því hann var alltaf að segja
við mig að ég væri klikkuð. Svo ég
ákvað að fara til sálfræðings fyrst ég
var svona klikkuð.“
Það rann þó upp fyrir henni ljós
þegar sálfræðingurinn sendi hana
heim með bók um „manipulation“.
„Þar voru tekin dæmi af samskiptum
24 | Viðtal 15.–19. júní 2011 Helgarblað
Sóley er sex ára. Hún býr í París. Mamma hennar
heitir Vera Pálsdóttir, er ljósmyndari og býr á Ís-
landi. Hún missti forræðið þegar hún flúði föður Sól-
eyjar og fór ólöglega með hana úr landi. Vera dregur
ekkert undan þegar hún segir Ingibjörgu Dögg
Kjartansdóttur frá forsögunni og því hvernig það
er að missa barnið sitt og tökin á veröldinni um leið.
Hún segir líka frá ævintýralegu lífshlaupi, eiginmann-
inum fyrrverandi, sem sat í fangelsi, og lúxuslífinu
sem hún lifði mitt í hringiðu tískubransans. En nú er
það leiðin aftur heim til Sóleyjar.
Lengi hélt ég að þessi kuldi beindist líka að
Sóleyju og íhugaði vandlega hvort það væri
eitthvað að mér því ég grét ekki og var ekki með ríf-
andi söknuð alla daga. Ég gat haldið áfram að lifa.