Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 15.–19. júní 2011 Helgarblað S ilja Bára er nýkomin af fundi með stjórn- lagaráði þar sem meðal annars var rætt um persónukjör og þjóðaratkvæða- greiðslur. Sjálf er hún ekki hrifin af persónu- kjöri og segist óttast afleiðingar þess. Hún er samt tilbúin til að koma til móts við sjónarmið þeirra sem eru fylgjandi því fyrirkomulagi, upp að vissu marki. „Við erum kannski búin að tala um eitthvað og ná niðurstöðu í sameiningu, svo erum við að fara að setja þetta út í samfélag sem er klofið í herðar niður. Afstaðan er klofin í öll- um málum. Við náum að tala saman í ráðinu og náum að teygja okkur töluvert langt til að ná málamiðlun. Umræðan í samfélaginu þroskast samt ekkert með okkar samræðu.“ Góða fólkið oG vonda fólkið Ragna tekur undir með Silju Báru. „Þóra Tómas- dóttir fréttakona var að ræða þennan klofning í umræðunni á Rás 2 síðasta föstudag,“ segir hún. „Málefnum er skipt upp þannig að þér er bara gefinn kostur á að vera með eða á móti.“ „Mér finnst það vera mjög áhugaverð- ur punktur,“ segir Hrund. Það er áhugavert að skoða þetta út frá átakafræðunum og því and- rúmslofti sem skapast í aðdraganda eða í kjölfar stríðs. Þá verða skilin á milli „okkar“ og „hinna“ svo skörp. Við búum vissulega ekki á átakasvæði í þessum skilningi, en á andrúmsloftinu er stigs- munur, ekki eðlismunur. Núna er fólk svolítið upptekið af því að skilgreina sig frá öðrum í stað þess að skilgreina sig á eigin forsendum. Það ver sig og upphefur sig með því að segja: Ég er ekki eins og þessi.“ Hulda bætir við að sökum smæð- ar íslensks samfélags verði gagnrýni á hugmynd- ir óhjákvæmilega yfirleitt um leið gagnrýni á ein- staklinga því ávallt sé vitað hverjir hafi talað máli tiltekinna hugmynda. Af þeim sökum eigum við svo erfitt með að hefja umræðuna yfir hið pers- ónulega og á hið hugmyndafræðilega stig. Það þurfi mikinn þroska samfélags til að komast upp úr þessu fari. Skortur á HuGrekki Þær eru allar sammála um að klofninginn verði að útkljá áður en lengra er haldið. Hrund segist hafa fyllst von þegar hún heyrði kjörna fulltrúa í Reykjavíkurpólitíkinni tala um náungakærleik og kærleik. „Ég hugsaði með mér: Hér er eitt- hvað sem gæti virkað. Ég hef trú á kærleiknum sem raunverulegu afli. Hann leitar eftir því sem sameinar í stað þess að leita sundrungar. En svo heyrðust úr þessari sömu átt útilokandi alhæf- ingar um pólitíska andstæðinga, að heill flokkur samanstæði af fólki sem væri „hagsmunapotar- ar með engar hugsjónir“ og þá varð ég fyrir von- brigðum því slíkt gefur til kynna að við séum í nákvæmlega sama fasanum. Vegna þess að til þess að geta stundað sam- starf og samræðu í samfélaginu þá verður mað- ur að vera nógu hugrakkur til þess að tala við og hlusta á „hina“, þá sem eru ekki á sömu skoðun og deila ekki sömu lífssýn og maður sjálfur. Mað- ur verður að hætta að skýla sér á bak við þá sem eru með manni í liði og ganga til móts við „hina“. trúnaðarbreSturinn „Ég held að það sé mjög skiljanlegt að ástandið sé svona, Hrund,“ segir Guðrún Margrét. „Af því að tilvera manns er hrunin. Ég fattaði þetta þegar Páll Skúlason sagði að það hefði orðið trúnaðar- brestur á milli almennings og ríkisins. Og ég vissi aldrei að ég treysti ríkinu. Ég vissi það ekki fyrr en það var hrunið. Eftir slíkan trúnaðarbrest er maður alltaf að reyna að búa sér til ný lið. Maður er allt- af að máta sig. Ég er sek um þetta sjálf og er alltaf að segja við mig sjálfa: Jæja, Guðrún Margrét, nú þarftu að fara að taka afstöðu sjálf, góða mín. Þú ert ekki alltaf með Samfylkingunni bara af því að hún er flokkurinn þinn. Það er bara ekki í boði.“ „Er það ekki þá bara ákveðinn þroski sem þarf að ná?“ spyr Hulda. „Jú,“ segir Hrund. „Þetta er þroskaatriði. Það er svo mikilvægt að fólk, sérstaklega það sem er leiðandi í okkar samfélagi, hafi hugrekki til þess að stíga fram á þennan máta og taka oft og tíð- um óvinsælar ákvarðanir sem fjalla um heildina. Ekki um litlu boxin sem eru að reyna að vernda sjálf sig og skilgreina sig frá öðrum.“ PínleG koSninGabarátta þinGmanna „Fyrir utan að þetta er þroski sem við virðumst ekki búa yfir þá eru flokkarnir í kosningabaráttu,“ segir Hildur. „Það eru mér mikil vonbrigði. Það er átakanlegt að fylgjast með málflutningnum því nú finnst mér allir sjá í gegnum hann. Fólk fylgist mun betur með stjórnmálum og það er því pínlegt að fylgjast með stjórnmálamönnum heyja kosningabaráttu á meðan þeir ættu að vera að vinna málefnalega á þingi.“ okkar kynSlóð Stendur þeirri næStu fyrir þrifum Hrund segist í þessu samhengi hafa áhyggjur af samfélagslegri ábyrgð og því hvernig Íslendingar skynji hlutdeild sína í eigin samfélagi og heim- inum. „Ég held það sé mikilvægt að við höfum sterka tilfinningu fyrir því að við eigum í samfé- laginu okkar. Að við höfum eitthvað um það að segja og berum ábyrgð á því. Ég vil að börnin mín alist upp í samfélagi þar sem þau eru virk- ir þátttakendur á sínum forsendum og séu virk- ir neytendur. Þá er ég líka að hugsa um í alþjóð- legu samhengi. Að við séum upplýstir neytendur út frá mannréttinda- og umhverfissjónarmiðum. Að við kaupum ekki vörur sem eru framleidd- ar með barnaþrælkun eða einhverju álíka og eru þess vegna svo ódýrar, að við séum meðvit- uð um umhverfi okkar, náttúruna og náungann svona heildrænt séð. Við verðum að hætta að líta á hlutina út frá egóinu og læra að sjá samhengi á milli allra hluta. Til þess að svo megi verða þá verður menntakerfið að breytast. Í því er von. Mér finnast innviðir samfélags míns að mörgu leyti ekki í takt við tíðarandann og stoð- irnar eru farnar að láta á sjá. Ég hef áhyggjur af því að okkar kynslóð og kynslóðin á undan okkur standi þeirri næstu fyrir þrifum. Það hefur verið svo ofsalega hröð þróun sem kerfin okkar virðast ekki hafa áttað sig á.“ þinGmenn mættu ekki Silja Bára segir hóp kvenna hafa haft áhyggjur af stoðunum stuttu eftir hrun. „Við fórum að hittast nokkrar konur. Fundirn- ir undu upp á sig og konur voru farnar að mæta í tugatali. Allar vildu gera eitthvað. Við bjuggum til nethóp sem hét Neyðarstjórn kvenna. Þessi hópur var algjör grasrót, sumar gáfu út dreifi- rit og dreifðu á mótmælafundum á Austurvelli, aðrar héldu námskeið og kenndu fatasaum og klippingar til að konur gætu reddað sér í efna- hagslegum þrengingum. Við vorum nokkrar úr fræðasamfélaginu sem horfðum á þetta eins og Hrund, að þegar kemur að átökum er um að ræða stigsmun en ekki eðlismun. Við settum á fót námskeið til að kynna til dæmis ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur, frið og öryggi og buðum þingmönnum að koma og kynna sér þessa aðferðafræði sem byggir á því að konur þurfi að koma að uppbyggingu samfé- laga í kjölfar átaka. Það mættu þrír, Atli Gíslason, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Kolbrún Hall- dórsdóttir. Og Guðfríður Lilja, sem þá var vara- þingmaður og starfaði fyrir þingflokk VG. Enginn annar hafði áhuga. Þetta er okkur til trafala.“ rétti tíminn er núna „Það er rétt hjá þér, Silja Bára, en ég held að þetta hafi einfaldlega ekki verið rétti tíminn,“ segir Hulda. „Á þessum tíma var krísuástand og allt í uppnámi. Við gátum illa tekið ákvarð- anir á þessum tíma, við hefðum gert það í reiði og fljótfærni. Rétti tíminn er núna, þegar hlutir hafa róast og útlitið er bjartara en fyrir tveimur til þremur árum. En þá er hættan sú að við séum við ekki jafnvakandi og áður og allt fari í sama farið. Ég sé til dæmis að stjórnmálaflokkunum hefur ekki tekist að gera eitthvað nýtt, þótt ég haldi að innan þeirra hafi raunar verið talsverður vilji til þess. Kerfislægar breytingar eru þó bara þess eðlis að þær gerast mjög hægt og eru nánast aldrei róttækar, sérstaklega ef þær eiga að koma innan frá. Hugmyndafræðilegar breytingar taka langan tíma. En nú er áskorunin líklega hjá ein- staklingunum. Er ekki stundum sagt: Aldrei efast um að ein manneskja geti breytt sögunni, það er hið eina sem nokkurn tíma hefur gert það?“ spyr Hulda og hlær. lítill útvarP SöGu-karl í Hjartanu „Já, því það er erfitt að hafa rangt fyrir sér og enn erfiðara að viðurkenna það,“ tekur Guðrún Mar- grét undir. Mér finnst svo áhugavert að skoða sjálfa mig í þessu samhengi, en það er reyndar ekkert allt- af gaman,“ segir hún og brosir. „Það er stundum brútalt. Maður fegrar ímynd sína fyrir sjálfum sér, það gera nú allir. Ég hélt að ég væri í góð- um málum og búin að fyrirgefa þeim sem ollu hruninu þar til ég uppgötvaði litla Útvarps Sögu- karlinn innra með mér sem er alltaf að þusa yfir öllu og er með sam- særiskenningar um allt og tilbúinn til að trúa hinu versta upp á fólk. Ég var eiginlega í sjokki að uppgötva þetta hjá sjálfri mér. Ég er sem sagt ekki alveg tilbúin til að fyrirgefa ennþá. Stefni þó á að læknast af þessu hið fyrsta. Þetta er ekki góður staður til að vera á.“ landSdómur til Skammar „Mér finnst algerlega til skammar hvernig farið er fyrir þessu landsdómsmáli,“ segir Hrund. „Það er nauðsynlegt að farið sé ofan í saumana á því sem gerst hefur og að fólk sé látið bera ábyrgð á gjörðum sínum. En að kosið sé pólitískt um það hverjir séu sakborningar fékk mig til að skamm- ast mín fyrir að vera Íslendingur. Ég er miður mín yfir þessu. Prófið að þýða þessa framvindu yfir á ensku og ímynda ykkur að þetta sé frétt frá einhverju landi sem við viljum síður bera okkur saman við? Ég held það geti verið gjöfult í okk- ar samfélagi ef við gerum það að normi í okkar kúltúr að fagna fjölbreytileikanum og fanga fjöl- breytileikann í litrófi manneskjunnar. Að við horfumst í augu við mistök og sigra. Að mann- eskja geti komið fram og sagst hafa gert mistök og að hún sé þá ekki bara grafin í holu næstu þrjátíu árin. Við verðum að passa okkur á þessu. En það þýðir samt ekki að gera ekkert upp. Það þarf einhver að horfa framan í þjóðina og biðja hana afsökunar.“ GaGnrýnin HuGSun oG öfluGara menntakerfi „Ég er sammála því,“ bætir Hildur við. „Maður vill að einhver geti sagt: Ég gerði mistök. Maður vill að einhver axli ábyrgð á einhvern hátt. En ég held að það yrði mjög erfitt að horfa upp á þetta dagfarsprúða fólk fara í fangelsi og ég held að ég vilji það ekki. Og hvaða vit er í því að velja úr einn blóraböggul? Það er ekkert vit í því. Mér finnst að við ættum að reyna að gera djarfar breytingar. Stjórnkerfi okkar er ekki stórt. Ef einhver þjóð getur gert breytingar þá erum það við.“ Hulda tekur í sama streng og bætir við að það sé vitað að þegar stór áföll dynja yfir, þá keppist fólk við að leita að skýrum og klárum orsaka- völdum. Fólk sættir sig ekki við að aðstæður eða jafnvel röð tilviljana hafi valdið skaðanum, held- ur leitar að geranda og ætlun. Aftur berst talið að Besta flokknum sem hef- ur staðið fyrir breytingum. „Ég get séð að Besti flokkurinn er að reyna að gera eitthvað. Ég er hins vegar ekki sátt vegna þess að þar eru kon- ur ekki sýnilegar“ segir Guðrún Margrét. „Þannig að ég er krítísk á þeirra tilraun. Mér finnst hún krúttleg og skemmtileg en það hefði mátt taka þetta alla leið. Ég er eiginlega búin að fá nóg af hressum strákum. Flokkurinn sannfærir mig ekki um að hann vilji alvörubreytingar.“ „Umræðan er full af hatri gagnvart konum í stjórnmál- um, sérstaklega fem- ínistum,“ segir Hild- ur. „Það er hrikalegt að fylgjast með því. Það þarf greinilega að breyta einhverju. Við þurfum held ég að að gera einhverjar breytingar í menntakerf- inu, leyfa fleirum að njóta sín og kenna heim- speki, kynjafræði og gagnrýna hugsun.“ við þjáumSt veGna landamæra „Ekki nóg með það, við þurfum að kenna fólki að beita þessari gagnrýnu hugsun á sjálft sig,“ segir Hrund. „Já, ég er sammála því,“ segir Hulda. „Viðhorf fólks eru sláandi miðað við það sem ég kynntist í Bandaríkjunum. Skortur á sjálfsgagnrýni stend- ur okkur oft fyrir þrifum.“ „Að einhverju leyti þá finnst mér við þjást vegna landamæra,“ segir Hrund. „Við erum að mörgu leyti einangruð frá umheiminum vegna landfræðilegrar legu okkar. En landamærin eru líka andleg og þau hafa þrengst á síðustu árum. Það felur í sér aukna fordóma sem nærir skort á gagnrýnni hugsun. Með gagnrýnni hugsun er ekki nóg að tala um heimspeki. Þó að hún sé mjög mikilvæg. Það verður að tala um víðan sjóndeildarhring, 360 gráðu hugsun. Þegar sjóndeildarhringurinn minnkar þá dregur úr frjórri hugsun og tilfinningu fyr- ir möguleikum og tækifærum. Við verðum líka kóngar í eigin bakgarði og eigum á hættu að skorta fagmennsku. Samnings- og samkeppnis- staða okkar á alþjóðlegum vettvangi líður fyrir það. Og það höfum við því miður séð svo glögg- lega nú á allra síðustu árum.“ Ný SýN „Guðrún margrét: Ég get ekki sætt mig við að róninn sem stelur lambalæri í Bónus fari í fangelsi og sé fordæmdur en sá sem stelur jafnvel milljörðum og er góðborgari komist upp með það. Hvert stefnum við? ragna árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra og formaður Almannaheilla, Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krád consulting og þróunarfræðingur, Silja bára ómarsdóttir, fulltrúi í Stjórnlagaráði, Hulda Þórisdóttir, lektor við Stjórnmálafræðideild HÍ, Guðrún margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur og Hildur knútsdóttir rithöfundur ræða um framtíðarsýn fyrir Ísland. Sefum reiði Ragna Árnadóttir telur að reiðin í samfélaginu tefji breytingar og valdi vanlíðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.