Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 36
Íslendingum finnst gott að gera vel
við sig í mat og drykk en óhætt er að
segja að úrval veitingastaða á Íslandi
hefur aldrei verið jafn fjölbreytt.
Þrátt fyrir efnahagshrun og léttari
buddu virðast veitingastaðir dafna
sem aldrei fyrr. Nú þegar við fögn-
um þjóðhátíðardegi okkar er ekki úr
vegi að heiðra þá sem þykja standa
sig best. DV hafði samband við val-
inkunna matgæðinga sem tilnefndu
eftirlætisveitingastaði sína, og hér
eru þeir sem fengu flest atkvæði.
2. Austur-
Indíafélagið
Hverfisgötu 56,
101 Reykjavík
„Besti indverski
veitingastaðurinn á
Norðurlöndum, án
efa.“
„Ótrúlegt að
indverskur staður á
heimsmælikvarða
skuli vera rekinn við
Hverfisgötuna.“
3. Hamborgarabúllan
Geirsgötu 1, 101 Reykjavík
„Ég styð Tomma heilshugar í því sem hann
hefur gert fyrir hamborgaramenninguna
á Íslandi.“
„Þegar ég þarf kaloríur þá er það grísa-
samloka og franskar með bernaise.“
5. Fiskmarkaðurinn
Aðalstræti 12, 101 Reykjavík
„Ég elska austurlensku kryddin og
hráefnin sem þau nota.“
„Þægilegt umhverfi og skemmtilegur
matur.“
Bestu veitinga-
staðir á Íslandi
1. Gallery Restaurant, Hótel
Holt
Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík
„Er og verður „benchmarkið“ hér á landi fyrir mat,
þjónustu og umhverfi.“
„Þjónustan er góð og maturinn afbragð. Algjör
stofnun í íslenskri matargerð.“
4. Gló
Engjateigi 19, 105 Reykjavík
„Ekki grunaði mig að hráfæði og hollur matur
gæti verið svo himneskur.“
„Maturinn fer einkar vel í maga, hvort sem er
hráfæðið eða hinir réttirnir.“
36 17. júní
Bæjarl ind 4, Kópavogi
Njarðarnes 9, Akureyr i
www.vidd. is
vandaðu va l ið