Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 45
Viðtal | 45Helgarblað 15.–19. júní 2011 Styrkir í nýju landi Hulda segir fámennið standi okkur oft fyrir þrif- um og mikilvægi þess að við köstum einangrun- arhyggju fyrir borð og bindum trúss okkar óhik- að við alþjóðasamfélagið. Hún segir það sama eiga við um Íslendinga sem eru innflytjendur í nýju landi. „Innflytjendur þrífast best þegar þeir standa mjög styrkir með annan fótinn í sinni upphaflegu menningu en með hinn fótinn í nýja landinu. Mín draumaframtíðarsýn er sú að við séum óhrædd við að taka þátt í öllu alþjóðasam- starfi. En að við leggjum líka mikla áherslu á að rækta íslenska menningu, til dæmis tungumálið og styrkja rætur okkar.“ Silja Bára tekur undir þetta. „Ég sé þetta á svipaðan hátt. Ég vil búa í samfélagi þar sem við höfum tækifæri til opinna og jákvæðra samskipta við umheiminn. Mín draumsýn er að búa í sam- félagi þar sem fólki þykir eðlilegt að leggja eitt- hvað á sig til þess að búa í góðu samfélagi. Það er mikilvægt að kenna tungumál og gagnrýna hugs- un og styrkja mjög við grunnnámið í háskólunum og leggja áherslu á styrkleika okkar á æðri stigum háskólanáms. Jafnrétti kynja og jöfnuður skipta mig líka máli. Tækifæri til opinna samskipta við umheiminn. Síðast en ekki síst að umhverfi og náttúra njóti verndar og virðingar. Við verðum að hugsa athafnir okkar og aðgerðir út frá sjálf- bærni, þótt við þurfum stundum að skerða gæði umhverfisins þá eigum við ekki að gera það fyrir skammtímagróða fárra. Við þurfum að losa okk- ur undan oki olíunnar, skipta yfir í aðra orkugjafa eins hratt og vel og við getum og þegar við tök- um ákvörðun um náttúruna að afleiðingar fyr- ir komandi kynslóðir skipti máli. Þegar íslenska ákvæðið við Kyoto-samninginn var samþykkt þá skammaðist ég mín í mörg ár. Endalausar undan- þágur og við hugsum ekkert um afleiðingarnar í alþjóðlegu samhengi.“ íSlendingar endurvinna ekki „Mikið er ég sammála,“ segir Hrund. „Hvað þetta varðar þá er það náttúrunni að þakka að við get- um stært okkur af hreinu lofti, orku og náttúru- fegurð,“ segir Hrund. „Ekki okkur. Við erum enn svo aftarlega á merinni bara til dæmis hvað end- urvinnslu varðar. Ég þekki fólk sem endurvinn- ur hvorki gler né plast. Og sumir segjast ekki gera það því þeir fái ekki nógu mikið borgað fyrir það. Við þurfum að rýna til gagns í það hvort strúkt- úrinn í endurvinnslunni hér sé þannig hannað- ur að það sé raunverulegur vilji til að endurvinna allt. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting.“ íSland er draumaland Hulda segir Íslendinga eiga að vera í fararbroddi hvað þetta varðar. „Ég er hrifin af hugmyndafræð- inni sem felst í „slow living“. Ég er samt ekki að tala um afturhvarf til fortíðar þar sem við borðum blá- ber og veiðum lax,“ segir hún og hlær. „Ég vil ekki vera með gamaldags hugmyndir um afturhvarf til framtíðar.“ „„Slow living“ í takt við framtíðina?“ stingur Hrund upp á. „Já, einmitt, og með aðstoð þess besta í hugviti og tækni sem maðurinn hefur yfir að ráða,“ seg- ir Hulda og bætir við: „Þetta er líka jafnréttismál, að draga úr álagi á fjölskyldurnar svo fólk, sérstak- lega konur, sé ekki farið að andlegri eða líkamlegri heilsu eftir að hafa verið í tveimur fullum vinnum á yfirsnúningi í mörg ár. En svo finnst mér reynd- ar líka mjög mikilvægt að muna eftir því að Ísland er draumaland. Fyrir flestar þjóðir þessarar jarðar er Ísland draumaland hvað varðar náttúru og lífs- gæði. Það verður að halda því til haga.“ vill réttlæti Guðrún Margrét vill búa í réttlátu samfélagi. „Ég verð að fá á tilfinninguna að hér sé eitthvert rétt- læti. Ég get ekki sætt mig við að róninn sem stelur lambalæri í Bónus fari í fangelsi og sé fordæmdur en sá sem stelur jafnvel milljörðum og er góðborg- ari komist upp með það. Af því að hann er svo fal- lega klæddur og á svo yndislega fjölskyldu. Ég verð að fá að vita að ef þú brýtur af sér og ert gordjöss þá þurfir þú líka að sæta ábyrgð.“ Réttlætið felst í huga Guðrúnar Margrétar einnig í því að hér komist á raunverulegt kven- frelsi. „Raunverulegt kvenfrelsi er fyrir mér lykill- inn að réttlátara samfélagi. Mér finnst víða ofboðs- lega einkennileg stemning í samfélaginu gagnvart konum. Ef maður hættir sér inn í bloggheima má skynja raunverulegt kvenhatur víða en sem betur fer er einnig sterkt andóf gegn því, til dæmis í skrif- um tískubloggarans hér,“ segir Guðrún Margrét og bendir á Hildi. „Ég held að feðraveldið sé komið á endastöð og opinskátt kvenhatrið sýnir örvænt- ingarfulla stöðu þess. Ég hlakka til þess tíma þegar sú hugsun kemst endanlega inn í heilann á fólki að karlar megi aldrei nauðga eða meiða konur. Allar afsakanir og réttlætingar eru bull. Kona á sig sjálf og sinn líkama. Punktur og basta.“ eldgömul rifrildi Ragna deilir ekki þeirri skoðun með Guðrúnu Margréti. „Ég virði þínar skoðanir en hef aðra sýn. Réttlætinu verður að vera fullnægt en í því felst líka að það verður að standa rétt að málum. Reyndar gæti þessi birtingarmynd sem þú nefn- ir, um lambalærið og hvítflibbaglæpina, gefið til kynna að hér sé pottur brotinn, en það er stað- reynd að efnahagsbrot eru mjög flókin og það er ekki hægt að gefa afslátt af réttlátri málsmeðferð. Því finnst mér það of mikil einföldun að setja upp þessa mynd og vera reiður út í réttarkerfið. Ég er samt ekkert laus við reiði frekar en aðrir. Það fóru ákveðnir hlutir úrskeiðis og ég get alveg verið fúl út í stjórnmálaflokkana fyrir að hafa ekki endur- skoðað betur stefnu sína og hugmyndafræði eftir hrun. Það er svo margt sem kemur til og því held ég að við getum ekki bundið okkar andlegu vellíð- an við það hvort fólk fari í fangelsi eða ekki. Ekki má heldur gleyma að margir eru í fangelsi hugar- ástandsins sem er ekki úr múrsteinum og riml- um. Heldur almenningsálitinu. Því við erum ekki umburðarlynd gagnvart þeim sem við teljum að hafi brotið af sér í hruninu. Ég sé fyrir mér að við þurfum almennt að vera umburðarlyndari gagn- vart meðborgurum okkar en þá verður fólk líka að vera reiðubúnara til að viðurkenna eigin mistök og iðrast þeirra. Hér ríkir of mikil afneitun og eld- gömul rifrildi milli sömu hópanna eru endalaust í gangi. Því er erfitt að binda okkar trúss við svaka- legt uppgjör, þegar það dregst svona á langinn og fáir tilbúnir til að viðurkenna sinn hlut. Við þurf- um heldur að læra eitthvað af þessu. Temja okk- ur gagnrýna hugsun og rökræðu. Þar þurfa fyrir- myndirnar að sýna gott fordæmi, hvort sem það er á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum, í skólanum eða heima við. Það þarf að leysa málin en í mínu draumalandi erum við búin að sefa reiðina.“ andleg vanlíðan „Þið eruð að misskilja,“ segir Guðrún Margrét. „Ég þarf að fá tilfinningu fyrir því að hér ríki rétt- lætishugsun. Ég veit bara um of mörg dæmi þess að hún ríkir ekki. Ég heyri það bara á málflutningi fólks um þá aðila sem komu að hruninu. Það tek- ur nærri sér að þessi eða hinn góðborgarinn sé í klemmu og það ræðir það í þaula. Örlög annarra brotamanna neðar í valdastrúktúr samfélagsins eru ekki rædd.“ Silja Bára segist halda að það sem Guðrún Margrét eigi við sé að fólk sé markvisst að firra sig ábyrgð og þannig hverfi sú tilfinning meðal fólks að réttlæti ríki. Jafnvel þótt það geri það á bak við tjöldin. Sjálf gekk hún í gegnum reynslu sem gerir það að verkum að mikilvægi þess að ábyrgð sé við- urkennd er henni ofarlega í huga. „Ég varð fyrir líkamsárás þegar ég var við nám í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum. Maðurinn sem réðst á mig fannst aldrei. Ég þurfti að vinna úr því. Ég þekki það alveg að fá réttlætiskennd sinni ekki fullnægt. Það tekur langan tíma að vinna úr slíku. Fólk þarf að átta sig á því að það er gríðarlega mikilvægt að setja ábyrgðina á réttan stað. Annars er hér andleg vanlíðan sem dregur okkur niður.“ allur Heimurinn þarf á Skapandi HugSun að Halda Hrund bendir á að við megum ekki missa sjónar á þörfum verkefnum þrátt fyrir uppgjör á ábyrgð. Hún heldur að mikilvægasta verkefni okkar Ís- lendinga í dag sé að búa til farveg þar sem ein- staklingar skynja erindi sitt og tilvist sem hluta af heild. „Þeir þurfa að búa bæði yfir þekkingu og skilningi, búa yfir getu til að skapa og framkvæma og finna erindi sínu farveg í samfélaginu og fram- tíðarsýn þess. Vinnumarkaðurinn kallar á vax- andi sveigjanleika og ástand jarðarinnar á meiri meðvitund meðal fólks. Þetta á við um íbúa úti um allan heim. Þetta er eitthvað sem við Íslend- ingar eigum að beita okkur fyrir. Að efla ábyrga hegðun og sköpunargleði. Þetta er í raun sjálf- bærni og hugrekkið til að breyta hlutunum til hins betra.“ kristjana@dv.is Sefum reiði Ragna Árnadóttir telur að reiðin í samfélaginu tefji breytingar og valdi vanlíðan. guðrún margrét „Ég hélt að ég væri í góðum málum og búin að fyrirgefa þeim sem ollu hruninu,“ segir Guðrún Margrét. „Þar til ég uppgötvaði litla Útvarps Sögu-karlinn innra með mér sem er alltaf að þusa yfir öllu og er með samsæriskenningar um allt og tilbúinn til að trúa hinu versta upp á fólk.“ kvenfyrirlitning í samfélaginu Hildi Knútsdóttur er brugðið yfir því hatri sem er í garð femínista á Íslandi. réttlætistilfinningin er mikilvæg „Maðurinn sem réðst á mig fannst aldrei,“ segir Silja Bára. „Ég þurfti að vinna úr því. Ég þekki það alveg að fá réttlætiskennd sinni ekki fullnægt.“ Skammaðist sín fyrir að vera íslendingur „Mér finnst algerlega til skammar hvernig farið er fyrir þessu landsdómsmáli,“ segir Hrund og vill að farið sé í saumana á málinu. „Slow living“ „Ég er hrifin af hugmyndafræðinni sem felst í „slow living“. Ég er samt ekki að tala um afturhvarf til fortíðar þar sem við borðum bláber og veiðum lax,“ segir Hulda Þórisdóttir og hlær.„Hrund: Mér finnast innviðir samfélags míns að mörgu leyti ekki í takt við tíðarandann og stoðirnar eru farnar að láta á sjá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.