Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Page 50
50 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 15.–19. júní 2011 Helgarblað
G
ertrude Nadine Banis
zewski var gefið nafn
ið Gertrude Nadine
van Fossan af foreldr
um sínum þegar hún fæddist
í september 1929. Árið 1940
horfði hún upp á föður sinn
deyja úr hjartaslagi og fimm
árum síðar hætti hún í skóla,
sextán ára að aldri, til að
ganga í hjónaband með John
Baniszewski, átján ára dreng,
en með honum eignaðist
hún fjögur börn. Hjónaband
þeirra var stormasamt en
þeim tókst þó að hanga sam
an í tíu ár. Þá flutti Gertrude
inn til Dennis Lee Wright, 23
ára manns, sem fór illa með
hana. Þau eignuðust eitt
barn saman en Dennis lét sig
hverfa eftir fæðingu þess.
Í júlí 1965 sköruðust leiðir
Gertrude og Lesters og Betty
Likens. Lester og Betty unnu
hjá farandtívolíi og stungu
upp á því að Gertrude tæki dæt
ur þeirra tvær, Sylvíu 16 ára og
Jenny 15 ára, inn á heimili sitt
sem leigjendur gegn 20 dala
gjaldi á viku, rétt á meðan þau
væru við störf í fylkinu. Systurnar
gengu í skóla með börnum Ger
trude og sóttu messur með Ger
trude á sunnudögum. En þegar
fyrsta greiðsla foreldranna barst
ekki á réttum tíma tuktaði Ger
trude systurnar til og bætti um
betur þegar hún sakaði þær um
að hafa stolið sælgæti og barði
þær fyrir vikið. Þaðan í frá urðu bar
smíðarnar reglubundnar.
Fékk liðsauka við barsmíðar
Í ágúst 1965 var líkamlegt og and
legt ofbeldi í garð Sylvíu orðið dag
legt brauð. Gertrude hvatti sín eigin
börn til ofbeldis, meðal annars að
hrinda Sylvíu niður stiga. Sylvía var
sökuð um að stunda vændi og þurfti
að hlusta á Gertrude fara með pre
dikanir þar að lútandi. Eftir að Lik
enssysturnar sögðu að Paula og
Stefanía, dætur Gertrude, stund
uðu vændi bættist Gertrude liðs
auki. Coy Hubbard, kærasti Stef
aníu, skólafélagar hans og drengir
úr nágrenninu voru kallaðir til til
að aðstoða við barsmíðarnar. Jafn
vel Jenný var neydd til að slá systur
sína.
Sylvía fór nú að missa þvag í
tíma og ótíma og var fyrir vikið lok
uð niðri í kjallara og Gertrude hóf
hreinsunaraðgerðir, hellti sjóð
andi vatni yfir hana og stráði salti
í brunasárin. Hún var neydd til að
vera klæðalaus og fékk sjaldan mat.
Gertrude og tólf ára sonur hennar,
John, neyddu hana oft og tíðum til
að eta eigin hægðir.
Stöku sinnum tókst Jenný Likens
að komast í samband við Díönu,
eldri systur þeirra, og lýsa því at
læti sem þær systurnar bjuggu við,
en Díana hélt að um væri að ræða
ýkjur unglingsstúlkna og hunds
aði frásögn Jennýjar. Seinna gerði
Díana tilraun til að hitta systur sín
ar en fékk ekki leyfi til að tala við
þær. Hún greip til þess ráðs að fela
sig í grennd við heimilið og þeg
ar hún sá Jenný úti við gaf hún sig
á tali við hana. Jenný sagði að hún
mætti ekki tala við nokkurn mann
og hljóp í burtu. Díana hafði í kjöl
farið samband við félagsmálayfir
völd. Þegar fulltrúi félagsmálayfir
valda bankaði upp á hjá Gertrude
neyddi hún Jenný til að segja að
Sylvía hefði hlaupist að heiman og
með þær upplýsingar í farteskinu
hvarf fulltrúinn á braut.
Meira ofbeldi og dauði
Þann 21. október 1965 skipaði Ger
trude John, Coy og Stefaníu að
koma með Sylvíu upp úr kjallaran
um. Sylvía var bundin í rúm og dag
inn eftir trylltist Gertrude þegar hún
sá að Sylvía hafði vætt rúmið. Við
tóku hroðalegar misþyrmingar sem
lauk með því að Gertrude reyndi að
skrifa „Ég er vændiskona og stolt
af því“ á kvið Sylvíu með sjóðandi
heitri nál. Gertrude gafst upp á
verkinu og skipaði Coy að ljúka því.
Daginn eftir neyddi Gertrude Sylv
íu til að skrifa bréf til foreldra sinna
þar sem hún sagði meðal annars
að hún hefði strokið af heimili Ger
trude.
Þegar Sylvía hafði lokið við bréf
ið hleraði hún að John og Jenny
ættu að fara með hana á ruslahaug
skammt frá og skilja hana þar eftir
til að deyja. Sylvía reyndi þá að flýja
en hafði ekki erindi sem erfiði.
Í refsingarskyni var Sylvíu enn
og aftur fleygt niður í kjallarann
þar sem hún var barin ítrekað og
miskunnarlaust. Þann 26. var far
ið með Sylvíu upp með það fyrir
augum að setja hana í bað, en þeg
ar upp var komið og búið að setja
hana í baðkarið kom í ljós að hún
var liðið lík.
Stefanía missti stjórn á sér og
krafðist þess að Hobbs, vinur Coys,
hefði samband við lögregluna sem
hann og gerði. Þegar lögregluna
bar að garði framvísaði Gertrude
strokubréfi Sylvíu, en Jenný tókst
svo lítið bar á að hvísla að einum
lögregluþjóninum: „Hjálpaðu mér
héðan og ég skal segja þér allt sam
an.“
Það varð til þess að lögreglan
fann lík Sylvíu og Gertrude, Paula,
Stefanía, John, Hobbs og Coy voru
handtekin sökuð um morð. Mál
ið var á sínum tíma kallað „versti
glæpur framinn gegn einstaklingi í
sögu Indíanafylkis“.
Til að gera langa sögu stutta var
Gertrude sakfelld fyrir morð og
dæmd til lífstíðarfangelsisvistar.
Hún áfrýjaði dómnum en var sak
felld á ný árið 1971.
Þrátt fyrir viðamikil mótmæli
fékk Gertrude reynslulausn árið
1985. Hún fór til Iowa þar sem hún
dó úr lungnakrabba í júní 1990, sex
tug að aldri.
n Gertrude Nadine Baniszewski var einnig þekkt undir nöfnunum
Gertrude Wright og Nadine van Fossa n Gertrude stóð fyrir pynting-
um á Sylvíu Likens, táningsstúlku sem hún hafði tekið inn á heimili sitt„Hjálpaðu mér héð-
an og ég skal segja
þér allt saman.
Versti glæpur
í sögu Indíana
Hjón grafin lifandi:
Mannrán
og Morð
Tiffany Ann Cole fæddist 3.
desember 1981. Í félagi við þrjá
karlmenn, Alan Wade, Bruce
Nixon og Michael Jackson,
kærasta sinn, skipulagði Tiff-
any mannrán og morð á hjón-
um í Duval-sýslu í Flórída.
Að sögn saksóknara var
ljóst að ekki hefði verið um
skyndihugdettu að ræða hjá
fjórmenningunum því þeir
höfðu tekið hjónunum gröf í
Charlton-sýslu tveimur dögum
áður en þeir bönkuðu upp á
hjá þeim undir því yfirskyni að
þeir þyrftu að komast í síma.
Tiffany Cole var vel kunn-
ug hjónunum Carol og Reggie
Sumner og hafði verið ná-
granni þeirra þegar þau bjuggu
í Suður-Karólínu. Þá hafði Tiff-
any keypt af hjónunum bíl þeg-
ar þau fluttu til Flórída í mars
árið 2005.
Síðla sumars 2005 gerðu
Tiffany og kærasti hennar,
Michael Jackson, sér ferð til
Flórída til að ganga frá pappír-
um vegna kaupanna á bílnum
og bjuggu þá á heimili Sumner-
hjónanna.
Skömmu síðar, í júlí 2005,
bönkuðu Tiffany og félagar
hennar þrír upp á hjá Sumner-
hjónunum og báðu um að fá
að nota símann. Fyrirvaralaust
var Reggie tekinn kverkataki
og þröngvað til að láta af hendi
hraðbankakort og lykilnúmer.
Að því loknu voru hjónin
bundin og kefluð með einangr-
unarlímbandi. Þeim var síðan
fleygt í farangursrými eigin
bifreiðar og síðan ekið sem leið
lá yfir fylkjamörkin til Georgíu.
Þar beið hjónanna gröf sem
þeim var fleygt ofan í bundn-
um og kefluðum og þau grafin
lifandi.
Tiffany beið ekki boðanna
í kjölfar glæpsins og veðsetti
skartgripi og fleiri muni úr
eigu Sumner-hjónanna og með
hraðbankakorti náðust meira
en þúsund Bandaríkjadalir út
af reikningi þeirra.
Æðibunugangurinn varð til
þess að þrír af fjórmenning-
unum voru gripnir glóðvolgir
á hóteli í Suður-Karólínu eftir
að hafa notað hraðbankakort-
ið þar. Við réttarhöldin síðar
voru kviðdómurum sýndar
ljósmyndir af Tiffany Cole og
tveimur vitorðsmanna henn-
ar með fullar hendur fjár þar
sem þau fögnuðu vel heppn-
aðri aðgerð með kampavíni í
eðalvagni.
Tiffany Cole fékk tvöfaldan
lífstíðardóm og Wade og Jakc-
son fengu dauðadóm. Nixon
bar hins vegar vitni gegn fé-
lögum sínum og vísaði lögreglu
á lík hjónanna. Hann játaði
sig sekan um annarrar gráðu
morð og fékk 45 ára dóm.
Gertrude Nadine
Baniszewski
Stóð fyrir ótrúlegum
misþyrmingum á
Sylvíu Likens sem að
lokum leiddu til dauða
hennar.