Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 54
54 | Fókus 15.–19. júní 2011 Helgarblað Æ tli við verðum ekki að sam- gleðjast Dönum með þær breytingar sem orðið hafa á húsakosti og aðstöðu Kon- unglega leikhússins í Kaupmannahöfn á síðustu árum? Eins þótt stofnunin sé víst nánast á hausnum fyrir vikið. Þegar ég kom þangað fyrst fyrir margt löngu var gamla leikhúsið við Kongens Nytorv hið eina sanna leikhús kóngs- ins í huga manns. Þar stóð hins veg- ar svo á – þetta var einhvern tímann á áttunda áratugnum – að óperan og ballettinn voru í þann veginn að taka sviðið alveg yfir. Það hefði út af fyrir sig verið í lagi, ef hinni „óbreyttu“ leiklist hefði um leið verið búin viðunandi að- staða. En því fór fjarri að svo yrði. Konunglega leikhúsið hefur verið sérstætt meðal norrænna leiklistar- stofnana að því leyti, að þar hafa list- greinarnar þrjár búið undir sama þaki um langan aldur. Sumir leikar- ar og leikhúsmenn, sem starfað hafa við þessa nú rúmlega 260 ára gömlu stofnun, halda því fram í endurminn- ingum sínum, að það sambýli hafi ver- ið heillavænlegt á ýmsan hátt; það hafi frjóvgað og styrkt listgreinarnar, ef til vill ekki síst þá leikara sem hafi þjálfast jafnhliða við dans og söng og jafnvel stundum verið vel nýtilegir í óperu- og ballettsýningum. Fyrirkomulagið hafi verið ein af forsendum þess hversu dönsk leiklist reis hátt á síðustu öld, hversu marga feikilega góða leikara Danir áttu þá. Þegar á leið hafa þau vandamál sem sambúðinni fylgdu þó trúlega yfirskyggt kostina. Allar eru þessar listgreinar frekar til fjörsins og eflaust hafa auknar kröfur til tækni- búnaðar, slagur um æfinga- og vinnu- aðstöðu, gert þeim erfiðara fyrir. En þá sögu þekki ég svo sem ekki innan frá nema takmarkað. Bygging Konunglega leikhúss- ins við Kongens Nytorv var barn nítj- ándu aldar. Hún var reist snemma á áttunda áratugnum; salurinn er með hefðbundnu sniði þess tíma, áhorf- endasæti á gólfi (parketti eins og það er kallað upp á frönsku) og fernar sval- ir sem liggja frá sitt hvorri hlið svið- sopsins meðfram salarveggjunum. Í rauninni var þetta fyrirkomulag og þessi sætaskipan þegar orðin úrelt við opnun leikhússins. Hún endurspegl- aði gamalgróna stéttaskiptingu sam- félagsins sem róttæk öfl þess tíma voru í óðakappi að rífa niður: fína fólkið, sem hafði ráð á dýrum miðum, í sal og á neðstu svölum; efnaminni áhorf- endur á efri svölum, þeir fátækustu uppi undir þaki. Íburðarmikil skreyti- list á veggjum og svölum í barokkstíl. Fyrir sviðinu risastórt fortjald, mál- verk með útsýni til Akropólishæðar, í anda dönsku gullaldarmálaranna; klassísk rómantík í öllu sínu veldi; það tjald er uppi enn og þykir ómissandi. Svona vildi auðsæl borgarastétt sam- tímans hafa það: geta snobbað fyrir hinum gamla hirðkúltúr aðalsins, en um leið hyllt aþenskt lýðræði og frelsi, vöggu leikhússins í þeirri mynd sem við þekkjum það. Frjálslyndið og aft- urhaldið gengið í eina sæng í hinum besta heimi allra heima! En það er nú allt svo dægilegt í Danmörku, eins og við vitum. Þetta mikilfenglega leikhús hafði því miður alltaf einn stóran galla: stærð salar og sviðs var slík að það hentaði miklu betur fyrir óperur en venjulegar leiksýningar. Leiksýningar fóru þar að vísu fram samhliða óperu og ballet frá upphafi, en óánægjuradd- ir heyrðust snemma og urðu til þess að öðru leiksviði var að lokum komið upp í byggingu hinum megin við Tor- denskjoldsgade sem liggur meðfram austurhlið gamla leikhússins. Sér- stök tengibygging var byggð á milli húsanna, líkt og brú yfir götunni. Mér fannst þetta alla tíð frekar óskemmti- legt leikhús, salurinn langur og mjór með slæmum hljómburði. Auk þess var aðeins hægt að láta eina sýningu ganga þar í einu sökum þrengsla að tjaldabaki. Til að vega upp á móti því var stofnunin sífellt að koma sér upp sviðum hingað og þangað um borg- ina, og voru sum þeirra þokkaleg, en önnur síðri og lifðu ekki lengi. Ekki er ég viss um að sérstök eftirsjá hafi verið að neinu þeirra. En nú er öldin önnur Sex ár eru nú frá því að óperan flutti frá Kóngsins Nýjatorgi yfir í hið nýja óperuhús borgarinnar, Operaen på Holmen. Hún var reist fyrir gjafafé skipakóngsins Mærsks Møllers. Þetta er mikil glæsihöll sem miklar deilur hafa staðið um, enda var „sá gamli“, eins og Mærsk Møller ku gjarnan nefndur manna á meðal, næsta ein- ráður um staðarval og alla tilhög- un byggingarinnar. Ekki er langt síð- an arkitekt hússins, Henning Larsen, gerði samskipti þeirra tveggja upp í bók sem hann sendi frá sér, og er sú mynd heldur ófögur sem hann dreg- ur upp af þeim gamla og framgöngu hans. En það var Hann sem borgaði brúsann og Hann sem ákvað hvernig þetta allt ætti að vera, rétt eins og hver annar renessansfursti. Sá munur er þó á honum og Mediciunum, að hann þarf ekki að reka herlegheitin nú þegar þau eru komin upp, heldur getur látið dönsku þjóðina um það. Og afleiðing- arnar á krepputímum? Jú, nú þarf leik- hússtjórinn að fækka bæði starfsliði og sýningum til að ná endum saman – og ekki sýnt að það dugi til, mér skilst að þeir séu enn í samningastappi við ríkisstjórnina um næsta fjögurra ára samning Óperan flutti sem sagt innan úr bæ austur fyrir höfn, þar sem höllina ber við himin handan sundsins í beinni línu frá Amalíenborg og Marmara- kirkjunni. Er það kallað „Öxullinn“ og var staðurinn kjörinn af Mærsk Møller sjálfum sem vildi að þetta minnismerki um rausn hans og gott hjartalag stæði á allra virðulegasta stað borgarinnar. Og hvað sem allri forsögu líður verður að segjast að húsið nýtur sín frábær- lega vel, ekki síst hvað varðar útsýnið frá því, yfir sjóinn til borgarinnar. Þegar staðið er á veröndinni eða bryggjunni fyrir utan það er horft til suðvesturs í átt til nýja leikhússins, Skuespilhuset, sem var opnað fyrir þremur árum, og er staðsett á hafnarbakkanum, norðan Nýhafnar. Þar fékk leiklistin sjálf loks inni í vönduðum húsakynnum með þremur sviðum, einu stóru og tveimur minni. Það er bæði stutt og auðratað þangað frá Kóngsins Nýjatorgi; þið gangið bara út með norðurbakka Ný- hafnarinnar („den slemme side“ með kránum og matsölustöðunum) og beygið fyrir hornið; þá eruð þið kom- in. Þar blasir slotið við, dökkt ásýndum og topp-móderne, með miklum gler- veggjum sem kallast á við óperuhúsið. Tilhögunin á stóra áhorfendasalnum kallast reyndar að sínu leyti á við sal- inn í hinu gamla leikhúsi, því að hann er með svölum meðfram öllum veggj- um og sætum á parketti. Þetta er frem- ur hlýlegur salur, en veggir og svala- bríkur kolsvartar og yfirbragð salarins því alldrungalegt. Útsýni til sviðsins versnar einnig úr hliðarsætunum, eftir því sem nær dregur sviðs opinu, svo að þeir sem innst sitja sjá einungis for- sviðið og annan sviðsvænginn. Þetta var einn helsti gallinn á hinni gömlu sætaskipan og óneitanlega sérkenni- legt að nútímaarkitektar skuli þurfa að apa hann eftir í stað þess að finna betri lausnir. Bergman á nýja sviðinu … Þegar mig bar þarna að nú um dag- inn var verið að sýna leikrit sem sam- ið er upp úr handriti Ingmars Berg- mans að Fanny och Alexander, síðustu kvikmyndinni sem hann gerði sjálf- ur. Það þekkja víst flestir þessa mynd um systkinin sem missa föður sinn og lenda hjá vondum biskupi sem móðir þeirra álpast til að giftast; þetta er með alþýðlegustu myndum Bergmans og ein sú allra vinsælasta. Raunar gerði Bergman fyrst sjónvarpsmyndaflokk sem kvikmyndin er svo samin upp úr, nokkuð stytt, en þó alveg nógu löng, fyrir minn smekk. Fanny og Alexander var fyrst sýnt sem sviðsverk í Ósló fyrir einu og hálfu ári, og hefur síðan verið sýnt bæði í Finnlandi og í Danmörku. Það var Ketil Bang-Hansen, einn af þekktustu leikstjórum Norðmanna, sem bjó það til sviðsflutnings í þjóð- leikhúsinu í Osló, og hefur greinilega farið nokkuð aðra leið að því en Dan- irnir, ef marka má það sem lesa má á ingmarbergman.se, vef Ingmars Berg- man-stofnunarinnar. Flogið hefur fyrir að við eigum von á íslenskri útgáfu á verkinu í Borgarleikhúsinu næsta vet- ur. Er það annars góð hugmynd að búa til leiksýningu upp úr Fanny og Alex- ander? Er það nokkuð annað en þessi gamalkunni, ódýri populismi leik- hússins að gera út á vinsældir frægra bíómynda? Ekki fannst mér sýning Konunglega leikhússins afsanna þann grun. Þó að margir fínir leikarar væru þar á sviði – þar á meðal sjálf Ghita Nörby sem lék móðurina gömlu sem heldur Ekdahl-fjölskyldunni saman – fannst mér hún á heildina litið ekki sannfærandi, og bar margt til. Í fyrsta lagi var frásagnarhátturinn þyngsla- legur og ódramatískur – en Bergman var nú svo sem aldrei neinn sérstakur sagnameistari, styrkur hans lá miklu fremur í því myndræna og sálfræði- lega, að ekki sé minnst á hið leikræna. Í öðru lagi er hætt við að samanburður við kvikmyndina (og fram hjá honum er einfaldlega ekki hægt að komast, jafnfræg og myndin er) verði leikhús- inu ávallt óhagstæður. Sannleikurinn er sá að Bergman var þarna ekki að- eins með rjómann af sænskum leik- urum, heldur var þetta fólk sem hafði leikið mikið saman í áraraðir, aðallega á Dramaten, og því orðið sannkallað ensemble: yfirburðaleikarar á borð við Allan Edwall, Gunn Vållgren (gamli matríarkinn var síðasta hlutverk þeirr- ar snilldarleikkonu), Jarl Kulle, Börje Ahlsted, Evu Fröhling og Jan Malmsjö sem er magnaður í hlutverki hins ís- kalda biskups, líklega bara toppurinn á hinum vondu prestum prestsson- arins Bergmans. Ég sá mikið til þessa fólks á sínum tíma og hef aldrei efast um að þarna var orðinn til einn af bestu leikflokkum heims, sígilt dæmi um það hvað getur gerst ef leikhúsi er stjórnað um langan tíma af skilningi, smekkvísi og framsýni; ef stjórnendur þess kunna að velja úr bestu leikarana og finna þeim rétt verkefni í – síðast en ekki síst – alvöru leikbókmenntum. Sagan um Fannýju og Alexander er melódramatísk og reyfarakennd, upp- suða úr skáldum eins og Dickens og rómantíska hryllingssagnaskáldsinu E.T.A. Hoffmann. Sumt í henni er ekki heldur sérlega trúverðugt, svo sem það atriði þegar systkinunum er bjargað úr klóm biskupsins. Það sem mynd- in lifir umfram allt á er persónuleik- stjórn Bergmans sem vissi hvað leik- ararnir gátu og kunni að notfæra sér það; þess vegna getur hann leyft sér að hægja á frásögninni, sums staðar nokkuð fram úr hófi, og dvelja við þau augnablik þegar fólkið í leiknum opin- berar sárustu tilfinningar sínar. Nú, þegar ég horfi á myndina aftur, finnst mér honum takast þetta best í fyrri parti hennar, þar sem lýst er fjölskyld- unni Ekdahl, sérkennilegri blöndu af háborgaralegri Uppsalafamilíu (sem Bergman var alltaf undarlega heillað- ur af) og listamannsbóhemum. And- stæða Ekdahlanna er biskupsfjöl- skyldan þar sem harðýðgi, ótti og illska ráða ríkjum undir kristilegu fasi. Mér finnst – eins og svo oft áður – mann- skilningur Bergmans víða undarlega kaldur, jafnvel grunnur. Á hinu nýja sviði Konunglega leik- hússins minnti þetta meira á alþýðu- kómedíu (sem þeir eru mjög hrifnir af og oft góðir í líka) en dramatískan sjónleik. Almennt séð var yfirferðin of hröð, jafnvægi milli einstakra atriða ekki nógu gott og mjög tilfinnanlegt að leikendum var ekki gefinn tími til að staldra við hin viðkvæmari at- riði, líkt og gert er í myndinni. Þá var val sumra leikenda í burðarhlutverk- um hæpið – og börnin, blessuð börnin sem léku titilhlutverkin, já, það verður að segja það eins og það var: þau léku nú afskaplega lítið, fóru næsta tilfinn- ingalaust í gegnum textann sinn. Og þá varð manni enn hugsað til mynd- arinnar. Ég sé á vef Bergman-stofnun- arinnar að Bang-Jensen hefur notað Alexander hinn fullorðna sem sögu- mann, kannski hefur farið betur á því, þó að sögumenn á leiksviði séu sjald- an til mikilla þurfta. … og ballett á því gamla Ég var miklu léttari í lund eftir komu mína í Gamla leikhúsið við Kóngs- ins Nýjatorg að þessu sinni. Og þrátt fyrir allan glamúr nútímans: mikið er hann nú alltaf sjarmerandi, þessi forni glamúr, svo fullur sem hann er af sögu og gömlum minningum. Þarna var allt á sínum stað: málverk á veggjum, brjóstmyndir og styttur af gömlum stórstjörnum hússins í for- salnum sem veit út að torginu. Þar stendur í öndvegi frú Heiberg, fræg- asta prímadonna danskrar leiksögu fyrr og síðar; við vegginn gegnt henni má þekkja Poul Reumert sem allir Ís- lendingar vissu einu sinni hver var, enda einn af tengdasonum Íslands, eiginmaður Önnu Borg sem einnig lék við þetta hús, þó að hún hafi að vísu ekki fengið af sér líkneskju. Í sér- stökum veggskotum á stigagöngum eru smástyttur af frægum leikurum í frægum hlutverkum; já þetta er leik- hús sem hefur sögu sína í hávegum, það leynir sér ekki. Ballettinn er nú einn eftir í gamla húsinu og væsir varla um hann þar. Sýningin sem ég sá þar var samsett af þremur verkum dönskum, sem öll áttu það sameiginlegt að fjalla um ballettinn sem listgrein, ballett um ballett með öðrum orðum. Fyrstur í röðinni var Konservatoriet, stuttur Nýtt og gamalt í leikhúsu í Köben Leikhúslífið í Kaupmannahöfn: Leikhús Jón Viðar Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.