Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Page 55
Nýtt og gamalt í leikhúsum í Köben Góð aðstaða og veitingar á hátíðarsvæðinu. Kjörorð sumarsins er NÚNA FER ÉG VESTUR! Dagskrá 10:00 Hátíðarsvæðið opnað, sölubásar og veitingatjöld. 11:00 Útskriftarathöfn Háskólaseturs Vestfjarða. 11:30 Hópsigling smábáta frá Bíldudal, lending kl. 12:30. 13:00 Hátíðarmessa í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar að Hrafnseyri. Séra Agnes M. Sigurðardóttir sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi prédikar. Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur Hrafnseyrarkirkju þjónar fyrir altari. Kirkjukór Þingeyrar syngur. Organisti: Margrét Gunnarsdóttir. Meðhjálpari: Davíð H. Kristjánsson. 14:00 Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar. Stjórnandi: Dagný Arnalds. 14:30 Hátíðardagskrá á útisviði - Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig að Minningarsteini Jóns Sigurðssonar. - Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, setur hátíðina. - Hátíðarræða: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson. - Kveðja frá Vestur-Íslendingum: David Gislason. - Fjallkona Vestfjarða. - Elfar Logi Hannesson: Brot úr einleik um Jón Sigurðsson. - Ávarp: Sólveig Pétursdóttir, formaður afmælisnefndar. - Tónlistardagskrá: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björgvin Halldórsson, Karlakórinn Ernir, Karlakórinn Vestri, Eyþór Gunnarsson og Þórir Baldursson. Stjórnandi: Guðni Franzson. Brimlending - Lag: Áskell Jónsson, ljóð: Davíð Stefánsson. Nú sefur jörðin - Lag: Þorvaldur Blöndal, ljóð: Davíð Stefánsson. Sjá dagar koma - Lag: Sigurður Þórðarson, ljóð: Davíð Stefánsson. Ég bið að heilsa! - Lag: Ingi T. Lárusson, ljóð: Jónas Hallgrímsson. Íslandslag - Lag: Björgvin Guðmundsson, ljóð: Grímur Thomsen. Rósin - Lag: Friðrik Jónsson, ljóð: Guðmundur G. Halldórsson. Lofsöngur, Ó guð vors lands, með þátttöku hátíðargesta. Lag: Sveinbjörn Sveinbjörnsson, ljóð: Matthías Jochumsson. - Ávarp: Eiríkur Finnur Greipsson, formaður Hrafnseyrarnefndar. - Sýningin “Líf í þágu þjóðar - Jón Sigurðsson 1811-1879” opnuð. Formlegri hátíðardagskrá lýkur. Kynnir er Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð. 17:00 Elfar Logi Hannesson frumflytur einleik sinn um Jón Sigurðsson í fullri lengd í Minningarkapellunni. Glímumenn frá Glímufélaginu Herði á Ísafirði sýna íslenska glímu. Verðlaunagripurinn Vestfjarðabeltið verður til sýnis. Í burstabænum verða sýndar teikningar af Jóni Sigurðssyni eftir nemendur 6. bekkjar grunnskólanna á Vestfjörðum. Hrafnseyrarhátíð 17. júní 2011 Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyrarnefnd bjóða til þjóðhátíðar á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní n.k. í tilefni af opnun sýningarinnar „Líf í þágu þjóðar“ í Safni Jóns Sigurðssonar og þess, að tvöhundruð ár verða þá liðin frá fæðingu hans. Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyrarnefnd Sjá nánar: www.jonsigurdsson.is Aðgangur að hinni nýju sýningu á Hrafnseyri er ókeypis í allt sumar! þáttur eftir August Bournonville, föður danskrar ballettlistar á 19. öld, rómantískt dansskáld sem fyllti dansinn fegurð og þokka og náði alþjóðlegri frægð sem enn varir. Númer tvö á efnisskránni voru tvö splunkuný verk eftir ung- an danskan dansara, Johan Kob- borg, sem reyndar er löngu orðinn heimsstjarna og er nú að spreyta sig sem kóreó graf í fyrsta skipti, Les Lutins og Salute nefndust þau. Sýndi hið fyrra slagsmál tveggja karldansara um hylli kvenstjörn- unnar, hið síðara lék sér mjög skemmtilega að ýmsum klisjum úr Bournonville-hefðinni, bæði verkin góðlátlega fyndin og hug- þekk. Síðastur í röðinni var svo einn frægasti klassíker danskrar balletlistar frá síðustu öld, Etu- des eftir Harald Lander; hann var frumsýndur árið 1948 á þessu sama sviði og hefur verið sýndur víða um heim, enda hrífandi verk, lofgerðaróður til ballettlistarinnar við flotta tónlist eftir Knudåge Ri- isager. Líkt og Konservatoriet hefst hann á því að dansararnir eru að gera æfingar við slá, fara í gegnum grunnspor og hreyfingar, síðan taka þeir smátt og smátt flugið uns þeir þyrlast um í stuttum en ótrú- lega fjölbreyttum atriðum sem leyfa þeim að sýna bæði tækni sína og tjáningargetu. Og Íslendingnum varð hugs- að á meðan hann naut þessarar dýrðar: hvers vegna í ósköpunum kemur Konunglegi danski ballett- inn aldrei hingað á Listahátíð? Ef frá eru talin þau örfáu skipti sem hingað hafa borist gestaleikir, síð- ast hin stórkostlega sýning San Francisco-ballettsins undir stjórn Helga Tómassonar fyrir fjórum árum, þurfum við alltaf að fara til útlanda til að upplifa svona lagað. Og varla er það nú náttúrulögmál – eða hvað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.