Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 58
58 | Lífsstíll 15.–19. júní 2011 Helgarblað
Efnistök og ritstjórn blaða ekki í takt við lesendahópinn:
Eldri konur þurfa að lesa
um yngri konur
Þær konur sem fjallað er um í
tímaritum og myndaðar eru fyrir for-
síðu tímaritanna endurspegla ekki
þann markhóp sem les blöðin. Les-
endur eru mun eldri en þær konur
sem birtar eru myndir af.
Þetta var rannsakað í háskólan-
um í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum.
Rýnt var í desemberhefti 8 tímarita
og aldur lesenda hafður til viðmið-
unar við aldur fyrirsætna í þeim. For-
vitnilegt er að sjá að 9 prósent les-
enda Cosmo eru eldri en 50 ára. Af
niðurstöðunum má einnig sjá að ald-
ursbilið er hvað breiðast hjá lesend-
um Elle Magazine, hlutfall lesenda
yfir 50 ára er 19 prósent en hlutfall
kvenna sem birtast í blaðinu eldri en
40 ára er lágt, aðeins 2,68 pró-
sent.
Það er einnig áhugavert að
skoða aldursbilið með það í
huga að ritstjórar tímaritanna
eru langflestir yfir fertugt.
Nema hjá W sem er ritstýrt af
fimmtugum karlmanni og In-
Style þar sem er 37 ára karl-
maður er við stjórnvölinn.
Ritstjóri Glamour er 44 ára,
Vogue 61 ára og Cosmo 59
ára.
n Við notum salt til að krydda flest-
an mat n Of mikil neysla þess getur
haft skaðleg áhrif n Mestur hluti
saltsins kemur úr unnum matvælum
Svona minnkar þú
saltneysluna!
Saltneysla okkar eykst hægt og ró-
lega og við höfum vanið okkur á að
borða sífellt meira af salti. Mestur
hluti saltsins sem við neytum kem-
ur úr unnum matvælum og má þar
nefna brauð, unnar kjötvörur og ost.
Á síðu Lýðheilsustofnunar segir að
með minni saltneyslu megi lækka
blóðþrýstinginn töluvert og að áhrif-
in séu meiri en áður hafi verið talið.
Aðrar rannsóknir sýna jafnframt að
það sé í raun frekar auðvelt að venja
sig af allri þessari saltneyslu og að
það taki einungis átta til tólf vikur að
venja bragðlaukana af saltinu.
gunnHildur@dV.is
Á síðunni taenk.dk eru gefin nokkur ráð
til þess að minnka saltneysluna:
n Smakkaðu matinn til og prófaðu aðrar tegundir af kryddi, svo sem hvítlauk og
chilipipar.
n Takmarkaðu neyslu þína á snakki, skyndibitum og tilbúnum mat en þessar vörur
innihalda oftast mikið af salti. Útbúðu frekar matinn frá grunni og sparaðu saltið.
n Notaðu matarafganga ásamt grænmeti og ávöxtum í staðinn fyrir tilbúið álegg.
n Spurðu um saltinnihaldið þegar þú kaupir brauð í bakaríi, þar sem brauð er sú vöru-
tegund sem inniheldur hvað mest af salti. Best er að baka sitt eigið brauð og takmarka
saltið sem fer í deigið.
n Búðu til þinn eigin kryddlög í stað þess að kaupa kjöt sem er forkryddað.
n Mundu að kex og kökur geta innihaldið töluvert af salti.
n Sneiddu hjá tilbúnum súpum en þær innihalda iðulega mikið af salti.
n Reyndu að velja vörur sem eru merktar með Skráargatinu.
n Skoðaðu innihaldslýsingar á matvælum og sér í lagi saltmagnið í vörunni. 1.000 mg af
natríum samsvara 2,5 grömmum af salti.
Hækkun á blóðþrýstingi
Salt inniheldur natríum sem bindur
vatn í líkamanum. Þegar við borðum
meira salt en ráðlagt er binst vatnið í
líkamanum og sogast inn í æðakerfið.
Við þetta eykst magn þess blóðs sem
fer um æðarnar, mótstaðan í blóðrás-
inni eykst og þar af leiðandi hækkar
blóðþrýstingurinn.
Hætta á blóðtappa
Hár blóðþrýstingur er stærsti áhættu-
þáttur þess að fá blóðtappa í heila eða
heilablæðingu. Myndun kalks í stóru
slagæðunum til heilans, sem eykur
hættuna á blóðtappa, eykst gífurlega
með hækkuðum blóðþrýstingi.
Myndun kalks í æðum
Þegar blóðþrýstingur hækkar, þarf
hjartað að dæla meira blóði og vinna
meira. Það getur leitt til hjartastopps.
Hár blóðþrýstingur hamrar á veggi
kransæða hjartans sem eykur kalk í
æðunum og eykur þar með líkurnar á
blóðtappa.
Hætta á hjartasjúkdómum
Saltneysla eykur líkurnar á hjarta- og
æðasjúkdómum. Ef við minnkun salt-
neysluna um einungis 3 grömm á dag,
minnkum við líkurnar á blóðtappa
umtalsvert. Með því lækkum við blóð-
þrýstinginn um þrjú mmHg (milli-
metrar kvikasilfurs).
Áhrif mikillar saltneyslu á
líkamann og heilbrigði hans:
Minnkum saltið Saltneysla
hefur aukist mikið og hefur
neikvæð áhrif á heilsuna.
Tísku- og menningarvefritið Bast Magazine, kemur nú út í annað sinn:
Tísku– og menningarvefritið Bast
Magazine, kemur nú út í annað
sinn, fimmtudaginn 16. júní. Á bak
við ritið standa Hafrún Alda Karls-
dóttir, Íris Dögg Einarsdóttir og Sif
Kröyer.
Að sögn Sifjar, ritstjóra vefrits-
ins, eru þær verulega ánægðar með
góðar viðtökur fyrsta tölublaðsins
og vona að viðtökurnar nú verði
jafngóðar. Blaðið kemur út ann-
an hvern mánuð og er á rafrænu
formi. Meðal þess efnis sem fjallað
verður um í Bast Magazine er tíska,
tónlist, menning, hönnun og kvik-
myndir og verður megináhersla
lögð á viðburði sem fram fara á Ís-
landi og í Danmörku. Auk þess að
gefa út vefritið annan hvern mánuð
halda stúlkurnar úti bloggi og birta
myndbands klippur á Bast-TV.
Fjölbreytt efnistök
„Efnistökin eru svipuð og í fyrsta
skiptið,“ segir Sif. „Þetta er algjört
bland í poka af tísku, tónlist og við-
tölum við fatahönnuði og tónlistar-
menn. Þetta tölublað verður bæði
helgað tónlist og tísku. Næsta tölu-
blað verður síðan líklega frekar
helgað tísku því það kemur út þeg-
ar tískuvikur eru haldnar víða um
heim.“ Sif leggur áherslu á að þær
fylgi ekki fyrirfram ákveðnum efn-
istökum. „Við erum ekki með ein-
hverja uppskrift. Við notum það
sem kemur upp í hendurnar á okk-
ur, það sem er á döfinni hverju sinni
og það sem við sækjumst eftir. Við
höfum hugsað okkur frá byrjun að
taka aðeins það fyrir í blaðinu sem
okkur finnst skemmtilegast hverju
sinni. Stefna okkar er mismunandi
hverju sinni, það er líka okkar sjálfra
vegna, svo við séum ekki alltaf að
gera sömu hlutina með nýjum and-
litum.“
skapa eigin tækifæri
Sif, Hafrún og Íris hafa allar búið
í Danmörku í töluverðan tíma. Sif
segir að þær hafi kynnst úti og verið
á ákveðnum tímamótum þegar þær
ákváðu að gera eitthvað sjálfar til að
skapa eigin tækifæri. „Við erum allar
í námi, ég er í meistaranámi í menn-
ingarstjórnun, Hafrún í margmiðl-
un og Íris er ljósmyndari. Við erum
líka allar með fjölskyldur þannig að
það er nóg að gera hjá okkur.“
netútgáfa er framtíðin
Sif segist veðja á útgáfu á netinu í
framtíðinni. „Að vinna blað á net-
inu er skemmtilegt og lifandi. Það
eru líka allir á netinu öllum stund-
um og sækja sér efni þangað. Það
er krafa um að það efni sé frum-
legt. Netútgáfa býður líka upp á svo
skemmtilega möguleika, tónlistar-
myndbönd, hljóð og gagnvirkni. Í
framtíðinni myndum við vilja hafa
það þannig að með því að klikka á
mynd af flík sé hægt að kaupa hana.
Þetta er krafa fólks. Það vill fá allt
fljótt og helst núna.“
Hægt er að nálgast annað tölu-
blað Bast Magazine á slóðinni bast-
magazine.com.
kristjana@dv.is
Útgáfa á netinu
er framtíðin
Bast-píur Hafrún
Alda, Íris og Sif.
Forsíða nýja tölublaðsins Fjölbreytt
efni um tísku og tónlist er að finna í
blaðinu. Stelpurnar skrifa aðeins um það
sem vekur áhuga þeirra.
Forsíða Elle Nærri fjórðungur
lesenda blaðsins fær lítið að lesa
um sinn aldurshóp í blaðinu.