Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 65

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 65
Sport | 65Helgarblað 15.–19. júní 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sá aldrei til sólar gegn jafnöldrum sínum frá Sviss er liðin mættust í Álaborg í gær. Var þetta annar leik- ur liðsins í A-riðli úrslitakeppni Evr- ópumótsins en honum lauk með sigri svissneska liðsins, 2-0. Eru þetta mikil vonbrigði fyrir liðið sem ætlaði sér stóra hluti á mótinu en eins og kunnugt er lá liðið einnig fyrir Hvít- Rússum 0-2, í leik þar sem íslenska liðið var lengst af sterkari aðilinn. Lentu undir á fyrstu mínútu Það var ljóst hvert stefndi frá fyrstu mínútu því það tók Svisslendinga ekki nema 50 sekúndur að koma boltanum í netið. Var þar að verki Fabian Frei sem var skyndilega óvaldaður fyrir innan íslensku vörn- ina og átti ekki í vandræðum með að þruma skoppandi bolta í nærhorn- ið, óverjandi fyrir Harald Björnsson markvörð íslenska liðsins. Fátt markvert gerðist næstu mín- útur en ljóst var að svissneska lið- ið hafði tögl og hagldir í leiknum, þá sérstaklega á miðjunni. Íslensku miðjumennirnir voru heillum horfn- ir í fyrri hálfleik og áttu í mestu vand- ræðum með að taka á móti send- ingum frá samherjum og einnig að koma boltanum sómasamlega frá sér. Slíkt kann augljóslega ekki góðri lukku að stýra. Sóknarleikur Íslands var mjög til- viljanakenndur og lítið skapandi. Á sjöttu mínútu náði Kolbeinn Sig- þórsson, framherji íslenska liðsins, þó ágætisskoti af löngu færi en það fór yfir. Á 10. mínútu var íslenska lið- ið stálheppið að lenda ekki tveimur mörkum undir en þá komst kant- maður svissneska liðsins, Xherdan Shaqiri, í upplagt færi. Hann hristi af sér varnarmenn íslenska liðsins og þrumaði að marki frá hægra víta- teigshorni en Haraldur varði glæsi- lega. Gylfi Sigurðsson, sem átti ekki góðan dag í íslenska liðinu, komst í skotfæri á 23. mínútu en hann skaut yfir af löngu færi. Tveimur mínútum síðar náðu þeir Shaqiri og Innocent Emeghara að tæta í sig íslensku vörn- ina sem náði að koma í veg fyrir skot á síðustu stundu. Léku þeir tveir ís- lensku vörnina grátt í leiknum og eru greinilega mjög efnilegir piltar þar á ferð. Á 30. mínútu fengu Svisslend- ingar enn eitt færið. Þá óð Granit Xhaka upp allan völlinn án þess að íslenska liðið næði að stöðva hann. Hann átti fínt skot rétt yfir markið en Xhaka var hreint magnaður á miðj- unni í leiknum Talsvert fjör færðist í leikinn á 32. mínútu þegar Íslendingar fengu dauðafæri úr vel útfærðri skyndi- sókn. Átti þá Rúrik Gíslason send- ingu frá hægri sem Gylfi lét fara og var þá fyrirliðinn, Bjarni Þór Við- arsson, á auðum sjó. Svo virtist sem Bjarni hefði beinlínis ekki trúað því að hann væri í svo ákjósanlegri stöðu og átti lélegt skot með tánni sem var hættulaust. Bjarni átti þarna, eins og svo oft í leiknum, slæma fyrstu snert- ingu sem gerði honum erfitt um vik. Mínútu síðar átti Rúrik hörkuskot fyr- ir utan teig en þá varði Yann Somm- er, markvörður Sviss, sem þurfti ann- ars lítið að gera í leiknum. Svisslendingar voru þó með völd- in á miðjunni og á 37. mínútu tættu þeir íslensku vörnina í sig en fram- herji þeirra, Mario Gavranovic, leik- maður Schalke í Þýskalandi, náði ekki að skora. Það gerði þó Emeghara þremur mínútum síðar, þegar sviss- neska liðið fór enn og aftur illa með íslensku vörnina. Haraldur var þó óheppinn, hann varði skot Emeghar- as upp í loftið, en boltinn féll niður og skoppaði í markið án þess að Ís- lendingar næðu að hreinsa frá. Skárri seinni hálfleikur Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska liðsins, gerði eina breytingu í hálfleik en þá kom Björn Bergmann Sigurðs- son inn á í stað Alfreðs Finnbogason- ar sem komst aldrei í takt við leikinn. Björn Bergmann og Birkir Bjarna- son, sem kom inn á skömmu síðar í stað Bjarna Þórs, voru frískir en það skilaði þó litlu. Lítið var um skapandi sóknarleik af hálfu íslenska liðsins. Þegar liðið sótti hlupu nær allir leik- menn í beina línu uns einn þeirra hafði misst boltann of langt frá sér. Þverhlaup voru engin og leikmenn voru ekki nógu yfirvegaðir á síðasta þriðjungi vallarins. Á 56. mínútu fengu Íslendingar sennilega besta færi sitt í leiknum þegar Gylfi átti fína sendingu fyrir mark Svisslendinga. Kolbeinn náði að teygja sig í boltann á bak við sviss- nesku vörnina en hitti boltann illa. Boltinn skoppaði í átt að markinu en þá kom Fabian Frei á harðaspretti og náði að hreinsa í burtu. Á 65. mín- útu áttu Íslendingar ágæta sókn sem Birkir Bjarnason bjó til. Náði Kol- beinn þá skoti á mark en boltinn fór í varnarmann, þaðan aftur til Birkis sem renndi boltanum áfram. Þar var Rúrik mættur fyrir aftan vörn Sviss en hann var rangstæður. Boltinn lak í markið, án þess að Rúrik snerti hann, en markið var réttilega dæmt af enda hafði Rúrik áhrif á leikinn. Emeghara hélt áfram að gera Ís- lendingum lífið leitt og á 80. mín- útu var hann kominn í gott færi eftir vel útfærða skyndisókn en Harald- ur náði að verja. Síðasta færi leiks- ins fékk svo varamaðurinn Nassim Ben-Khalifa en Haraldur varði vel frá honum. Haraldur bestur í íslenska liðinu Fátt var jákvætt í leik íslenska liðsins í gær nema þá helst Haraldur í mark- inu sem kom í veg fyrir stórtap. Sviss- neska miðjan var miklu betri og áttu Íslendingar í stökustu vandræðum með að senda boltann á milli sín. Leikmenn íslenska liðsins virkuðu taugastrekktir á löngum köflum og áttu í erfiðleikum með grundvallar- atriði eins og að taka á móti bolta og senda auðveldar sendingar. Það skal þó tekið fram að svissneska lið- ið er greinilega eitt það öflugasta á mótinu, eins og var reyndar vitað. Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði gegn Sviss, 2-0 n Sanngjörn úrslit þar sem leikur Íslendinga var losaralegur og tilviljanakenndur Svisslendingar voru miklu betri „Leikmenn ís- lenska liðsins virkuðu taugastrekktir á löngum köflum og áttu í erfiðleikum með grund- vallaratriði. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Reynir að hægja á Emeghara Eggert Gunnþór Jónsson átti í miklum erfiðleikum með Innocent Emeghara í leiknum. Emegh ara skoraði annað mark Sviss. ’1 Frei, ’40 Emeghara Lið Íslands: Haraldur Björnsson – Eggert Gunnþór Jónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson, Hjörtur Logi Valgarðs- son – Guðmundur Kristjánsson, Bjarni Þór Viðarsson (Birkir Bjarnason ‚60), Gylfi Þór Sigurðsson – Alfreð Finnboga- son (Björn Bergmann Sigurðsson ‚45), Rúrik Gíslason, Kolbeinn Sigþórsson. Sviss - Ísland 2-0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.