Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2012, Side 6
Engin ástæða til að sElja hlutinn Ólafur talaði mest n Úttekt á kappræðum Sjónvarpsins Í slenskur tölvunarfræðingur, Salvar Þór Sigurðarson, komst að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragn- ar Grímsson hefði talað lengst allra á frambjóðendafundi RÚV síð- astliðinn fimmtudag. Samkvæmt út- tekt Salvars talaði Ólafur í 24 mín- útur samtals, Andrea Ólafsdóttir í 14,9 mínútur, Herdís Þorgeirsdótt- ir í 14,1 mínútu. Þóra Arnórsdótt- ir talaði í 12,8 mínútur, Ari Trausti Guðmundsson í 12,5 mínútur og Hannes Bjarnason rak svo lestina með 9,3 mínútur samtals. Það er því ljóst að Ólafur talaði 10 mínút- um lengur en Andrea sem kom næst á eftir honum en þátturinn var 90 mínútna langur. Salvar útilokar ekki skekkju í mælingum sínum enda segir hann rannsóknina ekki vera vísindalega. Hann mældi þó eins vel og hann gat og notaði til þess sex skeiðklukkur. Forsetakosningarnar fara fram 30. júní næstkomandi. 6 Fréttir 11. júní 2012 Mánudagur n Milljarðatap og deilur hafa ekki áhrif á Lífeyrissjóð verslunarmanna„Staða þeirra veik- ist við hvern og einn þeirra sem selur sig út úr hópnum og styrk- ir stöðu þeirra sem geta náð til sín fyrirtækinu og þar með gert eignir lífeyr- issjóðanna verðlausar. L ífeyrissjóður verslunarmanna, LV, ætlar ekki að fylgja for- dæmi Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins og selja hlut sinn í Bakkavör Group vegna óánægju með umdeilt samkomu- lag sem gerir bræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum tækifæri á að eignast um fjórðungshlut í félaginu þar sem hlutur annarra hluthafa myndi þynnast út við það. Bræðurnir myndu þá greiða um fjóra milljarða króna fyrir hlutinn, en því hefur verið haldið fram að það sé nokkuð undir virði félagsins, sem er metið á 20–40 milljarða króna. Þórhallur B. Jósepsson, upplýs- ingafulltrúi LV, segir hagsmunum sjóðsins betur borgið með því að vera áfram inni í Bakkavör Group. „Það hefur ekki verið ákveðið að selja. Þarna eru eru margir saman, bæði lífeyrissjóðir og fleiri fjárfestar og staða þeirra veikist við hvern og einn þeirra sem selur sig út úr hópn- um og styrkir stöðu þeirra sem geta náð til sín fyrirtækinu og þar með gert eignir lífeyrissjóðanna verðlaus- ar,“ segir hann við DV. Betra að eiga áfram í Bakkavör LV, líkt og aðrir lífeyrissjóðir lands- ins, hefur brennt sig illilega á við- skiptum við fyrirtæki Bakkavarar- bræðra. Á árunum 2008–2010 afskrifaði sjóðurinn tæplega 3,4 milljarða króna út af viðskiptum með skuldabréf Bakkavarar. Þá þurfti sjóðurinn að afskrifa 3,6 milljarða vegna viðskipta með skuldabréf í Ex- ista á sama tímabili. Þrátt fyrir hið umdeilda samkomulag telja stjórn- endur sjóðsins rétt að selja sig ekki út úr Bakkavör líkt og LSR gerði. „Við teljum meiri líkur á því að með því að halda áfram samningaviðræð- um og reyna að koma þessu í höfn, að við endurheimtum sem mest af því fé sem við eigum þarna kröfur í,“ segir Þórhallur, sem hafnar þeirri gagnrýni að sjóðurinn ætti að hætta í viðskiptum við fyrirtæki manna sem hann hefur tapað milljörðum króna á. „Við getum ekki fjallað um þetta á þeim grundvelli. Við erum með kröf- ur þarna og hverjir svo sem sitja hin- um megin við borðið, það skiptir ekki máli hverjir þeir eru. Við þurfum að gera hvað við getum til að endur- heimta sem mest af kröfunum. Þá höfum við ekki efni á að spyrja hvað þeir heita eða hvort þeir séu héðan eða þaðan,“ segir Þórhallur. Hann hafnar því líka að Bakkavararbræð- ur geti keypt hlut sinn í fyrirtækinu á undirverði líkt og haldið hefur ver- ið fram. Stórtöpuðu á fyrirtækjunum Eins og fram hefur komið ákvað LSR að selja öll hlutabréf sín í Bakkavör vegna óánægju með samkomulag- ið við bræðurna. Sjóðurinn tapaði sömuleiðis háum fjárhæðum á við- skiptum við fyrirtæki þeirra. LSR afskrifaði 2.530 milljónir króna af skuldabréfaeign sinni í Bakkavör á árunum 2008 til 2010. Samkvæmt skýrslu nefndar sem rannsakaði líf- eyrissjóðina tapaði LSR 6,7 millj- örðum króna á hlutabréfaeign sinni í Bakkavör frá árslokum 2007 en LSR var fjórði stærsti hluthafi félagsins með 5,5 prósenta hlut. LSR tapaði mest á hlutabréfaeign sinni í Kaupþingi, alls 19 milljörðum króna. Á kaupum sínum í Exista tap- aði lífeyrissjóðurinn 4,2 milljörðum króna og 6,7 milljörðum á Bakkavör eins og áður sagði. Einnig átti LSR skuldabréf í Kaup- þingi, Exista og Bakkavör sem hafa verið afskrifuð, um 7,3 milljarða króna. LSR tapaði nærri 40 milljörð- um króna á því að fjárfesta í félögum tengdum Bakkavararbræðrum. Gildi lífeyrissjóður, sem hefur líkt og LSR og LV tapað miklu á Bakkavör Group, á ennþá hlut í félaginu. Ekki náðist í forsvarsmenn sjóðsins við vinnslu þessarar fréttar. Ágúst Guðmundsson Þeir Lýður, bróðir hans, geta eignast fjórðungs- hlut í Bakkavör með umdeildu samkomulagi sem varð til þess að LSR seldi sinn hlut í félaginu. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Vinningsmiðinn seldur á Akureyri Stálheppinn miðaeigandi var með allar fimm tölurnar réttar í lottóútdrætti helgarinnar og hlýtur hann 73.106.160 krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Leirunesti, við Leiruveg á Ak- ureyri. Fjórir fengu bónusvinning og hlýtur hver þeirra rúmar 220 þúsund krónur í sinn hlut. Fjórir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og fær hver og einn 100 þúsund krónur. Grunur um fíkniefnaakstur Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu á laugar- dagskvöld grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna, að því er fram kemur hjá lögreglu. Kona um tvítugt var meðal annars handtek- in rétt eftir átta og flutt til sýnatöku á lögreglustöðina í Reykjavík. Þá var þrítugur maður stöðv- aður í Hafnarfirði upp úr klukkan tíu og rétt fyrir ellefu var fertug- ur karlmaður stöðvaður í Kópa- vogi. Þeir voru báðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Mennirnir voru handteknir og fluttir á lögreglustöð. Lögregla segir þau öll hafa verið frjáls ferða sinna að sýnatöku lokinni. Veltu bílnum Lítill fólksbíll valt út af veginum um Skeiðarársand, skammt vestan Gígjukvíslar, rétt fyrir klukkan sex á laugardagskvöld. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum þegar hann ók í ösku sem hafði safnast saman á veginum. Vegagerðin var látin vita og öskunni var rutt burt. Tvær konur voru í bílnum. Þær sluppu ómeiddar en bíll- inn er talinn ónýtur. Konurnar eru erlendir ferðamenn. Lög- reglan á Hvolsvelli hvetur fólk til að vera vakandi og láta vita ef það keyri fram á ösku sem hafi safnast saman á vegi. Að aka í ösku sé ekki ósvipað því að lenda í lausamöl. Frambjóðendur Ólafur Ragnar talaði mest í kappræðum RÚV. Samkvæmt net- könnun Plússins nýtur hann mest fylgis, eða 50,2 prósenta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.