Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Page 2
Úr ráðuneyti
í fiskverkun
É
g var að bíða eftir strætó í Kaup-
mannahöfn þegar einhver ís-
lenskur maður gaf sig á tal við
mig. Fyrst var ég ekkert spennt
en hann var svo ágengur,“ seg-
ir hin 45 ára Olivia Martinez, frá
Suður-Ameríkuríkinu Ekvador, um
aðdragandann að því að hún ákvað
að flytjast til Íslands. Óhætt er að
segja að saga Oliviu sé um margt sér-
stök en hún var um tíma í góðu starfi
í menntamálaráðuneytinu í Ekvador.
Nokkrum árum síðar var hún hins
vegar komin í fiskvinnslu Íslandi.
Gekk menntaveginn
Olivia fæddist í smábænum San Lor-
enzo í Ekvador árið 1966. Faðir henn-
ar var sjómaður en móðir hennar
heimavinnandi húsmóðir. „Við áttum
ekki mikið en foreldrar mínir voru
baráttufólk. Faðir minn byggði húsið
okkar með berum höndum – einn.“
Olivia fluttist síðar til borgarinnar
Guayaquil til að ganga menntaveg-
inn, tók stúdentspróf og nam síð-
ar heimspeki. Þegar Olivia var langt
kominn með heimspekinámið fæddi
hún stúlkubarn og ákvað að hætta í
námi og fara á vinnumarkaðinn.
Hún hóf störf við leikskóla í
borginni en fékk síðar starf sem
kennari í grunnskóla. Þar vakti hún
fljótlega athygli fyrir miklar gáfur og
afbragðskennsluhæfileika. Ekki leið
á löngu þangað til menntamálaráðu-
neytið falaðist eftir kröftum hennar.
„Þar fékk ég stóra skrifstofu fyrir mig
sjálfa. Skólakerfið í Ekvador er tví-
skipt; annars vegar höfum við einka-
rekna skóla og hins vegar opinbera.
Ég sá um að veita nýjum einkaskól-
um rekstrarleyfi og tók ákvarðanir í
málum kennara sem báðu um stöðu-
hækkun í opinbera skólakerfinu.“
Evrópa heillar
Hún hafði unnið í ráðuneytinu í fimm
ár, eignast fjögur börn og sagt skilið
við barnsföður sinn, þegar hún ákvað
árið 2000 að taka þriggja mánaða
launað leyfi frá ráðuneytinu. Evrópa
heillaði og Olivia keypti sér flug-
miða til Belgíu til að njóta lífsins. Frá
Belgíu flaug hún svo til Danmerkur.
Á strætóstoppistöð í Kaupmanna-
höfn hitti hún íslenskan mann sem
átti eftir að breyta lífi hennar að ei-
lífu. Hann gaf sig á tal við hana og
segir hún að hann hafi verið nokkuð
ágengur en hún ákveðið að halda
spjallinu áfram. „Ég endaði með því
að tala heillengi við hann. Við urðum
svo vinir.“
Vinskapur þeirra breyttist fljót-
lega í rómantískt ástarsamband
og maðurinn flutti með Oliviu til
Ekvador. Þar dvöldu þau saman í
eitt ár og giftu sig síðan. „Ísland tog-
aði samt alltaf í hann. Þar var hann
með rekstur og þar vildi hann vera.
Ég hafði farið með honum þang-
að einu sinni og var heilluð af
landinu.“ Olivia ákvað að selja allt
sitt hafurtask og flytja með honum
til Íslands. „Ég ákvað að kýla bara á
það. Hann átti stórt fyrirtæki á Ísa-
firði og var vel stæður. Hann sagði að
ég þyrfti aldrei að vinna aftur.“ Þau
tóku börnin hennar fjögur með sér
og settust að á Ísafirði.
Atvinnulaus með fjögur börn
Eins og dæmin hafa sannað endast
ekki öll ástarsambönd að eilífu og sú
varð raunin hjá Oliviu. Hún og sam-
býlismaður hennar slitu samvistir
og í kjölfarið missti hún vinnuna hjá
ræstingarfyrirtæki sem eiginmaður
hennar hafði útvegað henni. Árið
2006, þegar hér var komið sögu var
Olivia, þessi fyrrverandi ráðuneytis-
starfsmaður í Ekvador, stödd í smá-
bæ á Íslandi með fjögur börn og án
atvinnu. Hún kunni enga íslensku og
einungis örlitla ensku. Á endanum
fékk hún vinnu hjá fiskvinnslunni á
Ísafirði. „Það var ólíkt öllu því sem ég
hef áður starfað við. Ég leigði mér svo
íbúð á Ísafirði þar sem ég og börnin
gátum verið.“
Olivia segist hafa hugsað um að
flytja aftur til Ekvador. „En ég var
búin að selja allar eigur mínar. Ég
seldi húsið – allt sem ég átti. Síðan
er ástandið slæmt í Ekvador, það er
meira en að segja það að finna sér
starf.“
Sátt við lífið
Olivia flutti síðan til Akureyrar og
fór að vinna í pósthúsinu þar og
fékk loks flutning til Reykjavíkur árið
2011. „Ég gat ekki búið í svona litlum
bæjum ein. Ég er vön svo miklu fleira
fólki, svo miklu meira lífi.“ Í dag
vinnur Olivia sem bréfberi í póst-
dreifingarstöðinni í Hafnarfirði. Hún
finnur styrk í trúnni á guð og börnin
hennar hafa aðlagast Íslandi vel. „Í
dag líður mér vel á Íslandi en hver
veit. Kannski að ég fari einn daginn
aftur til heimalands míns,“ segir Oli-
via, fyrrverandi ráðuneytisstarfs-
maður í Ekvador.
n Olivia Martinez sagði skilið við gott starf í Ekvador og flutti til Íslands
Mögnuð saga Olivia kveðst kunna vel við sig á Íslandi. Hún starfaði áður í menntamálaráðuneytinu í Ekvador en er nú bréfberi í Hafnarfirði.
2 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
Flótti Tom Cruise
3 Erlendir blaðamenn og ljós-myndarar veittu Tom Cruise
eftirför á bílum á laugardag þegar
ekið var með hann um borgina. Líf-
verðir og ökumenn Cruise beittu
ýmsum klækja-
brögðum til að
reyna að losna við
pressuna. Mikil
eftirspurn er eftir
myndum af leik-
aranum, sérstak-
lega eftir að eigin-
kona hans, Katie
Holmes, sótti um
skilnað fyrir bandarískum dómstól-
um í síðustu viku. Í DV á miðviku-
dag var meðal annars sagt frá því
hvernig lífvörðum Tom Cruise tókst
að snúa á blaðaljósmyndara sem
eltu Hollywood-stjörnuna á rönd-
um.
Kærður fyrir
njósnir
2 DV greindi frá því á miðvikudag að lögreglunni á höfuðborgar-
svæðinu hefði borist kæra og beiðni
um opinbera rann-
sókn vegna meintra
brota Pálma Har-
aldssonar, Iceland
Express ehf., Björns
Vilbergs Jónsson-
ar og annarra ótil-
greindra starfsmanna
Iceland Express ehf.
gegn WOW air. Kær-
an varðar meintar njósnir Pálma og
Iceland Express um rekstur WOW air.
Skarphéðinn B. Steinarsson, forstjóri
Iceland Express, sagði að kæran kæmi
sér á óvart en neitaði þó ekki að fyr-
irtækið hefði fylgst með tetra-rásinni
sem málið snýst um.
Ólafur Ragnar
forseti
1 Ólafur Ragnar var endurkjör-inn forseti Íslands um liðna
helgi. Í DV á mánudag
var farið yfir það
sem klikkaði hjá
Þóru Arnórsdóttur
frambjóðanda.
Þóra hafði lengi
vel forskot í skoð-
anakönnunum en
fylgi hennar í þeim
minnkaði þegar
líða tók að kosningum. „Hún er
þekkt sjónvarpskona en hafði aldrei
tjáð sig um önnur mál. Maður fékk
það stundum á tilfinninguna að
það væri erfitt fyrir hana að tjá sig
nema að hafa skrifað það fyrir-
fram,“ sagði Jón Hákon Magnússon
almannatengill um baráttu Þóru.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn
!
Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu!
www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885
Virkir dagar:11–21 Helgar:13–21
„Ég var búin að
selja allar eigur
mínar. Ég seldi húsið
– allt sem ég átti
Ofsaakstur
bifhjóla-
manns
Karlmaður um þrítugt var tekinn
fyrir ofsaakstur á Miklubraut í
Reykjavík á fimmta tímanum síð-
degis á miðvikudag. Sá ók bif-
hjóli á 191 kílómetra hraða austur
Miklubraut, á milli Kringlumýrar-
brautar og Háaleitisbrautar, en
þarna er 60 km hámarkshraði.
Maðurinn, sem hefur alloft áður
gerst sekur um umferðarlagabrot
samkvæmt tilkynningu frá lög-
reglu, var sviptur ökuréttindum á
staðnum. Samkvæmt sektarreikni
sem aðgengilegur er á vef Umferð-
arstofu gæti ökumaðurinn átt yfir
höfði sér ákæru og dóm.
Góðborgarar
skiluðu veskinu
Starfsmenn með hóp leikskóla-
barna fundu veski á bak við Kópa-
vogsskóla á fimmtudag. Starfs-
mennirnir gerðu það eina rétta
í stöðunni og komu veskinu til
lögreglunnar. Lögreglan hafði svo
upp á eiganda veskisins og kom
því í hans hendur. Í tilkynningu frá
lögreglu kemur fram að viðkom-
andi hafi verið mjög ánægður með
að endurheimta veskið sitt.
Þá fékk lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu tilkynningu um að
ungir piltar væru að strengja eitt-
hvað yfir akbrautina í Grundar-
gerði og hefta umferð. Lögreglan
fór á vettvang og kom þá í ljós að
um einangrunarlímband var að
ræða sem hafði verið strengt yfir
akbrautina. Voru piltarnir farnir
af vettvangi en lögreglan fjarlægði
límbandið. Að sögn lögreglu getur
svona háttsemi verið varasöm og
hættuleg fyrir vegfarendur.