Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Side 12
12 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
G
uðbjartur Hannesson vel-
ferðarráðherra lýsti því ný-
lega yfir að æskilegt væri að
birta félagsvísa reglulega,
ekki síður en hagvísa. Þess-
um hugmyndum framfylgir Vel-
ferðarvaktin sem stofnuð var að
frumkvæði stjórnvalda árið 2009.
Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum
málum er í takt við þá þróun sem á
sér stað í Evrópu og Bandaríkjunum
um þessar mundir. Unnið er að ná-
kvæmari og víðtækari mælistikum á
lífsgæði en hagfræðin býður upp á og
þessi vinna hefur skilað talsverðum
árangri.
Misvísandi mælikvarði
Eftir seinni heimsstyrjöldina hefur
fyrst og fremst verið litið til hagvaxtar,
það er aukningar vergrar landsfram-
leiðslu, þegar fjallað er um velgengni
þjóða. Þó er ljóst að frumkvöðlar
hagvaxtarmælinga væntu þess ekki
að aðferðafræði þeirra yrði gerð að
almennri reglu við mælingu lífskjara.
Einn þeirra, nóbelsverðlaunahafinn
Simon Kuznets, varaði beinlínis við
því í áliti sem hann veitti Banda-
ríkjaþingi árið 1934: „Velgengni þjóð-
ar verður seint mæld á grundvelli
þjóðartekna. Þegar stefnt er að aukn-
um vexti verður að tiltaka hvað býr
að baki vextinum og hver tilgang-
ur hans er.“ Mengun, skógareyðing
og vopnaframleiðsla eru dæmi um
fyrirbæri sem auka hagvöxt en ekki
endilega lífskjör.
Framfarastuðull
tekinn í notkun
Í þingsályktun um eflingu græna
hagkerfisins sem samþykkt var á Al-
þingi þann 20. mars síðastliðinn er
ákvæði um að samhliða hagvaxtar-
mælingum skuli Hagstofa Íslands
reikna og birta svokallaðan fram-
farastuðul Íslands. Stuðlinum, sem á
ensku kallast „the genuine progress
indicator“, er ætlað að mæla í hversu
miklum mæli hagvöxtur skilar sér
í bættum lífskjörum. Þá eru tekn-
ir til greina þættir eins og misskipt-
ing tekna, atvinnustig, umhverfis-
spjöll, lýðheilsa, menntunarstig og
glæpatíðni. Kostnaðurinn af þessum
neikvæðu áhrifum er þá dreginn frá
vergri landsframleiðslu. Jafnframt
er tekinn með í reikninginn sá tími
sem varið er til vinnu og frístunda
og það hvort hagvöxtur er sjálfbær
eða byggist einungis á skuldsetn-
ingu. David Cameron, forsætisráð-
herra Bretlands, og Nicolas Sarkozy,
fyrrverandi forseti Frakklands, hafa
báðir farið lofsamlegum orðum um
framfarastuðullinn og hefur hann
verið tekinn í notkun víða á Vestur-
löndum.
Dæmi um fleiri mælikvarða eru
vísitalan um þróun lífskjara (Human
Development Index) og hin svokall-
aða Better Life-vísitala sem OECD-
ríkin tóku í notkun í fyrra. Þar eru
mælingar á lífsánægju fólks teknar
með í reikninginn. Stuðlarnir eru um
margt líkir og eiga ýmislegt sameig-
inlegt með framfarastuðlinum. Vísi-
talan um þróun lífskjara hefur fest
nokkuð í sessi og nýtur viðurkenn-
ingar Sameinuðu þjóðanna. Gerð-
ur er árlegur samanburður ríkja á
grundvelli stuðulsins og þar trónir
Noregur nú á toppnum. Ísland er í
14. sæti á listanum, Svíþjóð er í 10.
sæti en Danmörk í því 16.
Unglingar hamingju-
samari í kreppunni
Nýlega voru birtar niðurstöður um-
fangsmikillar rannsóknar á ham-
ingju og lífsánægju sem Dóra Guð-
rún Guðmundsdóttir sálfræðingur
gerði fyrir landlæknisembættið. Þar
kemur fram að tekjur skýra minna en
1 prósent af hamingju Íslendinga. Þá
hefur lítillega dregið úr hamingju Ís-
lendinga eftir efnahagshrunið, og er
það rakið til þess að verulega hefur
fjölgað í hópi þeirra sem eiga erfitt
með að ná endum saman. Þá vek-
ur athygli að fleiri unglingar töldu
sig hamingjusama árið 2009 en árið
2006. Þetta er talið skýrast af því að
unglingarnir eyddu meiri tíma með
foreldrum sínum eftir að kreppan
skall á. Í skýrslunni kemur fram að
25 prósent þeirra sem hafa meira en
milljón í fjölskyldutekjur á mánuði
eiga erfitt með að ná endum saman.
Ísland er nú í 19. sæti á lista yfir
lífshamingju íbúa OECD-ríkjanna.
Árið 2006 mældist hins vegar Ísland
4. hamingjusamasta þjóðin á grund-
velli hinnar svokölluðu lífsánægju-
vísitölu. Þótt rannsóknir OECD þyki
nákvæmari má ætla að lífsánægja Ís-
lendinga hafi minnkað nokkuð eft-
ir efnahagshrunið, og samræmist
þessi breyting að nokkru leyti niður-
stöðum Dóru Guðrúnar Guðmunds-
dóttur.
Börnin vöktuð
Fyrr á árinu kynnti Velferðarvaktin
skýrslu um félagsvísa, en þeir eiga
að auðvelda aðgengi stjórnvalda
og hagsmunaaðila að upplýsingum
sem varpa ljósi á þjóðfélagsástandið.
Að sögn Ingibjargar Broddadóttur,
starfsmanns Velferðarvaktarinn-
ar, fylgist Velferðarvaktin sérstak-
lega með velferð barna. Hún segir að
gögn vaktarinnar bendi til þess að al-
mennt farnist börnum vel þrátt fyrir
efnahagshrunið og það virðist betur
fylgst með þeim. „Auðvitað þrengdi
að fjárhagslega hjá mörgum heimil-
um vegna kreppunnar, en svona al-
mennt séð virðist það ekki hafa bitn-
að á börnunum,“ segir Ingibjörg en
bætir við: „Hins vegar höfum við til-
finningu fyrir því að þau börn sem
áttu erfitt fyrir kreppu, þeim hafi
farnast verr í kreppunni. Nú erum við
að skoða betur þennan hóp.“
„Hvert ár í ævi barns skiptir svo
miklu máli“
Ingibjörg segir að brugðist hafi verið
fljótt við þegar kreppan skall á. Jafn-
vel strax fyrir jólin 2008 hafi sveitar-
félög og ýmsar stofnanir tekið hönd-
um saman og myndað samstarf í eins
konar velferðarteymum til að vakta
bæði börnin og stöðu velferðarmála
í samfélaginu. „Hjá okkur sem erum
fullorðin tekur kreppan ekki nema
brot úr okkar löngu ævi,“ segir Ingi-
björg. „En börn eru kannski fimm
ára þegar kreppan skellur á og tíu
ára þegar kreppunni lýkur. Þetta er
helmingurinn af ævi þeirra og hvert
ár í ævi barns skiptir svo miklu máli.
Þetta eru mótunarárin.“ Ingibjörg
bendir á að efnalitlir foreldra hugsi
jafnvel um börnin sín og efnameiri
foreldrar. Þá séu almennt séð tengsl
milli efnahagslegra gæða og ham-
ingjunnar sáralítil.
Hagvöxtur ágætis
þumalputtaregla
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, lektor við
hagfræðideild Háskóla Íslands, segir
að hagvöxtur sé ágætis þumalputta-
regla, sérstaklega hjá vanþróuðum
ríkjum. „En eftir því sem ríki þró-
ast fara þau að meta æ meir þætti á
borð við öryggi og umhverfisvernd,“
segir Tinna. „Ef maður skoðar mynd
af framfarastuðlinum og hagvexti
hlið við hlið þá eru línurnar ekkert
sérlega ólíkar framan af. En því rík-
ari sem samfélög verða, því meiri er
munurinn,“ segir hún og bætir við:
„Þetta byggir auðvitað dálítið á verð-
mætamati. Fyrir nokkrum áratugum
þegar samfélagið var ekki jafn þróað
og nú tók fólk um brjóst sér þegar
keyrt var framhjá álveri og fannst at-
vinnuuppbyggingin alveg dásam-
leg. En það myndum við aldrei gera
núna, því við höfum áhyggjur af um-
hverfisspjöllum.“ n
Hamingjan
mæld í tölum
„Velgengni
þjóðar verður
seint metin á grund-
velli þjóðartekna.
Þegar stefnt er að
auknum vexti verður
að tiltaka hvað býr
að baki vextinum.
n Íslendingar taka framfarastuðul og félagsvísa í notkun
14–15 ára Drengir Stúlkur
10
0
20
30
40
50
60
70
%
Börn á aldrinum 14–15 ára segjast verja tíma með foreldrum sínum eftir
skóla alla virka daga. Ljóst er að börn verja meiri tíma með foreldrum
sínum eftir að efnahagskreppan skall á. Það má líklega rekja til þess
að atvinnustig hefur lækkað og vinnutími fólks styst talsvert frá hruni.
Gögnin eru úr skýrslu Velferðarvaktarinnar um félagsvísa.
Verja tíma með foreldrum
20
10
20
06
20
06
20
06
20
10
20
10
Noregur
Ástralía
Holland
Bandaríkin
Nýja Sjáland
Kanada
Írland
Liechtenstein
Þýskaland
Svíðþjóð
Sviss
Japan
Hong Kong
Ísland
Suður-Kórea
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
Katar
Lúxemborg
Singapúr
Noregur
Brúnei
Hong Kong
Bandaríkin
Sam. a. furstad.
Sviss
Holland
Austurríki
Kúveit
Kanada
Svíþjóð
Ástralía
Írland
Ísland
1
2
3
4
5
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
Árið 2011 var Ísland í 14. sæti yfir þau
lönd í heiminum þar sem hagvöxtur er
mestur. Ísland lendir þó í 16. sæti þegar
ríkjunum er raðað eftir vísitölu um þró-
un lífskjara. Þótt lífskjör séu talin best í
Noregi búa þrjár þjóðir við meiri hagvöxt
en Norðmenn miðað við höfðatölu.
Hagvöxtur ársins 2011 var 3,1 prósent
og hefur hann aukist síðan. Samkvæmt
Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ,
er hagvöxturinn á Íslandi með því besta
sem gerist á Vesturlöndum. Sums stað-
ar á Norðurlöndunum eru þó lífskjör
talin betri, en lífskjör á Íslandi árið 2011
þóttu betri en í Danmörku.
Lífskjör og
hagvöxtur
HeiMild AGs oG ÞróUnAráætlUn sÞ
Jóhann Páll Jóhannsson
blaðamaður skrifar johannp@dv.is
ólík lífskjör
Hagvöxtur
þykir ekki lengur
fullnægjandi
mælikvarði á
lífsgæði þjóða.