Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Page 17
Fréttir 17Helgarblað 6.–8. júlí 2012 Ófyrirleitnir viðskiptavinir „Niðurstaðan er því sú að hér er um að ræða löggjöf sem vafi leikur á að standist ákvæði stjórnarskrár og nýtist fyrst og fremst ófyrirleitn­ um og óheiðarlegum viðskipta­ vinum fjármálafyrirtækja, sem nú þegar hafa valdið stórkostlegu tjóni í íslensku samfélagi,“ segir Brynjar Níelsson lögmaður í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið á fimmtudaginn um vörslusvipt­ ingar og umræðuna í kringum þær. „ Mikill er máttur hagsmunahópa þeirra sem telja það réttlætismál að nýta eignir annarra án endurgjalds. Eða er það kannski bara lýðskrum sem ræður för?“ spyr Brynjar. „Nýlega voru gerðar breytingar á innheimtulögum í þeim tilgangi að takmarka heimildir til vörslusvipt­ inga. Byggist þessi löggjöf, eins og stundum áður, á því að hér sé um mikið réttlætismál að ræða,“ skrifar Brynjar í greininni. Þar bendir hann á að í greinar­ gerðinni er vísað til þess að vörslu­ svipting fari ekki fram nema með skriflegu samþykki umráða­ manns eignar og er því haldið fram í þessari sömu greinargerð að ekki sé heimilt að semja um slík­ ar þvingunaraðgerðir fyrir fram. Í greininni segir Brynjar að það sé með ólíkindum að löggjafinn vilji torvelda eigendum tækjanna að verja eignarétt sinn þegar að fólk hefur ekki greitt af tækjunum. Brynjar segir að erfitt sé að átta sig á samhenginu í umfjöllun um vörslusviptingu. „Þannig er því haldið fram að vörslusvipting sam­ kvæmt aðfararlögum án atbeina dómstóla sé alltaf ólögmæt, sem vekur upp spurningar hvort þörf sé á þessari lagasetningu yfirleitt.“ Hann bendir á að samningsbund­ inn réttur til vörslusviptinga gefi fjármálafyrirtækinu aukið svig­ rúm til þess að fjármagna hærra hlutfall af verðmæti undirliggjandi eignar og veita hagstæðari vaxta­ kjör. Hann segir að mismunandi fjármögnunar form séu ekki bara mikilvæg fyrir þá sem eru að leita að fjármagni, heldur einnig þá sem eru að reyna að útvega fjármagn, sérstaklega hjá smærri fyrirtækj­ um. Allt leiði þetta til aukinnar samkeppni sem sé af hinu góða og nýtist að lokum viðskiptavininum. AKUREYRI 4627800. KRINGLAN 5680800. SMÁRALIND 5659730. LAUGAVEGUR 5629730. Við gefum þér ódýrustu vöruna TAKTU 3 BORGAÐU 2 ALLAR VÖRUR Í BÚÐINNI Í sland er í einu af efstu sætunum hvað lága dánartíðni varðar í umferðinni í ríkjum Evrópu. Þetta kemur fram í athugun sem Umferðarstofa hefur gert á fjölda þeirra sem látast í um­ ferðinni hér á landi borið saman við 28 önnur Evrópulönd. Þegar born­ ar eru saman tölur um meðaltals­ fjölda látinna í umferðarslysum í 29 Evrópulöndum (öllum löndum Evrópusambandsins ásamt Íslandi og Noregi) kemur í ljós að Ísland er með fimmtu lægstu dánartíðni í umferðinni. Í tilkynningu sem Umferðar­ stofa sendi frá sér á fimmtudag kemur fram að hér á landi létust ár­ lega að jafnaði 40,6 einstaklingar í umferðinni á hverja milljón íbúa á tímabilinu. Holland sýnir bestan árangur með 37,6 einstaklinga en á eftir þeim kemur Bretland með 38,8, Svíþjóð með 39, Malta með 39,8 og síðan Ísland með 40,6 eins og fyrr sagði. Í Litháen létust 131,8 á hverja milljón íbúa en þar er fjöldi fórnar­ lamba mestur. Athugað var meðaltal fimm ára tímabils, 2007–2011. „Þegar þessar tölur eru skoðaðar nánar, kemur í ljós að banaslysum hefur fækkað mikið í flestum Evrópu­ löndum. Ef skoðuð eru árin fimm á undan, kemur í ljós að á tímabilinu 2002–2006 létust að meðaltali 84,4 á hverja milljón íbúa hér á landi eða rúmlega helmingi fleiri síðustu fimm ár. Árangurinn er mun meiri hér á landi en hjá flestum öðrum Evrópu­ löndum þar sem Ísland hefur færst úr níunda sæti upp í það fimmta eins og fyrr sagði,“ segir í tilkynningunni. Þrátt fyrir þennan árangur eru dauðsföll hér á landi af völdum um­ ferðarslysa ein algengasta dánar­ orsök fólks á aldrinum 16–24 ára. n Lág dánartíðni í umferðinni á Íslandi miðað við önnur Evrópuríki Ísland í fimmta sæti Færri banaslys Banaslysum í umferðinni hefur fækkað í flestum Evrópulöndum síðustu 5 árin. „Er það kannski bara lýðskrum sem ræður för? Landsframleiðsla mun aukast Landsframleiðsla mun aukast um 2,8 prósent á þessu ári og 2,7 prósent árið 2013. Þetta er samkvæmt þjóðhagsspá Hag­ stofu Íslands sem gefin var út á fimmtudag. Í frétt um spána á vef Hagstofu Íslands kemur fram að aukin einkaneysla og fjárfesting muni búa að baki hagvextinum. Samdráttur sam­ neyslu hefur stöðvast en vart sé hægt að tala um aukningu. Verðbólguhorfur hafa versn­ að, en launahækkanir umfram verðlag styðja áframhaldandi vöxt einkaneyslu. Fjárfesting er að aukast en er áfram lítil í sögulegu ljósi. Hagstofan gaf síðast út þjóðhagsspá 30. mars síðastliðinn og er ráðgert að gefa út næstu spá í nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.