Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 25
SjálfStæðiSmenn bíða StjórnarSkipta n Ólíkar fylkingar takast á innan flokkanna n Sjálfstæðisflokkur að ná vopnum sínum n Bjarni Ben hugsanlega næsti forsætisráðherra Fréttir 25Helgarblað 6. - 8. júlí 2012 Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn „eigi ekkert að vinna saman í ríkisstjórn.“ Róbert telur eðlileg- ast að annaðhvort myndi Samfylk- ingin ríkisstjórn „frá miðju og til vinstri“ eða Sjálfstæðisflokkurinn „frá miðju og til hægri.“ Hægriarmur Samfylkingarinnar Um þessi mál er enginn einhugur meðal þingmanna Samfylkingar- innar. Ónefndur þingmaður Sjálf- stæðisflokksins segir að Árni Páll Árnason hafi „markað sér ákveðna fjarlægð frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur.“ Hann talar jafnframt um hægrisinnaðan arm Samfylkingar- innar og segir: „Þeir eru eiginlega í uppreisn gegn áherslum Jóhönnu Sigurðardóttur og ekki eins vinstri- sinnaðir og ráðandi öfl í Sam- fylkingarforystunni eru um þess- ar mundir.“ Ásamt Árna Páli hafa, meðal annarra, þingmennirnir Kristján Möller og Sigmundur Ern- ir Rúnarsson verið bendlaðir við hægriarm Samfylkingarinnar. Vera má að þeir séu opnari fyrir stjórn- arsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en aðrir flokksmenn. Þá má einnig rifja upp að Árni Páll gaf sterk- lega í skyn á Beinni línu á DV.is þann 15. maí síðastliðinn að hann hefði minni áhuga á að vinna með Hreyfingunni en öðrum flokkum. Leitað að arftaka „Eini möguleiki Samfylkingarinnar til að ná vopnum sínum á ný og rísa upp úr öldudalnum er að það verði umfangsmikil endurnýjun innan flokksins og flokksforystunnar,“ segir Eiríkur Bergmann og bætir við: „Það hlýtur að liggja nokkuð ljóst fyrir að flokkurinn yrði ekki í sterkri stöðu með sama formann í næstu kosningum.“ Erfitt er að spá fyrir um landslagið í Samfylk- ingunni næsta vor. Prófkjör fara fram í haust og landsfundur Sam- fylkingarinnar verður haldinn í janúar 2013. Ófáir hafa verið nefndir sem líklegir arftakar Jó- hönnu Sigurðardóttur, en þeirra á meðal eru Árni Páll Árnason, Dag- ur B. Eggertsson, Róbert Marshall, Guðbjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir. Í viðtali í helgarblaði DV fyrir skemmstu kom fram að Róbert Marshall hefur metnað til að vera í forystu Samfylkingarinn- ar í næstu kosningum. Inntur eft- ir því hvort hann hyggist bjóða sig fram til formanns svaraði hann: „Það er ótímabært að svara þessu, þetta veltur bara á því hvernig prófkjörin koma út. Maður á ekki að vera að máta buxur á meðan einhver annar er í þeim.“ „Sporin hræða“ Björn Valur Gíslason, þingflokks- formaður Vinstri grænna, býst ekki við því að Sjálfstæðisflokk- urinn komi að stjórnarmyndun í kjölfar þingkosninganna enda sé „Sjálfstæðisflokkurinn nú ekkert eftirsóknarverður leikfélagi.“ Um mögulegt samstarf Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar segir Björn Valur: „Ég held að allir stjórnmála- flokkar – jafnvel Framsóknarflokk- urinn – muni hugsa sig vandlega um áður en þeir fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.“ Hann dregur jafnframt í efa að Sjálf- stæðisflokkur og Samfylking geti með góðu móti staðið að myndun ríkis stjórnar. „Sporin hræða,“ segir Björn þegar hann er inntur eftir af- stöðu Vinstri grænna til að starfa með Sjálfstæðisflokknum komi slík staða upp eftir kosningar. „Við erum ekki spennt fyrir því.“ Forsætisráðherra: Bjarni Benediktsson Sem sigurvegari þingkosninganna yrði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, líklega forsætisráðherra. Utanríkisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Algengt er að leiðtogi þess flokks sem fer í samstarf við stærsta flokkinn taki að sér utanríkisráðuneytið. Fjármálaráðherra: Tryggvi Þór Herbertsson Tryggvi er prófessor í hagfræði með mikla reynslu úr heimi viðskiptanna. Hann hefur lengi verið í framvarðasveit Sjálfstæðisflokksins. Innanríkisráðherra: Vigdís Hauksdóttir Vigdís hefur lýst yfir eindregnum áhuga á löggæslu- og inn- flytjendamálum og hefur verið áberandi innan Framsóknar- flokksins síðustu ár. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: Einar K. Guðfinnsson Einar hefur áður setið á þessum ráðherrastól og hefur haft sig mikið í frammi í umræðu um fiskveiðistjórnunarmálin. Umhverfisráðherra: Jónína Benediktsdóttir Kallað hefur verið eftir fersku blóði í Framsóknarflokkinn. Sérstök tilkynning var send út í vor þegar Jónína skráði sig í flokkinn sem sýnir að flokkssystkini hennar hafa miklar væntingar vegna tilkomu hennar. Ólíklegt er þó að hún hreppi eitt af stóru ráðuneytunum. Mennta- og menningarmálaráðherra: Ólöf Nordal Ólöf er varaformaður Sjálfstæðisflokksins og líkleg til stórræða. Ekki spillir fyrir að hún er af miklum mennta- og menningarættum. Iðnaðarráðherra: Gunnar Bragi Sveinsson Gunnar er formaður þingflokks Framsóknarflokksins og kemur úr Norðvesturkjördæmi. Velferðarráðherra: Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir er fyrrverandi bæjarstjóri Mos- fellsbæjar og hefur gegnt öðrum stjórnunarstöðum. Þá hefur hún setið í heilbrigðisnefnd fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Efnahags- og viðskiptamálaráðherra: Ragnheiður Elín Árnadóttir Ragnheiður er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, þingflokksformaður og var lengi aðstoðarkona Geirs H. Haarde. Möguleg ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar Að ýmsu þarf að huga þegar mynduð er ríkisstjórn. Þá má nefna kynjahlutföll, kjör- dæmaskiptingu, vægi hvers flokks og áherslumál einstakra stjórnmálamanna. Fari svo að Framsóknarflokkurinn og/eða Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig fylgi má ímynda sér að þessir flokkar myndi ríkisstjórn. Svona gæti hún litið út: Þrír möguleikar líklegastir Vandasamt er að spá fyrir um niðurstöður þingkosninganna næsta vor og þá ríkisstjórn sem mynduð verður í kjölfar þeirra. Vænta má nokkurrar uppstokkunar á listum stjórn- málaflokkanna auk þess sem ný framboð kunna að komast til áhrifa. Eins og staðan er í dag virðist sem þrír möguleikar komi helst til greina við stjórnarmyndun næsta vor: Í fyrsta lagi má í ljósi sögunnar teljast líklegt að sjálfstæðis- og framsóknarmenn séu viljugir til samstarfs við myndun tveggja eða þriggja flokka ríkisstjórnar. Þó gætir nokkurs ágreinings innan Framsóknarflokksins og vera kann að einhverjir líti frekar til samstarfs við vinstriflokkana. Í öðru lagi er eðlilegt að líta til stærstu flokkanna tveggja, Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar. Meðlimir þessara flokka þurfa að yfirstíga afar erfið deilumál ef samstaða á að nást þeirra á milli auk þess sem margir efast um að „hrunflokkarnir“ geti myndað aðra ríkisstjórn í bráð. Í þriðja lagi getur hugsast að vinstriflokkarnir nái að halda sjálfstæðismönnum utan ríkisstjórnarinnar, til dæmis með aðkomu framsóknarmanna og/eða einhvers af nýju flokkunum. Þá er frekar litið til Dögunar og Bjartrar framtíðar en Samstöðu og Hægri grænna, þar sem síðarnefndu flokkarnir tveir virðast alls ekki eiga mikla samleið með sitjandi ríkisstjórn. + + + + ? + ? Þjóðarpúls Gallup í júnímánuði Tæplega 14% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 14% skila auðu eða kjósa ekki. Hægri grænir mælast nú í fyrsta skipti en kæmu þó ekki manni á þing þar eð flokkurinn nær ekki 5% fylgi. Það sama gildir um hina nýju flokkana. Sjálfstæðisflokkur 38,2% Samfylkingin 18,8% Framsóknarflokkur 12,7% Vinstri grænir 11,9% Samstaða 4,7% Björt framtíð 4,3% Dögun 4,3% Hægri grænir 3,6% 38 ,2 % 18 ,8 % 12 ,7 % 11 ,9 % 4, 7 % 4, 3 % 4, 3 % 3, 6 % Björt framtíð „Samfylkingin og Vinstri græn gætu gengið bundin til kosninga og heitið samstarfi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.