Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 33
Viðtal 33Helgarblað 6.–8. júlí 2012 A mal Tamimi er baráttu­ kona. Hún er að koma sér fyrir í nýju húsnæði Jafn­ réttisstofu við Suðurlands­ braut. Fjölmargir innflytj­ endur hafa þurft að leita til Amal með vandamál sem upp koma við flutning hingað til lands. Vandinn er margvíslegur, sumir eru hræddir um að verða vísað úr landi, eða missa forræði yfir börnum sínum, konur leita til hennar vegna heimilisofbeld­ is. Amal er rétta konan til að taka á móti þeim. Hún er kona sem hefur gengið í gegnum ótrúlegar raunir og býr yfir innri styrk sem fáum tekst að afla sér á einni ævi. „Ég hef þurft að vera sterk frá unga aldri, ég er móðir og sem slík þá leyfi ég mér aldrei að vera annað en baráttukona sem leit­ ar að betra lífi,“ segir Amal sem sest í brakandi nýjan skrifborðsstól á til­ tölulega auðri skrifstofu. Hún afsakar að geta ekki boðið upp á kaffi. „Kaffi­ vélin er ekki komin,“ útskýrir hún. Nágranninn grafinn í garðinum Amal er fædd og alin upp í Jerú sal­ em. Barnæsku sinnar minnist hún af mikilli hlýju. „Ég er alin upp af góð­ vild og ég átti góða æsku. Jerúsalem var borg ævintýranna þar sem við lékum okkur frjáls. Við vorum stór krakkaskari og fundum okkur ávallt eitthvað við að vera. Mínar kærustu minningar eru hins vegar frá Hebron, þar dvöldum við í þrjá mánuði á sumrin. Í náttúru­ fegurð fjallanna, þar sem við vorum með vínekrur. Stórfjölskyldan dvald­ ist þar og við börnin vorum úti við að bralla alla daga,“ Amal andar djúpt að sér og hlær. „Minningarnar koma til mín,“ segir hún. „Það breyttist margt þegar stríð­ ið hófst. Þá var ég aðeins sjö ára og horfði enn á heiminn með augum barnsins. Heimurinn breyttist smátt og smátt. Það var eins og það bætt­ ust í hann skuggar, en ævintýrin tókst okkur alltaf að finna eftir sem áður. Við máttum ekki leika okkur úti við eins og áður og skildum ekki hvers vegna en fundum fyrir ógninni. Mér er til dæmis minnisstætt að nágranni okkar var myrtur og hann grafinn úti í garði. Þar er hann enn jarðaður að mér skilst. Allir nágrannar okkar borðuðu saman í kjallara hússins, það fannst okkur börnunum skemmtilegt og skynjuðum ekki sama veruleika og þeir fullorðnu. Það voru stundir þar sem ég upp­ lifði hræðslu og það voru stundir sem ég upplifði gleði. Barnið hefur svo ómengaða sýn á heiminn, það lifir í núinu.“ Byrjaði að reykja og giftist Uppvöxtur Amal var hefðbundinn að hennar sögn. Hún nefnir að aðstæð­ ur og menning Palestínu sé afar frá­ brugðin þeirri hér á landi. Íslömsk menning sé ríkjandi og eins og í flest­ um öðrum múslimalöndum þá gefi lögin körlum mun meiri réttindi en konum. Amal var gift 16 ára og henni fannst það töff. „Ég byrjaði að reykja og ég gifti mig. Hvort tveggja þótti mér töff. Það var hluti af því að tilheyra því sem stelpur alast upp við í Palestínu, að við séum frábærar ef einhver vill kvænast okkur og eignast með okk­ ur börn.“ Hún var ekki skikkuð til að gifta sig. „Systir mín nefndi fyrst tilvon­ andi eiginmann minn og þá for­ eldrar mínir, þau sögðu hann góð­ an og kynntu kosti hans. Þau spurðu mig hvort ég vildi giftast honum og ég sagði já og var mjög ánægð með ákvörðun mína. Sérstaklega var ég stolt af því að vera gift svo ung því besti aldurinn til að gifta sig er frá 16 ára til rúmlega tvítugs,“ segir hún og slær sér á læri. Stelpur teljast ekki með Amal varð þunguð að sínu fyrsta barni sautján ára. Hún eignaðist stúlku. „Sem betur fer varð ég ófrísk um leið og ég var stolt af því. Ef kona er ekki orðin ófrísk strax þá er hún send til læknis. Karlmaðurinn er aldrei sendur til læknis ef hjónum auðnast ekki að eignast börn. Það er alltaf konunni að kenna. Ég eignaðist stúlku, það telst ekki með. Eiginmað­ urinn og stórfjölskyldan biðu eftir því að sonur fæddist. Það verður að eignast stráka til að halda fjölskyldu­ nafninu gangandi. Ég eignaðist þrjár stúlkur í röð og það þótti ekki gott. Mig langaði ekki til að eignast fleiri börn en það var þrýst á mig. Fjórða barnið varð strákur og þá var fagnað,“ segir hún og hlær. Það má hins vegar ekki láta strák alast upp án bróður. Allir drengir þurfa að eiga bróður sér til stuðn­ ings, það er mikils virði. Ég eignaðist því fimmta barnið sem varð strákur. Ég hefði þurft að verða aftur ófrísk ef ég hefði eignast stúlku.“ Amal tekur það fram að þótt hún geti rætt um barneignirnar og skír­ skotað í menninguna þá elski hún öll börn sín jafnt og takmarkalaust. „Nú á ég sex börn, því ég eignaðist dóttur á Íslandi, þar er stúlkum fagn­ að. Það skyldi enginn efast um það að ég elska börnin mín öll jafnmikið, þótt ég ræði svona um barneignir og menningu.“ Ofbeldið brýtur niður Þáverandi eiginmann sinn seg­ ir Amal hafa verið hefð bundinn. Hann hafi viljað ráða. Hann byrj­ aði snemma að beita hana ofbeldi. „Hann var tíu árum eldri en ég og hann var blaða maður. Hann vildi ráða og það fannst mér erfitt, enda var ég alin upp við að skoð anir mín­ ar væru virtar. Ég var yngsta barnið í fjölskyldunni og ég naut mikils ástríkis allrar fjölskyldunnar. Slíkt barn fer út í lífið með sjálfstraust og sterkan kjarna. En ofbeldið nær að brjóta sterkasta fólk. Það tók mig að minnsta kosti 17 ár að fara úr ofbeldis sambandi. Ég mæti öðrum sem glíma við sama vanda með mikl­ um skilningi. Ég sé það sem er brot­ ið,“ segir hún alvörugefin. Mátti ekki gagnrýna eiginmanninn „Karlavaldið er mikið í Palestínu og ætlast er til að konur lúti körlum í einu og öllu,“ útskýrir Amal. „Ég þurfti að berjast fyrir öllu því sem ég vildi gera. Ég fór til dæmis í viðskipta­ nám og þurfti að heyja mikla baráttu fyrir því. Hann leyfði mér að fara í skóla ef það bitnaði ekki á heimilis­ störfunum og börnunum, þeim átti ég að sinna eins og áður. En frá byrjun mátti ég ekki gagn­ rýna hann. Ekki koma með eigin hugmyndir og þegar ég hafði mennt­ að mig meira en hann fann ég meira fyrir efasemdunum vaxa innra með mér um að ofbeldið væri ekki mér að kenna. Margar konur, hvar sem þær eru staddar í heiminum, kenna sér á einhverjum tímapunkti um ofbeldið. Leita sakar hjá sjálfum sér – það gerði ég. Hann lamdi mig oft, í fyrstu barði ég frá mér en seinna lét ég það vera. Ég forðaðist hann og var búin að koma mér upp leiðum til að koma honum ekki í vont skap. Það gerðist hins vegar oft og það fauk oft í hann.“ Hættulegur flótti Það var ekkert eitt sem gerði útslag­ ið hjá Amal. En eftir 17 ára hjóna­ band ákvað hún að flýja með börnin til annars lands og hún segir flóttann hafa verið hættulegan. „Það var stór­ hættulegt að stinga af. Ég sagðist ætla í heimsókn til systur minnar með börnin. Þannig keypti ég mér tíma. Bróðir minn bjó á Íslandi og við höfðum undirbúið flóttann í marga mánuði. Hann var með tilbúið dval­ ar­ og atvinnuleyfi fyrir mig hér heima á Íslandi. Ég á bágt með að lýsa líðan minni þegar ég keyrði á flugvöllinn. Óttinn var svo mikill. En ég leyfði mér aldrei að sýna börn­ um mínum að ég væri hrædd. Móð­ ir leyfir sér ekki slíkt. Ég sagði þeim að við værum að fara í heimsókn til frænda þeirra og þau sættu sig við þá skýringu og voru spennt fyrir ferða­ laginu. Margir spyrja mig hvernig hægt sé að búa yfir styrk til að flytja yfir hálfan hnöttinn með fimm börn. Ég hugsa þá með mér að ég hafi þurft að búa yfir miklu meiri styrk til að búa við ofbeldi í allan þennan tíma. Ég hafði reynt eins og ég gat að leita hjálpar í Palestínu og hafði beðið um skilnað. Hann vildi ekki veita mér skilnað og vinir og fjölskylda gátu ekki hjálpað.“ Hefði verið drepin Spurð hvað hefði gerst ef hún hefði náðst á flótta segist hún ekki velkjast í vafa um afleiðingar þess. „Ég hefði verið drepin. Dauðinn hefði verið sviðsettur sem slys. Ég fór ekki aft­ ur til Jerúsalem í langan tíma, í tíu ár trúi ég, og enn þann dag í dag, þegar ég heimsæki borgina þá held ég mig frá þeim svæðum þar sem ég tel að ég geti mætt fortíðinni. Fyrr­ verandi maður minn er ekki líklegur til slíkra illverka. Hann á sína konu í dag og aðra fjölskyldu. Á milli okkar er allt með ró og með árunum hef­ ur óttinn smám saman horfið, dótt­ ir mín hefur meira að segja farið og dvalist hjá föður sínum um nokkurra mánaða skeið og líkað vel. En maður veit aldrei upp á hverju einhver fáviti sem þekkir fortíð mína gæti tekið.“ Íslensk börn komu til aðstoðar Amal líður vel á Íslandi. Hún býr í einbýlishúsi í Hafnarfirði. Hefur setið á þingi og sinnir gjöfulu bar­ áttustarfi á Jafnréttisstofu. Börnin hennar hafa plumað sig vel í íslensku samfélagi. „Elsta dóttir mín vinnur á Hagstofunni og hefur lokið háskóla­ námi í viðskiptafræði. Sú næstelsta er ein af þeim fyrstu sem lauk prófi í tæknifræði frá Keili, miðdóttirin er í hárgreiðslunámi, eldri sonur minn er með sveinspróf í pípulögnum. Sá yngri lærir leiklist í Skotlandi og yngsta dóttir mín stundar nám í 10. bekk.“ En fyrstu árin þurfti hún að vinna sleitulaust í erfiðum störfum. Velvild Íslendinga gerði henni lífið þó tölu­ vert léttara. „Börnin aðlöguðust fljótt lífinu á Íslandi, íslensk börn tóku þeim vel og þau komust fljótt yfir söknuðinn sem fylgdi vistaskiptunum. Mér fannst erfitt að vera með skírteini upp á að vera menntuð í viðskiptum en fá samt enga vinnu annars stað­ ar en við ræstingar, í fiskvinnslu eða bakaríi. Þetta var erfið vinna. Ég bjó í Kópavogi og vann líklega um 13 tíma á dag. Fyrst við ræstingar, svo bætti ég fiskvinnslu við og seinna vann ég í bakaríi. Þar lærði ég mest að tala ís­ lensku því samskiptin voru mikil. Launin voru svo lág að ég þurfti að vinna meira til að eiga nægan mat handa börnunum og borga leigu. Ég kunni ekki tungumálið og rataði ekki um. En með velvild Íslendinga þá tókst mér að bjarga mér. Mér finnst Íslendingar ofboðslega hreinlynt fólk. Án þeirra hjálpar þá hefði líf mitt ekki gengið eins vel. Við feng­ um hjálp nágranna og bæjarbúa til að laga okkur að lífinu á Íslandi. Jafn­ aldrar barna minna kenndu okkur á strætó og á ýmislegt annað. Það finnst mér einstakt.“ Hún telur móttökurnar hafa haft úrslitaáhrif um farsæld á Íslandi. „Það skiptir svo miklu máli að vera samþykktur og njóta vinsemdar og aðstoðar við að laga sig að samfé­ laginu.“ Banani og svali á föstudögum Á föstudögum þegar henni voru greidd laun úr frystihúsinu þar sem hún vann, fór hún og keypti banana og svala handa krökkunum. „Þá var einn banani á mann og þetta var há­ tíðleg stund. Þannig var ástatt hjá okkur en á þessum tíma var ég svo fegin að vera laus úr prísund minni og svo þakklát fyrir móttökurnar á Ís­ landi að óþægindi vegna matarskorts þóttu mér lítil. Fyrir þá sem átta sig ekki á því hversu þakklát ég er þá er ég rík kona á Íslandi. Ég hef aldrei haft ríkisborgararétt fyrr. Ég fékk hann hér á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta er fyrsta landið þar sem ég hef kosn­ ingarétt og hann finnst mér ákaf­ lega dýrmætur. Peningar skipta engu máli. Það er alltaf hægt að redda sér pening. En mannréttindi, heilsa og andlegur auður er mikils virði.“ Keypti íbúð þremur árum eftir flóttann Þremur árum eftir að Amal kom til Íslands keypti hún sína fyrstu íbúð. „Já, margir verða hissa á því. En það er satt, ég keypti mína fyrstu íbúð fljótlega eftir að ég kom hingað til lands. Ég þurfti að sækja um sér­ staka undanþágu hjá dómsmála­ ráðuneytinu. Ég var ekki komin Stórhættulegt að stinga af Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Það tók mig að minnsta kosti 17 ár að fara úr ofbeldissambandi „Mér er til dæmis minnisstætt að ná- granni okkar var myrtur og hann grafinn úti í garði. Amal Tamimi er fædd og upp- alin í Jerúsalem í Palestínu. Hún var sjö ára þegar stríðið skall á og hún horfði á lífið breytast með augum barnsins. Hún var gift 16 ára og eignaðist með manni sínum fimm börn. Árið 1995 flúði hún heimilisofbeldi eiginmanns síns og fór með börnin til Íslands. Í dag, nærri tveimur áratugum seinna, lítur Amal stolt til baka. Hún á stórt heimili, börnin flest fullvaxta og vegnar vel. Hún er fyrsti þingmaður Íslendinga af erlendum uppruna og hún er rík. En ríki- dæmið segir hún ekki felast í peningum, heldur frelsi. Frelsi til að eiga valkost um hamingju og frið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.