Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 36
Hvernig er lífið í Los Angeles? „Lífið er yndislegt og um leið brjál- æðislega bilað hark. Engir tveir dagar eru eins og það gerist alltaf eitthvað óvænt og spennandi, sama hvað er á dagskrá hjá okkur.“ Saknið þið Íslands? Alma og Camilla: „Já, við söknum fjölskyldunnar alveg hrikalega. Þökk- um Guði fyrir Skype svo að maður getur haldið sambandi við fjölskyldu og vini.“ Klara: „Ég sakna systra minna og mömmu og pabba alveg skelfilega. Fjölskyldan og vinir eru það sem ég sakna við Ísland. Það er líka skrítið að fylgjast með vinkonum mínum og vinum eignast börn og gifta sig og maður þarf að knúsa til hamingju í gegnum internetið. En þannig er það náttúrulega bara fyrir alla sem búa erlendis.“ Steinunn: „Það erfitt að vera í burtu frá fjölskyldunni en við höfum hver aðra og það er afskaplega dýrmætt.“ Hvernig búið þið? „Við búum þrjár saman í eins her- bergis íbúð á Hollywood Boulevard og njótum þess í botn. Fólk skilur ekki hvernig við látum þetta virka, að búa saman, vinna saman og vera nánast alltaf saman þess fyrir utan. Það er bara svo fáránlega skemmti- legt að vera að upplifa þetta allt saman að við getum ekki ímyndað okkur neitt annað.“ Hvað er fram undan? „Við erum að taka upp meira efni og stefnum jafnvel á annað „mixtape“ í byrjun hausts. Þess utan erum við að koma fram og syngja og erum í viðræðum við plötufyrirtæki um út- gáfu.“ Komið þið heim í sumar? „Nei, líklega ekki, það er virkilega dýrt að ferðast og við viljum einbeita okkur að vinnunni. Það verður mik- ið að gera hjá okkur í sumar og við ætlum að koma heim um jólin í al- mennilegt jólafrí í staðinn.“ Hvað ætlið þið að gefa þessu langan tíma? „Allan þann tíma sem þarf til að allt gangi upp.“ Trúið þið að þið eigið eftir að slá virkilega í gegn? Klara: „Já, við værum ekki að þessu ef við hefðum ekki trú á því. Við erum búnar að leggja mikla vinnu og tíma í þetta verkefni og trúum að það eigi eftir að skila sér margfalt.“ Sjáið þið oft frægar stjörnur? Alma: „Já, við sjáum oft þekkt andlit hér í nágrenninu, í Runyon Canyon, á skemmtistöðum, veitingastöðum eða annars staðar. Klara er eiginlega duglegust að spotta leikara úr alls konar þáttum og segir okkur svona laumulega á íslensku í hverju þeir hafa leikið.“ Klara: „Já, og þegar þetta eru lítið þekktir leikarar eða söngvarar sem ég man ekki alveg hvaðan ég þekki þá eyðileggur það næstum kvöldið fyrir mér, því ég verð svo æst í að fatta hver þetta var eða hvað hann heitir að ég eyði öllu kvöldinu í símanum að gúgla hver þetta var!“ Hvaða stjörnur eru ykkar fyrirmyndir? Steinunn: „Við lítum mikið upp til Lady Gaga og Katy Perry, einfaldlega því þær hörkuðu og gáfust ekki upp þó að þeim væri „droppað“ af stórum plötufyrirtækjum. Þær héldu áfram þangað til þær náðu þangað sem þær eru í dag. Annars hlustum við mikið á R&B og hip-hop svo sem Rihönnu og Drake. Rihanna er líka með æðis- legan fatastíl og þorir að fara sínar eigin leiðir.“ Klara: „Það eru þeir sem gefast ekki upp sem standa uppréttir á endanum. Það eru þeir sem eru á toppnum í dag sem hafa þraukað og verið þolinmóð- ir. Það verður enginn stjarna eða slær í gegn á einni nóttu. Ég held að fæst- ir átti sig á því að fólk er búið að vera í þessu lengi þegar allt gengur loks- ins upp. Og við erum, miðað við okkar uppáhaldsstjörnur, rétt að byrja.“ Hverju hafið þið þurft að fórna fyrir bransann? Steinunn „Eiginlega öllu! Við geng- um í burtu frá samböndum, íbúðum og bílum, frá ferlinum okkar heima og erum þúsundir kílómetra frá fjöl- skyldu og vinum.“ Alma: „Maður leggur mun harðar að sér þegar maður hefur gengið í burtu frá svona miklu og í raun verður sig- urinn bara sætari fyrir vikið.“ Klara: „Við hreinlega tókum ákvörðun um að við ætluðum að gera þetta sama hvað! Og við viss- um að það er ekkert grín að reyna að láta drauma sína rætast. Það eru bara örfáir í heiminum sem fá alvöru tækifæri til þess. Við vitum að þó að við höfum þurft að fórna ýmsu til að komast hingað þá sé það og verði á endanum þess virði. Ég veit að ef við hefðum ekki ákveðið að gefa þessu allt sem við eigum gæti ég ekki litið til baka eftir 20 ár og hugsað „hvað ef“. Ég myndi alltaf líta til baka með eftirsjá.“ Eigið þið kærasta? Steinunn: „Nei, við erum allar á lausu í fyrsta sinn síðan við byrjuð- um í Nylon 2004 og við höfum í raun engan tíma fyrir samband eins og staðan er í dag.“ Eruð þið eitthvað að „deita“? Steinunn: „Maður leyfir sér að skoða aðeins í kringum sig hérna. Allt öðru- vísi „deit“-menning, hægt að fara út að borða með einhverjum án þess að það þýði neitt og maður hittir viðkomandi aldrei aftur. Samt lang- skemmtilegast bara að hafa gaman í góðra vina hópi, maður hefur engan tíma í eitthvað tilfinningavesen.“ Hvernig strákum hrífist þið af? Steinunn: „Sjálfsöruggum húmorist- um sem vita hvað þeir vilja í lífinu og þora að taka áhættu.“ Klara: „Hæfileikum og sjálfsöryggi! Það er bara eitthvað svo fáránlega sexí að vera ógeðslega góður í ein- hverju sem enginn annar er!“ Alma: „Já, það er engin ein steríó- týpa sem ég hrífst af. Það er yfirleitt bara einhver sjarmi, hæfileiki, drif- kraftur og húmor sem hrífur mig.“ Hvernig strákum hrífist þig ekki af? Steinunn: „Mönnum sem bera ekki virðingu fyrir konum!“ Alma: „Það er fátt verra en óöruggir karlmenn sem reyna að upphefja sig á kostnað annarra.“ Klara: „Já, það er eiginleg ekkert verra en tilgerð og taktleysi.“ Hvernig líst ykkur á ameríska stráka? Steinunn: „Ég er ánægð með am- erísku herramennina. Þeir eiga það til að vera svolítið yfirborðskenndir en það eru nokkrir góðir þarna inni á milli.“ Á hvaða aldri eru aðdáendur ykkar? Alma: „Við höfum spilað á nokkr um af stærstu og vinsælustu skemmti- stöðunum í Hollywood, eins og Ava- lon, Supper Club og Colony. Það er fólk a aldrinum 21–40 ára sem sæk- ir þessa staði og það er aldurshópur- inn sem tónlistin okkar er miðuð að og yngra.“ Tókuð þið meðvitaða ákvörðun um að gefa saklausu stelpurnar upp á bátinn og auka á kynþokkann? Steinunn: „Þetta hefur allt ver- ið mjög eðlileg þróun frá því að við byrjuðum í Nylon 2004 og þangað til í dag. Við fórum frá því að vera ungar stelpur í að verða þroskaðar konur og meðfram því þróaðist bæði útlitið og tónlistin.“ Eruð þið með stílista? Alma: „Við stíliserum flest allt sjálf- ar. Við erum duglegar að finna ódýr föt, til dæmis á mörkuðum eða „vin- tage“-búðum, og breyta þeim og betrumbæta. Kvöldin fyrir gigg sitj- um við yfirleitt fram á nótt og erum að setja „studs“ á föt og sauma. Það er enginn sem segir okkur hverju við eigum að vera í, það er alltaf undir okkur komið. Þeir stílistar sem við vinnum með, til dæmis fyrir mynd- bönd eða tónleika, fara í „show- room“ eða búðir og finna föt fyrir það lúkk sem við ákveðum í samein- ingu. Það er alltaf gott að fá þannig aðstoð.“ Hvernig flokkið þið tónlist ykkar? Steinunn og Alma: „Dance elect- ropop! Í nýjustu lögunum okkar sem við höfum verið að vinna í síðustu mánuði eru líka smá hip-hop áhrif á köflum.“ Klara: „Við hlökkum til að leyfa fólki að heyra nýja efnið! Það kemur út í sumar. Lifið þið á þessu? Alma: „Þetta er full vinna, en við gerum ýmis verkefni meðfram til að eiga í okkur og á, svo sem að syngja „demo“ og semja fyrir aðra.“ Er þetta mikið hark? Steinunn: „Þetta er bara endalaust mikið hark!“ Hversu mikil er samkeppnin? Alma: „Já, það er sjúklega mik- il samkeppni í þessum bransa og það eru svo margir akkúrat hérna í Hollywood að fást við það sama. Við höfum hitt marga tónlistarmenn í svipuðum sporum og við erum í. Við erum búnar að lenda í misheiðar- legu fólki og höfum þurft að koma okkur út úr óþægilegum aðstæð- um, samningum og samstarfi sem gekk ekki upp. En við lærðum þvílíkt mikið af því og erum að vinna með frábæru fólki í dag. Það hafa flestir þekktir tónlistarmenn í dag gengið í gegnum svipað ferli.“ Eruð þið alltaf jafn góðar vinkonur? Steinunn: „Ég get með sanni sagt að við erum mun betri vinkonur í dag. Við erum eins og gott vín, verðum bara betri og betri með aldrinum.“ Klara: „Mér finnst við frekar eins og ostur. Tíminn gerir okkur bara sterk- ari og harðari.“ Eigið þið samleið með vinum ykkar á Íslandi sem eru komnir með fjöl- skyldu og börn? Steinunn: „Samleið og ekki samleið með barnafjölskyldunum, þetta er öðruvísi líf sem við kusum að lifa og í staðinn njótum við þess að sjá fjöl- skyldur vina okkar dafna.“ Klara: „Það er skrítið að fylgjast með æskuvinkonum sínum verða mæður og eiginkonur og vera sjálfur bara í Hollywood, lengst í burtu. Mér þyk- ir sárt að missa af brúðkaupi tveggja æskuvina minna í þessum mánuði til dæmis. En það er samt sem áður dásamlegt að vita að vinkonur mín- ar séu líka að fá sína drauma upp- fyllta, þó að þeir séu ekki þeir sömu og mínir.“ Hvað finnst fjölskyldum ykkar um þetta ævintýri? Alma: „Við erum rosalega heppnar að eiga góða að og fjölskyldur okkar styðja 100 prósent við bakið á okkur.“ Klara: „Við værum ekki hérna nema fyrir þau! Það er ómetanlegt að eiga svona dásamlegt fólk á bak við sig. Við komum allar frá nánum og heil- um fjölskyldum sem hafa alla tíð hvatt okkur áfram.“ Steinunn: „Fjölskyldurnar okkar eru og hafa alltaf verið okkar helstu og bestu aðdáendur frá upphafi og eru með okkur í öllum ósigrum og sigr- um.“ Er mikið djammað? „Við höfum gaman af því að fara út því að skemmtanalífið hérna er svo margbreytilegt og er líka partur af því mynda sambönd við fólk í tón- listarbransanum. Hérna er hægt að Íslensku stelpurnar í The Charlies búa og starfa í Los Angeles þar sem þær vinna hörðum höndum að því að slá í gegn. Klara Ósk Elíasdóttir, Alma Guð- mundsdóttir og Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir eru fullvissar um að þeim takist ætlunarverk sitt og segjast ekki ætla að gefast upp fyrr en þær hafa öðlast frægð og frama. Stelpurnar eru í fyrsta skiptið allar á lausu en þær fórnuðu meðal annars samböndum sínum við kærastana á Íslandi til að láta reyna á drauminn um að slá í gegn. Þær segja breytt og ögrandi útlit hluta af eðlilegum þroska. „Það er bara eitt- hvað svo fáran- lega sexí að vera ógeðs- lega góður í einhverju sem enginn annar er! Fórna öllu Fyrir Frægðina Bestu vinkonur Stelpurnar hafa unnið saman síðan þær byrjuðu með Nylon árið 2004. Þær eru sammála um að þær séu enn nánari í dag en þá. 36 Viðtal 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.