Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 38
I ngibjörg Halla er fædd og upp­ alin í Hafnarfirði. „Það er svo eftir­ minnilegt hvað allir krakkarnir voru duglegir að leika sér saman og það var svo mikil vinátta á milli okkar þó svo að við þekkjumst ekki í dag,“ segir Ingibjörg. „Ég fór í alla skólana í Hafnar firði þegar ég var í grunnskóla, Lækjar­ skóla, Öldutúnsskóla og Víðistaða­ skóla. Það var ekki af því að ég væri alltaf að flytja, heldur fór það eftir geð­ þótta bæjaryfirvalda hvaða skóli til­ heyrði hvaða bæjarhluta. Eftir grunn­ skólann byrjaði ég í Flensborg en hætti svo og fór í barnastúss.“ Ingibjörg flutti svo til Færeyja 23 ára að aldri. „Það var alveg voðalega gaman, alveg yndislegt! Foreldrar mínir eru færeyskir og þetta var bara eins og að koma á heimaslóðir fyrir mig. Við bjuggum í Færeyjum í fjög­ ur ár og ég átti auðvelt með að að­ lagast þessu en strákurinn minn sem var sjö ára á þessum tíma átti aðeins erfiðara með að aðlagast þessu því hann þurfti að læra bæði dönsku og færeysku í skólanum. Færeyska og ís­ lenska eru í raun mjög lík tungumál, ef maður talar íslensku hægt og rólega fyrir Færeying þá skilur hann alveg hvað maður er að segja. Menningin á Íslandi er mikið framar og færeysk menning er alltaf aðeins á eftir.“ Þegar Ingibjörg kom heim aftur fór hún að vinna á leikskóla og hefur unnið alls kyns störf eftir það. „Ég vann í verslun í nokkur ár, í Öskju­ hlíðarskóla, og í dag vinn ég á tann­ læknastofu svo ég hef gert sitt lítið af hverju.“ Í sumar ætlar Ingibjörg á ættar­ mót. „Þetta verður lítið mót með systkinum mínum og afkomendum okkar í Hvalfirði.“ Ingibjörg Halla ætlar ekki að halda stóra veislu í tilefni afmælisins heldur hafa smá kaffiboð fyrir fjölskylduna. 38 6.–8. júlí 2012 Helgarblað Stórafmæli Ingibjörg Halla Guttesen Fríðudóttir 50 ára 7. júlí 72 ára 7. júlí Ringo Starr sem var trymbill einnar vinsælustu hljómsveitar allra tíma, Bítlanna. 14 ára 8. júlí Jaden Smith, sonur Will Smith sem lék með honum í myndinni Pursuit of Happyness. 66 ára 6. júlí Hinn ógleymanlega svali Sylvester Stallone sem lék í mörgum Rocky- og Rambo-myndum. Ingibjörg Halla Ætlar að vera í rólegheitum á afmælinu. Fór í alla skóla í Hafnarfirði Fjölskylda Ingibjargar Foreldrar: n Fríða Hjálmarsdóttir f. 1.11. 1927 – d. 1.7. 1998 n Elías Ívarsson f. 19.2. 1921 – d. 2.12. 2005 Systkin: n Elín Elíasdóttir f. 29.12. 1949 n Ívar Hjálmar Elíasson f. 28.2. 1951 n Elsebeth Elena Elíasdóttir f. 4.9. 1953 n Bjarni Ómar Zachariasen Elíasson f. 15.10. 1956 n Guðlaug Elíasdóttir f. 29.1. 1955 n Linda Elíasdóttir f. 17.9. 1958 n Eva Elíasdóttir f. 10.3. 1960 n Sveinn Elíasson f. 28.8. 1972 n Elías Rúnar Elíasson f. 16.6. 1977 Börn: n Jóhannes Haukur Jóhannesson f. 26.2. 1980 n Daniel Willemoes Olsen f. 26.5. 1990 Merkis- atburðir 6. júlí 1189 - Ríkharður ljónshjarta var krýnd- ur konungur Englands. 1859 - Queensland varð sjálfstæð ný- lenda Breta í Ástralíu. 1946 - Íslendingar tóku við Reykjavíkurflug- velli af Bretum við hátíðlega athöfn. 1958 - Eyjólfur Jónsson synti frá Reykja- vík til Akraness, en það er 22 kílómetra leið. Sundið tók rúmlega 13 klukkustundir. 1964 - Malaví hlaut sjálfstæði frá Bretlandi. 7. júlí 1211 - Suðurlandsskjálfti, margir bæir hrundu og 18 manns fórust. 1456 - Dómstóll skipaður af Kalixtusi III páfa felldi dóminn yfir Jóhönnu af Örk úr gildi og lýsti hana saklausa. 1637 - Hornsteinn var lagður að Sívalaturni í Kaupmannahöfn. 1874 - Á Akureyri var vígður Gudmannsspít- ali, sem var til húsa í Aðalstræti 14, en það er elsta tvílyfta íbúðarhús á Íslandi, reist 1836. 1915 - Konur fögnuðu nýfengnum kosninga- rétti sínum með hátíðarfundi á Austurvelli. Sama dag stofnuðu þær Landspítalasjóð Íslands. 1941 - Bandaríkjaher kom til landsins og tók við vörnum þess af Bretum. Síðustu bresku hermennirnir fóru héðan í apríl 1947. 1978 - Salómonseyjar fengu sjálfstæði frá Bretlandi. 2005 - Fjórar sjálfsmorðssprengjuárás- ir urðu 56 manns að bana í London. 8. júlí 1362 - Grundarbardagi á Grund í Eyjafirði, en þar fóru Eyfirðingarað Smiði Andréssyni hirð- stjóra og mönnum hans og drápu þá. 1853 - Koma Matthew C. Perry og svörtu skipanna til Japans. 1903 - Upphaf síldarsöltunar á Siglufirði. Síldarævintýrið sem þarna hófst stóð í 65 ár. 1922 - Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna og tók hún sæti á Al- þingi 15. febrúar 1923. 1951 - Tveir íþróttamenn slösuðust mikið og aðrir tveir biðu bana í Óshlíð á milli Bol- ungarvíkur og Ísafjarðar er bjarg lenti á 30 manna rútu sem þeir voru í. n Skemmtun fyrir skapandi krakka K rökkum finnst flestum gam­ an að föndra og fá að nota sköpunargáfu sína. Það er skemmtilegt í afmælum, sér­ staklega þegar ekki er sól og blíða á afmælisdaginn, að fá að búa til sinn eigin partíhatt. Það er að sjálf­ sögðu best að vera búin að undirbúa þetta áður en afmælið byrjar og hafa allt tilbúið fyrir hvern og einn. Það sem þarf í þetta er eftirfarandi: n Skapalón að hatti en þau er auðvelt að finna á internetinu og prenta út n Skæri n Lím n Karton í alls kyns litum n Glimmer og alls kyns skraut n Gatari n Fíngerð teygja Krakkarnir fá svo að velja sér karton og setjast við borð. Svo geta þau skreytt sinn hatt alveg eins og þau vilja og nota þá liti sem þau vilja og það er al­ veg öruggt að hver hattur verður mjög persónulegur. Svo taka allir sinn hatt með heim og þetta er eitthvað sem gaman er að eiga seinna meir. Afmælispartíhattur Fyrir alllöngu síðan fæddist fögur snót fyrir Vestan og froskur í Vestmannaeyjum. Lengi vel lifðu þau aðskildu lífi, fjölguðu sér með eindæmum, komu sínum afkomendum á legg og brölluðu eitt og annað. Leiðir þeirra lágu loks saman, rugluðu þau saman reitum sínum, froskurinn breyttist í timburmann og snótin varð hans handlangari. Fyrir tíu árum í Húsdýragarði játaðist snótin froski og settust þau svo að í fögrum firði fyrir Vestan. Fer ekki sögunum af þeim meir... Senn munu þau fagna sínu hálfrar aldarafmælinu hvor og tugi til í brúðkaupsafmæli á Eyjunni fögru. Þess er vænst að froskurinn breytist í prins við þessi tímamót! Heillaóskir eða samúðarkveðjur eru þegnar með þökkum í formi sms skilaboða í tíma og ótíma í síma: 897 9657 og 867 7942 Laufasjöurnar 110 ára afmæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.