Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Page 43
Þórhallur Gunnarsson
„Flinkur sjónvarpsmaður. Hefur sýnt fjöl-
hæfni sína og vönduð vinnubrögð hvort held-
ur í hvassri þjóðmálaumræðu í Kastljósi,
persónulegum viðtölum í Návígi eða menn-
ingarumfjöllun i Djöflaeyjunni. Kamelljón
sjónvarpsins!“
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
„Skýrmælt, tilgerðarlaus, getur nánast sett sig
í hvaða mál sem er og hefur þann mikilvæga
eiginleika sem fleiri mættu hafa, að sýna ekki
svipbrigði; hvort hún er sammála eða ósam-
mála viðmælanda sínum.“
Friðrika Geirsdóttir
„Rikka er fremst, flottust. Eðlileg fyrir framan
myndavélarnar, aldrei vandræðaleg. Hress án
þess að verða nokkurn tímann tilgerðarleg.“
Inga Lind Karlsdóttir.
„Á að vera miklu meira á sjónvarpsskjám
landsmanna. Sást vel í þessum þáttum henn-
ar „Stóra þjóðin“ að hún nálgast viðfangsefnið
alltaf af áhuga og álúð en um leið er hún laus
við allan tepruskap og leikræna tilburði.“
Sveppi
„Fyndinn frá hjartanu. Laus við tilgerð og
skemmtilega afslappaður og frjálslegur. Kján-
inn á skjánum án þess að skapa kjánahroll
hjá áhorfandanum. Hann er ekta og krúttið á
skjánum.“
Sölvi Tryggvason
„Flottur og viðkunnanlegur. Kemur vel fyrir.
Hefur skilað af sér vönduðu og skemmtilegu
efni í gegnum tíðina.“
Lillý Valgerður Pétursdóttir
„Skelegg og hispurslaus, þó róleg og setur fréttir
fram af stóískri ró og áreiðanleika þó svo að hún
ráðist oft á garðinn þar sem hann er lægstur.“
Brynja Þorgeirsdóttir
„Einlægni Brynju hefur orðið til þess að fjöl-
margir sem ekki hafa þorað að tjá sig fá rödd
með aðstoð hennar. Fordómalaus og hittir
gjarnan fólk sem talið er „skrýtið“ og minnir
okkur á að öll erum við af sama kyninu: Mann-
kyninu.“
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir
„Heillandi ung kona. Meðvituð um samfélagið
og umheiminn! Maður finnur að hún á mikið
inni og á eftir að koma enn sterkari inn þegar
árin líða.“
Sigríður Halldórsdóttir
„Um leið og ég sé Sigríði á skjánum langar mig
út í sveit og njóta landsins. Mikið náttúrubarn
og nær að draga náttúrubarnið fram í áhorf-
andanum. Nær að gera ótrúlegustu staði og
manneskjur áhugaverðar!“
Hjörvar Hafliðason
„Ber virðingu fyrir mönnum sem mæta með
bindi í spjallþátt um fótbolta. Wikipedia Ís-
lands um boltann. Hefur aukið húmorinn fyr-
ir sjálfum sér. Við það fór hann á næsta plan.“
Steindi JR
„Kemur sífellt á óvart. Jarðbundinn, þrátt fyr-
ir frægðina og það gerir hann svo sannan í því
sem hann gerir.“
Haukur Harðarson
„Hefur útgeislun á við nokkrar sólir. Lætur fólk
sem hefur engan áhuga á íþróttum (mig) horfa
á íþróttafréttir af mikilli athygli.“
ÁLITSGJAFAR:
Anna Kristine Magnúsdóttir, fjölmiðlakona
Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður
Erla Tryggvadóttir, útvarpskona
Gerður Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, blaðamaður
Hannes Heimir Friðbjarnarson, tónlistarmaður
Ívar Guðmundsson, útvarpsmaður
Íris Kristinsdóttir, söng- og leikkona
Kári Steinn Karlsson, ólympíufari
Malín Brand, fjölmiðlakona
Sigríður Elín Ásmundsdóttir, ritstjóri
Tinna Hrafnsdóttir, leikkona
Viðar Eggertsson, leikhúsmaður
F
yrsta skáldsaga Unn-
ar Birnu Karlsdóttur
sagnfræðings, Það
kemur alltaf nýr dag-
ur, er vel heppnuð
frumraun. Bókin er rúmar
200 síður, aðgengileg, öguð
og sagan flæðir vel áfram.
Frásögnin er tveggja, þriggja
tíma lesning; áreynslulítil,
fyrirsjáanleg og fremur hefð-
bundin hvað varðar stíl, upp-
byggingu og sögusvið.
Hér er ekki róið á ný mið,
ekki brotið blað, lesandinn er
ekki hristur til, honum kom-
ið mikið á óvart. Bókin myndi
seint teljast frumleg og stíllinn
er ekki þannig að höfundur-
inn og lesandinn takist á flug
þó bókin sé vissulega vel skrif-
uð og hnökralítil. Gæsahúðin
eða hughrifin sem þessi les-
andi vill hvað helst sjá í skáld-
skap, frábærum skáldskap –
,,bjóddu þreyttum væra kofa,
undir gömlu grettistaki gott
mun líka vera að sofa“ – kem-
ur aldrei. En þetta er samt fínt,
mjög fínt hjá Unni og henni
tekst það sem hún ætlar sér. Ef
allar fyrstu skáldsögur rithöf-
unda væru nú svona fínar, þó
sjálfa galdrana vanti vissulega.
Ása er nýfráskilin 42 ára ís-
lensk kona sem flytur aftur til
Íslands í sína heimasveit eftir
margra ára dvöl í Bandaríkj-
unum. Ástæða Íslandsferðar-
innar er andlát föður hennar.
Hún missir því bæði eigin-
mann sinn og föður á sama
tíma, snýr til Íslands til að
sleikja sárin, taka til í sjálfri
sér, spá í fortíðina og huga að
næsta leik í lífinu. Hún var
gift bandarískum manni af
auðmannaættum og situr á
digrum sjóðum eftir skiln-
að þeirra í kjölfar tveggja ára
framhjáhalds hans með af-
greiðslustúlku á Starbucks
sem er 20 árum yngri en hún.
Skilnaðurinn er reiðarslag
fyrir Ásu, hún elskaði mann-
inn sinn eftir treglega byrjun
og gat honum tvö börn sem
nálgast fullorðinsaldur. Hún
hafði stungið af frá Íslandi á
unga aldri eftir að hafa sinn-
ast við föður sinn sem beitti
börn sín harðræði. Í Banda-
ríkjunum hitti hún tilvonandi
eiginmann sinn, þau eignuð-
ust börn, hún menntaði sig,
starfaði í fjármálafyrirtæki og
græddi vel á sýsli með pen-
inga. Efnahagshrunið árið
2008 er nýlega afstaðið; góða
fjárhagslega stöðu Ásu má
meðal annars rekja til þess að
hún losaði hlutabréfastöð-
ur sínar fyrir haustið 2008.
Samlíf Ásu og manns var rík-
mannlegt en firrt og að því er
virtist innihaldsrýrt.
Í yfirferð Ásu yfir fortíð
sína, uppvaxtarár sín hjá föð-
ur sínum og árin með banda-
ríska eiginmanninum, teikn-
ast smám saman upp mynd af
henni og stöðu hennar. Móðir
hennar hvarf af æskuheim-
ilinu af óljósum orsökum,
harðræði föður hennar gagn-
vart Ásu, eldri systur hennar
og yngri bróður hófst í kjöl-
farið og hann hætti að brosa,
slá á létta strengi, hvarf inn
í sjálfan sig. Lýsingar Unn-
ar á sveitaeymdinni, hark-
inu og ljótleikanum í upp-
vexti hennar og ofbeldi föður
hennar minnti á stundum á
þyngslin í Landi og sonum
eftir Indriða G. Þorsteinsson
eða eymdina í Óðali feðranna
eftir Hrafn Gunnlaugsson
– tannlítill karakter Sveins
M. Eiðssonar að nauðga
þroskaheftri stúlku undir
súð í þunglyndislegri sveit.
Börnin vakna við það eina
nóttina að draugfullur félagi
föður þeirra gerir sig líklegan
til að misbjóða elstu systur-
inni eftir hestaferð. Við erum
óravegu frá allri sveitaróm-
antík þegar landsbyggðarlíf-
ið átti að vera dans á rósum
í grænum dal. Samanburð-
urinn á milli ömurleikans í
uppvexti Ásu og þess lúxuslífs
sem hún átti eftir að kynnast
síðar í Bandaríkjunum er æp-
andi; líf hennar í sveitinni svo
raunverulegt og hart á með-
an tilveran í Bandaríkjunum
var glyskennd og hol. Nú er
hún komin aftur heim eftir
skilnaðinn. Sögusvið bókar-
innar eru þessar krossgötur
Ásu: Bak við hana býr æsku-
harmleikurinn sem og áfallið
í Bandaríkjunum.
Unnur Birna gerir ágæt-
lega að segja ekki of mikið í
lýsingum sínum á persónun-
um í sögunni. Viss hætta er á
því að ofteikna karakterana í
skáldsögum þannig að mynd-
irnar af þeim séu of fullskap-
aðar og hætta því að vera
spennandi. Mér fannst Unni
yfirleitt takast ágætlega að
feta þennan stíg á milli þess
að segja of lítið og segja of
mikið um sögupersónurnar.
Foreldrar Ásu eru til dæmis
nokkuð áhugaverðar persón-
ur og lesandinn fær aldrei
að vita nákvæmlega hvað
gerðist á milli þeirra sem
eyðilagði samband þeirra.
Hvert fór mamma hennar
þegar hún flutti að heiman,
fór hún til ættingja sinna, á
geðveikrahæli eða annað?
Persónurnar sem Ása skilur
eftir sig í Bandaríkjunum eru
götóttari, kannski of glopp-
óttar til að þær verði nokkurn
tíma spennandi karakterar.
Í fortíð Ásu er harmsaga
sem nær aldrei að verða eins
áhrifarík og lesandinn telur í
vegferðinni að sögulokunum.
Hápunktur frásagnarinnar
kemur aldrei. Vandamál bók-
arinnar er meðal annars það
að þó hún lýsi harmrænum
hlutum, sögu mannlegrar sál-
ar í erfiðleikum, þá nær bókin
því sjaldnast að verða tilfinn-
ingaleg eða mjög innileg –
sannfærandi. Til þess er frá-
sögnin, og stíllinn líklega of
kaldur. Þar af leiðandi á les-
andinn í erfiðleikum með að
finna til með sögupersónun-
um og setja sig í spor þeirra.
Höfundurinn lokar bók-
inni snyrtilega, eftir vel hugs-
aða en heldur átakalitla upp-
byggingu sem aldrei verður
leiftrandi. Að lestri loknum
stendur því miður ekki mjög
margt eftir, hvorki margar
spurningar né svör eða eft-
irminnilegar setningar, þó
bókin sé alltaf læsileg og les-
andinn hafi ekki minnsta
áhuga á að leggja söguna frá
sér. Þetta er lokuð bók í þeim
skilningi að hún er nákvæm-
lega það sem hún er, ekk-
ert meira eða minna. Fyrir-
heitið í bókinni um það sem
koma skal heldur honum við
efnið, sem er vel gert hjá Ásu.
Unnur Birna kann að búa
til sögusvið, skapa persónur
og viðhalda áhuga lesand-
ans – það er nú ekkert lítið
afrek í sjálfu sér. Bókin er vel
hugsað, traust og markvisst
fyrsta skref í rithöfundarbraut
hennar. Nú er sjá hvað Unn-
ur kemur með næst, sem við
skulum aldeilis vona að hún
geri miðað við þessa snyrti-
legu frumraun.
ingi@dv.is
Menning 43Helgarblað 6.–8. júlí 2012
„Ég get ekki gert upp á milli Baldurs með Skálmöld
eða Child in Time með Deep Purple.
– Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Séð og heyrt.
Uppáhaldsvínylplatan mín?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Bækur
Það kemur
alltaf nýr dagur
Höfundur: Unnur Birna Karlsdóttir.
Útgefandi: Bjartur.
209 blaðsíður
Snyrtileg
frumraun
Fyrsta skáldsaga Unnar Vel heppnuð frumraun.
Ákveðinn, öruggur og skondinn
n Sigmar Guðmundsson er besti sjónvarpsmaður landsins ef marka má álitsgjafa DV
„Óhætt er að hvetja menn til að
gera sér ferð á Snæfellsnesið“
„Hressandi
Ábyrgðarkver“
Trúðleikur
Hallgrímur Helgason
Ábyrgðarkver
Gunnlaugur Jónsson