Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Side 44
44 Úttekt 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
Kommentafíkill
Nafn: Ragnar Þórisson
Búseta: „Bý í Bandaríkjunum. Nánar tiltekið í Kaliforníu.“
Fjölskylda: „Giftur maður í Kaliforníu með hund. Svo á ég þrjár dætur.“
Hvers vegna tekur þú þátt í umræðum í kommentakerfinu: „Ég hef nú verið að
velta þessari spurningu fyrir mér sjálfur. Þetta er eiginlega bara fíkn. Ég hef þurft að
taka mér tak en þetta togar alltaf aftur í mann. Ég geri mér nú ekki miklar vonir um
að breyta einhverju – en mann langar til að vera með í umræðunni. Hins vegar held
ég að athugasemdadálkarnir geti haft einhver áhrif á pólitíkina – þetta er lýðræðið.“
Hvernig hefur fjölskyldan tekið í þessi athugasemdaskrif þín? „Maður gerir
ættingja og vini alveg brjálaða á því að vera alltaf að tjá sig þarna.“
Hvað eyðir þú löngum tíma á dag í að kommenta? „Svona um það bil klukku
tíma.“
Hvar stendur þú í pólitík? „Sjálfstæðismaður.“
Kommentar á morgn-
ana og á kvöldin
Nafn: Ragnhildur Kolka
Búseta: „101 Reykjavík.“
Hjúskaparstaða: „Fráskilin og bý ein.“
Hvers vegna tekur þú þátt í umræðum í athugasemdakerfinu? „Ég geri þetta
bara mér til gamans. Ég er bara að skemmta mér. Mér finnst sjálfsagt að gera
athugasemdir þegar ég er annaðhvort sátt eða ósátt við ákveðin mál en stundum er
það bara orðalagið sem ég geri athugasemdir við.“
Hvað eyðir þú miklum tíma á dag í kommentaskrif? „Ég veit það ekki, ég geri
þetta bara alltaf á morgnana og stundum á kvöldin. Ég renni bara yfir síðurnar og
stundum kommenta ég og stundum ekki.“
Hvar stendur þú í pólitík? „Ég held að það sjái það allir sem lesa kommentin mín;
hægri sinnuð. Kýs Sjálfstæðisflokkinn.“
Anarkisti sem vill hafa áhrif
Nafn: Eva Hauksdóttir
Búseta: „Glasgow.“
Hjúskaparstaða: „Í sambúð með Einari Steingrímssyni.“
Hvers vegna tekur þú þátt í umræðum í athugasemdakerfinu?
„Athugasemdakerfið er ágætur vettvangur að því leyti að þar er alls konar fólk
með alls konar viðhorf. Þarna nær maður til fólks úr öllum þjóðfélagshópum. Í
athugasemdakerfinu getur maður haft áhrif á það, hvernig fólk skoðar hlutina.“
Hvað finnst þér um umræðuna sem þarna fer fram? Auðvitað er eitthvað
að umræðunni. Það er eitthvað að fólki og þá er líka eitthvað að umræðunni.
En þó að umræðan sé ekki nákvæmlega eins og ég vil hafa hana, þá þýðir
það ekki að hún eigi ekki rétt á sér. Það er alltaf einn og einn sem er ósmekk
legur og dónalegur. Ég held að meiri umræða sé alltaf betri en minni. Ég vil
frekar taka þá áhættu að einhverjir óvandaðir aðilar hafi sig í frammi heldur
en að skrúfað sé fyrir umræðu.“
Eyðir þú miklum tíma í athugasemdaskrif? „Það er erfitt að segja. Ég skrifa
blogg og kommenta á blogg hjá öðrum. Ég get ekki alveg greint í sundur hvað
er hvað. Ef ég á að slumpa þá eyði ég að jafnaði tveimur klukkustundum á dag í
samfélagsumræðu; bæði á bloggsíðum og í athugasemdakerfum netmiðlanna.
Þetta er náttúrulega áhugamál hjá mér.“
Áttu þér eitthvað uppáhaldskomment? „Nei. Ég er búin að
skrifa svo mikið – það erfitt að greina þetta í sundur með
þessum hætti.“
Er hægt að breyta samfélaginu með
athugasemdaskrifum? „Ég held ekki að ein
athugasemd breyti neinu. En eftir því sem fleiri
raddir viðra fleiri sjónarmið; því dýpri verður
umræðan. Ég væri ekki í þessu nema ég héldi
að ég gæti haft einhver áhrif á umræðuna.
Ég finn að ég verð fyrir áhrifum sjálf.
Athugasemdir sem ég les við fréttir fá mig oft
til að hugsa hlutina út frá fleiri sjónarmiðum.
Ætli ég geti ekki fengið aðra til umhugsunar
á sama hátt.“
Hvar stendur þú í pólitík? „Ég get helst
flokkað mig sem anarkista. Ég hef líka
viðrað hugmyndir um að flokkakerfið
sé ónýtt og forsetaembættið óþarft.“
Athugasemdakerfið er
tákn tjáningarfrelsisins
Nafn: Ragnar Halldórsson
Búseta: „Bý í Kaupmannahöfn en hef
aðsetur víðs vegar um Evrópu.“
Starf: „Það hentar mér mjög vel að
vera svolítið svona dularfullt eintak.
Ég starfa á eigin vegum við meðal
annars ráðgjöf. Þessa ráðgjöf veiti ég
opinberum stofnunum, hjálparsam
tökum og fyrirtækjum – ýmist gegn
greiðslu eða frítt.“
Hvað eyðir þú löngum tíma á dag
í kommentaskrif? „Þegar ég er
hvað virkastur eyði ég frá þremur
klukkustundum og allt upp í fimm
klukkustundir í slík skrif.“
Hvers vegna tekur þú svona
virkan þátt? „Ég er í eðli mínu
brautryðjandi. Við lifum á tímum
byltingar; samskiptabyltingar
sem birtist okkur einna helst í
formi athugasemdakerfisins. Ég
vil standa í fremstu víglínu þeirrar
byltingar og breyta þannig samfél
aginu til batnaðar. Athugasemda
kerfið er miklu forvitnilegra, miklu
áhugaverðara og í því felst miklu
meiri innsýn inn í þjóðfélagið og
mannlegt eðli; eðli Íslendinga, heldur en fólk vill láta í veðri vaka. Það eru miklu fleiri perlur
en skítur í athugasemdakerfinu. Athugasemdakerfið er tákn tjáningarfrelsisins.“
Kommentakóngar
og drottningar
Tilkoma athugasemdakerfa netmiðlanna hefur valdið straumhvörfum í umræð-
um á Íslandi. Úr jarðvegi þessa nýja vettvangs hefur sprottið nýr þjóðfélagshópur;
kommentarar. Kommentarar hafa á undanförnum mánuðum rutt sér æ meira
til rúms í hinni opinberu umræðu. Skrif þeirra hafa ekki síst vakið athygli fyrir þær
sakir að á þessum athugasemdavettvangi koma saman aðilar úr öllum stéttum,
af báðum kynjum og hafa ólíkan bakgrunn – allt litróf mannlífsins. En hvaðan
kom þetta fólk? Hvert er það að fara? Og síðast en ekki síst; hvað er það?
Umsjón: Baldur Eiríksson, baldure@dv.is