Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 46
46 Lífsstíll 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
Vín geymist
best úti á sjó
Franskir vínsérfræðingar halda því
fram að vín geymist best úti á sjó.
Sérfræðingarnir ákváðu að kanna
málið þar sem fréttir af vínum sem
seljast dýrum dómi eftir að hafa
fundist í skipsflökum vöktu athygli
þeirra. Samkvæmt The Daily
Mail geymdu þeir tvær tunn-
ur af Bordeaux 2009 í vínkjallara
fransks sveitaseturs og aðrar tvær
lengst úti í Atlantshafi. Eftir sex
mánuði rannsökuðu og smökk-
uðu þeir vínið. Í ljós kom að vínið
sem hafði verið geymt úti á hafi
hafði breyst vegna osmósuáhrifa,
áfengismagnið hafði minnkað
og natríummagn aukist. „Það var
mun betra á bragðið,“ sagði einn
vínsérfræðinganna og bætti við að
Rómverjar til forna hefðu notað
saltvatn út í vín sitt.
Bólusetning
gegn reykingum
Ný rannsókn hefur aukið vonir
manna á að hægt verði að bólu-
setja fólk fyrir nikótínfíkn með
einni sprautu. Vísindamenn
við Cornell-háskólann spraut-
uðu bólusetningarlyfinu í mýs og
komust að því að 80 prósent þeirra
músa sem voru bólusettar urðu
ekki háðar nikótíni. Þetta kemur
fram í Wall Street Journal. Frekari
rannsóknir eru nauðsynlegar áður
en hægt verður að prófa efnið á
mönnum. „Þetta virðist ætla að
ganga,“ sagði einn af aðstandend-
um rannsóknarinnar. „Við munum
ekki fá að vita það fyrir víst fyrr en
við prófum á fólki.“
Hýðingar
hafa áhrif
Niðurstöður nýrrar rannsóknar
gefa til kynna að börn sem voru
hýdd í æsku geti átt erfiðara upp-
dráttar á fullorðinsárum. Í banda-
rískri rannsókn á 35.000 þúsund
einstaklingum kom í ljós að 2–7
prósent þeirra sem þjáðust af geð-
kvillum, eins og kvíða, eða áttu
við áfengisvandamál að stríða
höfðu verið beitt líkamlegu of-
beldi í refsingarskyni í æsku. Þetta
kemur fram í USA Today. Að sögn
vísindamanns sem kom að rann-
sókninni er aldrei í lagi að nota
líkamlegar refsingar á börn, sama
á hvaða aldri þau eru.
Hipsterinn í andaslitrunum
H
vað er að vera hipster? Hug-
takið hefur tröllriðið vest-
rænum heimi. DV skoðaði
þetta forvitnilega fyrirbæri
og komst að því að líklega er
hipsterinn í andaslitrunum.
Fatasmekkur
Fatasmekkurinn er jafnmikilvægur
tónlistarsmekk hipstersins. Þeir versla
í búðum sem selja notaðan fatn-
að. Nokkrar verslanir sérhæfa sig í að
framleiða fatnað sem fellur að smekk
hipstersins, svo sem American App-
arel, H&M, ASOS og Urban Outfitters.
Helsti einkennisklæðnaður, bæði
karl og kvenhipstera, eru þröngar
gallabuxur. Kvenhipsterinn gæti valið
þröngar gallabuxur með háu mitti eða
leggings.
Allir hipsterar elska sólgleraugu.
Buddy Holly-gleraugu, nördagleraugu
og Ray Ban Wayfarers. Liturinn í ár er
víst hvítur. Converse-skór eru alheims-
samþykktur staðalbúnaður hipstera.
Doc Martens-skór eru það líka en best
þykir hipsterum að finna flotta notaða
skó. Þá þykir hipsterum fínt að eiga
ferðatuðru, helst frá Freitag, sem rúmar
Macbook, Iphone og vinýl-plötur. (Ath
– aldrei geisladiska – það er svo 1999!)
Kúltíveraðir hipsterar með reynslu,
klæðast lagskiptum klæðnaði sem
passar ekki saman. Til dæmis í
smókingjakka og bol innan undir með
mynd af hasarhetjum. Kvenhipsterinn
klæðist blómakjólum eða skósíðum
kjólum með áberandi skarti. Yfir kjól-
ana klæðast þær stundum gallavest-
um. Pelsinn er öllum kvenhipsterum
ómissandi yfir veturinn.
Umhirðing líkamans
Margir hipsterar safna skeggi. Mikill
skeggvöxtur er prýði hvers hipsters.
Skeggvaxnir hipsterar eru kallað-
ir bangsahipsterar eða OH (Original
Hipster). Karlhipsterar eru gjarnan
með klippingu í anda stríðsáranna,
Erroll Flynn gæti verið fyrirmyndin.
Kvenhipsterar leita líka margir til
þessara ára en annars til sjötta ára-
tugar og hippatískunnar.
Kvenhipsterar raka ekki litla bikíní-
línu heldur safna í góðan brúsk. Þá
þykir fínt að vera ekki að hrófla við
öðrum líkamshárum. Förðun kven-
hipstersins er í lágmarki, húðin á að
vera föl og náttúruleg, maskarinn lítið
sem ekkert notaður og þá helst rauð-
ur varalitur og augnlínupenni til spari.
Sólarvörnin
er númer 50+
til að gæta
að húðlitn-
um (því sól-
brúnka er svo
1999!)
Lífsstíll
Hipsterar ferðast um á hjólum. Þeir
endurvinna ruslið sitt og eru meðvit-
aðir um framleiðsluhætti þess varn-
ings sem þeir kaupa inn. Krafa þeirra
um dýra merkjavöru, svo sem Apple
vörur, er í mótsögn við þann hreinlífa
lífsstíl en svo virðist sem hver hipst-
er verði að eiga allar helstu nýjungar
frá því fyrirtæki. Þessa dagana er
hipsterinn upptekinn af Apple sjón-
varpi og gif-snjallsímaforriti á Ipho-
ne-símann sinn.
Hipsterinn borðar líka eins og
heimsborgari. Þekkir rétti flestra þjóða
heims og borðar að sama skapi hollan
mat.
Morgunmatur hipstersins er bolli
af latté, grænn orkudrykkur sem er
kenndur við bombu eða hafragrautur
úr lífrænt ræktuðum tröllahöfrum
með goji-berjum stráðum ofan á.
Hipsterinn mætir ekki í líkams-
ræktarstöðvar, nema þá til að fara í
hot-jógatíma. Hann stundar útivist,
hjólreiðar, útihlaup og fjallgöngur.
Hipster/
hipsteretta –
átta atriði
1 Þú ert útskrifaður úr listnámi eða ert að stunda skapandi nám eða
félagsvísindi.
2 Þú notar oft hugtakið: Póst-módernískt (og segir jafnvel: Þetta
er pómó!).
3 Þú átt hliðartösku og Ray Ban Wayfarer-sólgleraugu.
4 Þú átt vin í Framsóknarflokknum og kynnir hann svona: „Þetta
er hann Jón vinur minn í Framsóknar-
flokknum.“
5 Þú drekkur rauðvín úr lífrænt ræktuðum vínberjaþrúgum.
6 Þú átt að minnsta kosti þrjá hluti úr Apple-fjölskyldunni.
7 Kolagrill er betra en gasgrill og vinyl-plötur betri en geisladiskar.
8 Þú horfir á heimildarmyndir á netinu og segir engum frá því að
þú halir þeim ólöglega niður. (Það er svo
2009).
Ekki hipster/
hipsteretta –
átta atriði
1 Þú átt kósí-galla sem þú klæðist sérstaklega til að borða kvöld-
matinn.
2 Þú keyrir rauðan sportbíl eða eyðslufrekan bíl.
3 Þú ferð í brasilískt vax og plokkar af þér sem flest líkamshár.
4 Þú berð á þig sólarolíu og nærð upp góðri sólbrúnku.
5 Þú lest skáldsögur með upp-hleyptu letri á bókarkápunni.
6 Þú lítur á heimsókn í stórmarkað eða IKEA sem tómstundaiðkun.
7 Þú drekkur Breezer á djamminu. Með röri.
8 Þú ert PC-maður og átt fatnað þar sem sú staðhæfing kemur skýrt
fram.
Skilgreiningar
OH/Original hipster
Hipster af eldri kynslóð
Pósthipster eða Pómóhipster
Hipster af yngstu kynslóð
Hipsteretta
Kvenkyns hipster
Bangsahipster
Hipster með myndarlegt skegg og
þéttan líkamsvöxt.
D.I.Y. Hipster
Hipsterar og hipsterettur sem prjóna
og smíða.
Hippahipster
Hipster sem leggur mikið upp úr siðgæði
og lífrænni framleiðslu.
Nostalgíu hipster
Hipster sem líkar við allt sem er svo
hrikalega slæmt að það fer hringinn og
verður frábært.
Uppahipster
Uppahipsterinn keyrir Prius bifreið og á
hálfrar milljóna króna safapressu.
Vínyll og vintage Hipsteretta hlustar á músík í dæmigerðri hipsteraíbúð. Vintage,
retrómunir og vínyll.
Bangsahipster
Skeggjaður hipster
á gangi.
American Apparel Hipsterar dá flott vörumerki eins og Amer-
ican Apparel.
„Þeir úreldast á
hverjum degi enda
elta þeir tískuna og það
sem er í tísku fer úr tísku
Ray Ban Wayfarers Eftir að þessi klassísku
gleraugu urðu staðalbúnaður hipstersins hefur
framleiðslan blómstrað og nú fást gleraugun í
mörgum útfærslum.
Vín og reiðhjól Hipsterar drekka
gott vín, helst lífrænt ræktað og
ferðast um á reiðhjólum.