Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 62

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 62
Létu prest hreinsa húsnæðið n Verða með opið hús um helgina V algeir Guðjónsson og eig­ inkona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, starfrækja menningarhúsið NemaFor­ um og hafa gert um árabil. Undan­ farin ár hafa þau verið staðsett í Hafnarhvoli en eru nú að flytja í glæsilegt húsnæði á fjórðu hæð við Lækjartorg en margir þekkja það húsnæði sem Gestastofu Tónlist­ arhúss sem starfrækt var sem út­ sýnishæð á meðan verið var að byggja Hörpu. Aðrir gætu þekkt þetta hús sem skemmtistaðinn SPOT. „Við ætlum að opna með málverkasýningu og hafa opið hús í nýja húsnæðinu um helgina, bæði á laugardag og sunnudag milli tvö og sex og allir eru hjartan­ lega velkomnir,“ segir Ásta í samtali við DV. Listamaðurinn sem málaði myndirnar heitir John Stephen­ son og er hann mikill vinur þeirra Valgeirs og Ástu, ásamt því að vera frændi Ástu. „Það hefur verið svo rosalega erfitt að vera með rekstur í þessu húsnæði og ég fann fyrir ákveðn­ um drunga hérna inni, því ég er svo næm á dökka anda og ég vildi bara losa okkur við þetta og fá birtu og blessun hingað inn. Þess vegna fengum við prest hingað til að blessa og hreinsa húsnæðið.“ 62 Fólk 6.–8. júlí 2012 Helgarblað Tók Þorvald að sér H ann vantaði heimili svo ég tók hann að mér,“ segir söngvarinn Valdimar Guð­ mundsson um félaga sinn Þorvald. „Hann er þriggja og hálfs árs gamall,“ bætir Valdimar við en Þorvaldur er enskur bolabítur og segir Valdimar að vel fari á með þeim félögum. „Ég hef alltaf ver­ ið svolítið hrifinn af þessari tegund þannig að þetta átti vel við.“ Þorvaldur er ekki algegnt nafn á hundi en Valdimar nefndi hann í höfuðið á fyrrverandi kennara sín­ um. „Ég nefndi hann í höfuðið á upp­ áhalds íslenskukennaranum mín­ um. Sem kenndi mér þegar ég var í Fjölbrautaskóla Suðurlands.“ Þó Valdimar og Þorvaldur séu góðir félagar þarf stundum að hafa fyrir þeim stutta. „Hann er smá frekja þannig að maður þarf að vera svolítið harður við hann stundum.“ Valdimar segist ekki hafa þurft að nota vekjaraklukku eftir að hann eignaðist Þorvald. „Honum finnst voða gaman að vekja mig á morgn­ ana. Þá stekkur hann upp í rúm og klórar og hnoðast í mér. Þá vill hann láta hleypa sér út og vælir í manni ef maður er ekki nógu fljótur á fæt­ ur. Það er ekki mikið um að maður fái að sofa út lengur,“ segir Valdi­ mar hlæjandi og bætir við: „En það er kannski ágætt líka, að vera með svona lifandi vekjaraklukku sem ríf­ ur mann fram úr.“ Valdimar er á meðal vinsælustu tónlistarmanna landsins og nóg er að gera í tónlistinni. „Við í hljóm­ sveitinni Valdimar erum að vinna að plötu og svo er maður sjálfur að spila hér og þar. Ég er spila töluvert á tónleikum með hljómsveitinni Eldar sem er svona hliðarverkefni sem ég er í.“ Valdimar segir væntan­ lega plötu Valdimars nokkuð vel á veg komna. „Það er stefnan að koma henni út í september eða október en þetta tekur allt sinn tíma. Við erum komnir með alla grunna en eigum eftir að bæta ofan á þá.“ Valdimar segir að efnið á plöt­ unni verði framhald af því sem var að finna á fyrstu plötunni, Undralandi, sem kom út árið 2010. „Það verður þó minna um popp og við erum að fara aðeins meira yfir í epíkina.“ asgeir@dv.is n Nefndur í höfuðið á íslenskukennara n Valdimar fær sjaldan að sofa út Bolabíturinn Þorvaldur Á það til að vera frekur ef Valdimar stendur ekki á sínu. Valdimar og Þorvaldur Eru góðir félagar en söngvarinn tók Þorvald að sér. Ásta, John og Valgeir NemaForum flytur í annað húsnæði. Sonur Sirrýjar Íslandsmeistari Sonur fjölmiðladrottningarinn­ ar Sirrýjar er mikill golfsnillingur. Haraldur Franklín er í Golfklúbbi Reykjavíkur og er hvorki meira né minna en nýbakaður Íslands­ meistari í holukeppni 2012. Sam­ kvæmt Facebook hefur Harald­ ur Franklín að auki skrifað undir samning við háskóla í Bandaríkj­ unum og ætlar því að keppa í golfi með Mississippi­liðinu frá og með haustinu. Eiga samtals sjö börn Uppistandarinn Alma Geirdal og unnusti hennar Þórarinn Þórar­ insson blaðamaður eiga miklu barnaláni að fagna, þrátt fyrir að eiga engin börn saman, því til samans eiga þau sjö börn. Þórar­ inn á fjögur börn með þremur konum og Alma á þrjú börn með þremur mönnum. Börnin eru á aldrinum þriggja og hálfs árs upp í 21 ár. Um daginn setti Þórarinn á Facebook­vegg Ölmu sónarmynd og skrifaði: „Stúlkan dafnar vel en þar sem bóhemarnir ætluðu alls ekki að bæta áttunda barninu við höfum við ákveðið að nefna hana Mist Eik“ en svo kom í ljós að þetta var bara allt saman grín og Alma hefur sett það nokkrum sinnum á Facebook að þau séu alls ekki að fara að bæta við fleiri börnum. Besta afmælis- gjöfin Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarson hélt upp á 28 ára afmæl­ ið sitt á föstudag. Á Facebook­síðu sinni sagði hann að knattspyrnu­ maðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefði verið besta afmælisgjöfin þetta árið en Björn er stuðnings­ maður Tottenham. „Nú ætla ég aldeilis að herja á Gylfa og stefni á að fá að búa hjá honum og vera á hliðarlínunni næsta vetur. Spurn­ ing hvort maður segi ekki bara upp hjá Stöð 2 á morgun," sagði Björn í samtali við Fótbolta.net.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.