Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 64
Peningar
skapa
hamingj-
una!
„Lúxus-híbýli“
til leigu
n Ein af glæsilegri þakíbúðum
landsins er nú auglýst til leigu fyr-
ir 390 þúsund krónur á mánuði.
Ljóst er að sá sem ætlar að leigja
slíka íbúð þarf að vera sterkefn-
aður. Í lýsingu á íbúðinni segir
að hún sé á tveimur hæðum og
með einkalyftu beint upp í íbúð-
ina. Stórir gluggar og suðursvalir
bjóði upp á vítt og fallegt útsýni
yfir miðbæinn. Þá eru svefnher-
bergin sögð glæsileg og björt.
„Íbúðin ætti að höfða til þeirra
allra vandlátustu, sem kjósa lúx-
us-híbýli og bestu staðsetninguna
í bænum.“
Skráður eigandi íbúðarinnar er
félag í eigu Jóns Þórs Hjaltasonar og
Ragnhildar Guðjónsdóttur. Jón Þór
var áður stjórnarformaður Nordic
Partners.
Fékk grill frá N1
n Þráinn Steinsson, hljóðmaður á
Bylgjunni sem er þekktastur fyr-
ir að vera þriðja hjólið í morgun-
þættinum í
Bítið, fékk gef-
ins gasgrill frá
N1 á fimmtu-
daginn. Þrá-
inn hafði orðið
fyrir því óláni
að gasgrillinu
hans var stolið.
Málið var til
umfjöllunar í Bítinu í vikunni og
fann Hermann Guðmundson for-
stjóri N1 svo til með hljóðmann-
inum að hann lét færa honum
glænýtt gasgrill beint upp að dyr-
um, allt í beinni útsendingu á
Bylgjunni. „Þetta er bara stórt og
fínt grill. Þetta kostar nú eitthvað
maður ...“ sagði Þráinn undrandi í
beinni útsendingu. Gjöf stórfyrir-
tækisins er athyglisverð í ljósi þess
að það þykir ávallt á mjög gráu
svæði þegar fjölmiðlamenn þiggja
dýrar gjafir frá fyrirtækjum.
Gylfi elti
peningana
n Brendan Rodgers fyrrverandi
stjóri Gylfa Sigurðssonar hjá
Swansea, sendir leikmanninum
pillu fyrir að fylgja honum ekki til
Liverpool. Gylfi valdi að ganga til
liðs við Tottenham í staðinn fyrir
að skrifa undir hjá Liverpool eins
og búist hafði verið við. Þjálfar-
inn gerir því skóna að Gylfi hafi
farið til Tottenham af því að þar
gat hann fengið hæstu launin.
„Ég hélt að það væri
mikilvægast fyrir
hann að spila fót-
bolta, ég fékk hann
til Swansea þar sem
hann stóð sig mjög
vel,“ segir Rodgers.
„Ég var ekki til-
búinn að borga
honum hærri
laun en samið
hafði verið um
áður.“
J
ón Ásgeir Jóhannesson athafna-
maður og eiginkona hans, Ingi-
björg Pálmadóttir, eigandi 365
miðla, heimsóttu gömlu lúxusvill-
una sína að Laufásvegi 69 síðastliðið
þriðjudagkvöld. Ari Edwald, forstjóri
365 miðla, flutti inn í húsið í vor ásamt
sambýliskonu sinni, en rafbílafröm-
uðurinn Gísli Gíslason hjá Northern
Light Energy hafði fram að því leigt
húsið. Vinirnir eyddu kvöldinu á pall-
inum fyrir utan húsið. Líklegt má telja
að 365 miðla hafi borið á góma, en Jón
Ásgeir hefur verið titlaður sérstakur
ráðgjafi fjölmiðlarisans síðustu ár.
DV hefur fjallað um fjölmiðla-
samsteypuna að undanförnu í
tengslum við bílaflota fyrirtækisins.
Þannig sagði blaðið frá því í júní að
Jón Ásgeir hafi haft margra milljóna
króna bifreið, sem er í eigu dóttur-
félags 365 miðla, til afnota. Bifreiðin,
sem er af gerðinni Range Rover
Evoque, var keypt glæný þann 16.
maí síðastliðinn, en slíkur bíll kostar
minnst 11,6 milljónir króna sam-
kvæmt listaverði. Jón Ásgeir hefur
sagt að bílinn sé einn af fjölmörg-
um bílum fjölmiðlasamsteypunn-
ar sem starfsmenn hafi til afnota. Þá
færði hann nýlega Hummer-bifreið
sína yfir á eignarhaldsfélag í eigu 365
miðla, en á bifreiðinni hvílir tæplega
200 milljóna króna kyrrsetningar-
gerð frá Glitni banka.
Lúxusvillan á Laufásvegi komst
í fréttirnar þegar Jón Ásgeir seldi
móður sinni, Ásu Karen Ásgeirs-
dóttur, hana haustið 2010. Móðir
Jóns keypti húsið af syni sínum á 107
milljónir króna. Ástæða sölunnar var
sögð sú að Jón Ásgeir þyrfti að standa
undir himinháum lögfræðikostn-
aði. „Mamma hljóp undir bagga
þannig að ég þurfti ekki að selja hús-
ið á brunaútsölu núna,“ sagði Jón Ás-
geir í samtali við Fréttatímann, sem
greindi frá málinu á sínum tíma.
jonbjarki@dv.is
Ráðgjafafundur á Laufásvegi
n Jón Ásgeir Jóhannesson á pallinum með Ara Edwald
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 6.–8. Júlí 2012 77. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
laufásvegur 69 í Reykjavík Húsið sem
Jón Ásgeir býr í.