Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 64
Peningar skapa hamingj- una! „Lúxus-híbýli“ til leigu n Ein af glæsilegri þakíbúðum landsins er nú auglýst til leigu fyr- ir 390 þúsund krónur á mánuði. Ljóst er að sá sem ætlar að leigja slíka íbúð þarf að vera sterkefn- aður. Í lýsingu á íbúðinni segir að hún sé á tveimur hæðum og með einkalyftu beint upp í íbúð- ina. Stórir gluggar og suðursvalir bjóði upp á vítt og fallegt útsýni yfir miðbæinn. Þá eru svefnher- bergin sögð glæsileg og björt. „Íbúðin ætti að höfða til þeirra allra vandlátustu, sem kjósa lúx- us-híbýli og bestu staðsetninguna í bænum.“ Skráður eigandi íbúðarinnar er félag í eigu Jóns Þórs Hjaltasonar og Ragnhildar Guðjónsdóttur. Jón Þór var áður stjórnarformaður Nordic Partners. Fékk grill frá N1 n Þráinn Steinsson, hljóðmaður á Bylgjunni sem er þekktastur fyr- ir að vera þriðja hjólið í morgun- þættinum í Bítið, fékk gef- ins gasgrill frá N1 á fimmtu- daginn. Þrá- inn hafði orðið fyrir því óláni að gasgrillinu hans var stolið. Málið var til umfjöllunar í Bítinu í vikunni og fann Hermann Guðmundson for- stjóri N1 svo til með hljóðmann- inum að hann lét færa honum glænýtt gasgrill beint upp að dyr- um, allt í beinni útsendingu á Bylgjunni. „Þetta er bara stórt og fínt grill. Þetta kostar nú eitthvað maður ...“ sagði Þráinn undrandi í beinni útsendingu. Gjöf stórfyrir- tækisins er athyglisverð í ljósi þess að það þykir ávallt á mjög gráu svæði þegar fjölmiðlamenn þiggja dýrar gjafir frá fyrirtækjum. Gylfi elti peningana n Brendan Rodgers fyrrverandi stjóri Gylfa Sigurðssonar hjá Swansea, sendir leikmanninum pillu fyrir að fylgja honum ekki til Liverpool. Gylfi valdi að ganga til liðs við Tottenham í staðinn fyrir að skrifa undir hjá Liverpool eins og búist hafði verið við. Þjálfar- inn gerir því skóna að Gylfi hafi farið til Tottenham af því að þar gat hann fengið hæstu launin. „Ég hélt að það væri mikilvægast fyrir hann að spila fót- bolta, ég fékk hann til Swansea þar sem hann stóð sig mjög vel,“ segir Rodgers. „Ég var ekki til- búinn að borga honum hærri laun en samið hafði verið um áður.“ J ón Ásgeir Jóhannesson athafna- maður og eiginkona hans, Ingi- björg Pálmadóttir, eigandi 365 miðla, heimsóttu gömlu lúxusvill- una sína að Laufásvegi 69 síðastliðið þriðjudagkvöld. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, flutti inn í húsið í vor ásamt sambýliskonu sinni, en rafbílafröm- uðurinn Gísli Gíslason hjá Northern Light Energy hafði fram að því leigt húsið. Vinirnir eyddu kvöldinu á pall- inum fyrir utan húsið. Líklegt má telja að 365 miðla hafi borið á góma, en Jón Ásgeir hefur verið titlaður sérstakur ráðgjafi fjölmiðlarisans síðustu ár. DV hefur fjallað um fjölmiðla- samsteypuna að undanförnu í tengslum við bílaflota fyrirtækisins. Þannig sagði blaðið frá því í júní að Jón Ásgeir hafi haft margra milljóna króna bifreið, sem er í eigu dóttur- félags 365 miðla, til afnota. Bifreiðin, sem er af gerðinni Range Rover Evoque, var keypt glæný þann 16. maí síðastliðinn, en slíkur bíll kostar minnst 11,6 milljónir króna sam- kvæmt listaverði. Jón Ásgeir hefur sagt að bílinn sé einn af fjölmörg- um bílum fjölmiðlasamsteypunn- ar sem starfsmenn hafi til afnota. Þá færði hann nýlega Hummer-bifreið sína yfir á eignarhaldsfélag í eigu 365 miðla, en á bifreiðinni hvílir tæplega 200 milljóna króna kyrrsetningar- gerð frá Glitni banka. Lúxusvillan á Laufásvegi komst í fréttirnar þegar Jón Ásgeir seldi móður sinni, Ásu Karen Ásgeirs- dóttur, hana haustið 2010. Móðir Jóns keypti húsið af syni sínum á 107 milljónir króna. Ástæða sölunnar var sögð sú að Jón Ásgeir þyrfti að standa undir himinháum lögfræðikostn- aði. „Mamma hljóp undir bagga þannig að ég þurfti ekki að selja hús- ið á brunaútsölu núna,“ sagði Jón Ás- geir í samtali við Fréttatímann, sem greindi frá málinu á sínum tíma. jonbjarki@dv.is Ráðgjafafundur á Laufásvegi n Jón Ásgeir Jóhannesson á pallinum með Ara Edwald Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 6.–8. Júlí 2012 77. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. laufásvegur 69 í Reykjavík Húsið sem Jón Ásgeir býr í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.