Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Qupperneq 2
2 Fréttir 20.–22. júlí 2012 Helgarblað
H
ann er mjög gómsætur,“
segir Jón Bjarnason, þing-
maður Vinstri grænna og
fyrrverandi sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, að-
spurður um bragðgæði makríls, fisk-
tegundar sem syndir sem aldrei fyrr
við strendur Íslands þessa dagana.
Makrílgöngur eru nú við allt land og
sagði Jón Halldórsson, landpóstur
á Hólmavík, í samtali við BB.is, á
dögunum að „… allir firðir væru
fullir af makríl.“ Þá hefur makríllinn
einnig sést í Reykjavíkurhöfn og á
Aust fjörðum þar sem ferðamenn
hafa jafnvel dregið fram veiðistangir
og veitt þessa dýrmætu fisktegund.
DV leitaði til Jóns Bjarnasonar og
bað hann að gefa lesendum ráð um
hvernig best sé að matreiða makríl-
inn.
Verður að vera ferskur
„Hann verður náttúrulega að vera al-
veg ferskur. Svona feitur fiskur tekur
fljótt bragð,“ segir Jón og bætir við:
„Síðan þarf auðvitað að skera úr
honum svokallaða fiturönd til þess
að draga úr þessu sterka fitubragði
sem er af honum.“
Miklu máli skiptir, að sögn Jóns,
að fiskurinn sé matreiddur á réttan
hátt. „Hann er góður reyktur og hann
er góður steiktur. Best er að heil-
steikja hann eða flaka hann, skera
fituröndina af honum og steikja flök-
in á pönnu.“ Jón segir, að þótt hann
sé sjálfur ekki mikill sósumaður, þá
sé algert hnossgæti að hafa góða
sterka lauksósu með makrílnum og
pínulítið af sinnepi til hliðar.
Vandmatreiddur
Jón telur alveg klárt, að makríllinn
rati æ oftar á matarborð Íslendinga.
„Síðan eru veitingahúsin farin að
setja hann á matseðilinn hjá sér. Við
verðum að athuga það að margir
ferðamenn, sem koma hingað til
lands, eru vanir makríl og kunna að
meta hann,“ segir Jón og bætir við að
þessi tiltekna fisktegund sé sérstak-
lega vandmatreidd vegna fitunnar.
Deila Íslendinga við Evrópusam-
bandið og Norðmenn um veiðar
á makríl hefur staðið yfir frá árinu
2008. Þá fór makríllinn að ganga í
mun ríkari mæli inn í íslenska efna-
hagslögsögu en áður hafði verið. Jón
Bjarnason segir makrílinn ránfisk
sem éti fisk í íslenskri efnahagslög-
sögu sem við gætum ella veitt. Auk
þess hrygni hann við Íslandsstrend-
ur. „Hann er ekki í neinni kurteisis-
heimsókn.“
„Síld“ Tómasar af Akvínó
Auk mikillar vitneskju á þjóðréttar-
deilum um makríl og reynslu af eldun
fisksins, lumar Jón á skemmtileg-
um markílsögum. Hann deildi einni
slíkri með blaðamanni; sögu sem
hann setti gjarnan í ræður sem hann
hélt fyrir „Evrópusambandsmenn-
ina“ þegar hann ræddi við þá um
makríl. „Þegar dýrlingurinn Tómas
frá Akvínó liggur banaleguna þá
biður hann um síld að borða; hann
dauðlangi í síld á sinni hinstu stund.
En enginn síld var til. Þá var brugðið
á það ráð að matreiða makríl og bera
á borð fyrir Tómas, án hans vitund-
ar. Eftir að hafa gætt sér á makrílnum
segir Tómas: „Ég hef aldrei bragðað
svo góða síld.“ Þá töldu menn að
hann hafi breytt makríl í síld og var
í kjölfarið tekinn í heilagra manna
tölu,“ segir Jón og bætir við að af þess-
um sökum sé makríllinn álitinn heil-
agur fiskur af mörgum þjóðum.
n Kennir lesendum að matreiða makríl n Makríll við strendur Íslands
Jón Bjarnason
sólginn í makríl
„Hann er góður
reyktur og hann er
góður steiktur.
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
Gómsætur ránfiskur Makríllinn er vandmatreiddur en sé hann eldaður rétt er hann
sannkallað hnossgæti borinn fram með sterkri lauksósu.
Jón Bjarnason Ekki
mikill sósumaður.
Einstæð móðir
á götuna
1 „Gatan. Ég hef í engin hús að venda,“ sagði Guðrún María
Óskarsdóttir,
óvinnufær öryrki og
einstæð móðir, í DV
á mánudag um það
sem tæki við ef kröf-
ur Hafnarfjarðar-
bæjar um útburð
næðu fram að ganga.
Guðrún stendur í
deilum við Hafnarfjarðarbæ vegna
vangoldinnar leigu, en skuld hennar
við bæinn stendur í þremur milljón-
um króna. Guðrún lýsti því í viðtalinu
að hún hefði í engin hús að venda
en hún býr með veikum syni sínum.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi
Reykjaness á mánudag og var af-
greiðslu þess frestað fram á haust.
Sumarhöll Sig-
urðar í leynifélag
3 Eignarhaldsfélagið Veiðilækur ehf. er ekki lengur skráð í eigu
Sigurðar Einars-
sonar, fyrrverandi
stjórnarformanns
Kaupþings. Þar
með er Sigurður
ekki lengur skráð-
ur eigandi fyrir 843
fermetra sumarhúsi
Veiðilækjar og jarðar
sem húsið stendur á
við Norðurá í Borgarfirði. Í júní síðast-
liðnum fékk Veiðilækur ehf. nýtt nafn
og nýja stjórnendur. Nafni Veiðilækj-
ar ehf. var breytt í Rhea ehf. Eigend-
ur Rhea ehf. og þar með eigendur
sumar hússins og jarðarinnar, vilja
ekki gefa upp nöfn sín. Þetta kom
fram í DV á miðvikudag.
Fá ekki að hittast
2 Þrátt fyrir að vera ástfangin og trúlofuð fá Úlfhildur Stefáns-
dóttir, heimilis-
maður á Sólheim-
um í Grímsnesi,
og Magnús Helgi
Vigfússon ekki að
hittast. Fjallað var
um málið í DV á
miðvikudag. Úlf-
hildur kynntist
Magnúsi, sem þá
var starfsmaður á Sólheimum, fyrir
nokkrum árum og felldu þau strax
hugi saman. Magnús missti hins
vegar starfið og þurfti að flytja burt
og segir Úlfhildur að stjórnendur
Sólheima hafi sett ferðafrelsi henn-
ar þröngar skorður. „Ef ég má ekki
hitta manninn minn og má ekki
fara af svæðinu, hvað má ég þá?“
Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunniFréttir vikunnar
Leiðrétting
Í miðvikudagsblaði DV kom
fram að munur á ráðstöfunar-
tekjum einstaklings á lág-
markslaunum og einstaklings
á atvinnuleysisbótum væri um
16 þúsund krónur eftir skatt,
útsvar og greiðslu í lífeyris-
sjóð. Með umfjölluninni birtist
súlurit. Þar urðu þau mistök að
sú súla sem sýna átti ráðstöf-
unartekjur einstaklings á 100
prósent atvinnuleysisbótum
sýndi 167 þúsund krónur en
hefði átt að sýna 147 þúsund
krónur. Rétt súlurit má finna
með fréttinni á vefsíðu DV.
Leki í kjölfar
eldsvoða
Eldur kom upp um borð í báti
suður af Vestmannaeyjum á
fimmtudag. Landsbjörg barst til-
kynning um málið rétt eftir klukk-
an ellefu á fimmtudag. Sjö menn
voru um borð í bátnum sem var
um sjö sjómílur suður af Stór-
höfða þegar eldsins varð vart.
Fljótlega tókst að slökkva eldinn
en vélarrúmið tók að fyllast af sjó.
Samstundis var þyrla Landhelgis-
gæslunnar kölluð út auk björg-
unarskipa Slysavarnarfélagsins
Landsbjargar, Þórs í Vestmanna-
eyjum og Odds V. Gíslasonar í
Grindavík.
Fóru mennirnir strax í flotgalla
og voru tilbúnir með björgunar-
báta. Einnig voru nálæg skip og
bátar beðnir um að fara til aðstoð-
ar en sú aðstoð var síðar afþökkuð.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í
loftið um 25 mínútur yfir ellefu.
Stóri Örn, hraðskreiður farþega-
bátur frá Vestmannaeyjum, var
fyrstur á staðinn með dælu og tók
þrjá menn úr áhöfninni um borð.
Sú dæla hafði undan en engu að
síður sótti þyrlan TF-GNA dælu
um borð í dráttarskipið Lóðsinn
sem einnig var notuð.
Fæddi í
sjúkrabíl
Kona fæddi stúlkubarn í sjúkrabíl
á leiðinni til Hafnarfjarðar aðfara-
nótt fimmtudags. Stúlkan kom
í heiminn klukkan tíu mínútur
í fimm og var þá sjúkrabíllinn
staddur í Hvassahrauni, á bæjar-
mörkum Voga og Hafnarfjarðar.
Að sögn Víkurfrétta var bíllinn
á leið á fæðingardeild í Reykja-
vík en tveir sjúkraflutningamenn
sem voru í bílnum tóku á móti
barninu. Fæðingin gekk vel og
heilsast mæðgunum vel.