Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 12
S ett hefur verið á lagg- irnar Rannsóknarset- ur um nýsköpun og hag- vöxt (RNH) sem berst fyrir markaðsfrelsi og gegn ríkisafskiptum. Í rannsóknarráði setursins eru Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðipró- fessor og Þór Whitehead sagn- fræðiprófessor auk Ragnars Árna- sonar hagfræðiprófessors sem er formaður ráðsins. RNH hefur aðsetur í Fákafeni, í sama hús- næði og Almenna bókafélagið, en Jónas Sigurgeirsson er bæði fram- kvæmdastjóri setursins og bóka- félagsins. Í stjórn Rannsóknar- setursins eru ásamt honum Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri Gamma og Jónmundur Guðmars- son framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Samstarf við erlend frjálshyggjusamtök Á vefsíðu RNH er setrinu lýst sem nokkurs konar hugmyndaveitu (e. think tank) en slík fyrirbæri eru sérstaklega algeng í Bandaríkjun- um og iðulega fjármögnuð af fjár- sterkum aðilum. Bandarískar hug- myndaveitur hafa átt veigamikinn þátt í að móta viðhorf almenn- ings þar í landi og stefnu stjórn- valda í ýmsum málaflokkum. Svo virðist sem RNH eigi í samstarfi við ýmsar áhrifamiklar hugveitur vestanhafs. Á vefsíðu setursins má finna umfjöllun um fjárframlög og stuðning við starfsemi þess, en þar er sérstaklega tekið fram að RNH eigi samstarf við hugmyndaveitur á borð við Adam Smith Institute í Lundúnum, Heritage Foundation og Cato Institute í Washington DC. Þessar hugmyndaveitur hafa boð- að frjálshyggju af miklum krafti síðustu áratugi og haft það að markmiði að færa hvers kyns um- ræðu um samfélagsmál í hægriátt. Tengsl við amx.is Friðbjörn Orri Ketilsson er vef- stjóri RNH. Hann hefur verið um- sjónarmaður og ábyrgðarmað- ur vefsíðunnar amx.is um árabil, en hann er tengdasonur Gunn- laugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarmanns Ísfélagsins, sem er sjávarútvegsfyrir tæki Guðbjargar Matthíasdóttur í Eyjum. Friðbjörn er vinur Hannesar Hólmsteins og hefur meðal annars starfað með honum að skattaskýrslu fyrir fjár- málaráðuneytið. Á amx.is er skrifað um þjóð- félagsmál í skjóli nafnleynd- ar. Tekin er skýr afstaða gegn Evrópusambandinu, ríkisstjórn- inni, umhverfisverndarsinnum og flestum þeim stjórnmálaöflum sem ekki aðhyllast hægristefnu. Þá er vefritið þekkt fyrir að koma kvótaeigendum, Þjóðkirkjunni og Sjálfstæðisflokknum til varnar, en einnig hefur umfjöllun þess um hælisleitendur og fjöldamorðin í Noregi vakið talsverða hneykslun. Hannes Hólmsteinn hefur verið sakaður um að skrifa reglulega undir nafnleynd á vefinn og því hefur hann aldrei vísað á bug. Bókafélag sjálfstæðismanna Jónas Sigurgeirsson er fram- kvæmdastjóri RNH, en einnig framkvæmdastjóri og eini fastráðni starfsmaður Almenna bókafélags- ins. Bókafélagið, eða BF útgáfa, var stofnað árið 1995 og var Hann- es Hólmsteinn Gissurarson lengi eini eigandi félagsins. Eftir hluta- fjáraukningu um miðjan sept- ember 2011 hafa fleiri eigendur bæst í hópinn, en þeir eru þekktir einstaklingar úr þjóðlífinu. Bald- ur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðu- neytisstjóri sem situr nú í fangelsi fyrir innherjasvik, greiddi 10 millj- ónir fyrir hlutabréf í félaginu. Ár- mann Þorvaldsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings Singer & Friedlander í London, og Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og stjórnarmaður úr Landsbank- anum, eiga einnig hlutabréf í Al- menna bókafélaginu. Öld ehf., fé- lag í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á helmingshlut, en eins og áður segir er Rannsóknar- setrið til húsa á sama stað og Al- menna bókafélagið. Á vefsíðu RNH kemur fram að setrið eigi í samstarfi við Al- menna bókafélagið um að birta reglulega vönduð verk um efna- hagsmál og stjórnmál. Þá eru til- greind nokkur verk sem Almenna bókafélagið hefur gefið út á þessu ári en það eru bækurnar Íslensk- ir kommúnistar 1918–1998 eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, Uppsprettan eftir bandaríska rit- höfundinn Ayn Rand og Icesave- samningarnir: Afleikur aldarinnar? eftir Sigurð Má Jónsson. Ljóst er að Almenna bókafélagið hefur fært sig töluvert upp á skaftið að undan- förnu, því árið 2011 voru gefn- ar út fleiri bækur á vegum þess en nokkru sinni fyrr. Veita engar upplýsingar um fjármál Jónas Sigurgeirsson og Hannes Hólmsteinn sögðu báðir að fyrra bragði að þeir hefðu ekkert að fela varðandi starfsemi rannsóknarset- ursins. Hannes tók fram að hann hefði enga upplýsingaskyldu gagn- vart DV og bætti við: „Ef þið eruð að fiska eftir einhverjum fjár- málum þá fáið þið engar upplýs- ingar um þau.“ Honum var tíðrætt um samband sitt við forsvars- menn erlendra hugmyndaveitna. „Ég er í góðu samstarfi við þess- ar stofnanir. Mennirnir í Cato og Heritage Foundation eru allir vin- ir mínir,“ sagði Hannes. „Ég vona að þeir hjálpi okkur við að flytja inn erlenda fyrirlesara. Ég mundi gjarnan vilja að stofnanirnar tækju þátt í kostnaðinum og ég mundi ekki skammast mín fyrir að fá stuðning frá þeim.“ Fyrirlestraröð um frelsi Þótt fram komi á vefsíðu hug- myndaveitunnar að tilgangur hennar sé að rannsaka hvað örvi og hindri nýsköpun og hagvöxt virðist mikill einhugur ríkja meðal forsprakka hugmyndaveitunnar um það hvaða leiðir séu best til þess fallnar að ná þessum mark- miðum. RNH skipuleggur nú fyrir- lestraröð um frelsi og kapítalisma undir heitinu „Frelsið til að vaxa og þroskast: Uppgjör við sósíal- ismann.“ Erlendum fræðimönnum verður boðið til landsins til að halda fyrirlestra og meðal þeirra sem tala verða Matt Ridley, vísindamaður sem gagnrýnt hefur málflutning loftslagsvísindamanna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Þá munu Frjálshyggjumenn ná vopnum sínum n Sjálfstæðismenn stofna rannsóknarsetur n Hannes Hólmsteinn, Ragnar Árnason og Þór Whitehead sameinast Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is „Ef þið eruð að fiska eftir ein- hverjum fjár- málum þá fáið þið engar upp- lýsingar um þau Eimreiðarhópurinn Kynnti Íslendinga rækilega fyrir frjáls- hyggjunni og komst til áhrifa innan Sjálfstæðisflokksins. 12 Fréttir 20.–22. júlí 2012 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.