Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 13
Fréttir 13
Frjálshyggjumenn ná vopnum sínum
n Sjálfstæðismenn stofna rannsóknarsetur n Hannes Hólmsteinn, Ragnar Árnason og Þór Whitehead sameinast
Stjórn rannsóknarsetursins
Gísli Hauksson
Gísli er framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins
GAMMA. Gísli starfaði hjá Kaupþingi á Íslandi á árunum
2006 til 2008 og hafði yfirumsjón með skuldabréfa-
viðskiptum og afleiðum. Þar á undan starfaði hann
hjá Kaupþingi í London. GAMMA hefur verið í fréttum
að undanförnu vegna ráðningar Jóns Sigurðssonar til
fyrirtækisins, en Jón var forstjóri FL Group og hefur verið
stefnt af skilanefnd Glitnis vegna falls bankans.
Jónas Sigurgeirsson
Jónas er framkvæmdastjóri RNH, en einnig fram-
kvæmdastjóri og eini fastráðni starfsmaður Almenna
bókafélagsins. Bókafélagið hefur meðal annars gefið
út bækur Ármanns Þorvaldssonar, Egils „Gilzeneggers“
Einarssonar og Hannesar Hólmsteins. Áður starfaði
Jónas sem almannatengill og framkvæmdastjóri sam-
skiptasviðs Kaupþings. Honum var sagt upp í desember
árið 2008, stuttu eftir bankahrun. Mynd: facebook
Jónmundur Guðmarsson
Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi áður en
hann tók við sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins árið 2009. Hann var umsvifamikill í viðskiptalífinu
fyrir hrun og átti stóran hlut í félaginu Berginu sem ný-
verið var tekið til gjaldþrotaskipta. Kröfuhafar Bergsins
ehf. afskrifuðu tæplega 3,8 milljarða króna af skuldum
þess, en Bergið keypti hlutabréf í Sparisjóðabankanum
Icebank, fyrir um fjóra milljarða króna árið 2007 með
lánum frá bankanum sjálfum, SPRON, Sparisjóðnum í
Keflavík og Byr.
einnig skattasérfræðingur Cato
Institute og hagfræðiprófessorinn
Phil Booth halda fyrirlestur á Ís-
landi. Fræðimennirnir sem boðið
verður til landsins aðhyllast nær
allir róttæka hægristefnu.
eimreiðarhópurinn
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
og Þór Whitehead voru félagar í
Eimreiðarhópnum, félagi karla
sem gaf út tímarit á áttunda ára-
tugnum og boðaði frjálshyggju
af miklum móð. Hópurinn varð
valdamikill innan Sjálfstæðis-
flokksins og nær allir meðlimir
hans komust til áhrifa í íslensku
þjóðlífi. Ásamt Hannesi og Þór
voru í hópnum menn á borð við
Davíð Oddsson, Geir H. Haarde,
Jón Steinar Gunnlaugsson, Vil-
hjálm Þ. Vilhjálmsson og Þor-
stein Pálsson. Baldur Guðlaugsson
og Kjartan Gunnarsson, tveir af
eigendum Almenna bókafélagsins,
voru einnig í hópnum. DV hefur
fjallað ítarlega um Eimreiðarhóp-
inn, en nokkrir af meðlimum hans
hafa fengið dóma, meðal annars í
tengslum við efnahagshrunið.
Meðlimir Eimreiðarhópsins
áttu stóran þátt í að kynna Ís-
lendinga fyrir frjálshyggjunni.
Fyrir lestraröðin sem RNH undirbýr
virðist vera í sama anda og kynn-
ingarherferð sem meðlimir Eim-
reiðarhópsins réðust í á níunda
áratugnum. Þá var erlendum frjáls-
hyggjumönnum boðið til lands-
ins, meðal annars hagfræðingun-
um Milton Friedman og Friedrich
Hayek. Hugmyndir þeirra höfðu
gríðarleg áhrif á Íslandi, sérstaklega
á útrásarárunum. Margir telja að
hugmyndafræði frjálshyggjumanna
hafi beðið skipbrot þegar bankarn-
ir hrundu, en forsvarsmenn rann-
sóknarsetursins eru ósammála því.
Nú virðast þeir, ásamt Almenna
bókafélaginu, vera að ná vopn-
um sínum á ný og skipuleggja aðra
frjálshyggjuherferð á Íslandi.
Hannes Hólmsteinn
Lykilmaður í Rannsóknarsetri
um nýsköpun og hagvöxt og
einn af eigendum Almenna
bókafélagsins.
Helgarblað 20.–22. júlí 2012