Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 17
F imm konur sökuðu Gunn- ar Þorsteinsson um kyn- ferðislegt áreiti árið 2010. Þrjár þeirra komu fram undir nafni og sendu stjórn Krossins bréf með ásökunum en það gerðu einnig tvær konur í við- bót. Önnur þeirra heitir Jóhanna Sigrún Jónsdóttir en hin vildi ekki koma fram undir nafni. Í bréfi kvennanna kom fram að brotin væru öll fyrnd fyrir lögum sökum þess hversu langt væri liðið síðan þau voru framin. Tvær af konunum eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadæt- ur. Þær sögðu Gunnar hafa áreitt þær gróflega þegar þær voru á tán- ingsaldri og haldið því áfram allt fram á fullorðinsár. Þriðja konan er Brynja Dröfn Ísfjörð sem sakar Gunnar um að hafa svívirt sig á brúðkaupsdegi sínum. Hún seg- ir hann hafa lyft brúðarslörinu og kysst sig á munninn áður en athöfnin fór fram. Tekin voru opinská viðtöl við konurnar og fjölskyldu Gunnars í DV þann 29. nóvember árið 2010. Sigríður og Sólveig Guðnadæt- ur sögðu Gunnar hafa káfað á brjóstunum á sér og beðið um að fá að smakka brjóstamjólk Sigríðar þegar hún var nýbúin að eiga barn. Gunnar og Jónína Benedikts- dóttir hafa ítrekað vísað þessum ásökunum á bug og það hafa syn- ir og dætur Gunnars einnig gert. Athygli vekur að Ingibjörg Guðna- dóttir, fyrrverandi eiginkona Gunnars og systir kvennanna sem saka hann um kynferðislegt áreiti, hefur einnig lýst yfir stuðningi við hann. Félagar úr Krossinum, sem ekki vilja koma undir nafni, hafa lýst því yfir í samtali við DV að þeir telji ásakanirnar runnar undan rifj- um Ingibjargar og telja þeir stuðn- ingsyfirlýsingu hennar við Gunnar vera sjónarspil eitt. Gunnar og Jón- ína hafa haldið því fram að einungis vaki fyrir konunum að grafa undan Krossinum og hjónabandi þeirra. Gunnar sakaður um kynferðisbrot fjölskyldustríð í krossinum Úttekt 1716 Úttekt n Dóttir Gunnars snýst gegn föður sínum n Gunnar reyndi að taka völdin n „Þarna er að eiga sér stað fjölskyldutragedía“ n Ingibjörg valdamest Helgarblað 20.–22. júlí 2012 K rossinn er einn íhaldssam- asti kirkjusöfnuður á Ís- landi en meðlimir safn- aðarins eru andsnúnir því að orð Biblíunnar séu túlkuð frjálslega og aðlöguð sið- ferði nútímamanna. Söfnuðurinn er einna frægastur fyrir andstöðu við samkynhneigð og athafnir sem Krossinn flokkar undir trú- og kyn- villu. Þá hafa meðlimir safnaðar- ins aðstoðað fólk við að bæla nið- ur kynferðislegar hvatir sem ekki þykja samræmast heilagri ritningu. Hjá Krossinum tíðkast helgi- athafnir á borð við niðurdýfingar- skírn, fótaþvott og olíusmurningu og safnaðarmeðlimir trúa því að erindrekar guðs á jörðu geti lækn- að fólk af meinum sínum. Sung- ið er og dansað af miklum móð á samkomum kirkjunnar auk þess sem predikarar eiga það til að „tala tungum“. Samkvæmt hugmyndum kirkjunnar mun Jesús Kristur snúa aftur og stofnsetja þúsund ára ríki sitt á jörðinni. Þá verður fólk ýmist skilið eftir á jörðinni eða því vísað til hinnar helgu borgar, himnaríkis eða helvítis. Umdeildur boðskapur Þegar allt lék í lyndi Gunnar Þor- steinsson og Ingibjörg Guðnadóttir skildu á haustmánuðum 2009. Ingibjörg er farin að láta meira að sér kveða í safnaðar- starfi Krossins, en heimildir DV herma að Gunnar hyggist stofna nýtt trúfélag. M y n d : Sk já Sk o t a f fa ceb o o k .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.