Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Síða 28
veruleika en fyrir fimm árum. Ég veit um dæmi þess að barnaverndarnefnd þorir ekki að taka fyrir mál drengja af ótta við hópa sem þeir tilheyra. Hvað segir það okkur um ástandið í dag?“ Alvöru úrræði Vegna niðurskurðar síðustu ára segir Jóhannes að meðferðarúrræði sem virkilega skipta sköpum fyrir þá sem eru verst settir hafi verið blásin af. „Til dæmis eins og hálendishópurinn á vegum Hins hússins. Þar sem farið var með erfiða einstaklinga á Horn­ strandir og þeim leyft að takast á við náttúruna. Þar sem allir vinna saman að því að komast á milli staða og tryggja öryggi hvors annars. Þessu var slaufað til að spara aura.“ Jóhannes nefnir annað verkefni sem Davíð Bergmann Davíðsson var með á tíunda áratug síðustu aldar fyrir unga drengi í áhættuhópi. „Dav­ íð er einn merkasti og besti með­ ferðarfulltrúi sem hefur unnið með strákum á þessu sviði. Hann var með verk efni í gangi sem var hætt við vegna fjárskorts. Hann fór með stráka sem voru með á bilinu eitt til tíu lög­ reglumál á bakinu í gegnum ákveðið prógramm. Fór með þá í heimsókn til lögreglunnar til að gefa þeim innsýn í hvernig hún starfar, fór með þá í fang­ elsi til að leyfa þeim að kynnast því lífi, á Grensás til að kynnast afleiðing­ um líkamsárása og slysa og fleiri slíka hluti. Síðan fór hópurinn saman í eitt­ hvað aksjón. Síga fram af kletti eða eitthvað sem tengdist spennu. Það voru tíu strákar sem tóku þátt og átta af þeim héldu sér á beinu brautinni. Það þarf raunveruleg, alvöru úrræði fyrir þessa krakka. Þetta eru ekki bara nöfn á blaði.“ Þá segir Jóhannes að á mörgum þeirra meðferðarheimila sem séu til staðar sé takmörkuð dagskrá fyrir krakkana vegna fjárskorts. „Þetta eru nánast undantekningalaust kraft­ miklir krakkar með mikla umfram orku sem þeir þurfa að koma frá sér og komast á réttar brautir.“ Þess vegna stofnaði Jóhannes minningar­ sjóð í nafni dóttur sinnar en sá sjóður sér einmitt um að styrkja slíka dag­ skrá fyrir börn og unglinga á þessum heimilum. Ábyrgð samfélagsins Jóhannes segir að ábyrgð sam­ félagsins sé mikil þegar komi að þess­ um málum og hann hvetur fólk til að hafa samband við yfirvöld. „Þegar við sjáum fullorðna menn með ung­ um stúlkum þá eigum við að láta lög­ reglu vita – jafnvel þó lögreglan geti lítið aðhafst. Það á líka að láta vita um sölumenn læknadópsins og þar sem Landlæknisembættið er ábyrgt fyrir eftirlitinu á að tilkynna þau mál þang­ að. Og að sjálfsögðu á almenningur að láta lögreglu vita um dópsölu, handrukkun og allan þann viðbjóð sem þrífst í þessum heimi. Það má ekki láta menn komast upp með hvað sem er,“ segir Jóhannes. Símtöl frá foreldrum Frá því Jóhannes opnaði ormagryfju læknadópsins með því að segja sögu Sissu og fjalla um þennan svarta heim hafa fjölmargir sett sig í samband við hann. „Ég er stanslaust að fá skilaboð eða símtöl frá fólki, yfirleitt foreldrum ungra fíkla sem hafa sogast inn í þennan heim. Sumir foreldrarnir hafa misst börnin sín, en aðrir standa ráð­ þrota gagnvart hættulegum mönn­ um í undirheimunum og glæpahóp­ um sem unglingarnir þeirra tilheyra. Stundum get ég gefið þessu fólki ráð og hjálpað því en oft er nóg fyrir það að segja mér sína sögu – tappa af sér. Ég hvet alla sem eiga unglinga í vanda að gefast aldrei upp á barninu sínu. Það má aldrei gerast og foreldr­ ar verða að berjast eins og ljón til að reyna að endurheimta barnið.“ Féll en reis upp aftur Eins og gefur að skilja er ekki auðvelt fyrir Jóhannes að feta þessa slóð. Að skoða braut dóttur sinnar og annarra stúlkna og drengja sem eru eða voru í hennar sporum. „Það er mjög erfitt og það á enginn að þurfa að vera í þess­ um sporum. Það á enginn að þurfa að missa barnið sitt en það munu alltaf einhverjir lenda í því. Þá er ekkert erf­ iðara til. Það er ekkert erfiðara en að missa barnið sitt. Það er í raun ekki hægt að skilja það nema að upplifa það.“ Jóhannes þekkir alkóhólisma af eigin raun en eftir að dóttir hans lést missti hann flugið. „Ég féll eftir að Sig­ rún dó. Ég þekki alkóhólisma vel, ég er alkóhólisti og auðveldasta leiðin hefði verið að drekka sig fullan og reyna að gleyma þessu. En það er engin lausn fólgin í því. Ég fór í meðferð og tók mig aftur á. Ég stunda mína fundi og vinnu í AA og hefur aldrei liðið betur sem edrú manneskju. En þetta er vinna eins og allt annað sem þarf að halda við. Jóhannes segir að þessi upplifun, að missa dóttur sína á þennan hátt og að kafa í þennan heim í kjölfarið, hafi breytt sér mikið. „Ég veit ekki hvort ég sé búinn að vinna úr þessari sorg. Það getur vel verið að hún komi svona hægt og rólega. Ég verð oft alveg gífur­ lega reiður yfir því sem gerðist. Ég hugsa um Sigrúnu Mjöll oft á dag, alla daga. Á örugglega eftir að gera það allt mitt líf. Það róar mig að fara að leiðinu hennar. Það hefur líka róað mig að segja sögu hennar og fá öll þessi við­ brögð frá fólki. Að vita að saga hennar hefur hjálpað fólki til þess að rétta úr kútnum, taka á sínum málum og sameina fjölskyldur. Það hefur líka hjálpað mér mikið við úrvinnsluna á þessu að hafa farið í gegnum meðferð á Vogi.“ Margfaldað með milljón Jóhannes segir svona atburð alltaf breyta fólki, en styrkja það líka. „Fólk hefur oft sagt við mig að það geti ekki ímyndað sér hvernig þetta er. Það er alveg rétt, það er ekki hægt. Taktu það sorglegasta sem þú hefur lent í og margfaldaðu það með milljón. Þá kemstu kannski nálægt því að skilja hvernig er að missa barnið sitt. En þetta hefur líka styrkt mig. Styrkt mig í því að verja meiri tíma með börnunum mínum þremur sem eftir lifa. Að sinna þeim með heilum hug því ég gerði fullt af mis­ tökum sem foreldri þó ég hafi gert fullt af góðum hlutum líka. Þetta kennir manni að horfa öðruvísi á hlutina og njóta hvers augnabliks með þeim sem mestu máli skipta. Maður á bara að gera það besta úr hverjum degi.“ Endapunkturinn Þó Jóhannes hafi enn ekki unnið úr sorg sinni þá segir hann vissa vinnu vera í gangi. „Ég er auðvitað að vinna úr þessu að vissu leyti með því að skrifa þessa bók, að segja sögu hennar. Og ég veit að ef Sig­ rún væri á lífi þá væri hún mjög sátt við það sem ég og fjölskylda henn­ ar höfum verið að gera. Hún hefði gert þetta svona því hún tók hlutina alla leið.“ Bók Jóhannesar kemur út í nóvem ber og Jóhannes er þegar bú­ inn að skrifa þó nokkuð af henni. „Þó ég eigi eftir að vinna betur úr þessu áfalli þá ætla ég ekki að eyða öllu lífinu í þetta. Endapunkturinn verður þessi bók. Að segja sögu Sissu og að hjálpa öðrum sem eiga um sárt að binda.“ n 28 Viðtal 20.–22. júlí 2012 Helgarblað „Auðveldasta leiðin hefði verðið að drekka sig fullan og reyna að gleyma þessu. Engum greiði gerður með þögninni Jóhannes setti sér tvö markmið skömmu eftir að dóttir hans lést. Að fletta ofan af læknadópsnotkuninni og að beina kastljósinu að mönnum sem misnota ráðlausar stúlkur. Mynd Eyþór ÁrnSon Sigrún Mjöll og Pétur Broddason forstöðumaður á Laugalandi Jóhannes segir dóttur sinni hafa liðið vel þar og það sé eitt af fáum meðferðarheimilum þar sem krakkar hafi nóg fyrir stafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.