Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Qupperneq 30
É g hef alltaf haft áhuga á fjöl- miðlum eða frá því að ég var lítil stelpa. Það er eitthvað heillandi við að koma sögu á framfæri. Ég hélt að áhuginn lægi í fréttamennsku en þegar ég fékk nasaþef af dagskrárgerð fann ég að ég hafði hitt á tón sem heill- aði mig,“ segir útvarpskonan Erla Tryggvadóttir. Erla er einhleyp og barnlaus og hefur verið á hálfgerðu flakki um heiminn síðustu misserin. Eftir BA- gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands starfaði hún sem starfs- nemi í utanríkisráðuneytinu, nán- ar tiltekið hjá fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Einnig lauk hún meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðs- fræði frá Háskólanum í Reykjavík og Viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn. Hræðist að staðna „Ég var rúmt ár í Kaupmannahöfn og lífið þar var algjörlega yndis- legt. Svo ljúft og maður er svo frjáls á reiðhjólinu. Borgin er líka svo falleg – í raun, hreint út sagt dásamleg. Danir eru samt ekki þeir skemmtilegustu – þó maður eigi ekki að alhæfa um þjóðir. Eins var ótrúlega gaman að upplifa að búa í New York og algjörlega frábært að starfa hjá Sameinuðu þjóðun- um. Það var ótrúleg upplifun – að starfa í sjálfri SÞ byggingunni og mæta þekktum þjóðhöfðingjum á göngunum. Alveg magnað. Ég er ótrúleg flökkukind og sígauni og hugsa að ég eigi eftir að ferðast meira. Mér finnst gaman og ögrandi að kynnast nýjum sam- félögum, innviðum þeirra og fólk- inu sem þar býr og öllu því sem er ólíkt því sem ég þekki. Ég hræðist að staðna og vil kynnast einhverju sem ögrar og neyðir mig til að fara út fyrir þægindarammann. Hingað til hefur mér þótt lítið mál að fara. Þar sem ég er einhleyp og barnlaus, pakka ég bara niður í tösku og fer. En eftir að ég kom frá Danmörku finn ég að ég er að róast. Ég vil fara að festa rætur og njóta þess að vera hér á Íslandi.“ Eftir dvölina í New York kom Erla heim og fékk starf hjá sjón- varpinu. „Þá fór ég á fullt í dag- skrárgerð, sá um ýmsa þætti og leysti til dæmis af í Kastljósinu. Það var ofsalega gaman og allt öðruvísi en að vinna í útvarpinu. Í rauninni kom mér á óvart að ég myndi enda í útvarpinu því sjón- varpið er svo skemmtilegur miðill en það er útvarpið líka. Útvarpið er algjörlega stór- kostlegur miðill. Þar hefur maður nægan tíma til þess að segja sögu á áhrifaríkan hátt. Maður hefur svo frjálsar hendur og hefur einungis eigin rödd, tónlist og hljóð til þess að koma frásögninni frá sér – engar myndir til þess að styðja við frá- sögnina líkt og í sjónvarpi. Þannig reynir útvarpið á mann og er al- gjörlega magnaður miðill,“ endur- tekur Erla sem kann vel við sig á gömlu gufunni. „Sagan á Rás 1 er svo sterk og þarna er að finna frá- bæra vinnufélaga sem hafa þvílíka reynslu að það hálfa væri meira en nóg.“ Missti systur sína Erla fæddist árið 1979 í Reykja- vík en hún á ættir að rekja norður á Strandir og upp í Borgarfjörð. „Ég lít á mig sem Reykvíking þótt ég hafi búið í Garðabæ frá tíu ára aldri. Ég ólst upp við Ægisíðuna og mínar rætur liggja í Vesturbænum. Æskuminningarnar og mínir æskuvinir eru þaðan. Mér þykir voðalega vænt um Vesturbæinn og lít á hann sem mínar uppeldis- stöðvar,“ segir Erla sem fór í Mela- skóla, síðar Flataskóla og Garða- skóla. Hún segist ekki hafa verið erfið- ur unglingur en vissulega hafi for- eldrar hennar þurft að hafa fyrir henni. „Ég var ekki beint villingur en ég var ögrandi. Var alltaf að reyna að leysa lífsgátuna og spyrja spurninga. Það verður samt seint hægt að segja að ég hafi verið vill- ingur en þæg og prúð var ég ekki.“ Foreldrar hennar, Jóna Ólafs- dóttir og Tryggvi Pétursson, skildu þegar hún var 24 ára. „Ég er miðju- barn. Ólafur bróðir minn er sex árum eldri en ég. Þegar ég var sjö ára eignaðist ég systur en hún lést úr hjartagalla innan við ársgömul. Signý Jóna systir mín fæddist svo árið eftir. Mamma mín er gift konu í dag og pabbi er búinn að kynnast nýrri konu – við erum því mjög nútímaleg fjölskylda,“ seg- ir Erla brosandi en bætir því við að hún sé sú eina í fjölskyldunni sem hafi farið í fjölmiðlabrans- ann. „Það er mikið um viðskipti í fjölskyldunni og ég þyki örugg- lega svolítið skrítin í því samhengi. Margir hafa verið viðloðandi sjáv- arútveginn en langafi minn var til að mynda stofnandi Lýsis, en það fyrirtæki er í dag í eigu föðursystur minnar. Þetta er mikið viðskipta- og kaupsýslufólk. Ég er algjörlega á skjön við það,“ segir Erla sem hefur þó reynslu úr viðskiptalífinu þar sem hún flutti sig um set þegar hið margfræga hrun varð á Íslandi. „Ég fór að vinna hjá markaðsdeild Straums-Burðaráss fjárfestinga- banka. Það var áhugaverður tími en þetta starf átti engan veginn við mig,“ segir hún og bætir við að það hafi verið gaman að upplifa þá stemningu sem ríkti í bönkun- um á þessum tíma. „Ég bý að þeirri reynslu en svo sprakk bólan og ég missti vinnuna.“ Erla man vel eftir því þegar litla systir hennar lést, aðeins nokkra mánaða gömul. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var orðin full- orðin hvað ég gekk í gegnum mikla sorg. Tilhlökkunin og tilfinn- ingarnar sem fylgdu því að eignast systkini voru svo miklar. Ég man hvað ég hlakkaði til og taldi nið- ur alla níu mánuðina. Vonbrigð- in og sorgin varð svo mikil þegar hún lést í Boston þar sem hún var í skurðaðgerð. Í dag er sem betur fer hægt að lækna þennan hjartagalla,“ segir hún og bætir við að börn eigi til að gleymast í sorgarferlinu. „Þau fá oft ekki að syrgja og það er ekki litið þannig á að þau upplifi sömu tilfinningar og hinir fullorðnu. Þetta var mjög erfiður tími en ég man hvað ég var glöð þegar mamma sagði mér að hún væri aftur orðin ófrísk.“ Erla segist ótrúlega náin þeim Ólafi og Signýju Jónu. „Systkini mín eru í raun og veru mínir bestu vinir. Bróðir minn er kletturinn minn og systir mín er besta og skemmtileg- 30 Viðtal 20.–22. júlí 2012 Helgarblað „Fer mér ekki að vera stillt og sæt“ Útvarpskonan Erla Tryggvadóttir kann vel við sig á gömlu gufunni. Erla hef- ur verið á flakki um heiminn en er nú komin heim og tilbúin að skjóta rótum. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Erlu um stöðu kvenna í fjölmiðlum, fyrir- sætustörf á unglingsárunum, sáran systurmissir og samkynhneigð, en móðir Erlu kom út úr skápnum þegar Erla var orðin fullorðin. „Ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var orðin fullorðin hvað ég gekk í gegnum mikla sorg. Erla Tryggvadóttir Erla er gömul sál og mikið náttúrubarn. „Ég tók þetta samt ekki eins nærri mér og margir sem ég þekki úr bankageiranum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.