Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 47
50 verðmætustu íþróttafélögin Sport 47Helgarblað 20.–22. júlí 2012 n Manchester United er verðmætasta íþróttafélag heims n Öll liðin í NFL -deildinni á topp 50 og fjögur á topp 10 n Sjö knattspyrnulið á listanum verð í ákveðin sæti vallarins til að trekkja að fleiri áhorfend- ur. Félagið hefur átt í erfiðleik- um með að fá áhorfendur á heimaleiki sína sem fara fram á MetLife Stadium, leikvangi sem liðið deilir með grönnum sínum New York Giants. 13. Houston Texans Virði: 151 milljarður króna Eigandi: Robert McNair Houston Texans er enn eitt NFL-liðið sem kemst á listann. Félagið tryggði sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar í fyrsta sinn í sögunni árið 2011, en félagið var stofnað árið 2001. Helsta tekjulind félagsins er miða- sala á heimaleiki, en þar er að finna 200 sérútbúin stæði fyrir vellauðuga einstaklinga og 8.400 lúxussæti. Nær félag- ið 50 milljónum dala, eða 6,3 milljörðum króna, í kassann á hverju ári með miðasölu í um- rædd sæti. Heimavöllur liðsins ber nafn Reliant Energy-orku- fyrirtækisins og greiðir orku- fyrirtækið Texans-liðinu 300 milljónir dala, eða 38 milljarða króna, fyrir 30 ára samning. 14. Philadelphia Eagles Virði: 146 milljarðar króna Eigandi: Jeffrey Lurie Philadelphia Eagles hefur sett markið hátt á undan-förnum árum en árangur- inn innan vallar þó látið á sér standa. Félagið er eitt það fjár- sterkasta í NFL-deildinni og er það ekki síst öflugum heima- velli – sem skilar milljörðum í kassann á hverju ári – og litl- um skuldum að þakka. Blikur eru þó á lofti því eigandinn, Jeffrey Lurie, stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína til 20 ára og eru eignir hans að mestu bundnar í félaginu. 15. Ferrari Virði: 139 milljarðar króna Eigandi: Fiat Group Það kann að þykja óvenjulegt að bílafram-leiðandi sé á listanum yfir ríkustu íþróttafélögin. Hér er þó að sjálfsögðu átt við þann arm fyrirtækisins sem snýr að akstursíþróttum og þá einna helst Formúlu 1. Ferrari hefur gert afar verð- mæta auglýsingasamninga á undanförnum árum, meðal annars 52 milljóna dala, eða 6,5 milljarða króna, samning við spænska bankann Sant- ander fyrr á þessu ári. Þá framlengdi fyrirtækið aug- lýsingasamning við tóbaks- framleiðandann Marlboro sem tryggir Ferrari 500 milljónir dala, eða 63 millj- arða króna, á næstu þrem- ur árum. Fleiri verðmæt íþróttafélög 16.–18. Chicago Bears, 138 milljarðar 16.–18. Green Bay Packers, 138 milljarðar 16.–18. Baltimore Ravens, 138 milljarðar 19. Indinapolis Colts, 134 milljarðar 20. Denver Broncos, 133 milljarðar 21. Pittsburgh Steelers, 129 milljarðar 22. Miami Dolphins, 128 milljarðar 23.–24. Carolina Panthers, 126,5 milljarðar 23.–24. Boston Red Sox, 126,5 milljarðar 25. Seattle Seahawks, 126 milljarðar 26.–27. San Francisco 49ers, 125 milljarðar 26.–27. AC Milan, 125 milljarðar 28. Kansas City Chiefs, 124,7 milljarðar 29. Tampa Bay Buccaneers, 124 milljarðar 30. Cleveland Browns, 123,5 milljarðar 31. New Orleans Saints, 122 milljarðar 32. Tennessee Titans, 121,9 milljarðar 33. San Diego Chargers, 116,3 milljarðar 34. Arizona Cardinals, 113,9 milljarðar 35. Los Angeles Lakers, 113,8 milljarðar 36. Chicago Cubs, 111,2 milljarðar 37. Cincinnati Bengals, 110,7 milljarðar 38. Detroit Lions, 106,7 milljarðar 39. Atlanta Falcons, 103 milljarðar 40. McLaren, 101,1 milljarðar 41. Minnesota Vikings, 100,6 milljarðar 42. Buffalo Bills, 100,1 milljarðar 43. New York Knicks, 98,6 milljarðar 44. St. Louis Rams, 98 milljarðar 45. Oakland Raiders, 96,3 milljarðar 46. Chelsea, 96,2 milljarðar 47. Jacksonville Jaguars, 91,7 milljarðar 48. Philadelphia Phillies, 91,4 milljarðar 49. New York Mets, 91 milljarður 50. Texas Rangers, 85,2 milljarðar Á toppnum Manchester United er verðmætasta íþróttafélag heims, sam- kvæmt úttekt Forbes-tímaritsins. Það er ekki síst góðum árangri United að þakka undanfarin ár. Hér sjást leikmenn félagsins fagna meistaratitli sínum á Englandi vorið 2009. Mynd ReuteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.