Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 54

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2012, Page 54
54 Fólk 20.–22. júlí 2012 Helgarblað Tók 110 kíló í axlapressu n Björgólfur Thor tók á því á hlýrabolnum í World Class A uðkýfingurinn Björg­ ólfur Thor Björgólfsson var í miklu stuði í World Class Laugum á mið­ vikudaginn var. Hann stund­ aði þar líkamsrækt af miklu kappi en Björgólfur hefur lengi lagt mikið upp úr líkamlegu atgervi. Klæddur í svartan hlýrabol „refsaði“ Björgólfur lóðunum eins og jafnan er sagt á lyftingamáli en hann tók meðal annars 110 kíló í axlar­ pressutæki. Það var mikið að gera hjá Björgólfi en á milli þess sem hann lyfti var hann í símanum. Líkt og áður sagði hefur Björgólfur lengi lagt mikið upp úr því að vera vel á sig kominn en Ármann Þorvaldsson sagði frá því í bók sinni Ævintýraeyj­ unni sem kom út skömmu eft­ ir hrun að Björgólfur væri mik­ ið heljarmenni og tæki heil 200 kíló í bekkpressu. Þá var frétt í DV síðasta sumar um það þegar Björgólfur sýndi maga­ vöðvana á Quarashi­tónleik­ um á Nasa. Þá bauð starfs­ stúlka Björgólfi að kaupa bol og hann spurði hana hvaða stærð hún teldi sig nota. Medi­ um/Large skaut hún á og sló Björgólfur þá á létta strengi og lyfti upp bolnum sínum, spennti magavöðvana og spurði hana hvort hún teldi virkilega að hann passaði í þá stærð. Það voru fleiri stjörnur á vappi í Laugum á miðviku­ daginn. Fyrrverandi lands­ liðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen og ísdrottn­ ingin, Ásdís Rán Gunnars­ dóttir, voru á svæðinu sem og stjörnulögfræðingurinn Sveinn Andri Sveins­ son. n Berlínarrefirnir í æfingaferð n „Læðast út á lífið“ saman í herbergi D agur Sigurðsson er búinn að vera hér á landi síðustu daga með liðið sitt Füchse Berlin. Dagur segir að ferðin hafi aðallega verið ætluð sem æfingaferð en líka skemmtiferð sem hristir hóp­ inn saman. „Það sem af er hef­ ur verið ansi mikil dagskrá. Við vorum að í gær frá klukkan sex um morguninn og kláruðum að spila „paintball“ í Skemmti­ garðinum klukkan eitt í nótt,“ segir Dagur og bætir við: „Strákarnir voru orðnir frekar lúnir í gær þegar þeir fóru að sofa enda eru þeir líka búnir að vera á æfingum inn á milli.“ Dagur segir strákana vera mjög hrifna af landinu. „Dag­ skráin hefur verið mjög fjöl­ breytt. Þeir eru búnir að fara í Bláa lónið og svo fór Dóri DNA með þá í Vesturbæjarlaugina og kenndi þeim Müllers­æf­ ingar. Svo hefur ratleikur verið í gangi og strákarnir hafa ferðast á hjólum um allan bæ að safna sér stigum. Sumir þeirra náðu sér í stig með því að hlaupa upp á Esjuna í morgun.“ Liðið dvelur á Kex Hostel og gista strákarnir í einu 16 manna herbergi. Dagur segir að kokk­ urinn á Kex Hostel, Gunnar Karl, sé búinn að setja saman rosalega góðan mat seðil fyrir þá, enda þurfa drengirn­ ir að borða vel eftir stífar æf­ ingar og eru þeir mjög ánægð­ ir með íslenska matseld. „Við fljúgum aftur til baka á sunnu­ daginn og þeim verður gefinn örlítið lausari taumurinn um helgina. Við ætlum að vera á Kex á föstudagskvöldið og gera okkur glaðan dag og ég býst al­ veg við því að þeir kíki aðeins á næturlífið, það er hætt við því,“ segir Dagur og hlær. Dagur er einn af eigendum Kex Hostels en meðeigendur hans eru m.a. Eiður Smári, Pétur Marteinsson, Her­ mann Hreiðarsson og Kristinn Vilbergsson. „Kex Land er nýr angi af þessu hjá okkur og mun taka að sér að skipuleggja ferðir fyrir útlendinga sem koma til Íslands og vilja upplifa landið á annan hátt en hefur verið í boði, í ferðum sem eru svolítið í okkar stíl. Við höfum æft þetta á Füchse Berlin núna á meðan þeir hafa dvalið hjá okkur og þetta hefur verið alveg rosa­ lega skemmtilegt.“ Dagur segir að Eiður Smári hafi ekki verið með þeim fram að þessu: „Kannski fáum við að hitta hann eitthvað ef hann fórnar sér á föstudagskvöldið.“ Dagur Sigurðsson „Við ætlum að vera á Kex á föstudagskvöldið og gera okkur glaðan dag og ég býst alveg við því að þeir kíki aðeins á næturlífið, það er hætt við því.“ Löng dagskrá Leikmenn liðsins hafa æft stíft á Íslandi en einnig fengið að láta gamminn geysa. Füchse Berlin Mjög hrifnir af Íslandi. Afsökunar- beiðni HVH Grínistinn Halldór Halldórs­ son, betur þekktur sem Dóri DNA, er ritstjóri síðunnar „Hverjir voru hvar“ en á mánudaginn birtu þeir ljós­ mynd af fólki í atlotum á Austurvelli. Myndin var síð­ an tekin út af vefnum og í kjölfarið sendi Dóri frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á þessari myndbirtingu. Í yfirlýs­ ingunni segir meðal annars „Síðan var upphaflega stofn­ uð til þess að fanga tíðar­ andann hverju sinni. Gera grín að öfgunum í kring­ um okkur og að reyna setja kynslóð okkar í sögulegt og spaugilegt samhengi. Ljós­ mynd af fólki að gera það á Austurvelli kemur málinu nákvæmlega ekkert við.“ Í lok yfirlýsingarinnar segir Dóri svo: „Ég skeit á mig, bæði með því að draga síð­ una niður á plan sem ég sjálfur þoli ekki, og með því að þykjast heilagri en annað fólk. Þess vegna birti ég hér mynd af mér að kúka.“  „Leiðin- leg“ Dísa Söngkonan Dísa Jakobs leit­ aði til Facebook­vina sinna á fimmtudag þegar hún lenti í tækniörð­ ugleikum. „Þetta er án efa leiðin­ legasta stöðu­ uppfær­ sla sem ég mun nokkurn tímann skrifa en hér kemur hún,“ sagði söngkonan sem hafði lent í vandræðum með Mack­ book Pro­fartölvuna sína. Vinir söngkonunnar voru ekki lengi að koma henni til bjargar en Dísa er búsett í Danmörku þar sem hún ræktar fjölskyldu sína og tónlistina. Frægir á frumsýningu Stórmyndin The Dark Knight Rises var forsýnd í Sambíóunum Egilshöll á miðvikudag og var fjöldi frægra íslendinga sem barði Batman augum fyrst lands­ manna. Á sýningunni voru meðal annarra Erpur Ey­ vindarson, Steindi Jr, Björn Bragi Arnarsson, Ágúst Bent Sigbertsson, Sverrir Berg­ mann, Marín Manda, Hall­ dór Halldórsson, Kalli Lú, Svali og fleiri. Gestum líkaði myndin nokkuð vel og var klappað vel og lengi þegar henni lauk. Voru ekki langt und- an Eiður Smári og Ásdís Rán. Björgólfur Thor Tók hraustlega á því í World Class.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.