Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Blaðsíða 8
Þú getur kosið um stjórnarskrá
n Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst um helgina
K
jörseðillinn fyrir þjóðarat
kvæðagreiðslu um tillög
ur stjórnlagaráðs að nýrri
stjórnarskrá var birtur á
netinu á fimmtudag. Atkvæða
greiðsla utan kjörfundar hefst á
laugardaginn en sjálf hefst at
kvæðagreiðslan þann 20. október.
Á kjörseðlinum, sem hér er
birtur, eru sex spurningar en kjós
andi þarf ekki að svara þeim öll
um. Í fyrstu spurningu er ein
faldlega spurt hvort þú viljir að
tillögur stjórnlagaráðs verði lagð
ar til grundvallar nýrri stjórnar
skrá. Við þeirri spurningu, eins og
hinum fimm, eru aðeins tveir val
möguleikar; já eða nei.
Önnur spurningin lýtur að
því hvort náttúruauðlindir sem
ekki eru í einkaeigu verði lýstar
þjóðareign. Í næstu spurningu er
spurt hvort þú viljir að í stjórnar
skrá sé ákvæði um þjóðkirkju á Ís
landi. Fjórða spurningin lýtur að
persónukjöri í alþingiskosningum,
sú fimmta að jöfnu vægi atkvæða
alls staðar á landinu. Í síðustu
spurningunni er spurt hvort þú
viljir að í stjórnarskrá verði ákvæði
sem kveði á um að tiltekinn hluti
kosningabærra manna geti krafist
þess að mál verði send í þjóðar
atkvæðagreiðslu.
„Atkvæðagreiðslan fer fram á
sömu kjörstöðum og notast er við
í almennum kosningum. Skömmu
fyrir atkvæðagreiðsluna mun
hvert sveitarfélag auglýsa með
venjulegum hætti hvar kjörstað
ir verði, hvenær kjörfundur hefj
ist og hvenær honum verði slitið
á kjördag, hvernig skipt
verði í kjördeildir, o.fl.
Kjósendur eru beðnir að
kynna sér vel þær upp
lýsingar,“ segir á vefn
um kosning.is, þar sem
einnig má sjá kjörseð
ilinn.
baldur@dv.is
8 Fréttir 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað
R
annsóknin er ekki alveg
búin en býsna langt kom
in,“ segir Ólafur Þór Hauks
son, sérstakur saksóknari,
um rannsókn á fjárdrætti
starfsmanns Sjálfstæðisflokksins af
fé íhaldsflokka Norðurlandaráðs.
Páll Heimisson, alþjóðafulltrúi Sjálf
stæðisflokksins, er grunaður um að
hafa dregið sér 15 til 20 milljónir af
fé íhaldsflokkanna á Norðurlöndum.
Ólafur segir málið að mörgu leyti
flókið og því hafi það tafist. „Þetta eru
mörg tilvik. Þá er það í raun þannig
að hverja og eina færslu ber að skoða
sem hugsanlegt og meint brot.“
Valhöll ber ábyrgð
Framkvæmdastjórn íhaldsflokkahóps
Norðurlandaráðs var fram til ársloka
2010 í höndum Íslendinga. Bjarni
Benediktsson, formaður Sjálfstæð
isflokksins, fór með stjórn hópsins á
þeim tíma en alþjóðaritari flokksins
var starfsmaður ráðsins. Íhaldsflokk
arnir, ólíkt öðrum samstarfshópum
Norðurlandaráðs, hafa ekki stofnað
lögaðila í kringum reksturinn. Ábyrgð
og fé er því hýst hjá þeim flokki
sem fer með stjórn hópasamstarfs
ins hverju sinni. Yfirmaður Páls var
því Jónmundur Guðmarsson, fram
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Hann vildi þó ekki gangast við ábyrgð
á málinu þegar DV ræddi við hann
vegna þess í desember síðastliðnum
þrátt fyrir að fé íhaldshópsins hefði
verið geymt á reikningi Sjálfstæðis
flokksins, sem einnig sá um bókhald
og launagreiðslur.
Bara gjaldkeraþjónusta
„Við lítum þannig á að hann hafi ver
ið starfsmaður íhaldshópsins. Það er
bara okkar afstaða,“ sagði Jónmund
ur aðspurður hvort fréttatilkynn
ing flokksins sem sagði Pál aðeins
hafa haft aðsetur í Valhöll hefði verið
sannleikanum samkvæm.
Jónmundur sagði að bankareikn
ingar, þar sem fjármunir íhalds
grúppunnar voru geymdir, hefðu
verið á ábyrgð Páls og flokkahóps
ins sjálfs en að Sjálfstæðisflokk
urinn hefði einungis séð um gjald
keraþjónustu. „Sjálfstæðisflokkurinn
sá um að greiða reikninga og ann
að samkvæmt ósk starfsmannsins,“
sagði Jónmundur. Þetta er á skjön
við upplýsingar DV innan úr flokka
hópi íhaldsmanna en þar er litið svo
á að málið sé Sjálfstæðisflokksins.
Fé íhaldsflokkanna hafi verið á vakt
sjálfstæðismanna en komi íhalds
flokkunum ekki við að öðru leyti.
Finnar tóku við framkvæmda
stjórn hópsins í ársbyrjun 2011 en
málið komst upp í mars í fyrra. Þá
verandi framkvæmdastjóri hóps
ins, MariaElena Cowell sem tók við
framkvæmdastjórn hópsins eftir yf
irfærslu formennsku til Finna, sagði
á sínum tíma við fréttastofu RÚV að
hún skildi ekki hvernig fjárdráttur
inn ætti að hafa farið fram því fram
kvæmdastjórinn hefði almennt ekki
beinan aðgang að reikningum hóps
ins og þyrfti að bera öll fjárútlát und
ir yfirboðara sína. Páll er grunaður
um skjalafals til fegrunar á fjárútlát
um hans.
Reglunum breytt
Málið hefur dregið dilk á eftir sér en
eftirlitsnefnd Norðurlandaráðs, sem
Bjarni á sjálfur sæti í, hefur nokkrum
sinnum fjallað um málið. Innan
ráðsins er litið svo á að málið komi
ráðinu ekki sérstaklega við. Peningun
um hafi raunar verið stolið frá íhalds
flokkunum en ekki Norðurlandaráði.
Hins vegar hefur málið vak
ið athygli á nauðsyn þess að settar
séu reglur um meðhöndlun á fé frá
ráðinu enda ætlunin að styrktarfé
ráðsins fari í starfsemi þess en ekki
einkaneyslu starfsmanna. Það mun
hafa komið þingmönnum Norður
landaráðs nokkuð á óvart hvernig
staðið er að rekstri á starfsemi sam
starfsvettvangs íhaldsflokka innan
ráðsins en ólíkt flokkahópum græn
ingja og sósíalista, jafnaðarmanna og
miðjuflokka er enginn sérstakur lög
aðili eða félag um starfsemina.
Formaður eftirlitsnefndar Norð
urlandaráðs, Sonja Mandt þingkona
norska verkamannaflokksins, seg
ir nefndina funda í september og
þá verði nýju reglurnar ræddar og
væntanlega ákvarðaðar. Hún sagði
fjársvikamálið hér á landi verða haft
í huga þegar reglurnar verða settar
saman. „Við þurfum reglur. Það voru
engar reglur um þessi mál. Eftirlits
nefndin hefur komist að þeirri niður
stöðu að við verðum að setja reglur
um fjárútlát sem þessi.“
Valhallar-
fjársVik enn
Í rannsÓkn
n Bjarni Benediktsson bar ábyrgð og er í eftirlitsnefnd
„Það voru
engar reglur
um þessi mál
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Bara bókhaldsþjónusta Jónmundur
Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins, segir flokkinn hafa veitt
bókhaldsþjónustu og greitt reikninga en
telur ábyrgð ekki fylgja þjónustunni.
Setja reglur Sonja Mandt, formaður
eftirlitsnefndar Norðurlandaráðs, segir
reglum um styrki ráðsins til flokkahópa
verða breytt á næstunni.
Dró sér fé Páll Heimisson er grunaður
um að hafa dregið sér 15 til 20 milljónir af
fjárstyrk Norðurlandaráðs sem Sjálfstæðis-
flokkurinn hafði umsýslu með.
Firra sig
ábyrgð Bjarni
Benediktsson fór
með formennsku
flokkahóps
íhaldsmanna
þegar fjár-
drátturinn átti
sér stað.
Kjörseðillinn Opnað
verður fyrir kosningu
utan kjörfundar á
laugardag.
Dagur gegn kyn-
bundnu ofbeldi
UN Women á Íslandi stendur
fyrir Appelsínugula deginum í
annað sinn nú á laugardag. Með
framtakinu er fólk hvatt til að
taka táknræna afstöðu til mikil
vægi þess að uppræta kynbund
ið ofbeldi. Að þessu sinni munu
verslunareigendur á Laugar
veginum taka þátt í átakinu og
skreyta búðargluggana með app
elsínugulu. Að því er fram kem
ur í tilkynningu verður áhersla
lögð á stöðu kvenna í Afganistan,
þar sem ungar stúlkur eru til
að mynda seldar í hjónabönd. Í
Afganistan látast 18 þúsund kon
ur árlega við fæðingu barna vegna
skertu aðgengi að læknisþjón
ustu, skorti á nauðsynlegum lyfj
um og einnig vegna þess að þær
hafa ekki líkamlegan þroska til að
ganga með og fæða barn.
Dögun gagnrýnir
skattahækkanir
Félagsfundur Dögunar vekur
athygli á að frekari skattahækk
anir og niðurskurður muni ekki
leysa skuldavanda ríkissjóðs.
Þegar litið er á heildarsamhengi
hlutanna er ljóst að slíkar að
gerðir og aðrar sambærilegar
smáskammtalækningar duga
skammt við að ráða bót á rekstr
arvanda ríkisins. Þetta kemur
fram í ályktun frá Dögun.
„Félagsfundur Dögunar
ályktar að skuldastaða ríkis
sjóðs sé ósjálfbær, vaxtakostn
aður of mikill og grípa þurfi til
annarra ráða en niðurskurðar,
skattahækkana og lántöku til að
koma á jafnvægi í ríkisfjármál
um. Til að ráðast á vandann er
nauðsynlegt að stöðva frekari
skuldasöfnun og hefja tafarlaust
endursamningaferli við lána
drottna ríkissjóðs um höfuðstól
og vexti skulda svo afborgan
ir ógni ekki velferð þjóðarinnar,
frekar en orðið er.“
Stálu sjötíu
tjökkum
Lögreglan á Suðurnesjum
rannsakar nú þjófnað á níu
steypumótum og sjötíu tjökkum
sem stolið var í Grindavík fyrr í
sumar.
Mótunum og tjökkun
um hafði verið komið fyrir til
geymslu á lóð. Þegar til átti að
taka fannst hvorki tangur né tet
ur af þeim. Þeir sem kunna að
hafa upplýsingar um málið eru
beðnir að hafa samband við lög
reglu í síma 420–1800.