Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 20
K ínverskir milljóna- og millj- arðamæringar eru í aukn- um mæli farnir að yfirgefa heimaland sitt og beina fjár- festingum sínum annað. Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að nokkrar ástæð- ur liggi að baki, til að mynda betri möguleikar til menntunar fyrir börn þessara stóreignamanna, hreinna loftslag en í stórborgum Kína, sveifl- ur í kínversku hagkerfi og breytingar í æðstu embættum Kommúnista- flokksins. Uppgangurinn í kínversku efnahagslífi hefur verið lyginni lík- astur á undanförnum árum og hef- ur stóreignamönnum fjölgað gríðar- lega. Samkvæmt tölum sem komu út í fyrra teljast meira en milljón Kín- verjar milljónamæringar, er þá átt við einstaklinga sem eiga meira en eina milljón Bandaríkjadala, jafnvirði 118 milljóna króna á núverandi gengi. Áhyggjufullir Einn þessara milljarðamæringa sem telja hag sínum betur borgið utan Kína er Louie Huang sem hagnaðist mikið á fasteignaviðskiptum í Kína. Huang er einn af fjölmörgum ung- um milljarðamæringum í Kína; hann ekur um á flottum Porsche og á sann- kallaða lúxusíbúð í miðborg Sjang- haí. Í umfjöllun BBC kemur fram að Louie sé meðal annars maðurinn á bak við stóra blokk í Sjanghaí en í henni eru 200 lúxusíbúðir. Þá á hann fasteignir í fimm öðrum löndum. Nýlega fjárfesti Huang í byggingarverkefni í Singapore, en til- gangurinn með fjárfestingunni var ekki endilega sá að græða sem mest af peningum. Erlendir ríkisborgar- ar sem fjárfesta í Singapore hafa möguleika á að sækja um dvalar- leyfi í landinu til lengri tíma og það er einmitt tilgangur Huangs; hann vill skapa fjölskyldu sinni, sem hann stefnir á að eignast á næstu árum, ör- yggi. Hann óttast að ef illa fer í kín- versku efnahagslífi muni yfirvöld taka stóran hluta þeirra eigna sem hann á. Bandaríkin trekkja að Huang er langt í frá eini milljarða- mæringurinn sem hyggst yfirgefa Kína. Bandarísk yfirvöld hafa í aukn- um mæli beint spjótum sínum að moldríkum Kínverjum og hvatt þá til að fjárfesta í bandarísku hag- kerfi. EB-5 nefnist áætlun í Banda- ríkjunum sem miðar að því að út- deila græna kortinu, landvistarleyfi, til þeirra útlendinga sem koma með fjármagn inn í bandaríska hagkerfið. Fjárfestar sem hyggjast nýta sér þetta þurfa að sýna fram á að fjárfesting þeirra hafi skapað að lágmarki 10 ný störf í Bandaríkjunum. Augljóst er að Kínverjum sem nýta sér þetta kerfi hefur fjölgað mjög á undanförnum árum; árið 2006 voru þeir aðeins 63, árið 2011 voru þeir orðnir 2.408 og það sem af er þessu ári eru þeir nú þegar orðnir fleiri en 3.700. Þetta þýðir að sífellt meira fjár- magn frá Kína streymir inn í banda- ríska hagkerfið. Aðilar frá öllum ríkj- um heimsins geta nýtt sér EB-5, en 75 prósent þeirra sem nýta sér áætl- unina eru kínverskir ríkisborgarar. Í umfjöllun BBC kemur einnig fram að bandarískar fasteignasölur hafi orðið varar við mikla söluaukningu lúxus- íbúða frá kínverskum kaupendum. Tölurnar um EB-5 eru ekki eina vísbendingin um að kínverskir stór- eignamenn séu farnir að hugsa sér til hreyfings. Á síðasta ári var gerð könnun meðal tæplega þúsund kín- verskra milljónamæringa og leiddi niðurstaða þeirrar könnunar í ljós að 60 prósent hefðu íhugað að flytja frá Kína. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Hótar að taka alla af lífi n Mannréttindasamtök eru áhyggjufull vegna orða forseta Gambíu F orseti Afríkuríkisins Gambíu, Yahya Jammeh, hefur til- kynnt að allir fangar sem dæmdir hafa verið til dauða í landinu verði teknir af lífi í næsta mánuði. Þetta sagði Jammeh í sjónvarpsávarpi í byrjun vikunnar og hafa orð hans valdið áhyggjum hjá mannréttindasamtökum. „All- ir sem hafa gerst sekir um alvar- lega glæpi munu borga fyrir það. Öllum refsingum verður framfylgt í landinu til að glæpamennirnir fái það sem þeir eiga skilið,“ sagði Jammeh í ávarpinu. Orð hans eru athyglisverð í ljósi þess að enginn fangi á dauðadeild hefur verið tekinn af lífi síðan árið 1985. Mannréttindasamtökin Am- nesty International hafa með- al annars fordæmt orð gambíska forsetans. „Orð hans vekja ugg og munu án efa valda fjölskyld- um þeirra sem sitja á dauðadeild miklum áhyggjum,“ segir Audrey Gaughran, yfirmaður Afríkudeild- ar Amnesty International. „Verði þessi hótun að veruleika mun það verða áfall fyrir stöðu mann- réttinda í landinu,“ bætir Gaugh- ran við í samtali við The Los Ang- eles Times og segir einnig að staða mannréttinda í landinu sé mjög slæm fyrir. Þannig séu dauðarefs- ingar notaðar sem verkfæri til að berja niður stjórnarandstöðuna og réttarhöld alla jafnan ósann- gjörn. Ekki liggur fyrir hversu margir fangar eru á dauðadeild í Gamb- íu en samkvæmt frétt AFP eru þeir að minnsta kosti 47. Dómsmála- ráðuneyti Gambíu segir að talan sé þó mun hærri. Árið 2009 hót- aði Jammeh einnig að lífláta alla fanga á dauðadeild í landinu en lét þó ekki verða af því. einar@dv.is 20 Erlent 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað n Stóreignamenn í Kína áhyggjufullir n Sífellt fleiri fara til Bandaríkjanna„Bandarísk yfirvöld hafa í auknum mæli beint spjótum sín- um að moldríkum Kínverjum. Þungt yfir Kínverskir milljarða- mæringar eru í auknum mæli farnir að yfirgefa Kína. Ástæðan er meðal annars sú að þeir hafa áhyggjur af kínverska efnahagskerfinu. Áhyggjufullur Louie Huang er einn fjölmargra ungra milljarðamæringa í Kína. Hann stefn- ir á að flytja sig um set til Singapore. Hinir moldríku yfirgefa kína Vinsælir hjá þjófum Bílar frá japanska framleiðand- anum Honda eru afar vinsælir hjá bílaþjófum í Bandaríkjun- um. Þetta kemur fram í skýr- slu frá bandaríska fyrirtækinu NICB sem heldur utan um tölur um stolna bíla í Bandaríkjun- um. Vinsælasti bíllinn hjá þjóf- um vestan hafs árið 2011 var 1994 árgerð af Honda Accord. Tvær ástæður liggja þar að baki: Þessi árgerð var ein mest selda bifreiðin í Bandaríkjunum árið 1994, en aðalástæðan er þó sú að mjög auðvelt er að stela bif- reiðinni. Í öðru sæti á listanum var 1998 árgerðin af Honda Ci- vic. Í þriðja sæti var Ford F-150 Pickup, árgerð 2006, Toyota Camry, árgerð 1991, var í fjórða sæti og í fimmta sæti var Dodge Caravan, 2000 árgerð. Selur allt á eBay Shane Butcher, 29 ára kaupsýslu- maður frá Flórída í Bandaríkjun- um, ætlar að hefja nýtt líf. Þess vegna hefur hann ákveðið að selja allar eigur sínar á uppboðsvefnum eBay. Ekki er um neinar smáeignir að ræða; tvo lúxusbíla, tvö glæsi- leg einbýlishús, verslanakeðju sem selur tölvuleiki og hund. Butcher vonast til þess að fá 3,5 milljón- ir dala í sinn hlut, 415 milljón- ir króna. Fyrir peningana ætlar Butcher að ferðast um heiminn með eiginkonu sinni. Þegar þeirri ferð lýkur ætlar hann að setja upp nýtt viðskiptaveldi á Flórída. Sjálf- ur segist Butcher vera að selja sinn eigin „ameríska draum“. Vilja reyk- lausa kynslóð Yfirvöld í Tasmaníu, fylki í Ástr- alíu sem ekki er á meginlandinu, íhuga að banna sölu á sígarettum til þeirra sem fæddir eru eftir árið 2000. Eins og gefur að skilja mun breytingin taka gildi árið 2018. Markmiðið er að skapa nýja kyn- slóð reyklausra Tasmaníubúa og yrði breytingin sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, eru sams konar breytingar einnig til skoðunar í Singapore og Finn- landi. Tóbakslöggjöf í Ástralíu er ein sú harðasta í heimi. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í síð- ustu viku að ný lög um merk- ingar á tóbaksumbúðum stæðust stjórnarskrá. Það þýðir að eftir 1. desember næstkomandi verður aðeins leyfilegt að selja sígarettur í ólífulituðum pakkningum með myndum tengdum skaðsemi reyk- inga. Umdeildur Yahya Jammeh gaf út sams konar yfirlýsingu árið 2009 án þess að fram- fylgja henni. Mynd ReUteRs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.