Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Page 23
S taða stjórnarskrármálsins nú er býsna lík stöðu sama máls í Bandaríkjunum 1787–1788. Hliðstæðurnar ættu ekki að þurfa að koma neinum á óvart, því að þær liggja öðrum þræði í hlutarins eðli. Stjórnlagaþingið í Fíladelfíu Það tók stjórnlagaþingið í Fíladelf- íu fjóra mánuði að semja frumvarp til nýrrar stjórnarskrár, en það var sami tími og Stjórnlagaráði var skammt- aður til að semja frumvarp sitt til nýrrar stjórnarskrár í fyrra. Hér er þó ólíku saman að jafna að því leyti, að Stjórnlagaráð stóð á öxlum stjórnar- skrárnefnda Alþingis frá fyrri tíð og gat nýtt sér vinnu þeirra og einnig vinnu stjórnlaganefndar, sem lagði vandaða skýrslu fyrir Stjórnlagaráð með ýms- um góðum og nýtilegum hugmynd- um. Fulltrúarnir á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu 1787 (55 fulltrúar frá þeim tólf fylkjum, sem tilnefndu fulltrúa til setu á þinginu) þurftu að semja sitt frumvarp frá grunni. En þeir gerþekktu margir helstu fræðirit Evrópumanna um stjórnlög og skrifuðu sumir mikið um málið handa almenningi. Meðal fræði- rita munaði mest um rit Montesquieus Andi laganna (1748), en þar var lagð- ur grunnurinn að þeirri skipan, sem stjórnarskrá Bandaríkjanna hvílir á með þrígreiningu valds í fyrirrúmi. Rökræður Frumvarp stjórnlagaþingsins í Fíladelf- íu var sett í atkvæðagreiðslur í fylkjun- um þrettán innan árs eða svo frá því að stjórnlagaþingið afhenti Banda- ríkjaþingi fullbúið frumvarp til nýrr- ar stjórnarskrár haustið 1787. Miklar umræður áttu sér stað í landinu um stjórnmál og stjórnskipun eftir lok stjórnlagaþingsins 1787 fram að at- kvæðagreiðslunum 1788–1790. Eink- um var deilt um verkaskiptingu alrík- isstjórnarinnar og fylkjanna þrettán. Andstæðingar frumvarpsins (fylkis- sinnar) töldu, að alríkisstjórninni væru færð of mikil völd á kostnað fylkjanna. Stuðningsmenn frumvarpsins (sam- bandssinnar) töldu, að alríkisstjórnin þyrfti að hafa næg völd til að tryggja að Bandaríkin héldu velli sem ein heild. Þetta var landamæradeila: Hvar átti að draga mörkin milli þessara tveggja sjónarmiða? Málið er ekki enn að fullu útkljáð. Deilur um verkaskiptingu al- ríkisstjórnarinnar og fylkjanna koma iðulega til kasta bandarískra dómstóla, enn um okkar daga. Atkvæðagreiðslur Bandaríkjaþing ákvað að vísa frum- varpi stjórnlagaþingsins í Fíladelfíu til fylkjanna þrettán til samþykktar eða synjunar. Stjórnlagaþingið hafði kveðið á um, að samþykkt frumvarpsins í níu fylkjum dygði til að frumvarpið tæki gildi sem stjórnarskrá landsins alls. Bandaríkjaþing féllst á þá tilhögun. Sumir töldu, að þingið þyrfti fyrst sjálft að samþykkja frumvarpið, en þeirri skoðun var hafnað í þinginu. Stjórn- lagaþingið (með skipuðum fulltrúum, ekki kjörnum) hafði samið frumvarpið, og Bandaríkjaþing taldi ekki viðeigandi að fjalla efnislega um frumvarpið, hvað þá breyta því, það gætu fylkin ein gert. Sumir töldu, að með því að taka ekki efnislega afstöðu til frumvarpsins væri þingið að lýsa samþykki sínu, þar eð þögn væri sama og samþykki. Aðrir litu svo á, að með því að samþykkja ekki frumvarpið væri þingið í reyndinni að lýsa andstöðu sinni. Fylkin þrettán fólu ýmist lögþing- um sínum að afgreiða frumvarpið eða sérþingum, þar sem sérkjörn- ir fulltrúar sátu ásamt þingmönn- um. Delaware, New Jersey og Georgía samþykktu frumvarpið einróma fyrir árslok 1787, og Pennsylvanía sam- þykkti frumvarpið um svipað leyti 46:23. Í ársbyrjun 1788 samþykkti Connecticut frumvarpið 128:40 og Massachusetts 187:168. Næst sam- þykkti Maryland frumvarpið 63:11 og Suður-Karólína 149:73. Um mitt ár 1788 samþykkti New Hampshire, níunda fylkið af þrettán, frumvarp- ið 57:47. Frumvarpið var í höfn níu mánuðum eftir að stjórnlagaþingið skilaði því af sér til Bandaríkjaþings. Skömmu síðar samþykkti Virginía, fjölmennasta fylkið, frumvarpið 89:79 og New York 30:27. Norður-Karólína hafnaði frumvarpinu 184:83, en það breytti engu um niðurstöðuna. Rhode Island, þrettánda fylkið, samþykkti frumvarpið 43:32, þótt frumvarpinu hefði verið hafnað með 2708 atkvæð- um gegn 237 í almennri atkvæða- greiðslu þar. Í þessum tölum felst, að hefðu tuttugu manns í viðbót lagst gegn frumvarpinu (sex í New Hamps- hire, sex í Virginíu, tveir í New York og sex í Rhode Island) hefði frumvarpið að öðru jöfnu ekki náð fram að ganga. Samþykkt bandarísku stjórnarskrár- innar var enginn dans á rósum, en lýðræðið bar sigur úr býtum. Megi lýðræðið einnig sigra hér heima. Einn maður, eitt atkvæði, eitt kjördæmi Í fyrsta sinn býðst kjósendum í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um frumvarp Stjórnlagaráðs 20. október n.k. að kjósa á jafnréttisgrundvelli um stórpólitísk mál, meðal annars um jafnt vægi at- kvæða, beint lýðræði og auðlindir í þjóðareigu. Þjóðin fékk ekki að kjósa um Keflavíkursamninginn 1946, ekki um inngönguna í NATO 1949 og ekki heldur til dæmis um aðild að ESB 1994 eða síðar. Í þjóðaratkvæðagreiðslu er landið eitt kjördæmi. Þar sitjum við öll við sama borð. Utankjörfundarat- kvæðagreiðsla hefst á morgun. Kjósum snemma. Nýtum færið. Leyfum lýð- ræðinu að blómstra. Ekki til eftirbreytni Ekki lausnin Örn Þorleifsson um aðferðir hreindýraveiðimanna. – DV Lét nægja að fleygja mömmu í Hvítá Andri Ólafasson fréttamaður fór með ömmu í rafting. – DV Stefán Ólafsson prófessor um frjálshyggju. – Eyjan Spurningin „Þjóðhátíð var skemmtileg. Hún klikkar aldrei, sérstaklega ekki í ár; veðrið var svo gott.“ Stefán Jón Ingvarsson barþjónn og kokkur á Úrillu Górilluni „Landsmót skáta!“ Sigurbjörg Ásta Ólafsdóttir nemi Hvað stóð upp úr í sumar? 1 Harmleikur í Lautasmára Ekkert saknæmt við lát manns sem féll fram af svölum á þriðjudag. 2 „Hafa ekki einu sinni hitt hann“ Fulltrúar ráðuneytis menntamála hafa ekki hitt ungan dreng sem fær ekki inngöngu í Klettaskóla. 3 Mouhamed Lo frjáls ferða sinna Verður ekki sendur til Noregs sam- kvæmt ákvörðun innanríkisráðuneytis. 4 Tíu stjörnur sem dóu fyrir frumsýningu Whitney Houston, Heath Ledger og Marilyn Monroe í hópnum. 5 Segir Bandaríkjamenn illa upplýsta Hin breska Emily Mortimer segir bandarískan almenning hættulega illa upplýstan. 6 Skaut í gólfið úr stórum veiðiriffli Sérsveit lögreglunnar handtók mann- inn í Garðabæ á miðvikudagskvöld. 7 Tækjum tjaslað saman með límbandi á Landspítala Forstjóri Landspítalans lýsir áhyggjum af tækjakosti sjúkrahússins. Mest lesið á DV.is „Ég fór til Danmerkur í sumarfrí. Þar tjillaði ég í góðu veðri.“ Árný Rut Jónsdóttir verkfræðinemi „Ég var edrú. Það stóð upp úr.“ Erna Margrét Oddsdóttir verslunarstjóri Gyllta kattarins „Við dvöldum á Suður-Englandi í sumar. Það var skemmtilegur tími. Það var hins vegar alltaf verið að segja við okkur að veðrið á Íslandi hefði aldrei verið betra en í sumar.“ Gunnar Pálmason og Jóhanna Skarphéðinsdóttir ellilífeyrisþegar Dansað eins og enginn verði morgundagurinn Hress hópur fólks mætti í Hörpu í einu hádeginu í vikunni og dansaði undir taktföstum tónum tónlistar. Reykjavík Dance Festival, í samvinnu við Hörpu, stóð fyrir uppátækinu sem kallast Lunch Beat Reykjavík. Næst verður dansað á Skúlagötu 30 í hádeginu á þriðjudaginn. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Kjallari Þorvaldur Gylfason Umræða 23Helgarblað 24.–26. ágúst 2012 Sögulegar hliðstæður „Utankjörfundar- atkvæðagreiðsla hefst á morgun. Kjósum snemma. Nýtum færið. Leyfum lýðræðinu að blómstra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.