Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Síða 32
S öngkonan Alda Ingi- bergsdóttir er sannköll- uð Hafnarfjarðar- mær því hún er fædd og uppalin og býr þar í dag. „Ég bjó alla mína æsku í Hafnar firði og ég man ekki eftir mér öðruvísi en syngj- andi,“ segir Alda hlæjandi. „Ein frænka mín sagði mér frá því að þegar ég var 3 ára göm- ul var mér stillt upp á borð þar sem ég söng Yesterday með Bítlunum. Ég byrjaði sem sagt mjög snemma að syngja.“ Hitti stórsöngkonu Þegar Alda var 17 ára fór hún á tveggja vikna söngnámskeið sem hún sagði að hefði ver- ið mjög skemmtilegt og hún fékk meira að segja að hitta stórsöngkonuna Guðrúnu Á. Símonardóttur. Alda fór ekki í frekara söngnám fyrr en eftir tvítugt en hún er óperusöng- kona í dag: „Það er svolítið skemmtilegt hvernig þetta byrjaði allt saman. Ég var 21 árs og var að syngja í kór og vann í fyrirtæki í Hafnarfirði sem heitir Hagvirki. Þegar kom að árshátíðinni þá bað ein sem vann með mér mig um að taka lagið á árshátíð- inni því ég væri nú í kór. Ég sló til og söng tvö lög, annað þeirra var Ó, Dísa og það var spilað undir á hljóðfæri.“ Eft- ir þessa árshátíð lét þessi vin- kona Öldu hana ekki í friði með það að fara nú að skrá sig í söngskóla sem hún svo á endanum gerði. „Mér fannst ég alltof gömul til að fara í Söngskólann en fór svo í inn- tökupróf hjá Garðari Cortes og komst inn í öldungadeildina. Ég fór fyrst á námskeið en end- aði svo í fullu námi í dagskóla í Söngskólanum.“ Leysti Diddú af Áhuginn á söngnum jókst bara með tímanum og Alda fór til Englands í diplóma- nám. Eftir að hún flutti heim fór hún til Akureyrar og kenndi söng þar auk þess sem hún söng í óperum, til dæmis Sígaunabaróninum, Helenu Fögru og í Kátu ekkjunni. „Ég söng líka í sýningu á Egilsstöð- um sem heitir Næturdrottn- ingin en síðastliðið haust var ég beðin um að koma í prufu í Óperunni því að Diddú þurfti að vera í burtu eina sýningu af Næturdrottningunni og það vantaði einhvern til að leysa hana af. Það voru fleiri sem komu til greina en það var hr- ingt í mig innan hálftíma og mér sagt að ég fengi starfið og ég fékk að syngja eitt kvöld í Hörpu,“ segir Alda en hún seg- ist alltaf hafa unnið við eitt- hvað annað með söngnum. Til dæmis er hún núna að vinna í húsgagnaversluninni Casa. 32 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað Stórafmæli Alda Ingibergsdóttir óperusöngkona 50 ára 24. ágúst 82 ára 25. ágúst Sean Connery, sjarmörinn og upprunalegi James Bond. 32 ára 26. ágúst Macaulay Culkin, barnastjarnan sem heillaði alla í myndunum Home Alone. 24 ára 24. ágúst Rubert Grint, rauðhærði leikarinn úr myndunum um Harry Potter. Söng uppi á borði Þriggja ára gömul Veisla fyrir ófæddu börnin Þ að hafa eflaust margir heyrt um það sem kallast í Bandaríkjun- um „Baby Shower“ þó svo að það hafi aldrei tíðk- ast að halda svona veislu hérna heima. En þetta mun vera þekkt í fleiri löndum en Bandaríkjunum. Veislan er haldin fyrir konu sem á von á barni. Orðið „shower“ eða sturta eins og það heitir á íslensku er dregið af því að hin verð- andi móðir er böðuð í gjöf- um í veislunni. Í byrjun var vaninn að halda svona veislu fyrir konu sem var að eiga sitt fyrsta barn og eingöngu konum var boðið og þessi vettvangur var kjörinn til að deila reynslu sinni af barneignum. Í dag hefur það hinsvegar breyst þannig að þetta er haldið fyr- ir barnshafandi konur, óháð því hvort um fyrsta barn sé að ræða. Í Kína var það þannig einu sinni að „Baby Shower“ var haldið mánuði eftir fæðingu barnsins. Það var gert vegna þess að heilbrigðiskerfið þar í landi var það slæmt að fjöldi barna dó við fæðingu eða á fyrsta mánuði. Hjá múslimum er þessi veisla haldin líka en þar er venj- an að fórna einu dýri í tilefni af veislunni. Kjöti dýrsins er svo skipt í þrennt, einn hluti er fyrir fátæka, einn hluti fer til ættingja barnsins og svo fer einn hluti til heimil- is barnsins. Venjur í þessum veislum eru misjafnar eftir löndum og það gæti nú verið gaman að taka upp þennan sið á Ís- landi og sníða að íslenskum siðum. kidda@dv.is n Venja sem hefur aldrei náð til Íslands Fór í söngnám um tvítugt Þriggja ára söng Alda uppi á borðum, í dag er hún óperusöngkona. Fjölskylda Öldu n Foreldrar: Ingibergur Friðrik Kristinsson f. 15.3. 1928 – d. 21.3. 1990 Ásdís Guðmundsdóttir f. 22.11. 1930 n Systkin: Ingibjörg Sveinsdóttir, f. 4.7. 1952 Elísabet Ingibergsdóttir f. 27.10. 1953 Gunnar Ingibergsson, f. 27.12. 1954 Kristinn Ingibergsson, f. 30.7. 1956 Steinþór Ingibergsson, f. 20.1. 1961 n Maki: Haukur Steinbergsson f. 17.8. 1967 n Börn: Ásdís Guðmundsdóttir f. 10.4. 1981 Linda Guðmundsdóttir f. 11.6.1992 24. ágúst 79 – Vesúvíus gýs. Borgirnar Pompei, Herculaneum og Stabiae grafast í ösku. 1215 – Innósentíus 3. páfi lýsti Magna Carta ógilt. 1572 – Bartólómeusarvígin í París. Kaþólikkar myrtu þúsundir húgen- otta samkvæmt skipun Karls 9. 1608 – Fyrsti opinberi fulltrúi Bretlands steig á land við Surat á Indlandi. 1906 – Ritsími á milli Skotlands og Íslands um Hjaltland og Færeyj- ar var opnaður og var sæsíma- strengurinn 534 sjómílur á lengd. 1944 – Sveinn Björnsson, forseti Íslands, og Franklin D. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna, ræddust við í Hvíta húsinu í Washington, en Sveinn var í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. 1968 – Norræna húsið í Reykjavík var vígt. Finnski arkitektinn Alvar Aalto teiknaði bygginguna. Norð- maðurinn Ivar Eskeland var ráðinn fyrsti forstöðumaður hússins. 1980 – Fyrstu alþjóðlegu rall- keppni á Íslandi lauk eftir fimm daga keppni. 1991 – Úkraína fékk sjálfstæði frá Sovétríkjunum. 2006 – Á þingi Alþjóðasam- bands stjarnfræðinga var sam- þykkt að telja Plútó ekki lengur til reikistjarna sólkerfisins. 2008 – Ísland vann silfurverð- laun í handbolta á Ólympíuleikun- um í Peking. 25. ágúst 1609 – Galileo Galilei sýndi nokkrum feneyskum kaupmönn- um stjörnukíki sem hann notaði til að skoða tungl Júpíters og afsanna þannig jarðmiðjukenninguna. 1718 – Borgin New Orleans stofn- uð í Louisiana. 1825 – Úrúgvæ lýsti yfir sjálf- stæði frá Brasilíu. 1912 – Þjóðernisflokkur Kína, Kuomintang, stofnaður. 1944 – Síðari heimsstyrjöldin: Bandamenn frelsuðu París. 1960 – Sumarólympíuleikar settir í Róm. 1970 – Stífla var sprengd í Mið- kvísl í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu í mótmælaskyni við stækkun Laxárvirkjunar. 1980 – Microsoft kynnti sína útgáfu af Unix, Xenix. 26. ágúst 55 f. Kr. – Júlíus Caesar hóf innrás í Bretlandseyjar. 1492 – Rodigo de Borja varð Alexander 6. páfi. 1652 – Fyrsta stríð Englands og Hollands: Orrustan við Plymouth. 1883 – Eldfjallið Krakatá í Indó- nesíu sprakk í gríðarlega öflugu eldgosi. 1896 – Jarðskjálfti reið yfir Suðurland og féllu margir bæir í Rangárvallasýslu. Styrkur skjálft- ans hefur verið metinn 6,9 stig á Richter. 1972 – Sumarólympíuleikar settir í Munchen í Vestur-Þýskalandi. 1978 – Albino Luciani varð Jóhannes Páll 1. páfi. 1984 – Fyrsta Reykjavíkurmara- þon var haldið með 214 þátttak- endum. Tíu árum síðar voru þeir á fjórða þúsund. 1991 – Ísland tók fyrst allra ríkja upp formlegt stjórnmálasam- band við Eistland, Lettland og Litháen. 2008 – Dmítrí Medvedev, Rússlandsforseti, viðurkenndi sjálfstæði Suður-Ossetíu og Abkasíu, en aðeins eitt annað ríki hefur gert hið sama. Merkis- atburðir Veislan er haldin fyrir konur sem eiga von á barni Orðið „shower“ eða sturta á íslensku er dregið af því að hin verðandi móð- ir er böðuð í gjöfum í veislunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.