Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 36
36 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Hvað er að gerast? 24.–26. ágúst Föstudagur24 ágú Laugardagur25 ágú Sunnudagur26 ágú Þórunn á Dolly Þórunn Antonía heldur útgáfutónleika á nýja skemmtistaðnum Dolly og er frítt inn. Hún kemur þar fram ásamt Davíð Berndsen sem samdi Star-Crossed ásamt Þórunni. Nýtt myndband við lagið So high verður frumsýnt á slaginu 21:00 og hefjast svo tónleikarnir að því loknu þar sem öll lögin af plötunni verða leikin. Dolly, Hafnarstræti 4 21:00 Varsjárbandalagið á Græna Hljómsveitin Varsjárbandalagið leikur á Græna hattinum á föstudag klukkan 22.00. Varsjárbandalagið leikur tónlist austantjaldslanda, gyðingatónlist, Balkan og annað sem rekur á fjörur sveitar- innar. Miðasala er í Eymundsson og við innganginn. Græni hatturinn, Akureyri 22:00 Djass í Munnhörpu Á fjórðu tónleikum djasstónleikaraðar veitingastaðarins Munnhörpunnar í tónlistarhúsinu Hörpu laugardaginn 25. ágúst kemur fram kvartett söng- konunnar Kristínar Bergsdóttur. Auk hennar skipa hljómsveitina þeir Kristján Martinsson á píanó, Leifur Gunnarsson á bassa og Magnús Tryggvason Elíassen á trommur. Þau flytja sígræn djasslög af ýmsum toga. Tónleikarnir hefjast klukkan 15 og standa til 17. Aðgangur er ókeypis. Munnharpan, Hörpu 15:00 – 17:00 Palli í Mosó Páll Óskar Hjálmtýsson heldur stuðball í íþróttahúsinu að Varmá á laugardag eins og honum einum er lagið. Húsið er opnað klukkan 23:30 og verður dansað til 04:00. Palla og hans frægu diskótek þarf vart að kynna enda fáir jafn duglegir við að skemmta og hann. Íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ 23:30 – 04:00 Eivör á Græna Eivör heldur útgáfutón- leika á Græna hattinum á sunnudag en hún gaf út í vikunni plötuna Room. Eivör er persónuleg á plötunni en nokkur laganna voru samin stuttu eftir að faðir hennar féll skyndilega frá en sá atburður hefur sett mark sitt á tónlist hennar. Forsala miða er í Eymundsson á Akureyri. Græni hatturinn, Akureyri 20:00 Þ etta verður hörkupartí,“ segir söngkonan Þórunn Antonía sem er nýkomin heim frá Los Angeles þar sem hún var gestasöng- kona í hljómsveit Dhanis Harrisons, Thenewno2. Hún er útkeyrð eftir miklar annir og safnar kröftum því í kvöld, föstudagskvöld, ætlar hún að frumsýna myndband við lagið So High á skemmtistaðnum Dolly. Eft- ir að myndbandið verður frumsýnt ætlar hún að flytja efni nýútkominn- ar plötu sinnar, Star-Crossed, ásamt Davíð Berndsen og Friðfinni Oculus. Erfitt að sleppa Platan Star-Crossed er önnur hljóðversplata Þórunnar Antoníu. Plötuna vann hún í samstarfi við Davíð Berndsen, Oculus og Hermig- ervil. Samstarf Þórunnar Antoníu og Berndsen hefur farið fram heims- hornanna á milli og með honum segist hún hafa komist yfir feimnina sem stundum fylgir því að deila hug- myndum sínum með öðrum. „Ég og Berndsen hittumst fyrir tveimur árum síðan. Við byrjuðum fljótlega að vinna saman, byrjuðum að grúska þangað til að það var loks fullbúin plata í höndunum á okk- ur. Við vinnum rosalega vel saman. Þetta er algjört samstarfsverkefni okkar. Hann ákvað að flytja til Portú- gal stuttu eftir að við hittumst en ég var ekkert mótfallin því, hann var að elta ástina þangað og ég hvatti hann til þess. Það er enda engin fyrirstaða að vinna tónlist heimshornanna á milli. Hann sendi mér tóndæmi eða stúfa og ég setti það inn í Garage- band í tölvunni og söng yfir, samdi texta og sendi honum til baka. Þótt ég hafi samið tónlist frá því ég var krakki þá var ég samt enn feimin við að senda honum hugmyndirn- ar. Þessi feimni fer seint, ég hef alltaf viljað frelsi. Ég fann það með Bernd- sen, hann tók vel á móti hugmynd- unum mínum, án þess endilega að fíla allt sem ég gerði. Það var góð tilfinning að finna fyrir því að hann kunni að meta textana og ýmsar hugmyndir mínar,“ segir Þórunn. Tóku upp í þvottahúsi ömmu Berndsen Lagið So High hefur verið mjög vin- sælt undanfarið en það lag sömdu þau tvö á örskammri stundu í þvottahúsi ömmu Davíðs. „Það var skemmtileg uppákoma. Ég var ný- komin úr yndislegri ferð til London með fyrrverandi kærasta mínum. Ég sveif á skýi við heimkomuna. Á þess- um tíma vorum við með aðstöðu í þvottahúsi ömmu hans Davíðs. Okkur vantaði aðstöðu og skilyrðin voru einfaldlega best þar, segir hún og hlær og segir þó nokkur lög tekin upp í þvottahúsinu góða. „Það leið að því að við áttum að spila á Airwaves og okkur vantaði lag í prógrammið. Við vorum stressuð yfir því og veltum því jafnvel fyr- ir okkur að taka eitthvað cover lag. Þangað til ég sagði bara: Nei, hvað er að okkur. Við getum bæði samið lög. Við semjum bara lag, einn ,tveir og 10. Gerum þetta bara! Hann spurði mig hvort ég væri alveg brjáluð. En svo spilaði hann lagstúf sem var að virka og úr varð lagið So high. Við fórum svo heim um kvöldið og héldum áfram að vinna úr hugmyndinni um þetta lag sem varð hið besta mál. Auðvitað er þetta ekki alvanalegt. Venjulega leyfir mað- ur innblæstrinum að leiða sig. En kannski var hann kraumandi undir niðri eftir ferðina góðu til London. Það kom mér síðan skemmtilega á óvart að Ellen Loftsdóttir sem leik- stýrir myndbandinu við lagið með Þorbirni Ingasyni kom með þá hug- mynd að taka það upp í London. Það er nefnilega í anda þessa lags. Lög um ástina Nafn plötunnar, Star-Crossed, vís- ar í örlög elskenda sem fá ekki að njótast og Þórunn Antonía vísar í eigin reynslu. Lögin á plötunni fjalla öll á einn eða annan hátt um ástina og á sama tíma og hún var við tónlistarvinnsluna vann hún úr eigin reynslu en Þórunn hætti á árinu með kærasta sínum, Ágústi Bent. „Nafnið, Star-Crossed, talaði sterkt til mín. Þetta er vísun í örlög elskenda sem eiga ekki að vera saman, í raun bein tilvísun í Rómeó og Júlíu Shakespeares. Elskend- ur sem unnast en fá það ekki. Þetta er bara lífið. Maður hittir fólk sem maður elskar en getur ekki verið með. Þetta er það sem ég sjálf var að ganga í gegnum. Öll lögin á plötunni fjalla um ástina, hún er um mína eigin reynslu, bæði ljúfa og sára og því sem hreyfir við mér. Hvað hreyfir meira við fólki en ástin? Ég held að ég sé ekkert öðruvísi en aðrir hvað það varðar. Platan er á jákvæðum nótum, ég vinn þannig úr tilfinning- um mínum. Ef það var eitthvað nei- kvætt sem ég gekk í gegnum þá beið ég og leyfði því að líða hjá. Róin fæst alltaf á endanum, segir hún og hlær. Á sama tíma er ég ekkert að reyna að vera töffari. Reyna að harka af mér, ég vil frekar vera heiðarleg og vinna með tilfinningarnar eins og ég geri í tónlistinni,“ segir Þórunn í fyllstu einlægni. Er hún tilbúin að finna ástina aftur? „Nei, það er ég ekki. Ég held maður sé aldrei tilbúin. Þetta er svo mikil efnafræði og ástin kemur alltaf öllum að óvörum,“ segir hún. Reynir að hvíla sig Hún er alsæl með plötuna og vinnsl- una. „Ég er ekkert smá heppin með það fólk sem kemur að vinnslu plötunnar. Það var líka gaman að fá að vinna með Sögu Sigurðardóttur og Andreu Helgadóttur sem sáu um útlitið og tóku ljósmyndir af mér. Ég er ánægð með útkomuna og hún er ólík þeirri glamúr-ímynd sem margir hafa af mér.“ „Maður hittir fólk sem maður elskar en getur ekki verið með. Þetta er það sem ég var að ganga í gegnum. Ekki tilbúin fyrir ástina n Þórunn Antonía vinnur úr eigin tilfinningum á nýrri plötu n Nokkur laganna tekin upp í þvottahúsi í Reykjavík Ekki tilbúin „Nei, það er ég ekki. Ég held að maður sé aldrei tilbúin. Þetta er svo mikil efnafræði og ástin kemur alltaf öllum að óvörum,“ segir hún. „Eins og bland í poka. Nema bara bestu molarnir.“ „Ofhlaðin óþörfum hasaratriðum“ Hljómskálinn Ýmsir flytjendur Total Recall Len Wiseman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.