Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Síða 40
E r samræmi milli þess sem við gerum og þess sem við þráum? Hvernig myndum við vilja verja tímanum ef við ættum tak- markaðan tíma eftir? Margir velta þessari spurningu fyrir sér og eiga svörin til innra með sér en gera þau ekki að aðalatriðum í lífi sínu. Edda Jónsdóttir, mannréttinda- fræðingur, útvarpskona og nú mark- þjálfi hefur gert það að verkefni sínu að hjálpa fólki að gera aðalatriðin að aðalatriðum. Hún aðstoðar fólk við að láta drauma sína rætast, koma lífinu í skorður, færa saman bilið milli þess sem það þráir og þess sem það gerir með tímann sem takmarkaða auðlind. „Eina leiðin til þess að fá tíma til þess að gera það sem okkur langar er að taka hann,“ segir Edda. Þjálfar á Skype „Markþjálfun er tækni sem dregur fram það besta í fólki, fær það til að uppgötva sjálft sig og möguleika sína,“ segir Edda sem býr og starfar í Nor- egi. Með aðstoð Skype getur hún hins vegar starfað með fólki um allan heim. „Ég hef verið að vinna með Indverj- um sem ég kynntist þegar ég var að læra markþjálfunina. Svo er ég með Bandaríkjamenn en mest þjálfa ég fólk í Evrópu og af þeim eru flestir Ís- lendingar.“ Skorti yfirsýn Sjálf segir hún markþjálfun hafa leitt sig á réttar brautir en árið 2009 vissi hún ekki sitt rjúkandi ráð. „Þegar Fé- lag markþjálfunar á Íslandi var stofn- að heyrði ég fyrst minnst á markþjálf- un. Þá fór ég á stuttan kynningarfund og féll fyrir þessari aðferðafræði. Hún byggist í stuttu og afar einfölduðu máli á því að hver einstaklingur búi yfir svörum til að bæta líf sitt sjálfur. Hlut- verk markþjálfans er að ferðast með hann frá einum stað á annan betri. Ég ákvað stuttu seinna að ráða mér mark- þjálfa og við unnum saman í marga mánuði. Þetta var árið 2009. Árinu eft- ir hrun. Á þessum tíma var ég föst í því að taka ákvarðanir og hætta við þær. Ég sveiflaðist eins og pendúll, þenn- an daginn vildi ég stefna í eina átt og næsta dag í allt aðra átt. Þetta olli mér innra óöryggi og ég hugsaði með mér að nú þyrfti ég hjálp. Ég væri á slík- um stað að ég hefði ekki fulla yfirsýn sjálf yfir eigin vanda. Ég hafði því sam- band við markþjálfa og var hjá hon- um í níu mánuði. Ég þurfti bara heila meðgöngu,“ segir hún og hlær. „Það sem er skemmtilegt er að markþjálfun er mikið lærdómsferli sem hefur sterk áhrif á sjálfsmyndina. Ég var með tvö háskólapróf en þarna var ég fyrst kom- in í skólann sem ég hafði alltaf þurft á að halda. Ég var að læra um sjálfa mig og hvernig ég gat nýtt það sem er gott í mér til góðs.“ Forvitnin styrkur Edda hugsaði með sér að hún vildi sjálf læra aðferðafræði markþjálfunar og gera það sama fyrir aðra. „Ég vildi læra aðferðafræðina og leiðbeina öðr- um og skráði mig í nám í alþjóðlegan skóla. Þegar ég var lítil fannst mér minn helsti styrkleiki vera forvitnin og það að spyrja spurninga og hugsaði oft með mér hvað ég gæti nú unnið við þar sem reyndi á þennan styrkleika. Ég fann mér þennan vettvang í fjöl- miðlum. Þar fékk ég mjög áhugaverð tækifæri til að spyrja fólk spurninga og oft deildi það með mér lífi sínu og þrám. Oftast var það reyndar „off the record“,“ segir hún og hlær. „En ég fann að með markþjálfuninni fékk ég enn eitt tækifærið til þess að vinna með þessi augnablik og vinna markvisst með þau til góðs.“ Að láta draumana rætast Edda segir markþjálfun hjálpa fólki að horfast í augu við drauma sína og vinna markvisst að því að láta þá ræt- ast. „Við eigum okkur öll drauma, en við verðum að þora að toga þá úr skýjunum og niður á jörðina. Mark- þjálfunin aðstoðar fólk við að lifa lífinu sem það hafði bara látið sér nægja að dreyma um í einrúmi. Draumar eiga að vera hluti af lífinu, vera raunveruleg markmið sem við vinnum að.“ Þjálfunaraðferðirnar byggjast á rannsóknum, meðal annars úr já- kvæðri sálfræði og unnið er að því að setja sér skýr markmið sem eru í sam- ræmi við þau lífsgildi sem hver og einn lifir eftir. „Það er ekki hægt að setja sér markmið sem eru í beinni andstöðu við lífsgildin. Sumir halda til dæmis að þeir vilji klára eitthvert verkefni á stuttum tíma, svo kemur kannski í ljós að eigin gildi krefjast yfirsetu og rannsókna eða þess að það gef- ist tími til að næra sig með fjöl- skyldunni. Stundum þarf markþjálfinn að lesa á milli línanna,“ útskýrir hún. „Við erum oft í samskiptum við fólk sem er búið að þekkja okkur lengi og þegar fólk er orðið vant okkur þá hlust- ar það ekki jafn vel og oft er það hrein- lega ekki hlutlaust. Mitt verkefni er að hlusta og helga tíma minn því að leysa verkefni hvers einstakl ings. Í öllu fel- ast skilaboð. Stundum segir fólk eitt- hvað sem það heyrir ekki sjálft, eða notar líkamstjáningu til að tjá tilfinn- ingar sem liggja undir niðri. Þá tölum við oft um okkur sjálf á ákveðinn hátt og margir tala sig niður við ákveðnar aðstæður.“ Vinnur mikið með framakonum Viðskiptavinir Eddu eru með marg- víslegan bakgrunn. „Ég hef verið mikið með framakonur og ofsalega sterkar konur sem kannski vantar hjálp við ákveðna ákvarðanatöku eða eru á tímamótum. Konur í stjórnmál- um hafa leitað til mín, þá standa þær frammi fyrir ákvörðunum varðandi frama sinn. Vilja vera vissar um næstu skref, vilja fá yfirsýn og jafnvægi. Ég er líka að vinna með fólk sem vill ná markmiði en tekst það ekki. Sjálfs- myndin hefur beðið hnekki. Oft er þá áherslan á röngum stað. Aukaatriði hafa fengið að verða að aðalatriði og þá gleymir fólk að næra sig. Markþjálf- un er heildstæð og ég vinn að því að skoða lífið í samhengi.“ Eddu finnst ánægjulegt fylgjast með þeim sem hún þjálfar afreka í lífinu. Hún fær að að taka þátt í veg- ferðinni. „„Coach“ hefur verið notað yfir íþróttaþjálfara þannig að að mörgu leyti er það tengt. Orðið þýðir: Að flytja einhvern frá einum stað til annars. Það finnst mér skemmtilegt því það er það sem ég upplifi. Fólk er auðvitað í þessu ferðalagi sjálft en maður fær einhvern veginn að vera með þeim í þessari vegferð,“ seg- ir Edda og vitnar að lokum í Alan Alda: „Þú þarft að yfirgefa þæginda- borgina þína og halda út í óbyggðir innsæis þíns. Þar muntu uppgötva dásamlega hluti. Þú munt uppgötva sjálfa/n þig.“ n 40 Lífsstíll 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað Þjálfar pólitíkusa í gegnum Skype „Konur í stjórnmál- um hafa leitað til mín, þá standa þær frammi fyrir ákvörðunum varðandi frama sinn. Sjö heilræði Eddu við mark- miðasetningu 1 Aðeins 5 prósent fólks skrifar niður markmið sín en 95 prósent þess nær markmiðum sínum. Byrjaðu að skrifa niður markmið þín. 2 Settu þér tímamörk og búðu þér til framkvæmdaáætlun. Þannig verða draumar þínir að veruleika. 3 Ef þú vilt breyta aðstæðum þínum – byrjaðu þá á sjálfri/sjálfum þér. 4 Veldu að vera í kringum fólk sem gefur þér byr undir báða vængi. 5 Hafðu trú á því sem þú ætlar þér. Mundu það sem Henry Ford sagði – hvort sem þú trúir því að þú getir eða getir ekki – þá hefurðu rétt fyrir þér. Ekki gefast upp! 6 Verðlaunaðu sjálfa/n þig – líka fyrir áfangasigrana. Það er ekki síður mikilvægt að njóta ferðarinnar en áfangastaðarins. 7 Mundu að vera þakklát/ur og treystu á innsæið. n Þeir sem vilja kynna sér betur mark- þjálfun Eddu geta skoðað heimasíðu hennar: eddacoaching.com n Edda Jónsdóttir útvarpskona hjálpar fólki að láta drauma sína rætast Vissi ekki sitt rjúkandi ráð Markþjálfun kom Eddu til bjargar árið 2009 þegar hún var föst í ákveðnu fari. Í dag þjálfar hún aðra í að láta drauma sína rætast. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is OREO BANANA SÚKKULAÐIKAKA Sími: 561 1433 Innihald: Súkkulaðibotnar, súkkulaðimousse, bláberja sulta , ba nan ar og O re ok ex . Opnunartími: mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugar- og sunnudaga 8.00 -16.00 P R E N T U N .IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.