Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.2012, Qupperneq 44
P rófessor Nosang Myung og teymi hans hjá University of California, Riverside (UCR) hefur hannað svokallað raf- rænt „nef“ sem nemur bakt- eríur, efnavopn, gasleka og óæskileg efni í andrúmsloftinu. Nef af svip- uðu tagi hafa verið hönnuð áður og má þar nefna rafnef sem finnur lykt af krabbameinsfrumum. Myung hannaði frumgerð af nefinu en UCR hefur nú sótt um einkaleyfi og ætlar að framleiða nýja útgáfu sem verður á stærð við debet- kort. Tækið kæmi þá í nokkrum út- færslum. Fjölrása nemi á stærð við debetkort gæti fundið allt að átta óæskileg efni í loftinu en einnar rás- ar nemi væri á stærð við nögl og gæti þá fundið einhverja ákveðna tegund. Augljóslega gæti tæki sem þetta bjargað fjölda mannslífa þar sem eit- urefni eru notuð í iðnaðarframleiðslu á degi hverjum út um allan heim. „Þetta er mjög mikilvægt skref,“ sagði Myung um nefið. „Frumgerðin sýn- ir augljóslega að rannsóknir okkar hér við háskólann munu eiga erindi við iðnað,“ en nefið er byggt á nano- skynjurum sem Myung hefur unnið að síðustu átta ár. Þeir eru byggðir úr kolefnis-túpum sem eru 100.000 sinnum fíngerðari en mannshár. Stefnt er að því að framleiða þrjár mismunandi útgáfur af nefinu. Tæki sem hægt væri að halda á og mæla efni til dæmis á vinnustað, minni út- gáfu sem væri hægt að nota til mæla gæði lofts og síðast en ekki síst kubb sem hægt væri að setja í snjallsíma til þess að mæla hugsanlega skaðleg efni í loftinu. Nú er verið að leita að fjárfestum til koma tækjunum í framleiðslu og síðan á markað. 44 Lífsstíll 24.–26. ágúst 2012 Helgarblað N ýleg tilraun vísindamanna frá háskólunum í Oxford, Genf og Berkeley hljómar eins og upphafið að Hollywood- mynd en þeim hefur tekist með nokkuð einföldum búnaði að lesa hugsanir fólks nógu nákvæmt til að finna út upplýsingar eins og bú- setu og bankaupplýsingar. Vísinda- mennirnir hönnuðu nokkuð einfald- an höfuðbúnað sem kostar nokkur hundruð dali en segja þeir niðurstöð- urnar benda til að styttra sé í en áður var haldið að fólk geti misnotað tækni af þessum toga. Lesa heilabylgjur Tilraunin var framkvæmd þannig að nemendur í tölvuvísindum voru fengnir til að taka þátt í könnun tengdri öryggi en þeir vissu ekki að með bún- aðinum væri verið að lesa upplýs- ingar beint úr höfði þeirra. Hver nem- andi sat með hinn svokallaða „Emotiv brain-computer interface“ búnað á höfðinu fyrir framan tölvu. Á tölvu- skjánum var svo sýnd röð mynda svo sem af kortum, bönkum, PIN-númer- um og þar fram eftir götunum. Síðan var fylgst með svokölluð- um P300-heilabylgjum þátttakenda sem eru viðbrögð heilans þegar hann skráir ákveðið áreiti sem nothæft eða merkilegt. Rannsakendur komust svo að því að þeir gátu lesið úr þess- um annars óreglulegu gögnum sem skráð voru. Í sumum tilfellum gátu rannsakendur síðan notað þess- ar upplýsingar til að finna út hvaða banka þátttakendur notuðu, hvar þeir bjuggu og jafnvel nánari ban- kaupplýsingar. Þetta var ekki alltaf reyndin en þeir gátu séð mynstur í 10– 40 prósentum upplýsinga frá hverjum notanda. Hætta á árásum „Einfaldleiki tilraunarinnar sem við framkvæmdum bendir til þess að mögulegt sé að gera mun flóknari árásir á heilann,“ segir meðal annars í grein vísindamannanna um rann- sóknina sem birt var á ráðstefnunni Usenix Security í Bellevue í Was- hington-fylki fyrir skömmu. „Til dæmis gæti óupplýstur tölvunotandi auðveldlega tekið þátt í hugarleikj- um sem eru dulbúin yfirheyrsla og hann þannig verið fenginn til að vera samvinnuþýðari. Það sem meira er, þá fleytir tækninni sífellt fram, tækin verða betri og því aukast líkurnar á ár- angursríkari árásum.“ Annað sem hópurinn bendir á er að hugsanlega væri hægt að koma fyrir sjóræningjahugbúnaði í tækjum sem þessum og því sé hætta á að slík- um upplýsingum yrði stolið þó þeim sé safnað í öðrum tilgangi. asgeir@dv.is Heilalestur Verður hann partur af glæpastarfsemi framtíðarinnar? Búnaðurinn Kostar aðeins nokkur hundruð dali. Hannaði rafnef n Greinir aðskotaefni í andrúmsloftinu Geta „hakkað“ heilann n Nýr búnaður les heilabylgjur n Getur komist að PIN-númerum Nosang Myung Hugsanlegt er að snjallsímar geti greint aðskotaefni í andrúmslofti. KÆRU VIÐSKIPTAVINIR DRESSMANN Á LAUGAVEGINUM. Nú senn líður að lokun verslunarinnar. Síðasti söludagurinn verður 25 ágúst. Dressmann á Íslandi vill þakka ykkur kærlega fyrir viðskiptin á liðnum árum og í leiðinni bjóða ykkur velkomin til okkar í Dressmann í Kringlunni og Smáralind þar sem við munum starfa áfram af fullum krafti. Með kærri kveðju. Fyrir hönd Dressmann á íslandi. Jóhann Ingi Davíðsson Kristrún Zakaríasdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.