Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Side 20
Saklaus í fangelsi í 19 ár n John Edward Smith var dæmdur fyrir morð sem hann framdi ekki B andaríkjamaðurinn John Edward Smith, 37 ára, gekk út úr fangelsi síðastliðinn mánudag eftir að hafa setið inni saklaus í nítján ár. Smith þessi var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr- ir skotárás árið 1993 þar sem einn maður lést. Í árásinni var einnig skotið á mann sem komst lífs af og var hann eina vitnið að árásinni. „Ég er bara þakklátur fyrir það að sama kerfi og gerði mistök leið- rétti þau,“ sagði Smith við stuðn- ingsmenn sína sem biðu fyr- ir utan fangelsið. „Ég er alls ekki bitur. Það mun ekki gagnast mér neitt. Ég þarf að horfa fram á veg- inn núna,“ bætti hann við og sagði þegar hann var spurður hvað tæki nú við: „Ég ætla heim og faðma ömmu mína.“ Smith var meðlimur í gengi í Los Angeles þegar hann var hand- tekinn. Fyrir tveimur árum steig vitnið að skotárásinni, sem lifði árásina af, fram og bar framburð sinn til baka sem leiddi til sakfell- ingar Smiths. Hann hitti lögmenn Smiths árið 2010 og sagði að hann hefði logið við réttarhöldin. Sagði hann að lögregla hefði beitt hann þrýstingi til að vitna gegn Smith og féllust saksóknarar á þann fram- burð vitnisins, Landu Mvuemba sem var sextán ára þegar skotið var á hann og félaga hans sem lést. Smith var átján ára þegar hann var dæmdur og hélt því staðfastlega fram að hann hafi verið heima hjá ömmu sinni þegar árásin átti sér stað. Amma Smiths, Laura Neal, sagðist vera bæði glöð og óánægð vegna málsins. „Ég bað til Guðs um að ég myndi sjá hann og vera með honum áður en ég færi yfir móðuna miklu,“ sagði hún við fjöl- miðla. n Erlent 2120 Erlent 28.–30. september 2012 Helgarblað R íkisstjórn Bandaríkjanna er fósturbarn sérhagsmunanna. Henni er ekki leyft að hafa eigin vilja og er sagt við hvert fótmál: Ekki gera þetta, það raskar velsæld okkar.“ Þessi orð voru höfð eftir 28. forseta Bandaríkjanna, demókratanum Woodrow Wilson, um þau öfl í bandarískum stjórnmálum sem kallast „sérhagsmunir“. Sérhagsmunir og hagsmunagæsla eru stóriðnaður, sem veltir gríðarleg- um fjárhæðum á hverju ári. Á árunum 1998–2010 er talið að um 30 milljörð- um dala hafi verið eytt í þessum til- gangi. Það gera um 3600 milljarða ís- lenskra króna. Flest þeirra fyrirtækja sem gæta sérhagsmuna í bandarískum stjórn- málum eru til húsa á K-stræti höfuð- borgarinnar, Washington. Í opinberri umræðu um þessi mál er orðið „K- street“ notað sem samheiti yfir þessa aðila. Hverjir ráða USA? Í hverri einustu kosningabaráttu kem- ur þetta orð við sögu og andstæðingar þess eru oftar en ekki staðráðnir í að berjast gegn sérhagsmunaöflunum. Grunnhugmynd lýðræðisins er að valdið komi frá fólkinu, en í Banda- ríkjunum er gríðarlegur fjöldi hags- munasamtaka eða „lobbí“ sem reyna eftir fremsta megni að hafa áhrif á þing- menn og áhrifamenn innan banda- ríska stjórnkerfisins. Hver ræður eigin- lega í USA? Sú spurning er fullkomlega réttlætanleg. Eru það hinir kjörnu full- trúar eða eru það fulltrúar og starfs- menn hinna ýmu sérhagsmunahópa? Sígarettur og sérhagsmunir Sérhagsmunir og hagsmunagæsla hafa verið umfjöllunarefni kvik- mynda og til dæmis er „tóbakslobbí- ið“ tekið fyrir í kvikmyndinni The Insider, sem byggð er á sannsöguleg- um atburðum. Þar leikur stórleikar- inn Russel Crowe vísindamann sem afhjúpar þá staðreynd að tóbaksfyrir- tækin unnu markvisst að því að gera fólk háð sígarettum, með því að hafa nægilegt magn af nikótíni í sígarettun- um. Í myndinni leikur annar stórleik- ari, Al Pacino, fréttahauk frá þættin- um 60 mínútur frá CBS, sem reynir að fá vísindamanninn í viðtal. Mál þetta var mjög frægt á sínum tíma og kvik- myndin, sem er leikstýrt af Michael Mann, fékk gríðarlega góðar viðtökur. Í henni sést vel að sérhagsmunaöfl á borð við tóbaks iðnaðinn eru tilbúin til að beita kröftum sínum af fullu afli, til að verja hagsmuni sína. Annað nýlegt dæmi er kvikmyndin Casino Jack, en þar leikur Kevin Spacey „lobbí-istann“ Jack Abramoff, sem komst til gríðarlegra áhrifa í Was- hington og æðstu metorða á tíma rík- isstjórnar George Bush yngri (2000– 2008), forseta Repúblíkana. Blindi miðameistarinn Í viðtali við þátt CBS, 60 mínútur sagði Jack: „Ég var algerlega blind- ur og búinn að gleyma muninum á réttu og röngu. Við vildum ekki að þingmenn héldu að það væri ver- ið að kaupa þá.“ „Ég eyddi milljón dollurum á ári í alla bestu miðana sem hægt var að fá, ég var einskon- ar miðameistari.“ Hér er hann að lýsa þeirri aðferð sem hann varð snilling- ur í; að ausa gjöfum yfir þingmenn á bandaríska þinginu og kaupa fyrir þá aðgang að stærstu íþróttaleikjunum, golfferðir til St. Andrews í Skotlandi, þotuferðir, máltíðir á dýrum veitinga- húsum og þess háttar. Eignaðist starfsmennina, sak- felldur fyrir spillingu og mútur Besta leið Jack Abramoff til að kom- ast að þingmönnum var að „eignast“ starfsmenn þeirra. „Með því að segja: Þegar þú ert hættur að vinna fyrir þingmanninn og á þinginu, þá þætti okkur vænt um að þú hringdir í okk- ur.“ Og hann bætir við: „Með þessu gátum við eignast viðkomandi starfs- mann. Áður en ég vissi af voru starfs- mennirnir farnir að finna upp á hlut- um sem mér duttu ekki einu sinni í hug,“ segir Jack Abramoff í þessu fræga viðtali, sem vakti mikla athygli í fyrra. Hann var handtekinn og sakfelld- ur fyrir spillingu, mútur og skattalaga- brot. Dómstóll dæmdi hann til sex ára fangelsisvistar í janúar 2006, en hann sat inni til ársins 2010. Í viðtalinu seg- ist hann hafa haft mjög mikil áhrif á skrifstofum um 100 þingmanna í full- trúadeild bandaríska þingsins, þar sem sitja 435 þingmenn. Þegar best lét voru tekjur Abramoff um 20 millj- ónir dala á ári, eða um 2,5 milljarðar króna. Það eru gríðarlegir fjármunir í boði. Núna skammast hann sín fyrir gerðir sínar. Sérhagsmunasamtök í Bandaríkj- unum, sem reyna að hafa áhrif á laga- setningu og fleira, skipta hundruðum. Þetta er því fjölbreytilegur hópur sam- taka. En það eru nokkur samtök sem hafa algera sérstöðu og eru talin veru- lega áhrifamikil. Sérstakt samband Ísraels og USA Ísraelska lobbíið er í raun samheiti yfir fjölda samtaka sem hafa það að markmiði að berjast fyrir hagsmun- um Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsrík- is hefur ríkt mjög sérstakt samband á milli stjórnvalda í Washington og Jer- úsalem. Í aðdraganda forsetakosninga þurfa bandarískir frambjóðendur ávallt að gefa það út hvernig þeir ætli að haga samskiptum sínum við Ísrael. Ísrael fær um 3 milljarða dala, 380 milljarða króna, á ári í beinan fjárstuðn- ing frá Bandaríkjunum og hefur þá sér- stöðu að ráðamenn fá að ráðstafa þessu fé samkvæmt eigin höfði. Þeir þurfa ekki að lúta eftirliti, sem önnur lönd sem fá stuðning frá bandarískum stjórnvöld- um þurfa að gera. Að auki fær Ísrael allskyns tæknilegan stuðning, hergögn og fleira. Í bókinni The Israel Lobby and US Foreign Policy, eftir tvo bandaríska stjórnmálafræðinga er að finna mjög áhugaverðar lýsingar á þessu sérstaka sambandi Bandaríkjanna og Ísraels. Áhrifamiklir skotmenn Samtök byssueigenda NRA, (National Rifle Association) hafa einnig haft gríðarleg áhrif í gegnum tíðina. Sjálfs- varnarréttur og rétturinn til að bera vopna er skrifaður í stjórnarskrá Bandaríkjanna, grein tvö. Samtök- in eru með um 4,3 milljónir félags- manna. NRA átti stóran þátt í sigri Ronalds Reagan í forsetakosningum árið 1980, en hann var við völd næstu átta árin. AARP eru samtök fólks eldri en 50 ára, þeirra sem komnir eru á eftirlaun. Þeirra markmið er að stuðla að aukn- um lífsgæðum fyrir skjólstæðinga sína, til dæmis með því að berjast fyr- ir betri heilsugæslu. Í þingkosningun- um árið 2010 eyddu þessi samtök um 22 milljónum dala, en talið er að fé- lagsmenn í AARP séu um 40 milljónir. Járnþríhyrningurinn Vopnaiðnaðurinn er risastór í Banda- ríkjunum, enda líður varla það ár að Sérhagsmunahópar eru valdamiklir vestanhafs n Milljörðum dala eytt í sérhagsmunagæslu í Washington n Tóbaksfyrirtæki og hergagnaframleiðendur áberandi n Þingmenn keyptir Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is „Við vild- um ekki að þingmenn héldu að það væri verið að kaupa þáVaraði við Dwight Eisenhower varaði við auknum áhrifum hergagnaiðnaðarins í ræðu árið 1961. Fósturbarn sérhagsmuna Woodrow Wilson var forseti Bandaríkjanna árin 1913 – 1921. Hann sagði að ríkisstjórn Bandaríkj- anna væri fósturbarn sérhagsmuna. Heldur áfram Smith segist ekki vera bitur vegna málsins. Hann er nú frjáls eftir 19 ár í fangelsi. Tungan í sundur Ung kona hefur viðurkennt að hafa bitið í sundur tunguna í fyrrverandi kærasta sínum eftir rifrildi þeirra í milli í Kings Cross í London. Danielle Lee Hanna, 28 ára, beit í sundur tungu kærasta síns, Jake Collins, 19 ára, eftir rifrildi í maí síðastliðnum. Voru þau að kyssast og sættast eftir aðskilnað þegar hún lét tennurnar skella í tungu hans. Að eigin sögn hafði Collins reynt að róa stúlkuna og brugðið á það ráð að kyssa hana. Við það reiddist hún enn meira með fyrrgreindum afleiðingum. Hún mætti í réttarsal á miðviku- dag og viðurkenndi fúslega brot sitt. „Ég vildi fara heim,“ seg- ir Danielle sjálf. „En hann vildi ekki leyfa mér það. Ég reyndi tvisvar að komast í leigubíl. Ég beit tunguna í honum í sundur.“ Sjálfur segir Collins: „Ég er bara heppinn að ég hélt tungunni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.